Morgunblaðið - 26.02.1999, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 26.02.1999, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR FÖSTUDAGUR 26. FEBRÚAR 1999 4'JHk SVEINBJORG KRISTINSDÓTTIR + Sveinbjörg Kristinsdóttir var fædd í Hvols- hreppi í Rangár- vallasýslu 26. janú- ar 1922. Hún lést á heimili sínu hinn 17. febrúar síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Kristinn Gísla- son og Júlía Tómas- dóttir og eru þau bæði látin en hún fluttist til Eyrar- bakka með móður sinni ung að árum. Systkini Sveinu voru: Baldur Guðni Kristinsson er lést í bernsku; Sigurður Kristinsson er lést í æsku; Bald- ur Kristinsson; Sigríður Jóna Kristinsdóttir og Gísli Gunnar Kristinsson, öll búsett í Yest- mannaeyjum. Fyrsti eiginmað- ur Sveinu hét Sveinn Arnason, f. 20.6. 1913, d. 26.3. 1995. Þau eignuðust fimm börn: 1) Birgir, f. 5.4. 1940. 2) Guðleif, f. 28.1. 1944, gift Ragnari Magnússyni. 3) Sigríður, f. 28.1. 1944, gift Sigurði Bjarnasyni. 4) Sigur- björg, f. 3.7. 1945, gift Heimi Jóhannssyni. 5) Júlía Vincenti, f. 6.7. 1949, gift Joseph Vincenti. Sveina og Sveinn slitu samvistum. Síðar hóf hún sam- búð með Grétari Gíslasyni, f. 18.9. 1933, d. 8.4. 1959. Þau eignuðust þrjú börn: 1) Grétar, f. 28.5. 1956, kvæntur Guðnýju Björns- dóttur. 2) Halldóra, f. 2.6. 1957, gift Elís Kristjánssyni. 3) Gísli, f. 21.6. 1959, kvæntur Sigríði Jónu Jóhannsdótt- ur. Barnabörn og barnabarnabörn eru í dag alls 38. Árið 1964 kynntist Sveina Sigurbergi E. Guð- mundssyni, f. 29.11. 1923, d. 2.9. 1997. Þau giftust 25.1. 1992 eft- ir áratuga sambúð. Dætur Sig- urbergs búsettar í Bandaríkjun- um eru Esther, f. 21.10. 1945 og Kristín, f. 31.7. 1947 og eiga þær fimm börn. Fyrstu árin bjó Sveina á Eyr- arbakka og 1957 fluttist hún til Keflavíkur. Síðustu árin bjó hún í Vinaminni við Aðalgötu 5 þar í bæ. Mestan hluta ævinnar vann hún ýmis verkakvennastörf, m.a. við ræstingar á lögreglu- stöðinni í Keflavík í yfir 30 ár. Útför Sveinbjargar fer fram frá Keflavíkurkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Elsku mamma, nú ert þú búin að fá hvfldina, við vitum að þú varst orðin þreytt á þessum veikindum og líkaminn alveg búinn. En ég reyni að hugga mig við það að nú líði þér vel og sért komin til Mansa fóst- urpabba sem lést úr krabbameini hinn 2. september 1997. Sá hefur nú tekið vel á móti þér, elsku mamma mín. Þú misstir mikið þegar hann dó en þú kvartaðir aldrei, það var alltaf allt í lagi hjá þér. En söknuð- urinn er mikill því ég er ekki bara að missa þig, elsku mamma, heldur h'ka mína bestu vinkonu. Ég þakka þér fyrir allt, mamma mín, og ég skal nú reyna að klára teppið sem við vorum að hekla og við kölluðum eilífðarteppið okkar. Ég kveð þig með þessu ljóði því það segir allt sem segja þarf, mamma mín. Blessuð sé minning þín. Takk fyrir tímann sem með þér við áttum, tímann, sem veitti birtu og frið. Ljós þitt mun loga og leiðbeina áfram, lýsa upp veg okkar fram á við. Gefi þér Guð og góðar vaattir góða tíð eftir kveðjuna hér. Þinn orðstír mun lifa um ókomna daga. Indælar minningar hjarta okkar ber. (P.