Morgunblaðið - 26.02.1999, Síða 10

Morgunblaðið - 26.02.1999, Síða 10
10 FÖSTUDAGUR 26. FEBRÚAR 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR HALLDÓR Ásgrímsson flytur skýrslu sína á Alþingi í gær. Morgunblaðið/Þorkell Utanrikisráðherra flutti Alþingi árlega skýrslu sína í gær Sjálfsagt að hafa opinn huga gagnvart aðild að ESB HALLDÓR Ásgrímsson utanríkis- ráðherra hóf umræðuna um utanrík- ismál á AJþingi í gær og fór í ræðu sinni yfír þátttöku íslands á alþjóða- vettvangi á sl. ári. Þar lýsti hann því m.a. yfír að hann teldi rétt að ísland gerðist aðili að CITES-samningnum um viðskipti með villt dýr og plöntur í útrýmingarhættu. Aðildarríki að samningnum væru nú rúmlega 140 og Island væri því eitt fárra ríkja sem ekki væru með i þessum samn- ingi. „Ég tel rétt að ísland gerist að- ili að þessum samningi, en það styrk- ir verulega þátttöku okkar í alþjóð- legri samvinnu um vemd, nýtingu og viðskipti með lifandi náttúruauðlind- ir,“ sagði ráðherra. „Nokkur aðildar- ríkja telja nú mikilvægt að sérstakur fískveiðihópur verði settur á stofn í Hugsanleg aðild íslands að Evrópusam- bandinu (ESB) og afstaða stjórnmálaafl- anna til aðildarumsóknar voru meðal þess helsta sem bar á góma í umræðum um utanríkismál á Alþingi í gær. tengslum við samninginn. Þar þurf- um við sannarlega að vera á varð- bergi og besta leiðin til þess er að verða aðili að samningnum með þeim fyrirvörum sem við teljum nauðsyn- lega til að sjá hagsmunum okkar borgið.“ Ámi M. Mathiesen, þing- maður Sjálfstæðisflokks, tók reynd- ar fram síðar í umræðunni að hann hefði efasemdir um réttmæti þess og skynsemi að Islendingar gerðust að- ilar að CITES-samningnum. Tækju íslendingar þátt í honum yrðu þeir að minnsta kosti að hafa ákveðna fyrirvara. Halldór fór í ræðu sinni einnig inn á samskipti íslands við Evrópusam- bandið (ÉSB) og sagði m.a. brýnt að auka stuðning ríkja ESB við sér- stöðu Islands á sviði sjávarútvegs. „Ekkert er eilíft í þessum heimi og einnig sjávarút- vegsstefna ESB er endurskoðun háð,“ sagði hann. „Ég tel því rétt að við höldum okkar sjónarmiðum á loft gagnvart ESB og leggjum okkar af mörkum í umræðu um sjávarútvegsmál ____________________ innan þess. Einnig tel ég rétt að við ræðum það við nágranna okkar, Færeyinga og Grænlendinga, sem eru eins og við háðir fiskveiðum til lífsviðurværis og ALÞINGI viðskiptum við ESB. Hér eiga Danh- auðvitað einnig hlut að máli. Ég hef einnig orðið þess var að meðal ýmissa aðildamkja er langt í frá að litið sé á sameiginlega sjávar- útvegsstefnu sem ginnheilaga og óumbreytanlega. Skýr efnisleg rök hníga að því að færa eigi fiskveiði- stjórnun nær þeim svæðum sem eiga beinna hagsmuna að gæta fremur en að taka ákvarðanir á ráðheirafund- um þar sem fjöldi þátttakenda kem- ur frá landluktum ríkjum. Island hefur aldrei sótt um aðild að ESB og íslandi hefur því aldrei verið hafnað. Ég tel samningsstöðu okkar gagn- vart ESB best borgið með því að skilgreina sem nákvæmast hvað það er sem helst stendur í vegi fyrir að- ild. Engin knýjandi nauðsyn rekur okkur til hennar en það er sjálfsagt að hafa hugann opinn og athuga reglulega í ljósi þróunar hvaða kostir og gallar gætu fylgt fullri aðild.