Morgunblaðið - 26.02.1999, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 26.02.1999, Blaðsíða 56
56 FÖSTUDAGUR 26. FEBRÚAR 1999 MORGUNBLAÐIÐ BRIDS IJinsjún Arnðr G. Ragnarsson fslandsmótið í sveita- keppni - MasterCard-mótið DREGIÐ hefir verið í riðla í und- ankeppni Islandsmótsins í sveita- keppni. Bridssamband íslands og Europay Island hafa gert með sér samstarfssamning og heitir Is- landsmótið í sveitakeppni 1999 MasterCard-mótið, en Europay Is- land hefur stutt bridshreyfinguna á íslandi mjög vel undanfarin ár. Undankeppnin verður haldin í Þönglabakkanum 5.-7. mars, en þá spila 40 sveitir úr öllum landshlut- um um 10 sæti í úrslitunum sem verða spiluð 31. mars-3. apríl. Dregið hefur verið í 5 riðla sam- kvæmt styrkleika sveitanna: A-riðill: Landsbréf, Reykjavík Spotlight Club, Reykjavík Sigfús Þórðarson, Suðurlandi Aðalsteinn Jónsson, Austurlandi Árni Bragason, Vesturlandi Guðrún Oskarsdóttir, Reykjavík Sveinn T. Pálsson, N-eystra Sparisj. Húnaþings, N-vestra B-riðill: Samvinnuferðir, Reykjavík Grandi hf., Reykjavík Heitar samlokur, Reykjavík Gummi Pé & pjakk., Reykjavík Kristinn Kristjáns., Vestfjörðum Bflaspítalinn, Reykjanesi Lífeyrissj. Austurl., Austurlandi Sigurður Skagfjörð, Vestfjörðum C-riðilI: Strengur, Reykjavík Þrír Frakkar, Reykjavík ÍR-sveitin, Reykjavík Herðir, Austurlandi Nota bene, Reykjavik VÍS, Reykjanesi Eimskip, Reykjavík Síldarvinnslan, Austurlandi D-riðilI: Stilling, Reykjavík Þröstur Ingimarsson, Reykjanesi Kf. Þingeyinga, N-eystra Vímet, Vesturlandi Kjötv. Sigurðar, Reykjavík Neta- og veiðarfærag., N-vestra Sparisj. Norðlendinga, N-eystra Skúli Jónsson, N-vestra E-riðill: Holtakjúklingur, Reykjavík Ingvar Jónsson, N-vestra Kristján M. Gunnars, Suðurlandi Þróun, Reykjanesi Mjólkurbú Flóam., Suðurlandi Ríkiskaup, Reykjavík Sigurður Tómasson, Vesturlandi KEA Búbót, N-eystra Undanúrslitin hefjast föstudag- inn 5. mars kl. 14 á fyrirliðafundi. Spilamennska hefst kl. 15 og verða spilaðir 2 leikir. A laugardag hefst spilamennska kl. 11 og verða spilaðir 3 leikir. A sunnudag verð- ur byrjað kl. 10.30 og spilaðir 2 leikir. Bridsfélag Borgarljarðar Mánudaginn 22. febrúar var spilaður eins kvölds tvímenningur með þátttöku 11 para. Keppnin var að venju hörð og spennandi en eftir harkaleg átök tveggja efstu par- anna í síðustu umferðinni, þar sem flestir „fóru um víðan völl“ í sögn- um, urðu úrslit þessi: Sveinbjörn - Þorvaldur 148 Orn - Jón Einars 146 Magnús M. - Jón Pétur 133 Jón Eyjólfs - Baldur 128 Seinna Venusarmóti vetrarins lauk þriðjudaginn 23. febrúar og var þátttaka ágæt víða af Vestur- landi. Nokkur pör áttu möguleika á sigri og mátti glöggt greina vænt- ingar og vonir víða um salinn. En það er aldrei rúm nema fyrir einn sigurvegara og þegar Guðjón Ingvi Stefánsson breiðir úr sér við spila- borðið með ekki ómerkari aðstoð- armann en Kristján Bjöm Snorra- son þá verður allt undan að láta. 64,9% skor þeirra félaga fleytti þeim ömgglega í efsta sætið og aðrir sátu eftir með mismunandi