Ó.T.) Þín dóttir, Halldóra Grétarsdóttir. Að morgni öskudags var mér sagt að hún elsku amma mín væri farin. Ég vildi ekki trúa því að þú værir farin frá mér, þú varst sú sem ég leit alltaf upp til, þú varst alltaf til staðar fyifr okkur. Mér er ávallt minnisstæður sá tími þegar ég, þú, afi og Pippí vorum að fara til Þing- valla í hjólhýsið og líka þegar ég var alltaf með þér á lögreglustöðinni að skúra. Þú munt ávallt vera í mínu hjarta á meðan ég hef þessar fal- legu minningar, ég veit að þú ert hjá afa núna og ykkur líður báðum vel. Elsku amma, ég elska þig af öllu mínu hjarta og ég sakna þín. Þín Sveinbjörg Júlía. Elsku ammá Sveina, við vitum að núna líður þér vel hjá Guði, en við eigum samt svo erfitt með að skilja og sætta okkur við að þú skulir vera farin frá okkur. Með þessum Ijóðlín- um langar okkur að þakka þér fyrir alla hlýjuna og alla ástina sem þú varst svo óspör á að veita okkur. Lítfll drengur lófa strýkur létt um vota móðurkinn, - augun spyija eins og myrkvuð ótta og grun í fyrsta sinn: Hvar er amma, hvar er amma, hún sem gaf mér brosið sitt yndislega og alltaf skildi ófullkomna hjalið mitt? Lítill sveinn á leyndardómum lífs og dauða kann ei skil: hann vill bara eins og áður ömmu sinnar komast til, hann vill fá að hjúfra sig að hennar bijósti sætt og rótt. Amma er dáin - amma fmnur augasteininn sinn í nótt. Lítill drengur leggst á koddann - lokar sinni þreyttu brá uns í draumi er hann staddur ömmu sinni góðu hjá. Amma brosir - amma kyssir undurblítt á kollinn hans. Breiðist ást af öðrum heimi yfir beð hins litla manns. (Jóh. úr Kötlum) Þú átt þinn stað í hjarta okkar og við munum aldrei gleyma þér. Kveðja. Ommubörn. Hún amma í Keflavík er dáin. Það er sárt að hugsa til þess að ég fái aldrei að hitta hana oftar. Að næst þegar ég komi til Keflavíkur þá verði engin amma að heim- sækja. Amma var fædd árið 1922. Móðir hennar, Júlía Tómasdóttir, var úr Hvolhreppi og faðir hennar var Kristinn Gíslason. Samband langömmu og langafa varð ekki langt og ólst amma upp ein hjá móður sinni, fyrst í vinnumennsku á nokkrum sveitaheimilum og síðan á Eyrarbakka þar sem Júlía amma hafði gifst og hafið búskap. Átján ára giftist hún afa, Sveini Árnasyni frá Akri á Eyrarbakka, og átti með honum fimm börn, fyrst Birgi og síðan tvíburana Guðleifu og Sigríði, ári síðar Sigurbjörgu og yngst er svo Júlía. Bjuggu þau lengst af í Nýjabæ á Eyrarbakka. Um miðjan sjötta áratuginn slíta afi og amma samvistum og hún flyst suður með sjó og býr síðan lengst af í Keflavík. Amma fer í sambúð með Grétari Gíslasyni og eignast með honum þrjú börn, elstan Grétar, þá Hall- dóru og yngstan Gísla. Árið 1959 missir amma sambýlismann sinn í sjóslysi þegar yngsta barnið var á fvrsta ári. Komu þá vel í ljós þeir miklu mannkostir sem prýddu ömmu, hún gafst ekki upp og sá um sig og bömin sín sjálf. Við getum vel gert okkur grein fyrir að oft hef- ur lífsbaráttan verið erfið við að komast af og hefur þá dugnaðurinn og ósérhlífnin komið sér vel. Dugn- aður hennar alla tíð er okkur hinum hvatning, ekkert gat bugað hana ömmu. I minningunni sé ég hana fyrir mér, granna og hláturmilda og svo umhyggjusama um alla sem ná- lægt henni stóðu. Þegar ég hugsa til barnæsku minnar kemur upp í hugann þessi rosalega langa ferð, að manni fannst, frá Þorlákshöfn til Reykja- víkur og síðan þessi endalausi vegur frá Hafnarfirði til Keflavíkur sem manni fannst alveg rosalega langt í burtu. En dagarnir þar voru mikil upplifun, allt frændfólkið sem bjó þar og var þetta langt frá okkur hinum, og allir dagarnir sem við eyddum við spjall hjá ömmu. Amma hafði reynt svo margt og vissi svo ótrúlega margt, og