Morgunblaðið - 26.02.1999, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 26.02.1999, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. FEBRÚAR 1999 11 FRETTIR HÉR fer á eftir í heild dómur Hæstaréttar í máli nr. 415/1998, Akæruvaldið (Bogi Nilsson ríkissaksóknari) gegn Jóni Snorra Snorrasyni (Sigurður G. Guðjónsson hrl.) Dómur Hæsta- í ákæru, og sldptir eignarhald á umræddu flettiskilti ekki máli varðandi refsiábyrgð hans. Ákæruliður 2. Dómur Hæstaréttar: Mál þetta dæma hæstaréttardómaramir Pétur Kr. Hafstein, Guðrún Erlendsdóttir, Haraldur Henrysson, Hjörtur Torfason og Hrafn Bragason. Ríkissaksóknari skaut málinu til Hæsta- réttar 12. október 1998 samkvæmt 148. gr., sbr. b- og c - liði 147. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála, sbr. lög nr. 37/1994, og krefst hann þess að ákærði verði sakfelld- ur samkvæmt ákæru og ------------------- honum ákvörðuð refs- ing. Akærði krefst stað- -festingar héraðsdóms. Auglýsingar þær, sem ákært er fyrir í málinu, birtust með þrennum hætti. í fyrsta lagi hefur birst auglýs- ing á flettiskilti við Vesturlandsveg frá því snemma sumars 1997. I öðru lagi kom auglýsing tvisvar í Ríkisútvarpi - sjónvarpi í febrúar 1998. Loks birtist aug- lýsing sex sinnum í Morgunblaðinu vorið og sumarið 1997 og önnur fjórum sinnum í sama blaði í febrúar 1998. Texti auglýsinga þeirra, sem birtust vorið og sumarið 1997, var ,6,2% nú er Egill STERKUR“. Birtist síðastgreinda orðið á bogadregnum borða. Við birtingu í sjónvarp- inu og Morgunblaðinu í febrúar 1998 eru aug- lýsingarnar óbreyttar að öðru leyti en því, að við textann er bætt orð- unum ,í Ríkinu þlnu í öllum landshlutum". Auglýsingarnar birtust ætíð á rauðum fleti með gylltum, lóðréttum röndum. Fram kom hjá ákærða fyrir dómi að Öl- gerðin Egill Skallagrímsson ehf. hefði sett bjórinn ,Egils STERKUR" á markað til reynslu í maí 1997 og síðan í almenna dreif- ingu hjá ÁTVR sex mánuðum síðar. Mynd af dós með slíkum bjór liggur frammi í málinu og birtist orðið ,STERKUR“ þar með sama hætti og í fyrrgreindum auglýsingum. Einnig kemur þar fram að styrkleiki bjórsins er 6,2%. Dósir þessar eru rauðar að lit með gyllt- um, lóðréttum rondum. Samkvæmt 20. gr. áfengislaga nr. 75/1998, sem er samhljóða 16. gr. a áfengislaga nr. 82/1969, sbr. 8. gr. laga nr. 94/1995, eru hvers konar auglýsingar á áfengi og einstökum áfengistegundum bannaðar. I 2. mgr. greinar- innar er auglýsing meðal annars skilgreind svo að átt sé við hvers konar tilkynningar til almennings vegna markaðssetningar þar sem sýndar séu í máli eða myndum áfengistegund- ir eða atriði tengd áfengisneyslu, svo sem áfengisvöruheiti eða auðkenni. í 2. gr. áfengislaga er áfengi skilgreint svo, að það sé hver sá neysluhæfur vökvi, sem í er að rúmmáli meira en 2,25% af hreinum vín- anda. Þegar litið er til ofangreindra auglýsinga annars vegar og hins vegar til umbúða þeirrar bjórtegundar, sem Ölgerðin Egill Skalla- grímsson ehf. var að hefja sölu á, þegar aug- lýsingarnar birtust, verður að telja ótvírætt að þær falli undir skilgreiningu 2. mgr. 20. gr. áfengislaga og að birting þeirra hafi verið tengd markaðssetningu