Morgunblaðið - 26.02.1999, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 26.02.1999, Blaðsíða 4
4 FÖSTUDAGUR 26. FEBRÚAR 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Hæstiréttur staðfestir dóm vegna Sálumessu syndara HÆSTIRÉTTUR hefur staðfest áfellisdóm Héi-aðsdóms Reykjavík- ur yfir Ingólfi Margeirssyni rithöf- undi vegna bókarinnar Sálumessu syndara sem út kom fyrir jólin 1997. Var hann sakfelldur fyrir hlut- deild í broti gegn 230. gr. alm. hgl. með því að hafa í samvinnu við Esra S. Pétursson lækni skráð og birt frásögn Esra af einkamálefn- um fyrrverandi sjúklings hans. Var Ingólfi gert að greiða 350.000 kr. í sekt auk alls sakarkostnaðar og málsvarnarlauna. Esra hafði unað héraðsdómi þar sem hann hafði hlotið sömu refsingu. Hæstiréttur segir að þrátt fyrir að tjáningarfrelsi hafi löngum ver- ið talið til mikilvægustu mannrétt- inda heimili 3. mgr. 73. gr. stjóm- arskrárinnar að því séu settai- skorður „með lögum í þágu alls- herjan'eglu eða öryggis ríkisins, til vemdar heilsu eða siðgæði manna eða vegna réttinda eða mannorðs annarra, enda teljist þær nauðsyn- legar og samrýmist lýðræðishefð- um“. 230. gr. almennra hegningar- laga, sem leggur bann við því að sá sem hefur með höndum opinbert starf segi frá einkamálefnum sem hann hefur fengið vitneskju um í starfi sínu, fullnægi þessum skil- yrðum að því leyti að takmarkanir, sem þar em gerðar á tjáningar- frelsi, séu settar með lögum vegna réttinda og eftir atvikum mannorðs annarra. Reyni því á hvort skorð- ur, sem ákvæðið myndi setja við tjáningarfrelsi ákærða með sakfell- ingu hans, séu nauðsynlegar og samrýmanlegar lýðræðishefðum. I máli því, sem hér um ræðir, hafi læknir brotið trúnað með því að birta frásögn af einkamálefnum sjúklings, sem hann komst að í starfi sínu, og vanvirða minningu hans. Við ákvörðun á mörkum tján- ingarfrelsis hafi í dómaframkvæmd hin síðari ár verið litið mjög tii þess að vegna lýðræðishefða verði að tiyggja að fram geti farið þjóðfé- lagsleg umræða. Gildi þetta meðal annars við úrlausn um mörk tján- ingarfrelsis rithöfunda og blaða- manna. Framið í atvinnustarfsemi Segir Hæstiréttur að í málinu séu ekki í húfi neinir slíkir hags- munir, sem réttlætt geti að gengið sé svo harkalega á friðhelgi einka- lífs, sem nýtur verndar 71. gr. stjórnarskrárinnar, eins og hér hafi verið gert með því að birta ummæli þau, sem ákært hafi verið fyrir. Sakfelling ákærða sé því samrýmanleg heimild 3. mgr. 73. gr. stjórnarskrárinnar og 2. mgr. 10. gr. Mannréttindasáttmála Evr- ópu. Þá segir Hæstiréttur að í hér- aðsdómi liafi það verið virt ákærða til þyngingar refsingar, að hann hefði gert sér grein fyrir því, að brot hans gæti raskað tilfinningum barna konunnar sem í hlut átti. Eigi það ekki að öllu leyti við, þar sem í ljós sé leitt, að ákærði reyndi að taka tillit til bamanna með því að umskrifa einn kafla bókarinnar. Við ákvörðun refsingar beri að líta til þess, að brot ákærða hafi verið framið í atvinnustarfsemi hans, þótt ágóði yrði enginn að hans sögn. Málið flutti Bogi Nilsson ríkis- saksóknari af hálfu ákæruvaldsins. Skipaður