Morgunblaðið - 26.02.1999, Qupperneq 41

Morgunblaðið - 26.02.1999, Qupperneq 41
MORGUNBLAÐIÐ HESTAR FÖSTUDAGUR 26. FEBRÚAR 1999 41' HÓPURINN saniankominn í Dilligsmiihle. Frá vinstri Snorri Snorrason, Drífa Kristjánsdóttir, Hjörtur Einarsson, Heinz og Maria Olitmar, Arinbjöm Jóhannsson, Ólafur Einarsson, Halldór Sigurðsson og Sverrir Sigurðsson. Nú var komið að því að sýna okkur hesta af ýmsum kynjum. Við fengum að sjá amerískan Saddlebred, Aeg- iedienberger, Paso Peruano og jafn- vel blöndu af Aegiedienberger, Saddlebred og Paso! Feldman er ekkert heilagt þegar kemur að blöndun hrossakynja og gerir óspart tilraunir. Allir þessir hestar voru sýndir lausir á litlum hringvelli, en áður hafði hann sýnt okkur mikil- fenglegan Paso Peruano stóðhest, Soberbia. Hesturinn var greinilega 1 miklum metum hjá eigandanum, enda óneitanlega tilkomumikill með feiknalega miklar og háar fótahreyf- ingar. Á eftir voru sýndir nokkrir hestar í reið, þar á meðal Bjarki von Ald- enghoor, undan Skarða frá Skörðu- gili og Brynju frá Möðrudal. Bjarki varð þýskur meistari í tölti árið 1998 og keppti fyrir Holland á heims- meistaramótinu 1997. Einnig sýndi hann Pótta frá Hólum undan Feyki frá Hafsteinsstöðum og Þöll frá Hól- um. Walter Feldmann segist_ alltaf kaupa eitthvað af hestum frá íslandi, sjálfur flytur hann lítið inn. Hins vegar kaupi hann oft af íslenskum innflytjendum í Þýskalandi. Vitað er að eigendum íslenskra hesta í Þýska- landi er að fjölga og hefur verið talað um að félögum í þýskum íslands- hestafélögum hafi fjölgað verulega á síðustu árum. Feldman segist trúa því að með góðri samvinnu sé hægt að auka áhugann enn meira. Leggja þurfi áherslu á að reyna að ná til þein-a sem ekki eru fyrir í hesta- mennsku. Of mikil áhersla hefur ver- ið lögð á að fá fólk sem þegar er í hestamennsku til að breyta um hestakyn. Hann telur það ekki virka vel. Til þess að ná til þessa nýja hóps þyrftu þeir sem áhuga hafa á að breiða út íslenska hestinn að taka sig saman og auglýsa í blöðum sem ekki fjalla um hestamennsku. Lítil verslun er í Aegiedienberg eins og á flestum búgörðum og segja þau Walter Feldman og kona hans, Marlies, að það sé mikilvægur þáttur í rekstrinum. Einnig hefur Feldman gefið út bækur um tamningu og nú síðast er nýkomin út bók og mynd- band um 10 leiðir til betra tölts auk myndbands um þær gangtegundir sem til eru á Aegiedienberg. Spakar og geðgóðar folaldsmerar í haga Næst var ferðinni heitið að Is- landshestabúgarðinum Dilligsmuhle. Þar búa Heinz og Maria Othmer. I Dilligsmuhle eru gamlar byggingar sem þau eru smám saman að gera upp. I öðru húsinu er íbúð þeirra og veitingaaðstaða og gistiaðstaða í hinni. í byggingu sem tengir þessi tvö hús hefur verið innréttað hest- hús. Auk þess eru hestar í gerðum úti við og í stærri girðingum, enda er landrýmið nóg, um 25 ha. Dilligs- muhle er í nágrenni bæjanna Kumbdchen og Simmern í héraði sem kallað, er Hunsruck og liggur á milli Rínar og Mósel suður af borg- inni Koblenz. Þarna er fagurt lands- lag og góðar útreiðarleiðir. Mikil áhersla er lögð á kennslu fyrir börn og er boðið upp á reiðkennslu í öllum skólafríum á svæðinu. Þau hafa einnig boðið upp á reiðkennslu fyrir fötluð börn og