“ Samfylkingin sækir ekki um aðild á næsta kjörtímabili Þingmenn stjórnarandstöðu vöktu mai-gir hverjir athygli á ummælum utamTkisráðherra um málefni ESB og hugsanlega aðild íslands að því. „Mér sýnist af ræðu ráðherra að Évrópumálin séu tryggilega komin á dagskrá aftur. Og það er vel að mínu viti,“ sagði Össur Skarphéðinsson, þingflokki Samfylkingarinnar, meðal annars. Taldi Össur að með ummæl- um sínum væri utanríkisráðherra „að slíta sig frá því helsta sem hefði tjóðrað hann við“ Davíð Oddsson for- sætisráðherra. „En forsætisráðherra hefur sem kunnugt er nánast bannað að Evrópumálin væru á dagskrá,“ fullyrti Óssur. Þessu hafnaði Arni M. Mathiesen, þingmaður Sjálfstæðis- flokks, og utani'íkisráðheiTa sá ástæðu til að taka fram að umrædd ummæli um Evrópusambandið lýstu stefnu ríkisstjómarinnar í utanríkis- málum. Nokkrar umræður urðu einnig um afstöðu Samfylkingarinnar til aðildar að ESB og sagði Sighvatur Björg- vinsson, þingflokki Samfylkingarinn- ar, m.a. að Samfylkingin gerði ekki ráð fyrh' því að ísland sækti um aðild að ESB á næsta kjörtíma- bili. Á hinn bóg- inn væri nauðsyn- legt að undirbúa þjóðina undir um- ræðuna um kosti og galla hugsan- legrar aðildar. Ögmundur Jónas- son, þingflokki óháðra, tók hins vegar fram við þetta tækifæri að Vinstrihreyfingin - grænt framboð væri andvíg aðildar- umsókn að ESB. Þingmenn stjórnarandstöðu gagnrýna ríkisstjórn Vilja að Kyoto-bók- unin verði undirrituð ÞINGMENN úr báðum stjómarand- stöðuflokkunum á Alþingi gagnrýndu í upphafi þingfundar í gær þá ákvörð- un ríkisstjómarinnar að undirrita ekki hina svonefndu Kyoto-bókun við loftslagssamning Sameinuðu þjóð- anna fyrir tilskilinn frest, hinn 15. mars nk. „Þetta er afar afdrifarík ákvörðun [...] og ég hefði talið eðlilegt og sjálfsagt að Alþingi íslendinga væri gerð grein fyrir fyrirætlun ríkis- stjómarinnar í þessum efnum áður en ákvörðunin var tekin af hennar hálfu,“ sagði Hjörleifur Guttormsson, þingflokki óháðra, en hann var upp- hafsmaður gagnrýninnar á þingfund- inum í gær. Utanríkisráðherra, Hall- dór Ásgrímsson, lagði hins vegai' áherslu á að það væri ríkisstjómar- innar að ákveða hvort Kyoto-bókunin skyldi undirrituð. „Það var mat ríkis- stjómarinnar að samningsstaða og staða Islands væri betri í framhaldinu með því að undirrita ekki þessa bók- un,“ sagði hann meðal annars. Margrét Frímannsdóttir, Össur Skarphéðinsson og Sighvatur Björg- vinsson, þingflokki Samfylkingarinn- ar, tóku undir gagmýni Hjörleifs. „Það er nauðsynlegt að þingið fái að segja skoðun sína á máli eins og þessu áður en ríkisstjómin tekur jafnafdrifaríka ákvörðun,“ sagði Öss- ur meðal annars. Steingrímur J. Sig- fússon, þingflokki óháðra, tók í sama streng og benti jafnframt á að enn væri tími til stefnu til að undirrita bókunina. Stjómarandstæðingar gagnrýndu það einnig að umrædd ákvörðun rík- isstjórnarinnar skyldi ekki hafa ver- ið tekin í samráði