sárt ennið. Annars urðu úrslit þessi: Guðjón Ingvi - Kristján, Borgamesi 516 Erlingur - Þorsteinn, Akranesi 477 Jón E. - Guðmundur A, Borgamesi 449 Mánudagana 8. og 15. mars verður Þórismótið spilað í Loga- landi. Mótið er kennt við okkar ágæta félaga Þóri Leifsson og hann lætur sig ekki muna um að renna í Borgarfjörðinn og taka í spil við gömlu félagana. Spilarar eur hvattir til að fjölmenna og ekki væri verra ef þeir létu vita af þátt- töku síma 437 0020 eða 437 0029. Bridsdeild Barðstrendinga og Bridsfélag kvenna Þegar búin er 21 umferð af Aðaltvímenningi er staða efstu para eftirfarandi: Sigurður Ámundason - Jón Þór Karlsson 192 Baldur Bjartmarss. - Halldór Þorvaldss. 182 Jens Jensson - Jón Steinar Ingólfsson 147 Páll Agúst Jónsson - Arni Már Arason 129 Guðrún Jörgensen - Guðlaugur Sveinsson 123 Besta skor 22. feb. sl.: Guðjón Bragason - Helgi Bogason 87 Jónína Pálsdóttir - Jón Stefánsson 86 Eðvarð Hallgrimss. - Valdimar Sveinss. 84 Leifur Jóhannesson - Bjami Amason 84 í DAG Listin að gefa af sjálfum sér UM miðja öldina átti ís- lenska þjóðin sér nokkra framúrskarandi fijálsíþróttamenn sem héldu uppi merki landsins á erlendum vettvangi. Einn þessara frábæru kappa var Haukur Clausen sem heyr nú sína hörðustu baráttu á Sjúkrahúsi Reykjavíkur. Væri ekki tilvalið fyrir þig, lesandi þessara lína, að fórna hluta af tíma þín- um til að hugsa hlýlega til Hauks og aðstandenda hans, sem hefur gefið þjóð sinni svo miklu meii’a en flestir aðrir. Ég er sann- færður um að ef þú les- andi þessara lína verður margfaldur við að senda jákvæðar hugsanir, þá verðum við vitni að sönnu kraftaverki. Við erum einskonar lífræn senditæki og getum haft jákvæð áhrif t.d með bænahaldi. Baráttukveðjur, Ólafur Þór Eiríksson. Hvenær fáum við endurgreitt? HVENÆR á að skila end- urgreiðslu til greiðend- anna, þeirra sem borguðu of háar tryggingar til Brunabótafélags Islands, þar til það var lagt niður. Sumir tala um eignir upp á ca. 2 milljarða. Það verður ekkert embættismanna- mix í kringum þetta. Þess- um peningum á að skila til eigenda þeirra sem borg- uðu þá, svo einfalt er það. Tilfærsla stenst enga EES-samninga. Ekkert alþingismix um óheiðar- leika, nóg er samt. Fyrrverandi tryggingatakar. Góður þáttur í sjónvarpinu ÞEIR sem eru fróðleiks- fúsir ættu að horfa á þátt í VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 frá mánudegi til föstudags RÚV á mánudagskvöldum um lok síðari heimsstyrj- aldarinnar og kalda stríðið. Þetta eru mjög vandaðir þættir og mjög vel gerðir. Talað er við fyrrv. ráðgjafa, hermenn og borgara. Þetta eru góð- ir þættir sem vert er að horfa á. Sammála miðbæjarkonu ÉG vil taka undir þau skrif sem miðbæjarkona skrifaði í Velvakanda 23. febrúar sl. Það er með ólíkindum hvað verslanir við Laugaveginn og Bankastræti komast upp með að hafa gangstéttar fyrir framan verslanir sín- ar illa hreinsaðar. Fyrir réttu ári síðan datt ég í Bankastræti 12, fyrir framan skartgripaverslun Guðmundar Þorsteinsson- ar, og