börn með geðræn vandamál. Börnin læra að sækja hestana sjálf og hugsa um þá. Ahersla er lögð á að kenna þeim að umgangast hestana. Vinsælasti hest- urinn á bænum er Grettir 20 vefra. María, sem talar svolitla íslensku, segist hafa mikla ánægju af íslensku hestunum. Henni finnist sérstaklega gaman að geta haft spakar og geð- góðar folaldsmerar í haganum. Þau eru með um 40 hross og fá um sjö folöld á ári. Að undanförnu hafa þau ræktað undan Högna frá Wiesenhof. Framundan er mikið um að vera í Dilligsmuhle. Meðal annars er helg- arnámskeið í tölti undir stjórn Andr- eas Trappe, reiðnámskeið fyrir börn, útreiðartúrar, ýmist dagstúrar eða nokkurra daga ferðir, mæðradags- reiðtúr fyrir konur og fieira og fleira. Eins og víða annars staðar reka þau verslun með reiðtygjum, reið- fatnaði og fleira og þar rákumst við á kunnuglega gráa ullarsokka sem Maria sagði að væru íslenskir og þeir allra bestu. Hesthús og hótel í sömu byggingunni Ferðinni var haldið áfram að Mönchhof í jaðri Svartaskógar þar sem gist var um nóttina og aðstaðan skoðuð daginn eftir. Mönchhof er í eigu Fuchtenschnieder-fjölskyldunn- ar sem rekur þar hótel í bindings- verkshúsi frá 1723. Húsið hefur allt verið gert upp og er ákaflega skemmtilegt. í hluta þess er hesthús, en aðstaða hefur verið byggð upp allt í kring í nokkuð brattri fjallshlíð og sums staðar að hluta til inn í fjallið. Jens Fuchtenschnieder sýndi okk- ur bæði aðstöðuna og ýmsa hesta og kom berlega í ljós að hann hefur mikil og góð tengsl við ísland og ís- lenska hestamenn og voru hugmynd- ir hans kunnuglegar gestunum. Jens heldur mikið upp á stóðhest sinn Kolbak frá Sortehaug í Noregi, und- an Þresti frá Teigi og Kolfreyju frá Torfastöðum. Þetta er feiknamikill alhliða hestur, greinilega ekki á færi allra. Einnig var sýndur Smári frá Borgarhóli undan Hrafni frá Holts- múla og Pílu frá Borgarhóli. Annan stóðhest, Víking frá Wendalinushof, sem er fallega leirljós fjórgangshest- ur, sagðist Jens nota til að fá þægi- leg frístundahross. Hann gefur fal- leg og geðgóð reiðhross. Víkingur líktist meira þeim hugmyndum sem gestirnir gerðu sér um frístunda- hross en hrossin sem þau sáu til að mynda í Kronshof. Jens sagði að þegar fjölskyldan ákvað að gera upp Mönchhof áiið 1983 hafi hugmyndin verið að vera aðeins með þær tíu stíur sem hús- næðið bauð upp á þá. Starfsemin hefur þó heldur betur undið upp á sig og nú hafa foreldrar hans byggt sér einbýlishús og einnig Jens og Gabi kona hans. Auk þess er búið að byggja hesthús inn í fjallið sem er svalt á sumrin með góðri loftræst- ingu. Um 30 hestar eru þar inni á nóttunni en þeim er hleypt út á dag- inn. Hestarnir eru í hólfum úti. Þar sem steypa þarf hólfin á pöllum í hlíðinni eru þau öll með gúmmímott- um og er mokað úr hólfunum á hverjum degi. Jens segist alltaf hafa hey hjá hestunum og þrátt fyrir það séu þeir alveg mátulegir í holdum. Miklar framkvæmdir eru í gangi á staðnum því búið er að byggja véla- geymslu og í byggingu eru bæði nýtt hesthús og stór reiðhöll. Þrátt fyrir að svolítið sé þröngt um byggingarnar í Mönchhof er allt umhverfið mjög fallegt og reiðleiðir góðar. Þeir sem horfðu á þýska sjón- varpsmyndaflokkinn „Fest im Sattel" muna kannski eftir