Morgunblaðið - 26.02.1999, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 26.02.1999, Blaðsíða 54
54 FÖSTUDAGUR 26. FEBRÚAR 1999 MORGUNBLAÐIÐ Dýraglens I én <see/No n/)ns se<a//e 772- ust/ ■5ÍW BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík • Sírai 569 1100 • Símbréf 569 1329 Island, land velmegunar? Frá Sonju Haraldsdóttur: PAÐ ER ekki nóg að missa heilsu sína og álit almennings þegar mað- ur verður öryrki, við erum líka dæmd til ævilangrar fátæktar í þessu landi vegna þess að í kring- um 20. hvers mánaðar eru örorku- bætur okkar búnar og við þurfum á aðstoð að halda hjá Rauða krossin- um og Hjálparstofnun kirkjunnar. En ekki nóg með það, af okkur eru einnig teknir skattar mánaðarlega, á meðan u.þ.b. 10 milljarðar kr. hverfa árlega í skattsvik. En það kórónar þó allt þegar bæði orlofs- peningar okkar og jólauppbót eru einnig tekin upp í skatta. Og loks- ins getum við ekki einu sinni unnið fyrir okkur, af því að það er strax farið að skerða hjá okkur bæturn- ar. I grein sinni „Mergurinn máls- ins“, DV 20.1. 1999, skrifar Helgi Seljan: „Ef menn hins vegar reyna að setja sig í spor öryrkja með sléttar 65 þús. kr. heildartekjur á mánuði, hafandi um leið ýmsan aukakostnað af fötlun sinni, þá hygg ég að flestir mundu einfald- lega spyrja sig að því, hvemig í ósköpunum væri unnt að sinna brýnum lífsnauðsynjum með slík kjör, hvað þá einhverju umfram það.“ Haldið þið nú að tveir öryrkj- ar saman muni fá 130.000 krónur á mánuði? Aldeilis ekki! Því áfram segir Helgi: „Ekki síður yrði myndin dökk ef menn tækju raunsatt dæmi af hjónum eða sam- búðarfólki sem bæði eru öryrkjar og verða að láta sér nægja samtals til síns lífsframfæris um 87 þús. kr. á mánuði!" Island hefur um árabil verið í hópi fimrn tekjuhæstu ríkja OECD. Af hverju er þá þessi mikla fátækt meðal öryrkja, eldri borgara og verkafólks? Hvers konar ríkisstjóm erum við með og höfum verið með? Höfum við unn- ið til þess með atkvæði okkar að hafa slík stjórnvöld sem koma þannig fram við þá sem minna mega sín í þjóðfélaginu? Hvenær fer það loksins batnandi fyrir okk- ur hin í þessu margumtalaða „góðæri" á Islandi, landi velmeg- unar? Þrátt fyrir þrotlausa baráttu Jóhönnu Sigurðardóttur og ann- arra áratugum saman hefur ekki tekist að hækka fátæktarmörkin og færa kjör hinna verst stöddu í þessu landi á mannsæmandi stig. Vissir þú að hvergi á Norðurlönd- um em öryrkjum greiddar eins lágar bætur og á Islandi. Að jafn- aði era þær tvöfalt hærri hjá frændþjóðum okkar. Eg hef séð til- lögu Húmanistaflokksins í þessum kosningum um 90 þúsund króna lágmarksbætur fyrir öryrkja og ellilífeyrisþega og tek ég heils hug- ar undir þá kröfu og vona að það geri fleiri. SONJA HARALDSDÓTTIR, Bakkakoti, Reykjavík. Opið bréf til menntamálaráðherra Frá Birki J. Jónssyni: VIÐ Islendingar lifum nú í miklu góðæri og hafa vel flestir þegnar þjóðfélagsins notið góðs af því. Framhalds- skólanemendur hafa notið góðærisins á þann hátt að svokallaður dreifbýlisstyrk- ur hefur hækkað umtals- vert á sl. tveim- ur áram. En betur má ef duga skal og Ijóst er að styrkurinn þarf að hækka umtalsvert meira en orðið er. Fyrir nokkram áram var lagður sérstakur skattur á framhalds- skólanemendur ef þeir stæðu nú ekki öll sín próf. Fyrir hverja ein- ingu sem nemandi stenst ekki þarf hann að greiða 500 krónur. Til dæmis það að falla í félagsfræði og líffræði myndi kosta 3000 krónur. Nýlega kom fram fyrirspum frá Hjálmari Arnasyni á Alþingi þar sem spurt var hvort umræddur fallskattur hafi almennt minnkað fall hjá framhaldsskólanemendum. Niðurstaðan var ósköp eðlileg, sama hlutfall var í falli fyrir og eft- ir álagningu skattsins. Það leikur sér nefnilega enginn að því að falla! Fallskatturinn er því sérstakur skattur á þá sem standa að ein- hverju leyti verr heldur en aðrir gagnvart námi. Ég held að öllum sé kennt að níðast ekki á minni máttar, en fallskatturinn er því miður niðurdrepandi stjórn- valdsaðgerð sem eingöngu bitnar á þeim sem höllum fæti standa í námi og eiga margii’ við erfiðar félagslegar aðstæður að búa. Margir túlka fallskattinn sem skilaboð um að nám sé fyrst og fremst fyrir þá sem rúm fjárráð hafa. Ég skora hér með á menntamál- aráðherra að fella fallskattinn nið- ur. BIRKIR J. JÓNSSON, forseti nemendafélags Fjölbrautaskóla N-vestra. Birkir J. Jónsson Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.