við utanríkismála- nefnd Alþingis og bentu á að fyrir umhverfisnefnd Alþingis lægi þings- ályktunartillaga frá Agústi Einars- syni, þingflokki Samfylkingarinnar, og fleirum um að skora á ríkisstjóm- ina að undirrita Kyoto-bókunina. Þingmennimir töldu auk þess að umrætt mál hefði verið tekið úr höndum Guðmundar Bjarnasonar umhverfisráðherra sem hefði lýst því yfir að hann vonaðist til þess að ís- land gæti orðið aðili að bókuninni. „Ljóst er að sjónarmið umhverfis- ráðherra hafa ekki komist langt í málinu. Það blasir við, enda kýs hann að vera í fríi úti í löndum á þeim tíma sem ákvörðunin er hér til umræðu,“ sagði Hjörleifur, „Um þetta mál hefur verið veruleg umræða í ríkisstjóm að undanfomu og umhverfisráðherra hefur að sjálf- sögðu komið að því máli,“ sagði Hall- dór Ásgrímsson. „Hins vegar er und- irritun alþjóðasamninga málefni ut- anríkisráðuneytisins, bæði í þessu máli og ýmsum öðrum.“ Ráðherra skýrði frá því að það væri ríkis- stjómarinnar að ákveða hvort Kyoto-bókunin skyldi undirrituð en að það væri Alþingis að ákveða, þeg- ar þar að kæmi, hvort íslendingar ættu að gerast aðilar að loftslags- samningi Sameinuðu þjóðanna og samþykkja hann. Sagði hann að rík- isstjómin hefði lýst því yfir að hún vildi að íslendingar gerðust aðilar að samningnum. Kyoto-bókunina bar oft á góma í umræðunum um utanríkismál á Al- þingi í gær sem fylgdu í kjölfarið og lýsti Guðný Guðbjörnsdóttir, þing- flokki Samfylkingai-innar, þar einnig yfir vonbrigðum með afstöðu ríkis- stjórnarinnar til undirritunar bókun- arinnar. Alþingi Ólafs Björnssonar minnst á Alþingi FORSETI Alþingis, Ólafur G. Einarsson, minntist Ólafs Björnssonar, fyrrverandi alþingismanns og prófessors, í upphafi þingfundar á Alþingi í gær. Ólafur andaðist mánu- daginn 22. febrúar sl., 87 ára að aldri. Forseti Alþingis fór í minningarorðum sínum yfír menntun og starfsferil Olafs, en hann var landskjörinn alþingismaður árið 1956 fyrir Sjálf- stæðisflokkinn og sat á 18 þingum alls. „Alþingi naut starfa hans hálfan annan áratug. Hann flutti mál sitt af festu og víðsýni, óáleitinn en stefnufastur við skoðanir sínar um fijálsræði. Undir lok starfsdaga sinna naut hann ýmissa heiðursviðurkenninga fyrir ævistörfín. Ár- ið 1986 sæmdi Háskóli íslands hann nafnbót heiðursdoktors í hagfræði," sagði forseti Alþingis og bað alþingismenn að minnast Ólafs Björnssonar með því að rísa úr sætum. Svanhildur Árnadóttir á þing SVANHILDUR Árnadóttir, bæjarfulltrúi og fyrsti varaþing- maður Sjálfstæðisflokksins í Norðurlandi eystra, tók sæti á Alþingi í gær í fjarveru Halldórs Blöndals samgönguráð- herra. Halldór er á förum til útlauda í opinberum erindum. Svanhildur hefur áður tekið sæti á Alþingi og bauð forseti Alþingis hana velkomna til starfa. Alþingi Dagskrá ÞINGFUNDUR Alþingis hefst kl. 10.30 í dag. Meðal þess sem verður á dagskrá er fyrsta umræða um frumvarp til orkulaga, sem iðnaðarráðherra flytur og fyrsta umræða um frumvarp um þingsköp Alþingis, sem forseti Alþingis flytur.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.