staðnum, því þátturinn var einmitt tekinn upp í Mönchhof. Það er einstaklega þægilegt andrúmsloft í þessu gamla húsi. Menn voru eitthvað að velta fyiár sér reimleikum fyrst þegar hópurinn sá húsið blasa við, uppljóm- að í myrkrinu. En ekkert bar á því, aðeins mikilli gestrisni og notalegu viðmóti Fuchtenschnieder-fjölskyld- unnar. Starfsemin á búgarðinum byggist mikið á alls kyns þjónustu við hesta- menn fyrir utan ræktun og tamning- ar, svo sem reiðkennslu og nám- skeiðahaldi. Böm sem koma á sum- arreiðnámskeið búa og borða á hót- elinu á meðan á námskeiðunum stendur. Einnig er boðið upp á hestaleigu og lengri ferðir. Síðast en ekki síst hefur fólk hestana sína á Mönchhof og ríður þaðan út. Jens segist vera óánægður með þá neikvæðu umræðu sem mismunandi dómar í Þýskalandi og Islandi bjóða upp á. Hann segir mikilvægt að breyta þessu og reyna að samræma dómana. Til þess að ná þessu fram væri hægt að breyta reglum þannig að dómarar færu á milli landa og dæmdu, einn erlendur dómari með innlendu dómurunum. Hann segir einnig mikið vanta upp á að nauðsyn- legum upplýsingum um tamningu og þarfir íslenska hestsins sé komið á framfæri við fróðleiksþyrsta hesta- eigendur. Hann segir hestatímarit leggja allt of mikla áherslu á hvaða hestur vinnur hvaða keppni. Það skipti miklu minna máli en fræðslu- efni og leiðbeiningar. Yfír fjögnr hundruð íslensk hross á einu búi Skammt frá Mönchhof er Wiesen- hof, einn stærsti Islandshestabúgarð- ur í heimi. Þar eru við stjórn þau Bruno og Helga Podlech. í Wiesen- hof eru 420 hross og þar af eru 120 í eigu annarra. Alls eru 40 ræktunar- hryssur og sjö stóðhestar á búinu og um 35-40 folöld fæðast á ári. Fast- ráðnir starfsmenn eru 23 og 2-4 laus- ráðnir. Wiesenhof stendur á 220 hekturum lands og bæði hagar og byggingar vel skipulagðar. En það er ekki bara staðurinn sem er skipulagður, heldur allt starfið og óhætt að segja að hugmyndir þeirra Brunos og Helgu séu að mörgu leyti sérstakar. Bruno segist ekki hafa áhuga á að hlaupa á eftir tískusveifl- um í ræktuninni heldur vilji hann stöðugleika. Til þess að ná honum reyni hann að nota gamla stofna og flokkar alla hesta í vissar gerðir. Þetta ræktunarkerfí byggist á eigin- leikum íslenska hestsins og hvernig hann þróast í náttúruúrvali. Með því að sækja í þessa gömlu stofna sé auð- veldara að skilja af hverju hestarnir hafa mismunandi eiginleika. Eins og gefur að skilja er mikið um að vera á Wiesenhof og þegar við vorum þar var þar fjöldi manns kom- inn til að ríða út þrátt fyrir 15° frost. Frá Wiesenhof eru seld um 80 hross á ári, mest frístundahestar, en lík- lega er reiðskólinn yfirgripsmestur því í hverri viku komma 220-230 reiðskólanemendur á Wiesenhof. Reiðskólinn er skipulagður þannig að aðeins 8 nemendur eru í hóp. Gífur- legan fjölda hrossa þarf til að nota í skólann og segjast þau Bruno og Helga halda gæðum hestanna með ákveðnu kerfi meðal annars til þess að þefr verði ekki leiðir. Þau nota ekki yngri en 8-9 vetra gamla hesta í reiðskólann, helst fulimótaða fjór- gangshesta. Þau segja að þess konar hestar séu ómetanlegir. Reiðskólinn gengur vel, enda segja þau að góðir reiðskólar séu alltaf full- ir. Hefðbundnir reiðskólar ganga hins