Morgunblaðið - 26.02.1999, Page 17

Morgunblaðið - 26.02.1999, Page 17
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. FEBRÚAR 1999 17 AKUREYRI Formaður Sjómannafélags Eyjafjarðar Ummæli forstjóra UA gömul lumma GUÐBRANDUR , Sigurðsson, framkvæmdastjóri Útgerðarfélags Akureyringa hf., gerði kjaramál sjómanna að umtalsefni í ræðu sinni á aðalfundi ÚA í vikunni. Hann sagði m.a. að kjarabarátta sjómanna hefði verið óvægin þar sem markmiðið hefði verið að auka hlut sjómanna í framleiðsluverð- mætum skipanna. Konráð Alfreðsson, formaður Sjómannafélags Eyjafjarðar, sat aðalfund ÚA og hann sagði í samtali við Morgunblaðið, að það gæti vel verið að sjómenn hefðu verið óvægnir í sinni kjarabaráttu. „Eg lít þó frekar þannig á málið að við höf- um þurft að standa í þessu til að koma í veg fyrir að útgerðarmenn steli af launum sjómanna. Það sem Guðbrandur var að tala um á aðal- fundi ÚA er gömul lumma, sem heyrst hefur á síðustu þremm- aðal- fundum félagsins. Ég vísa því hins vegar alfarið á bug að sjómenn séu of hátt launaðir og að launakostnað- ur vegna þeirra hindri það að eðli- leg framþróun og endurnýjun skipaflotans geti átt sér stað.“ Guðbrandur sagði á aðalfundin- um að hlutaskiptakerfið ætti sér langa sögu eða allt frá því að sjó- menn skiptu með sér aflanum í fjöruborðinu þegar í land var kom- ið. Hann sagði kröfumar í dag aðr- ar og umgjörðina með allt öðrum hætti en áður var. Guðbrandur sagði m.a. nýja tíma kalla á breyttar kröfur og áherslur þegar kæmi að samningum um kaup og kjör sjó- manna og að taka þyrfti tillit til fleiri atriða en einungis skiptaverðs. „Þannig þarf að taka tillit til heild- arárslauna, aðstöðu og aðbúnaðar um borð, endurmenntunar og svo mætti lengi telja.“ Höfum mætt þögn eða neitun Konráð sagði sjómenn ekki hafa áhuga á að breyta hlutaskiptakerf- inu í komandi kjaraviðræðum. „Mér finnst í raun alveg út í hött hvemig útgerðarmenn tala um íslenska sjó- flllar pizzur ð aðeins 899 hr. Við bjóðum nú allar pizzur á 899 kr. Skiptir þá engu hversu stór pizzan er, hvort áleggstegundirnar eru I eða 10, hvort þú sækir uppáhaldspizzuna þína eða snæðir hana einfaldlega í góðu yfirlæti hjá okkur á Austurströnd eða í Hlíðarsmáranum. Athugið beinan síma á Austurströnd: 561 0070 Kynntu þér hin frábæru heimsendingartilboð okkar! 554 ...fín sending! Hlíðarsmára 8 - Kópavogi Austurströnd 8 — Sekjarnarnesi Morgunblaðið/Kristján FORMAÐUR Sjómannafélags Eyjafjarðar sagði sjómenn á ísfisktogur- um ÚA fá eittlivert lægsta fiskverð sem um getur hringinn í kringum landið. Hér er Harðbakur EA að koma til hafnar á Akureyri. menn. í okkar kjarabaráttu höfum við yfirieitt mætt þögn eða í hæsta lagi neitun frá útvegsmönnum og ekki fengið viðræður. Svona hefur þetta verið undanfarin ár og þetta gera útvegsmenn vegna þess að þeir vita að ríkisvaldið sker þá niður úr snörunni." Guðbrandur sagði að síðasti aðal- fundur félagsins hefði verið haldinn í skugga sjómannaverkfalls, sem lauk með lagasetningu, þar sem lög- gjafarvaldið hafi tekið mikið tillit til sjónarmiða sjómannaforystunnar. Konráð sagðist ekki kannast við þessa túlkun og hann sagði að laga- setningin hafi verið framkvæmd í andstöðu við kröfur sjómanna. „Krafa sjómanna var að allur fískur yrði seldur um fískmarkað, því við viljum slíta tengslin á milli veiða og vinnslu. Okkur var stillt upp við vegg og við fengum þau skilaboð að annað hvort fengjum við þetta eða lög upp á óbreyttan kjara- samning. Við féllumst því á að reyna þetta til reynslu í tvö ár. Hlutirnir hafa hins vegar ekki gengið eftir og sjómenn eru enn látnir taka þátt í kvótakaupum og braskið er enn á fullri ferð.