verjandi ákærða var Gestur Jónsson hæstaréttarlög- maður. LJthlutun bæjarstjórnar P Seltjarnarness Verslunin 10-11 fékk seinustu at- vinnulóðina BÆJARSTJÓRN Seltjamarness hefur úthlutað síðustu atvinnulóð- inni í bænum til verslunarkeðjunn- ar 10-11. Lóðin er við Austur- . strönd á milli bankaútibúa og bens- ínstöðvarinnar. Samkvæmt skil- málum á fi'ágangi utanhúss að vera t lokið innan 18 mánaða. „Við voram að úthluta 10-11 lóð við Austurströnd, sem er reyndar I síðasta lóðin þar,“ sagði Sigurgeir Sigurðsson bæjarstjóri. Lóðin er um 2.000 fermetrar og þar á að rísa tveggja hæða hús og ég reikna með að 10-11 verði á neðri hæðinni en skrifstofur á annarri hæð.“ Gert er ráð fyrir að neðri hæðin verði 700 fermetrar en sú efri 500 fermetrar. Morgunblaðið/Golli MIKILL umferðarhnútur myndaðist á Kringlumýrárbrautinni meðan sjúkralið athafnaði sig á vettvangi. Þrír fluttir á slysadeild eftir árekstur Bólusetningar taldar gefa 70-80% árangur Geta verið aðrir sjtík- dómar en infltíensa BÓLUSETNING gegn inflú- ensu hefur milli 70 og 80% virkni og því verða margir veikir þrátt fyrir bólusetning- ar, að sögn Haraldar Briem sóttvarnalæknis. Hann vildi hins vegar ekki taka undir að meira væri um að þeir sem hafa vei'ið bólusettir hefðu veikst. Haraldur Briem segist hafa fengið niðurstöður úr all- mörgum veirarannsóknum að undanfórnu og þar komi fram að þeir sem greinist með in- flúensu séu flestir undir sex- tugu en við bólusetningar er lögð aðaláhersla á þá sem era eldri en það. Staðhæfir Har- aldur að ekki sé minni árang- ur af bólusetningum nú en áð- ur, hann sé yfirleitt milli 70- 80%. Það þýði því að margir veikist en einkenni væra þá yfirleitt vægari og hann benti einnig á að þama gætu íleiri sjúkdómar komið til. Sagði hann því ekki rétt að halda því fram að bólusett fólk væri að veikjast unnvörpum af völd- um inflúensu. ÞRIR voru fluttir með sjúkrabif- reið á slysadeild Sjúkrahúss Reylgavíkur eftir allharðan árekstur sendiferðabifreiðar og jeppabifreiðar við göngubrúna yfir Kringlumýrarbraut, um klukkan.17.45 í gær. Einn hinna þriggja, ökumaður sendiferðabifreiðarinnar, slasað- ist sýnu mest, en var þó ekki al- varlega slasaður. Klippa vai'ð hann út úr flakinu og myndaðist mikill umferðarhnútur á Kringlumýrarbrautinni allt frá Miklubraut að slysstaðnum í klukkustund á meðan lögregla og sjúkralið unnu á vettvangi. Tildrög slyssins voru þau að jeppabifreið var ekið norður Kringlumýrarbraut og missti ökumaður hennar stjórn á henni með þeim afleiðingum að bifreið- in hentist yfir umferðareyju, yfir á öfugan vegarhelming og skall á sendiferðabflnum sem kom úr gagnstæðri átt. Mikil olía lak úr sendiferðabif- reiðinni við áreksturinn og ann- aðist Slökkvilið Reykjavíkur hreinsun götunnar með sérhönn- uðum útbúnaði. Sendiferðabifreiðin er ónýt eftir áreksturinn. Hús verða rifin Sigurgeir sagði að úti við Bygg- garða vestast á nesinu væri gert ráð fyrir lóðum undir atvinnurekst- ur en að þær lóðir væra allar farn- ar. Á Hrólfsskálamel væri einnig talsverður atvinnurekstur, þar sem Bónus og fleiri væra til húsa en það