Morgunblaðið - 26.02.1999, Page 49

Morgunblaðið - 26.02.1999, Page 49
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. FEBRÚAR 1999 49* MINNINGAR og oft óbeðinn. Andrés var hagur bæði á járn og tré og úrræðagóður og því ákaflega gott að eiga hann að þegar eitthvað bjátaði á. Að eðlisfari var Andrés ákaflega jarðbundinn og heimakær, vildi ekki vera lengi að heiman og ekki mikið fyrir að fara til útlanda. Hann fór í einhver skipti á vegum starfsins. Þó gerðist það síð- astliðið sumar að þau hjón fóru ásamt góðum vinum í ferð til Evrópu í tilefni sextugsafmælis hans en sjálf- sagt hefur hann verið fegnastm- að komast heim í dalinn sinn aftur. Andrés fór sínar leiðir og var fylg- inn sér og fastur fyrir í skoðunum. Þetta kemur m.a. fram í rósaræktun- inni á Laugabóli en hann var ákaf- lega fyrirhyggjusamur, til dæmis varðandi val á rósategundum sem virtust henta markaðnum hverju sinni. Andrés vann að uppbyggingu Blómamiðstöðvai’innar í Reykjavík og var þar starfandi stjómarformað- ur. Það starf verður sjálfsagt seint að fullu þakkað. Uppbyggingin á Laugabóli hefur verið mikil á undanfórnum árum og eins og sjá má hefur verið vel staðið að öllum hlutum enda stöðin til fyrir- myndai’. Þetta hefur útheimt mikla vinnu fyrir þau hjón og börnin og tengdabörnin sem hlaupið hafa undir bagga eftir þörfum. Því hefur ekki verið mikið um tíma til annarra hluta. Andrés gaf sér þó tíma til að sinna áhugamálum svo sem nefndar- setu á vegum Mosfellssbæjar. Hann vann um tíma að slysavamamálum og var einn af stofnendum björgun- arsveitarinnar Kyndils í Mosfells- sveit eins og bærinn okkar hét þá. Andrés var mikill áhugamaður um tónlist en aldrei var hægt að fá hann í Karlakórinn Stefni, heimilið og starf- ið gekk fyrir, en sennilega hefði hann viljað það enda hefði hann haft bæði gaman og gott af því. Þess má geta að Andrés tók af og til í harmoniku en það gerði hann ekki opinberlega. Kórfélagar minn- ast Andrésar með þakklæti fyrir ali- ar rósirnar sem vom gefnar við hinar ýmsu uppákomur á vegum kórsins. Andrés hafði ákveðnar hugmyndir um fi-amtíðina, búinn ásamt Valgerði að undirbúa jarðveginn fyrir ánægju- legt ævikvöld. Haflnn var undirbún- ingur sælureits í landi Hamarsholts í Gnúpverjahreppi þar sem Valgerður hafði átt athvarf hjá góðu fólki á yngri ámm. Þar var í gangi skóg- rækt. Farið var þangað ótal sinnum með plöntur til að gróðursetja og mikið búið að spá og spekulera í bú- stað, sem átti að koma þar upp. Von- andi ber Valgerður gæfu til að sinna þessum sælureit áfram. Við svona skyndilegt og alls óvið- búið fráfall elskulegs vinar er sem eitthvað bresti innra með manni, maðm- flnnur til mikils tómleika og er sár eftir. Við áttum svo mikið eftii- að gera saman. Við áttum eftir að vera saman í húsinu okkar í Flatey á Breiðafirði. Það var okkur mikið til- hlökkunarefni að fá þau hjón í heim- sókn þangað. Að vera vinur Andrésar voru forréttindi sem við búum að og gleymast ekki. Þetta jarðlíf Andrésar er runnið til enda, því verður ekki breytt. Ef að líkum lætur vinnur vinur okkar nú í rósagarði Drottins. Við sendum okk- ar góðu vinum Valgerði, Ólafí, Ólafíu, Sigurði, Halldóru, tengdabörnum og bai-nabörnum innilegustu samúðar- kveðjur okkai’ á þessari erfíðu stundu. „Lát mig deyja þegar stundin er komin. Ég óska þess eins að þeir sem þekktu mig best segi um mig að ég hafi ætíð slitið upp þyrni og gróður- sett blóm þar sem ég hélt að blóm gætu vaxið.