Morgunblaðið - 26.02.1999, Síða 31

Morgunblaðið - 26.02.1999, Síða 31
MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN FÖSTUDAGUR 26. FEBRÚAR 1999 31 í BÓK sinni, Farvel til Jugoslavien, sem kom út árið 1992, komst danski blaða- maðurinn Peter Dal- hoff-Nielsen svo að orði: „Bitrar minning- ar úr fortíðinni voru færðar til nútímans. Serbarnir vissu að evr- ópsku stórveldin á 19. öld - Rússland, Þýska- land, Austurríki-Ung- verjaland, Frakkland, Italía og England - létu þjóðlega hags- muni Balkanlandanna víkja fyrir eigin valda- tafli.“ Mikilvægasta rót vandamálanna, sem nú er við að kljást í Kosovo, má kannski, eins og víða annars staðar, rekja til þess að stórveldin settu landamæri án sam- ráðs við íbúana. íbúar Kosovo voru einskis spurðir þegar landamæri Serbíu og Albaníu voru ákveðin á Lundúnaráðstefnunni 1912 eftir tog- streitu milli Rússlands annars vegar og Austurríkis og Italíu hins vegai'. Vissulega er málið flóknara en svo og ekki skal horft framhjá ábyrgð serbneskra þjóðernissinna í fortíð og nútíð eða því að Milosevic fleytti sér til valda á þjóðrembuæsingum varðandi Kosovo. En hvorki það né voðaverk Serba gagnvart Kosovo-Albönum breyta neinu um það að framkoma Banda- ríkjanna og NATO gagnvart Ser- bum við friðarviðræð- urnar hefur verið hreint með ólíkindum. Er við öðru að búast en Serbar þæfist við, þeg- ar þeim eru settir þeir afarkostir að skrifa fyr- ir ákveðinn tíma undir samkomulag, sem felur í sér hersetu'30 þúsund manna herliðs frá NATO, eða að öðrum kosti geri sama herlið loftárásir á landið? Er við þvi að búast að Ser- bar geti litið á herlið NATO sem óháð friðar- gæslulið? Það er ekki bara að þetta „friðar- gæslulið" hóti loftárás- um meðan á samningaviðræðum stendur. Við verðum líka að líta til hinna pólitísku póla í Evrópu. Þótt margt hafi breyst frá lokum kalda stríðsins fer því fjarri að NATO sé óháð friðarbandalag. NATO er hernaðarbandalag vesturveldanna með Bandaríkin í fararbroddi. Milosevie og margir ráðhen'a hans eiga rætur að rekja til gamla komm- únistaflokksins í Júgóslavíu og enn er togstreita milli Rússlands og NATO, en Rússar eru aldagamlir bandamenn Serba og verja nú hags- muni þeirra þótt á ýmsu hafi gengið á undanfórnum áratugum. Það er því afskaplega hæpið að NATO og Bandaríkin séu best til þess fallin að annast friðargæslu í Kosovo og sú spurning hlýtur að vakna hvort frið- arsamningar sem gerðir eru við þessar aðstæður geti orðið annað en bráðabirgðalausn sem byggist á hernámi Serbíu. Það er líka mjög einkennilegt að ætla að ganga frá samningum um svo erfitt, svo margþætt og alda- gamalt vandamál sem þetta undir tímapressu og hótunum um vald- beitingu. Það kviknuðu vissulega vonir um að menn vildu í raun semja þegar fresturinn var fram- lengdur á laugardaginn, en það vekur þó athygli að það var gert gegn vilja Bandaríkjamanna og sjálfur forseti Bandaríkjanna lýsti Friðarviðræður Það er einkennilegt, segir Einar Olafsson, að ætla að ganga frá samningum um svo margþætt og alda- gamalt vandamál sem þetta undir tíma- pressu og hótunum um valdbeitingu. opinberlega yfir andstöðu sinni við að fresturinn yrði lengdur. Hvað vakir fyrir Bandaríkjastjórn? Hef- ur hún fyrst og fremst áhuga á lausn deilunnar og varanlegum friði eða er hún að plotta í eiginhags- munaskyni eins og stórveldin hafa löngum gert? Eru íbúar Kosovo enn leiksoppur stórveldanna, snýst málið frekar um hina nýju heim- skipan stórveldanna og stöðu NATO en hagsmuni íbúanna í Kosovo og Serbíu? Höfundur er bókuvörður og rithöfundur. Eru íbúar Kosovo leiksoppur stórveldanna? Einar Ólafsson Meingallað kvótakerfí SÍFELLT verða þær raddir háværari, sem segja núverandi físk- veiðistjómarkerfi óhæft. En hvað er að þessu kerfi? Svarið felst m.a. í því, að misvísandi hugtök eru notuð þegar rætt er um það. Orðið kvótakerfi er mis- vísandi vegna þess að það felur í sér tvö hug- tök, annars vegar kvótasetningu og hins vegar kvótaúthlutun. Kvótasetning er til þess gerð að vemda fiskimið okkar og fiskistofna, og er tahn hafa reynst vel, en kvótaúthlutunin, sem ræður hverjir fá að veiða fiskinn, er mein- Kvóti Kvótasetning er til þess gerð að vernda fiskimið okkar og fiski- stofna, segir Margrét Sverrisdóttir, en kvóta- úthlutunin, sem ræður hverjir fá að veiða fisk- inn, er meingölluð. gölluð. Frjálslyndi flokkurinn hefur greint 5 höfuðgalla núverandi kvóta- úthlutunar: 1. Brottkast fisks í hafi. 2. Aðstöðumunur milli hinna smáu í útgerð (sjávarbyggða) og hinna stóru, stórútgerðunum í hag. 3. Nýliðun í greininni er engin. 4. Utfall fjármagns úr greininni. 5. Afleiðingin - geng- isfelling, almenningur situr uppi með byrðar útgerðarinnar. Hver og einn þessara galla er ærin ástæða til að kerfinu verði umtum- að. Frjálslyndi flokkur- inn berst gegn því að út- gerðarfyrirtæki fái kvóta úthlutað án endur- gjalds til að stunda við- skipti með hann sín á milli, selja og veðsetja líkt og um eign sé að ræða. Fiskimiðin eru sameign íslensku þjóðarinnar og það er fráleitt að úthluta þessum verðmætum end- urgjaldslaust til fámenns hóps sem síðan getur braskað með þau að vild. í þessu kerfi felst mesta eignatilfærsla í allri sögu íslensku þjóðarinnar. Samkvæmt skoðanakönnunum finnst 75% þjóðarinnar kerfið ómögulegt og óréttlátt. En hvað ætla þessi 75% að kjósa í vor? Stjórnar- flokkana, sem hafa heitið því að starfa áfram saman ef kostur er, eða kannski Samfylkingu krata sem lýsti sig nýverið tilbúna til að starfa með Framsókn eftir kosningar ef svo bæri undir? Frjálslyndi flokkurinn vill kvótabraskið burt þegar í stað. Kjósendur verða að gera upp hug sinn og beita atkvæði sínu til breyt- inga. Öbreytt fiskveiðikerfi: Já eða nei. Höfundur er framkvæmdastjóri Ftjálslynda flokksins. Margrét Sverrisddttir H3 Electrolux Sænsk gæðnvura • 240 Mtra • 85 Ktra frystir • HxBxD: 200x60x60 • 2 pressur • Sjálfvirk aíþýðing á • Viðvörunarkerfi fyrir frysti • 3ja ára ábyrgð HÚSASMIÐJAN Sími 525 3000 Kæli- ou frystiskápur

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.