handleggsbrotnaði illa og bíð þess aldrei bæt- ur. Og enn í dag er sami slóðaskapur hjá verslun- um við Laugaveg og Bankastræti. Mig langar að þakka Brynjólfir Mogensen lækni fyrir alla hjálpina. Kona úr vesturbænum. Góður fiskréttur burtu vegna slysahættu og hávaða, ég vildi í staðinn eyða þessum rúma millj- arði, sem talað er um að eigi að setja í endurbætur á vellinum, í að búa til raf- magnsjámbraut frá Kefla- víkurflugvelli beint niður að Loftleiðahóteli með stöðugum ferðum. Um leið og flugvélar lenda fari brautin af stað o.s.frv. Þætti gaman að heyra frá fólki sem hefur vit á þess- um málum en þetta er vistvænn ferðamáti. Miðbæjarbúi. Didda. Síðbúnar innilegar hamingjuóskir með 65 ára afmælið. Frá bróður þin- um og mágkonu. Þeir sem kannast við pakkann geta haft samband í síma 437 1200 eða 473-1173 eft- ir kl. 18. Grátt seðlaveski týndist GRÁTT seðlaveski týndist sl. sunnudagsmorgun, lík- lega milh Safamýrar og Blöndubakka. Skilvís ftnn- andi hafi samband í síma 895 7762. Gefum fuglunum á Tjöminni LESANDI hafði samband við Velvakanda og biður hann fólk um að vera vakandi yfir fuglunum á Tjöm- inni. Nú sé búinn að vera langur kuldakafli og fuglarnir fái ekki nóg æti. Hvetur hún fólk til að fara niður að Tjörn og gefa fuglunum. Einnig biður lesandi fugla- fræðinga um að svara þvi hvort nægilegt æti sé til stað- ar fyrir gæsina, annars staðar en við Tjömina. ÉG fór út í Kringlu í gær og þar var kynning á ýsu í kryddhjúp. Var þetta ný ýsa og mjög góð. Ég er gömul kona og finnst mér gott að fá tilbúinn mat. Þessi réttur, ýsa með sítrónu og kryddhjúp, var frábær og heitir hann Sjávarfang sælkerans. Aðeins þarf að bregða þessu á pönnuna. Kærar þakkir fyrir góðan rétt og vonandi verður framhald á þessari framleiðslu. Gyðja Jóhannsdóttir. Til þeirra sem vit hafa á ÉG er ein af þeim sem vilja Reykjavíkurflugvöll í Tapað/fundið Frakki tekinn í mis- gripum á Akranesi DÖKKBLÁR frakki úr kasmímll, með Lotto merki í kraganum, var tekinn í misgripum og annar skilinn eftir, fimmtudaginn 18. febrúar í sal Fjölbrauta- skólans á Akranesi. Skilvís finnandi hafi samband í síma 4311163 eða431 2188. Pakki í óskilum í Hyrnunni PAKKI er í óskilum í Hymunni í Borgamesi. Hann er merktur: Kæra Gucci-gleraugu í óskilum GUCCI-gleraugu fundust efst á Laugavegi nálægt MR-búðinni sl. mánudag. Upplýsingar í Auganu, gleraugnaverslun í Kringl- unni í síma 568 9111. Dýrahald Læða í óskilum LÆÐA svört með hvítar loppur, fannst sl. þriðju- dagskvöld í Hvömmunum í Kópavogi. Upplýsingar í síma 554 2218. Mikið úrval af fallegum rúmfatnaii Skólavörðustíg 21, Reykjavík, sími 551 4050 SUM-UNE dömubuxur frá gardeur Öiuntu tískuverslun v/Nesveg, Seltj., s. 5611680 Víkverji skrifar... TÍMARITIÐ Frjáls verslun á 60 ára afmæli um þessar mundir og af því tilefni ákváðu út- gefendur þess að senda öllum félagsmönnum VR ókeypis eintak af blaðinu. Það væri ekki í frásögur færandi ef þeir, sem fengu blaðið, hefðu ekki margir brugðist ókvæða við, minnugir þeirra aðferða, sem