vegar ekki lengur. Minni áhugi er á tækninni en aðaláhersla er lögð á að finna knapa og hest sem passa hvorir öðrum. Einnig er lögð áhersla á að nota hestinn til að tengja mann- inn við náttúruna og eru stjórnunar- skólar famir að senda forstjóra fyrfr- tækja til Wiesenhof í þeim tilgangi. Þá hafa nemendur í fósturskóla farið á námskeið til að læra hvemig þeir bregðast við ákveðnum aðstæðum og er hesturinn notaður sem miðill. Þau Bruno og Helga segja þetta áhuga- verða vinnu og segja áhugann á slík- um tengslum hafa aukist mikið í kjöl- far bókarinnar og myndarinnar um hestahvíslarann og hugmynda sem þar koma fram. Þau nota einnig sjálf slíkar aðferðir við tamningar svo sem <, að temja hross í hringgerði og fá hrossið til að sætta sig við tamninga- manninn sem sanngjaman leiðtoga. Að þeirra mati fer árangur í hesta- mennsku ekki eftir því sem hægt er að mæla á íþróttamótum, heldur hvernig knapi og hestur vinna sam- an. A Wiesenhof er stundaður lífrænn heyskapur og ekki eru notuð fúkka- lyf. Bmno segir að aðeins séu notuð náttúmleg efni og reynt sé að leita að sálrænum ástæðum veikinnar jafnt sem líkamlegum. Hann segir þetta gefast vel, enda sé Ijóst að ef veiki , verður krónísk ráði dýralæknar yfir- leitt ekkert við hana og þjónusta þeirra sé dýr. Bruno og Helga segjast kaupa hesta alls staðar að, en mest þýsk- fædd hross. Hann segir þjálfunina á Islandi ekki henta í Þýskalandi. Nauðsynlegt sé að hestarnir bíði eftir merki frá knapanum. Þau segjast vera tilbúin að kaupa fleiri hross frá Islandi ef tryggt er að tamningin sé miðuð við þarfir markaðarins í Þýskalandi. Á Wiesenhof fengum við að sjá nokkra hesta í reið. Þar á meðal Gust frá Grund sem þau keyptu frá Islandi fyrir nokkrum árum og segja má að hann sé flaggskip búsins og Hrafns- spor frá Bjargshóli, sem hét Fengur i ' þegar hann var hér á landi. Hann er dóttursonur Hrafns frá Kröggólfs- stöðum sem enn er til á Wiesenhof, 32 vetra gamall. Hann hefur haft mikil áhrif á ræktunina á Wiesenhof enda hestamir margir faxprúðir og svolítið kjálkamiklfr. Gustur stingur nokkuð í stúf, með sinn fíngerða haus. Hér hefur aðeins verið stiklað á stóru um það sem fyrir augu bar í þessari ferð. Ferðalangarnir voru sammála um að hún hefði verið ákaf- lega fróðleg. Bæði hefði verið fróð- ^ legt að skoða hestakostinn, allan að- búnað hrossanna, hvaða starfsemi fer fram og hrossahald almennt. Margt kom á óvart en ljóst er að Þjóðverjar og íslendingar geta lært margt hverjir af öðrum. Þrátt fyrir að þess- ar þjóðir séu miklir keppinautar bæði á heimsmeistaramótum og í mai'k- aðsmálum er ljóst að áhuginn á að auka samskiptin em mikill. Það kom bæði fram hjá gestunum og gestgjöf- unum í þessari ferð. Nánar verður fjallað um ferðina síðar, svo sem álit gestgjafanna á sumarexemi og fleira. SNJOBRETTI BRETTAFATNAÐUR BRETTASKÓR BRETTAHANSKAR BRETTA GLERA UGU BRETTAPOKAR Bretti með bindingum, tilboð, kr. 26.200, stgr. 24.890 Barnabretti með bindingum, verð frá kr. 6.900 Brettaskór frá kr. 9.400 Hgj; Armúla 40, símar S53 5320 568 8860 Ein stærsta sportvöruverslun I Iferslunin | JH J|| Æm rslun landsins ^MyflPiC HTI WF SbP®8® 81 mk 81 ml WmmW
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.