“ (Abraham Lincoln.) Stella og Jón Þórður. Elsku Addi. Þegar fréttin af þínu óvænta og ótímabæra fráfalli barst setti okkur hljóð. Fyrstu viðbrögð voru vantrú þar sem þú virtist vera við bestu heilsu. Hann Addi hennar Völu, þessi jákvæði og dagfarsprúði maður hafði kvatt svona óvænt og skyndilega. Ekkert er sjálfgefið í þessum heimi og aldrei að vita hvenær kallið kemur. Dugnaður, eljusemi og natni endurspeglaðist í öllu því sem þú tókst þér fyrir hend- ur hvort sem var í starfi eða leik. Blómlegu gróðurhúsin þín bera þess glöggt vitni. Undanfama daga höfum við haft hugann hjá þér og eru minningamar hlýjar. Avallt þegar við hittumst gafstu þér góðan tíma til að spjalla og sýndir okkar hag áhuga. Bóngóð- ur varstu og naut öll fjölskyldan að- stoðar þinnar og gilti einu hvert til- efnið var. Bjátaði eitthvað á varst þú ávallt tilbúinn að rétta hjálparhönd. Sá sem eftir lifír deyr þeim sem deyr en hinn dáni lifir í hjarta og minni manna er hans sakna. Þeir eru himnamir honum yfir. (Hannes Pét.) Með þessúm línum viljum við kveðja þig, kæri Addi. Við þökkum þér kærlega fyrir samverustundirn- ar. Elsku Vala, Ásdís, Óli, Lóa, Siggi og Halla, við biðjum Guð að styrkja ykkur og ykkar nánustu á þessum erfíðu tímum. Rúnar og Sigríður. Það sem kemur fyrst upp í hugann við þá sorglegu frétt að Andrés frændi minn á Laugabóli væri látinn, er söknuðm- við lát þessa sérstæða manns. Ailtaf virtist hann hress og kátur og með þetta sérstaka fallega og hlýja bros, sem alltaf virtist svo stutt í. Það er margs að minnast á þeim rúmu þrjátíu árum sem ég hef búið í nágrenni við þau hjónin, Andrés og Vaigerði. Gagnkvæm virðing og sam- heldni þeirra hjóna var að mínu mati alveg sérstök, enda tókst þeim að mynda mjög fallegt heimili og gróðrastöð þar sem allt var í röð og reglu hvert sem litið var. Andi’és tók virkan þátt í flestum verkefnum er varðaði almenning inn- an sveitarinnar, og má þar m.a. nefna stofnun vatnsveitu, sem var mikið átak á sínum tíma. Um þessa fram- kvæmd sáu garðyrkjubændur í Daln- um, en þar var Addi fremstur í flokki góðra manna. Þessar framkvæmdir tóku mikinn tíma og má segja að oft hafi vinnudagurinn orðið nokkuð langur. Eins var hann einn af stofn- endum björgunarsveitarinnai’ Kynd- ils, en þeir bræður Erlingur og Andrés voru þar fremstir í flokki. Andrés var mikill málafylgjumað- ur og þrátt fyrir hægláta framkomu vai’ hann fastur fyrir. Þessum eigin- leikum hafa samherjar hans í garð- yrkjunni tekið eftir og nýtt sér, því honum voru falin mörg, margvísleg og vandasöm trúnaðarstörf í þeira þágu. A síðastliðnu ári kom ég að máli við Adda og spurði hvort hann væri ekki til í að skella sér í bæjarpólitík- ina. Það færðist bros yfir andlitið og hann hristi kollinn og sagist þurfa að helga starfskrafta sína málefnum garðyrkjubænda, því framundan væru „eifíð mál“ sem hann þyrfti að ganga frá. Vonandi hefur honum tek- ist ætlunarverkið því það var ekki honum líkt að hætta við hálfnað verk. Ég vil að endingu senda þér, Vala mín, og afkomendum ykkar, hugheil- ar kveðjur frá okkur hjónum og okk- ar bömum, með ósk um að minningin