yrði ekki til langframa. Þau hús ætti að rífa innan nokkurra ára og endurskipuleggja svæðið. -------------------- Bankarnir áfrýja dómi STJÓRN Sambands íslenskra við- skiptabanka hefur ákveðið f.h. banka og sparisjóða að áfrýja til Hæstaréttar dómi Héraðsdóms Reykjavíkur í prófmáli, sem ríkis- skattstjóri höfðaði gegn Lands- banka íslands hf. til að fá upplýs- ingar um innstæður, vexti og af- dregna staðgreiðslu fjár- magnstekjuskatts 1.347 aðila. Niðárstaða Héraðsdóms var sú að bankanum væri skylt að veita skattstjóra þessar upplýsingar. Að mati stjórnar SIV þýðir dóm- ur Héraðsdóms að óbreyttu að búið sé í reynd að aflétta bankaleynd- inni gagnvart skattyfirvöldum. Dómurinn leiði að til þess skattyf- ii-völdum sé heimilt að óska eftir hvaða upplýsingum sem er frá bönkum og sparisjóðum um alla framteljendur bui'tséð frá því hvort þeir sæti skattrannsókn. „Með áfrýjun málsins vilja bankar og sparisjóðir freista þess að fá þessari niðurstöðu Héraðsdóms hnekkt," segir í frétt fi’á SIV. Hðiisií- og hægindostóllinn tró Peoplöiingers iagnr sig eindoklego vei nð boki og herðum iíkomons oo veltír bor rneð góðon stuSnincj og slökun. Með einu bondtoki lyflir pú innbyggðum fófaskommeii og uummmmmhh. Befra Faxafeni 5 « 103 Rvk » Simi:583-3477 Gerðu kröfur um þægindi •••• Tillögur starfshóps um öryggis- og varnarmál Islands íslendingar axli stærra hlutverk ÞRIGGJA manna starfshópur ut- anríkisþjónustunnar leggur til að kannaðar verði leiðir til þess að ís- lendingar geti axlað stærra hlut- verk, einir eða í samstarfi við önn- ur ríki, í vömum landsins. Þar á meðal á sviði löggæslu, vama gegn hryðjuverkum, almannavama, björgunarstarfa, æfinga og eftirlits á hafinu í kringum landið. Friðargæslustörf verði reglu- bundinn liður Þá leggur starfshópurinn til að þátttaka Islands í friðargæslustörf- um hins alþjóðlega samfélags verði reglubundinn liður í starfi íslenska i vörnum ríkisins að öryggismálum og að það sem þeir kalla „stofnana- og skipu- lagslegar ráðstafanir“ verði gert á vegum utanríkisráðuneytisins til að samhæfa þátttöku íslenska rík- isins í friðargæslustarfi. Ofangreindar tillögur eru lagðar fram í greinargerð starfshópsins, sem utanríkisráðherra, Halldór Ásgrímsson, kynnti á Alþingi í gær. Hópurinn var skipaður af ut- anríkisráðherra í september sl. til þess að leggja mat á íslensk örygg- is- og varnarmál á tímum breyt- inga í alþjóðamálum og í honum era þeir Gunnar Pálsson, fastafull- trúi íslands hjá Atlantshafsbanda- landsins laginu, Þórður Ægir Óskarsson, skrifstofustjóri varnannálaskrif- stofu og Hjálmar W. Hannesson, skrifstofustjóri alþjóðaskrifstofu. I greinargerðinni segir meðal annars að að kalda stríðinu loknu hafi mai-gir gert sér vonur um að tímabil togstreitu og vígbúnaðará- taka í heiminum væri á enda runn- ið, en friðsamleg sambúð ríkja myndi dafna á grunni frjálsra við- skipta og fjármagnsflutninga. „Þessi hefur ekki orðið raunin. Þvert á móti era nú öryggis- og vamarmál í forgrunni alþjóðasam- starfs á nýjan leik,“ segir í greinar- gerðinni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.