notaðar voru til að innheimta fyrir tímaritið Þjóðlíf af fólki, sem ýmist hafði borgað eða aldrei verið áskrifendur. í blaðinu Vísbendingu er greint frá því að sími útgefanda hafi vart þagnað eftir þetta vegna fólks, sem óttast að opni það blaðið „muni óprúttnir handrukkarar um- svifalaust krefja það um greiðslur". Síðan segir í Vísbendingu: „Þjóðlíf hefur greinilega skilið eftir sig djúp spor, sem ekki hafa horfið með nýjum kennitölum." Þeir, sem óvænt fengu Frjálsa verslun inn um lúguna hjá sér, þurfa sem sagt ekki að óttast óvæntar heimsóknir. xxx HVERNIG fer maður að því að bera mat á borð fyrir þúsund manns í einu? Veitingamenn á Broadway fengu að spreyta sig á því verkefni um helgina þegar árs- hátíð Flugleiða var haldin þar. Uppselt var á árshátíðina og voru matargestir 985, að því er segir í Flugleiðafréttum. Þar kemur fram að miðar á árshátíðina hafi selst eins og heitar lummui', en senni- lega hefur eitthvað annað verið í matinn... xxx HÚSVITJANIR lækna hafa löngum tíðkast, en það er nýlunda að tannsmiðir veiti slíka þjónustu. Kunningi Víkverja lenti í því á dögunum að gera þurfti við tönn og þurfti tannsmiður að fá réttan lit til að geta unnið verk sitt. Skipti engum togum að hann heimsótti sjúklinginn með lita- spjaldið undir hendinni og málið var leyst. Þetta er þjónusta í lagi. x x x JÓNUSTULUNDIN var ekki sú sama í bakaríi við Grensás- veg, sem vinkona Víkverja átti skipti við nýlega. Hún hafði keypt köku í bakaríinu, en þegar á hólm- inn var komið reyndist hún hörð og óæt. Akvað vinkonan þá að í þetta skipti skyldi hún ekki láta vaða yfír sig og fór að skila kökunni. Um leið og hún gekk inn í búðina kom þar önnur kona, sem keypt hafði fjórar kökur til að bera á borð í veislu. Ein kakan hafði reynst hörð og höfðu gestimir skilað henni. Þar sem þeir höfðu skorið sér nokkrar sneiðar af kökunni var hins vegar ekki mikið eftir þegar konan kom í búðina. Það stóð heldur ekki á svari í afgreiðslunni þegar konan kvartaði undan því að kakan hefði verið óæt: „Nóg hefurðu étið af henni!“ var svarið. Vinkonu Víkverja blöskraði með- ferðin á viðskiptavininum, en eftir nokkurt stapp, sem meðal annars snerist um skilgreiningu á lýsingar- orðinu nýr (hún hafði sem sé spurt hvort kakan væri ný og fengið þau svör að svo væri, en það reyndist síðan afstætt hvað við væri átt með því), fékk hún peningana til baka eins og reyndar hin konan. Þetta er ekki þjónusta í lagi... x x x AÐ setur ugg að hinum sprautufælnu við að sjá að menn veikist af inflúensu þótt þeir hafi látið bólusetja sig gegn henni. Víkverja dagsins er meinilla við að láta stinga í sig hvössum aðskota- hlutum, hvort sem þeir eru framan á sprautum eða á afturenda geit- unga. Nú er það svo að bólusetn- ingu getur fylgt eins eða tveggja daga vanlíðan. Eigi maður í þokka- bót á hættu að fá hálfa flensu fer að verða spurning hvort maður sleppi ekki bólusetningunni og taki áhættuna á að fá heila flensu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.