um þennan góða mann ylji ykkm’ og lifí sem lengst. Gísli Snorrason. Þegar við fréttum sviplegt andlát nágranna okkar, Andrésar á Lauga- bóli, setti okkur hljóð. Andrés var einstaklega traustur og góður ná- gi-anni, sem alltaf var gott og ánægjulegt að hitta. Hann var greið- vikinn og hjálplegur þegar því var að skipta og þó að samneyti milli okkar og þeirra hjóna Valgerðar og Andrés- ar væri ekki mikið eða daglegt fund- um við best tryggð hans og vinsemd þegar á bjátaði. Þá var hann mættur fyrstur manna til að bjóða aðstoð sína. Fyrir það erum við þakklát. Andrés var næstelstur þriggja sona hjónanna Ólafíu Andrésdóttur frá Hrísbrú og Ólafs Gunnlaugsson- ar. Þau bjuggu á Laugabóli, þar sem þau ráku bæði búskap og gróður- húsarækt. Synir þeirra eru allh’ bú- settir í Mosfellsdalnum. Andrés og Valgerður reistu garð- yrkjustöð í landi Laugabóls með rósarækt sem aðalgrein og ber hún vitni einstakri snyrtimennsku og dugnaði hvar sem litið er. Nú að leiðarlokum viljum við hjón- in þakka góðum nágranna fyrir sam- fylgdina og færa Valgerði og fjöl- skyldunni allri okkar innilegustu samúðarkveðjur. Salome Þorkelsdóttir og Jóel Kr. Jóelsson. Eins og áin rennur fram ár og síð frá upptökum sínum í óbyggð og úti hið víða haf þannig er mannlífið eitt æviskeið úr móðurkviði og aftur til eilífðar. Óteljandi endalaust di-opar samferða niður elfuna til þess síðan að hverfa út við sjóndeildarhringinn. Lífið er verðmæt gjöf, full af alls konar augnablikum sem við stráum í kringum okkur og takist okkur vel til koma þau til okkar aftur þroskuð af gleði og sorg til geymslu í sjóði minninganna. Dýrmætustu augnablikin í lífinu eru þau sem eru svo smá að þau sjást varla, þau verða til á stöðum sem varla eru til og þau koma til okkar frá fólki sem einhverra hluta vegna verður sjálfsagðir partar af lífi okkar. Þessi augnablik eru svo þægi- leg og hljóðlát að þau skilja efth’ bros í andliti og vellíðan í sál um langa stund fyrirhafnar- og áreynslulaust. Rósirnar hans Andrésar eru svona, þær skipta um hendur í litlum vinnuskúr að Laugabóli í Mosfells- dal, fallegir blómvendir til þess að taka með sér og gleðja aðra. I hverri heimsókn gerist ævintýrið, skúrinn verður að höll, eigandinn leikur við hvern sinn fingur, gamanmál og al- vara liggja í loftinu unz viðskiptum er lokið, gesturinn hverfur aftur útí bílinn á vit hversdagsins með fangið fullt af rósum og þykkan ilm í vitum. Nú verða þessi augnablik ekki fleiri með Andrési en þau sem fyrir eru geymast í dýrmætri minninga- möppu. Þessi ágæti vinur og ljúfí maður er 'horfínn úr þessum heimi í blóma lífsins, það er mikil sorg en mjög er ég þakklátur að ég fékk að kynnast honum. I minningargreinum ritum við um hinn látna en lífsins elfur rennur áfram og eftir lifir vænsta rósin í húsi Andrésar, eiginkona hans yal- gerður og börn þeirra, Ólafur, Ólaf- ía, Sigurður og Halldóra og dóttir Andrésar, Asdís. Þeim er þessi missir mestur. Inni- legustu samúðarkveðjur. Knútur Bruun. Þegar ég var lítil stelpa og bjó uppi í Mosfellsdal var ég iðulega send yfir til Adda á Laugabóli til að kaupa rós- ir. Það var gaman að heimsækja hann í blómaskúrinn innan um blómabönd og klippur. Kælirinn hafði alltaf vissan sjarma og þangað fór maður í humátt á eftir Adda þeg- ar hann