bjórsins. í 73. gr. stjómarskrár lýðveldisins íslands nr. 33/1944, eins og greinin hljóðar nú sam- kvæmt 11. gr. stjómarskipunarlaga nr. 97/1995, er kveðið á um tjáningarfrelsi. Segir meðal annars í 2. mgr. greinarinnar að hver maður eigi rétt á að láta í ljós hugsanir sínar, en ábyrgjast verði hann þær fyrir dómi. Rit- skoðun og aðrar sambærilegar tálmanir á tjáningarfrelsi megi aldrei í lög leiða. í 3. mgr. segir að tjáningarfrelsi megi aðeins setja skorður með lögum í þágu allsherjarreglu eða öryggis ríkisins, til verndar heilsu eða siðgæði manna eða vegna réttinda eða mannorðs ann- arra, enda teljist þær nauðsynlegar og sam- rýmist lýðræðishefðum. I 10. gr. mannréttindasáttmála Evrópu, sem lögtekinn hefur verið hér á landi, sbr. lög nr. 62/1994, er sambærilegt ákvæði og var það meðal fyrirmynda að núgildandi 73. gr. réttar um áfeng- isauglýsingar Um er að ræða auglýsingu, er birtist í Rík- isútvarpinu - sjónvarpi 10. og 11. febrúar 1998, og réttilega er lýst í ákæru, sbr. og kafla I hér að framan. Er óumdeilt að auglýsingin var birt á ábyrgð ákærða. Braut hann með því tilgreind ákvæði áfengislaga í ákæru og bak- aði sér refsiábyrgð samkvæmt 5. mgr. 35. gr. útvarpslaga nr. 68/1985. Ákæruliðir 3 og 4. neyslu áfengis og útrýma ofneyslu. Einnig vísaði ríkissaksóknari til stefnumótunar Evr- ópudeildar Alþjóða- heilbrigðisstofnunarinnar (WHO) í heilbrigðismálum næstu aldar, en þar eru sett fram stefnumið í áfengismálum, sem meðal annars leggja áherslu á takmark- anir á beinum og óbeinum auglýsingum áfengis og viðurkenningu á slíkum takmörk- unum og bönnum í þeim löndum, þar sem um slíkt er að ræða. Samkvæmt framansögðu verður að telja nægilega ljóst að tilgangur löggjafans með banni á áfengisauglýsingum sé sá að vinna gegn misnotkun áfengis og þeim vandamál- um, sem af henni hljótast. Ríkissaksóknari hefur við flutning málsins í Hæstarétti vísað til fræðilegra athugana, sem gerðar hafa verið meðal annars að tilhlutan Alþjóðaheilbrigðis- stofnunarinnar um þessi efni, og gefa þær vís- bendingar um að áfengisauglýsingar hafi áhrif til aukinnar drykkju, ekki síst meðal yngri aldurshópa. Þau rök, sem þannig búa að baki 20. gr. áfengislaga, eiga sér efnislega stoð í 3. mgr. 73. gr. stjórnarskrárinnar og 2. mgr. 10. gr. mannréttindasáttmála Evrópu. Löggjafinn hefur metið auglýsingabann áfengis nauðsyn- legt og ítrekað það mat eftir að núgildandi tjáningarfrelsisákvæði stjómarskrárinnar var sett. Svo sem fyrr segir falla auglýsingar þær, sem ákært er fyrir í máli þessu, undir skil- gi-einingu 20. gr. áfengislaga og verður að telja þær þannig fram settar að þær feli í sér hvatningu til kaupa á áfengi. Er ekki á það fallist að beiting lagagreinarinnar gagnvart slíkum auglýsingum feli í sér brot gegn ofan- greindum ákvæðum stjómarskrár og mann- réttindasáttmála Evrópu. III. Nú verður fjallað um einstaka ákæruliði og refsiábyrgð ákærða. Ákæraliður 1. Hér er ákært fyrir auglýsingu á flettiskilti við Vesturlandsveg á móts við Stórhöfða 44 í Reykjavík og er auglýsingunni rétt lýst í ákæru, sbr. og kafla I hér að framan. Máln- ingaverksmiðjan Harpa hf. mun vera eigandi flettiskiltis