þó mikill aldurs- munur væri á okkur fann maður svo lítið fyrir þeim aldursmun. Árið 1964 kynnist amma Sigur- bergi Guðmundssyni, og hefja þau búskap fljótlega eftir það. Reyndist Mansi yngstu börnum ömmu hinn besti faðir og aðstoðaði hana á margvíslegan hátt í uppvexti þeirra. Amma var mjög bamgóð og bar mikla umhyggju fyrir öllum sínum átta börnum og síðan okkur ömmu- börnunum sem nálgumst nú fjórða tuginn. Hún fylgdist vel með okkur öllum og vissi alveg hvað allur stóri bamahópurinn var að aðhafast og var alltaf gott að leita til ömmu með hin ýmsu málefni. Fyrir um það bil einu og hálfu ári lést Mansi eftir stutt en erfið veik- indi og var harmur ömmu mikill við það, en sjálf hefur hún átt við erfíð veikindi að stríða síðustu ár. En þrátt fyrir 61410 veikindi og erfið- leika við að ferðast var dugnaðurinn alltaf jafn mikill. Minnisstæð eru mér orð hennar þegar ég var að fara að ferma elsta barnið mitt fyiir rétt tæpum tveimur áram og hringdi í hana til að athuga hvort hún myndi treysta sér til að koma. Þá var amma fljót að svara: „Ég kem, þó að ég verði að koma skríðandi.“ Að endingu kveð ég þig, elsku amma mín, með þessum fallegu ljóðlínum sem eiga svo vel við um þig. Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífsins degi, hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem gleymist eigi, og gæfa var það öllum, er fengu að kynnast þér. (Ingibj. Sig.) Hafdís. + Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir og afi, MARGEIR SIGURÐSSON, Austurströnd 10, Seltjamarnesi, varð bráðkvaddur miðvikudaginn 24. febrúar. Jaröarför auglýst síðar. Sigurður Ingi Margeirsson, Dóra Hafsteinsdóttir, Magnús Margeirsson, Jenný Ólafsdóttir, Brynja Margeirsdóttir, Guðjón Davíð Jónsson, Ása Kristín Margeirsdóttir, Örn Stefán Jónsson, og barnabörn. + Ástkær eiginmaður minn, GUÐMUNDUR ÓLAFSSON læknir, Stigahlíð 41, er látinn. Fyrir hönd aðstandenda, Birna Þ. Vilhjálmsdóttir. + Elskuleg móðir mín, tengdamóðir, amma og langamma, RAGNA GUNNARSDÓTTIR frá Þinganesi, er látin. Gunnar Bernhard, Sigríður Guðmundsdóttir, Ragna G. Gould, Richard Gould, Guðmundur Geir Gunnarsson, Ingibjörg Snorradóttir, Gylfi Gunnarsson, Dóra Bjarnadóttir, Edda Gunnarsdóttir, Sveinn Ásgeir Baldursson, Gunnar Gunnarsson, Ylfa Pétursdóttir og barnabörn. + Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og iangalangamma, GUNNÞÓRUNN EGILSDÓTTIR, Borgarási 10, Garðabæ, andaðist á St. Jósefsspítala fimmtudaginn 25. febrúar. Sigríður Sigurbjörnsdóttir, Geir Magnússon, Örlygur Sigurbjörnsson, Lilja Óskarsdóttir, barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabarn. + Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, BALDUR ÓLI JÓNSSON, áður til heimilis á Hafnarbraut 8, Neskaupstað, lést á sjúkradeild Hrafnistu í Hafnarfirði fimmtu- daginn 25. febrúar. Fyrir hönd vandamanna, Irma Pálsdóttir. + Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi, JÓN Þ. HARALDSSON, Torfufelli 33, Reykjavík, lést á öldrunardeild Landspítalans miðviku- daginn 24. febrúar. Fjóla Helgadóttir, Helgi Jónsson, Ásdís Valdimarsdóttir, Kristinn Helgason, Hafsteinn Helgason. + Móðir, systir og frænka, HILDUR HALLDÓRSDÓTTIR, Sléttuvegi 15, lést miðvikudaginn 24. febrúar. Útför verður auglýst síðar. Fyrir hönd aðstandenda, Jóhanna Halldórsdóttir, Hallfríður Vigfúsdóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.