var að ná í blóm. Spjall og glens var hluti af kaupunum og þvi gekk ég heim með bros á vör og fullt fangið af rósum. En Addi átti ekki bara ilmandi rós- h- sem löðuðu mig á Laugaból heldur var hann líka pabbi Lóu, einnar minnar bestu vinkonu. Saman örkuð- um við Lóa um Mosfellsdalinn á gönguskíðum eða hjóluðum út í busk- ann og eftir slíka túra var gott að smokra sér í kaffi til Völu sem töfraði fram kræsingar eins og henni einni er lagið. Ég minnist þessara kaffi- tíma í eldhúsinu, en þeir hafa án efa verið dýrmæt samvera fjölskyldunn- ar í dagsins önn. Árin liðu; við Lóa eignuðumst börn og buru en Addi og Vala héldu áfram að hlúa að fjölskyldu sinni sem stækkaði óðum jafnframt rósabú- skapnum. Og enn hef ég lagt leið mína í blómaskúrinn til Adda og fengið ótölulegt magn af rósum, spjall um heima og geima, auk þess sem hann þóttist sjá litla Kristínu endurkomna í dætrum mínum, þeim til mikillar kátínu. Við fráfall Adda hrannast upp fal- legar minningar um mann sem rækt- aði garðinn sinn. Eisku Vala, Lóa, Siggi, Halla, Óli og Ásdís, barnabörn og tengdaböm, ég votta ykkur alla mína samúð á þessum erfiðu tímamótum. Minning um góðan mann mun lifa í hjarta okkai’. Kristín Birgisdóttir. • Fleiri minningarereirmr um Andrds Gunnlnug Olafsson bíða birtingar og munu birtast f blaðinu næstu daga. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, RAGNHEIÐUR PÁLSDÓTTIR, til heimilis i Möðruvaliastræti 5, sem lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri föstudaginn 19. febrúar síðastliðinn, verður jarðsungin frá Akureyrarkirkju mánudaginn 1. mars kl. 14.00. Páll Sigurðsson, Þórunn Pálsdóttir, Baldvin H. Sigurðsson, Inga Þórhildur Ingimundardóttir, Hrafn Sigurðsson, Helga María Sigurðardóttir,Árni Páll Halldórsson, barnabörn og barnabarnabarn. t Útför JÓSEFÍNU G. ÞÓRÐARDÓTTUR frá Innri-Búðum, Fáskrúðsfirði, fer fram frá Fáskrúðsfjarðarkirkju laugardaginn 27. febrúar kl. 14.00. Björgvin Jóhannsson, Ásta Þorvarðardóttir og barnabörn. t Þökkum innilega öllum þeim sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, HULDUJÓNSDÓTTUR, Lönguhlíð 3, áðurtil heimilis á Lindargötu 44a. Kristjana Ragnheiður Birgis, Mikael Franzson, Birgir Örn Birgis, Aldís Einarsdóttir, Anna Birgis, Hjálmar W. Hannesson, Margrét Birgis, Jón Þorsteinn Gunnarsson, barnabörn og barnabarnabörn. t Þökkum auðsýnda samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar mannsins míns og föður okkar STEINDÓRS J. BRIEM, Unufelli 27, Reykjavík. Málfríður Jónsdóttir Briem, Guðrún Sigríður Briem, Guðmann Þ. Karlsson, Kristinn Geir Briem, Jón Briem. t Hjartans þakkir sendum við öllum þeim sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, BJARNA SIGURÐSSONAR, dvalarheimilinu Uppsölum, Fáskrúðsfirði, áður til heimilis í Birkihlíð. Helga Bjarnadóttir, Sigurbjörg Bjarnadóttir, Jóhannes Ellertsson, Þorsteinn Bjarnason, Ósk Bragadóttir, Guðný Bjarnadóttir, Sigurður Ástráðsson, barnabörn og barnabarnabörn. Lokað Vegna útfarar Kristjáns Jóhannssonar, bifreiðarstjóra verður félagsmálaráðuneytið lokað frá kl. 14.00 í dag, föstudag. Félagsmálaráðuneytið. Lokað Blómamiðstöðin ehf. verður lokuð í dag, föstudag, frá kl. 12 á hádegi vegna útfarar ANDRÉSAR G. ÓLAFSSONAR.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.