þessa en Ölgerðin Egill Skalla- grímsson ehf., sem ákærði er framkvæmda- stjóri fyrir, fékk skiltið að hluta á leigu til birtingar á umræddri auglýsingu. Auglýsing- in var samin og sett upp af starfsmönnum fyr- irtækisins, er lutu stjóm ákærða og verður að líta svo á framburð hans fyrir dómi að hann hafi ákveðið að birta umrædda auglýsingu með þessum hætti. Með vísan til þess, sem áð- ur hefur verið rakið, telst ákærði brotlegur við þau ákvæði áfengislaga, sem tilgreind era Hér er ákært fyrir auglýsingar, sem birtust í Morgunblaðinu. Ann- ars vegar auglýsingu 8., 15. og 16. maí, 30. og 31. júlí og 1. ágúst 1997. Hins vegar auglýsingu, sem kom í blaðinu 10., 11., 12. og 14. febrúar 1998. Er auglýsingunum réttilega lýst í ákæru, sbr. og kafla I hér að framan. Við yfirheyrslu fyrir dómi sagði ákærði um þessar auglýsingar að enginn einn væri höf- undur þeirra. Þær væra unnar af hópi manna innan fyrirtækisins. Væri hann einn úr þeim hópi og bæri ábyrgð á honum. Auglýsingar þessar teljast sam- kvæmt framansögðu brot á tilgreindum ákvæðum áfengislaga í ákæra. í 15. gr. laga nr. 57/1956 um prentrétt eru ákvæði um ábyrgð á efni blaða, eins og hér um ræðir. Segir þar að höfundur beri refsi- og fébótaábyrgð á efni rits- ins, ef hann hefur nafn- greint sig og er auk þess annaðhvort heimilisfast- ur hér á landi, þegar rit- ið kemur út, eða undir íslenskri lögsögu þegar mál er höfðað. Þá segir að hafi enginn slíkur höfundur nafngreint sig, beri útgefandi eða ritstjóri ábyrgðina, því næst sá er hefur ritið til sölu eða dreifingar, og loks sá, sem annast hefur prentun þess eða letran. Hér er fjallað um auglýsingar, sem fyrir- tæki ákærða hefur keypt rúm fyrir í um- ræddu blaði. Óumdeilt er og viðurkennt, svo sem áður segir, að hún er samin á vegum fyr- irtækisins undir stjóm ákærða. Auglýsingin varðar tiltekna vöru fyrirtækisins og auk þess koma þar fram auðkenni, sem með greinileg- um hætti vísa til þessa fyrirtækis og vöra- merkis, sem það hefur fengið skráð. Er hér átt við vöramerki nr. 452, sem skráð var 31. október 1988, með nafninu ,EGILL STERKI“. Að þessu virtu verður að telja að fyrir liggi nafngreining, sem fullnægi ákvæði 15. gr. laga nr. 57/1956. Telst ákærði sam- kvæmt því ábyrgur fyrir birtingu umræddra auglýsinga í Morgunblaðinu. IV. Ákveða ber ákærða refsingu samkvæmt 27. gr. áfengislaga nr. 75/1998, en með hliðsjón af 33. gr. áfengislaga nr. 82/1969, sbr. 2. gr. al- mennra hegningarlaga nr. 19/1940. Við ákvörðun refsingar verður tekið tillit til þess að ákærði hefur ekki áður gerst brotlegur við lög. Á hinn bóginn verður að líta til þess að um er að ræða mörg brot og einnig spannar brot samkvæmt 1. ákærulið langt tímabil. Brotin era og framin í ávinningsskyni og varða mikilvæga hagsmuni. Með allt þetta í huga þykir refsingin hæfilega ákveðin sekt í ríkissjóð að fjárhæð 1.500.000 krónur, sem greiðist innan fjögurra vikna frá birtingu dómsins. Verður vararefsing ákveðin eins og í dómsorði greinir. I ákæra var krafist upptöku á tilgreindum búnaði. Málinu hefur ekki verið áfrýjað að þessu leyti og verður því ekki tekin afstaða til þeirrar kröfu. Dæma ber ákærða til