“ ÚA-menn ættu að líta sér nær Konráð sagði að forsvarsmenn ÚA ættu að líta sér nær og skoða sinn eigin rekstur. „Þeir hafa ekki staðið sig það vel undanfarin ár og sambærileg fyrii-tæki og ÚA hafa verið að skila mörg hundruð millj- óna króna hagnaði ár eftir ár. Og eru sjómenn þeirra fyrirtækja þó að fá hærra fiskverð en sjómenn sem vinna hjá ÚA. Sjómenn á ís- fisktogurum ÚA fá eitthvert lægsta fiskverð sem um getur hringinn í kringum landið." Skipverjai- á Árbak EA, ísfisk- togara ÚA, vísuðu nýlega máli til úrskurðarnefndar um skiptaverð að sögn Konráðs, þar sem þeir fengu ekki samning um fiskverð. „Ki-afa Útgerðarfélagsins var lækkun á fiskverði en skipverjar fengu skv. úrskurði nefndarinnar 10 króna hækkun á þorskinn en allt annað er óbreytt." Þingeyjarprófastsdæmi Hátíðahöld við Ljósavatn UNNIÐ er að undirbúningi há- tíðahalda í tilefni af þúsund ára kristni í landinu í Þingeyjarpró- fastsdæmi, en Þingeyingar halda sína hátíð 6. ágúst árið 2000 við Ljósavatn og Goðafoss. Eitt af því sem undirbúnings- nefnd Þingeyjarprófastsdæmis hefur ákveðið í tengslum við há- tíðahöldin er flutningur á ljóði eða ljóðum tengdum atburðum þeim sem gerðust við Goðafoss við kristnitökuna þegar Þorgeir Ljós- vetningagoði varpaði goðunum í fossinn. Undirbúningsnefnd efnir til ljóðasamkeppni, þar sem núlifandi skáld þjóðarinnar eru hvött til dáða að yrkja ljóð eða sálm sem að innihaldi lýsir hinum forna atburði en jafnframt horfir á sögu kristn- innar í 1000 ár, allt til vorra daga. Sérstök dómnefnd mun fara yfir ljóðin og meta þau eftir gæðum og innihaldi. Góð verðlaun verða veitt, 50 þúsund krónur fyrir besta ljóðið og bókaverðlaun fyrir ljóðin í 2. og 3. sæti. Þegar úrslit liggja fyrir, senni- lega í byrjun júní, mun undirbún- ingsnefnd hátíðahaldanna velja tónskáld til að semja lag við besta ljóðið og það verður svo flutt af öllum kirkjukórum prófastsdæm- isins við hátíðahöldin 6. ágúst árið 2000. Skilafrestur á ljóðum er til 1. maí næstkomandi og skal senda ljóðin til sr. Péturs Þórarinssonar, formanns undirbúningsnefndar, Laufási, 601 Akureyri. Skal höf- undur ljóðs yrkja undir dulnefni, en setja hið rétta nafn sitt í lokað umslag sem fylgja skal Ijóðinu. Nefndin áskilur sér birtingarrétt á þeim ljóðum sem berast. Blaðbera vantar f efri hluta Giljahverfis á Akureyri. Blaðburður verður að hefjast um leið og blaðið kemur í bæinn. Góður göngutúr sem borgar sig. ► Morgunblaðið, Kaupvangsstræti 1, Akureyri, sími 461-1600 Morgunblaðið leggur áherslu á að færa lesendum sínum vandaðar og áreiðanlegar fréttir og upplýsingar. Morgunblaðið er eina dagblaðið á íslandi sem er i upplagseftirliti og eru seld að meðaltali rúmlega 53.000 eintök á dag. Höfuðstöðvar Morgunblaðsins eru í Kringlunni 1 í Reykjavík þar sem eru hátt í 300 starfsmenn. Á Akureyri er starfrækt skrifstofa i Kaupvangsstræti 1. Morgunblaðið kom fyrst út 2. nóvember 1913. Árvakur hf. er útgefandi Morgunblaðsins. _ IQ nÚS! 27. feDrúar kl. 13-1 Hafrannsóknastofnun og Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins kynna starfsemi sína í húsi Háskójans á Akureyri, Glerárgötu 36 ► Kynning á starfsemi stofnananna ► Sýning á sjávarlífverum ► Veggspjöld með verkefnum stofnananna ► Myndbönd ► Fyrirlestur með forstjórum og sérfræðingum stofnananna Hei tt kaffi á kö n n u n n i. Allir velkomnir.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.