greiðslu sakarkostn- aðar í héraði og fyrir Hæstarétti, eins og í dómsorði segir. Dómsorð: Ákærði, Jón Snorri Snorrason, greiði 1.500.000 krónur í sekt til ríkissjóðs innan fjögurra vikna frá birtingu dóms þessa en sæti ella fangelsi í þrjá mánuði. Ákærði greiði allan kostnað málsins í héraði og fyrir Hæsta- rétti, þar með talin saksóknarlaun í ríkissjóð, 250.000 krónur, og málsvamarlaun skipaðs verjanda síns, Sigurðar G. Guðjónssonar hæstaréttarlögmanns, 250.000 krónur. stjómarskrárinnar. Segir þar í 1. mgr. að sér- hver maður eigi rétt til tjáningarfrelsis og skuli sá réttur einnig ná yfir frelsi til að hafa skoðanir, taka við og skila áfram upplýsingum og hugmyndum heima og erlendis án afskipta stjórnvalda. I 2. mgr. segir að þar sem af rétt- indum þessum leiði skyldur og ábyrgð sé heimilt að þau séu háð þeim formreglum, skil- yrðum, takmörkunum eða viðurlögum sem lög mæli fyrir um og nauðsyn beri til í lýðræðis- legu þjóðfélagi meðal annars vegna almanna- heilla, til þess að firra glundroða eða glæpum eða til verndar heilsu eða siðgæði manna. Sambærileg ákvæði eru einnig í 19. gr. al- þjóðasamnings um borgaraleg og stjórnmála- leg réttindi frá 1966, sem ísland er aðili að, sbr. auglýsingu nr. 10/1979 í C-deild Stjómar- tíðinda. Vafalaust er að auglýsingar njóta verndar ofangreindra ákvæða, enda er hér um að ræða tjáningarform, sem hefur mikla þýðingu í nútímaþjóðfélagi við upplýsinga- miðlun til almennings. Þær skipta og máli fyr- ir fjárhag fjölmiðla og hafa þar með áhrif á það hvemig þeir sinna hlutverki sínu. Áður er getið 20. gr. áfengislaga nr. 75/1998, sem felur í sér bann gegn áfengisauglýsingum í innlend- um fjölmiðlum. Slíkt bann hefur verið í lögum hér á landi allt frá 1928, en þá gilti hér áfeng- isbann. Eftir að innflutningur áfengis var leyfður á ný 1935 breyttist þetta þó ekki. Lengst af var einungis skilgreint í reglugerð hvað teljast skyldi áfengisauglýsing. Þegar núgildandi ákvæði var fyrst lögfest með lög- um nr. 94/1995 þótti nauðsynlegt til að eyða réttaróvissu að slík skilgreining yrði tekin í lög. Var ákvæðið tekið óbreytt upp við setn- ingu núgildandi laga. Ekki er að öðra leyti að finna í lögskýringa- gögnum sérstaka skírskotun til tilgangs lög- gjafans með banni við auglýsingum á áfengi. Hins vegar verður hér að líta til 1. gr. núgild- andi áfengislaga þar sem segir að tilgangur laganna sé að vinna gegn misnotkun áfengis. í 1. gr. laga nr. 82/1969, sem í gildi vora, þegar auglýsingarnar birtust, sagði um tilgang þeirra, að hann væri að vinna gegn misnotkun áfengis í landinu og útrýma því böli, sem henni væri samfara. Alkunna er að ofneyslu áfengis fylgja vandamál af ýmsum toga, sem meðal annars varða allsherjarreglu, siðgæði og heilsu. Hafa þau í fór með sér mikla byrði fyrir þjóðfélagið í heild. Við munnlegan mál- flutning fyrir Hæstarétti vísaði ríkissaksókn- ari til íslenskrar heilbrigðisáætlunar, sem Al- þingi samþykkti með þingsályktun 19. mars 1991, en þar er sett fram áætlun í 32 liðum um heilbrigðismál til ársins 2000. Segir þar í 9. lið meðal annars að draga þurfi úr almennri
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.