Morgunblaðið - 26.02.1999, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 26.02.1999, Blaðsíða 12
12 FÖSTUDAGUR 26. FEBRÚAR 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Hogni Hoydal um sjálfstæðisáform færeysku landstjórnarinnar Mörg mein Færeyja má rekja til heimastjórnarlaganna Morgunblaðið/Ární Sæberg H0GNI Hoydal, ráðherra sjálfstæðismála í færeysku landstjórninni, flutti skörulegt erindi um sjálfstæðisáform Færeyinga fyrir fullsetnum hátíðarsal Háskóla Islands í gær. HEIMASTJÓRNARLÖGIN, sem Færeyingar hafa búið við frá árinu 1946, eru „pólitísk málamiðlun sem [Færeyingar] geta ekki lifað við til frambúðar", að mati Hpgna Hoy- dal, sem fer með sjálfstæðismál í færeysku landstjórninni. Sjáifstæði sé eina lausnin sem tryggi framtíð og velferð færeysku þjóðarinnar. Petta kom fram í máli Hogna í gær, er hann hélt vel sóttan fyrirlestur um sjálfstæðisstefnu landstjórnar- innar í hátíðarsal Háskóla íslands. Hogni sagði að ýmis vandamál sem væri við að etja í færeysku nú- tímasamfélagi ættu rætur að rekja til heimastjórnarfyrirkomulagsins. Færeyingar hefðu yfirtekið margt frá Dönum sem ekki hentaði að- stæðum í Færeyjum og nefndi vel- ferðarkerfíð sem dæmi um þetta. Á þeim fímm áratugum sem liðnir eru frá upphafí heimastjórnarinnar hefðu Færeyingar sífellt orðið háð- ari efnahagsstuðningi frá Dan- mörku. I þessu fælist líka rótin að því ábyrgðarleysi, sem olli fjár- málakreppunni í kringum 1990. Á áttunda áratugnum hefði ofneyzla og brask verið allt of mikið og er- lendar lántökur keyrt úr hófí. Slíkt hlaut að enda illa. Einn þeirra lær- dóma sem draga megi af fjár- málakreppunni og „bankamálinu" sé einmitt að það sé tvímælalaust Færeyingum fyrir beztu að axla ábyrgð á eigin högum. Hpgni benti á að færeysk stjórn- mál undir heimastjórninni væru mótuð af tveimur átakalínum, ann- ars vegar hinum hefðbunda hægri- vinstri-ás og hins vegar afstöðunni til sambandsins við Danmörku. Oeining sem þarf að yfirvinna Hpgni sagði sjálfstæðisáformin vera efst á dagskrá landstjórnar- innar, sem er þriggja flokka sam- starfsstjórn og tók við stjórnar- taumunum vorið 1998. Hogni lýsti því vel hve mikill vandi fælist í þeirri pólitísku óeiningu sem væri Buðu brauð á 2.100 krónur HEIMDALLUR var með bás í Kringlunni ígær þar sem seld voru svokölluð RUV-brauð á 2.100 kr. Einnig var fólki boðið að kaupa sér kaffibolla á 1.000 kr. Að sögn forystumanna Heimdall- ar var þetta gert til að undirstrika hvemig verndartollar á grænmeti hækka matarreikninga fjölskyld- unnar. Urðu fáir til að nýta sér þetta „kostaboð“ Heimdallar. Félagið hefur í vikunni staðið fyrir átaki undir kjörorðinu Lausn- arorðið er frelsi. Af því tilefni hef- ur verið opnuð heimasíða á slóð- inni www.frelsi.is. meðal færeyskra stjórnmálamanna í sjálfstæðismálinu, þótt meirihluti væri fyrir því núna á Lögþinginu. Áætlun landstjórnarinnar tæki tillit til þessa og skiptist í fjóra áfanga. í þeim fyrsta væri unnið að því að efia samstöðu allra pólitískra afla Færeyja um málið, þá er ýtarleg könnun á kostum og göllum sjálf- stæðis og opinber umræða á dag- skrá, síðan formlegir samningar við Dani og loks þjóðaratkvæða- greiðsla. „Væru Færeyingar almennt sannfærðir um að þeir gætu staðið efnahagslega á eigin fótum myndu þeir hiklaust kjósa sjálfstæði," sagði Hdgni. Peim sem halda að Færeyingar almennt hugsi sem svo, að fínnist olía og gas við eyjarnar geti þeir orðið sjálfstæðir, annars ekki, svar- aði Hogni með því að benda á að vissulega yki möguleikinn á „olíu- ævintýri" mörgum bjartsýni, en hann tók skýrt fram að allar áætl- anir landstjórnarinnar reiknuðu ekki með neinum olíugróða. Lagði hann áherzlu á að slíkt ut- RÖSKVA, samtök félagshyggju- fólks, vann sigur í Stúdentaráðs- kosningum Háskóla Islands í fyrradag. Þetta var 9. árið í röð sem Röskva fer með sigur af hólmi en kosið var um níu fulltrúa af 18. Röskva fékk 1.248 atkvæði eða um 52% og fímm fulltrúa kjöma en Vaka, félag lýðræðissinnaðra stúd- enta, fékk 1.044 atkvæði eða um 44% og fjóra menn kjörna. Röskva heldur því enn meiri- hlutanum í Stúdentaráði með 10 anaðkomandi fjárstreymi í lands- sjóðinn gæti verkað á sama nei- kvæða háttinn og raun hefur verið á með efnahagsstuðninginn frá Danmörku. Nú séu þessar bein- greiðslur úr danska ríkissjóðnum um þriðjungur tekna færeyska landssjóðsins. Á 8. áratugnum var þessi fjárstuðninguy 10-15% af landssjóðstekjunum. í gegnum tíð- ina hafi þessu fé verið ráðstafað til niðurgreiðslna og styrkja til óarð- bærrar atvinnustarfsemi. Til dæm- is hefði beingreiðslan árið 1989 ver- ið um 10 milljarðar ísl. kr. og sama ár hefðu útgjöld til niðurgreiðslna og styrkja til sjávarútvegsfyrir- tækja sem fóru á hausinn ári seinna verið jafnhá upphæð. Hætta væri á að læri Færeyingar ekki að temja sér ábyrgari hagstjórn sé mikil hætta á að hugsanlegur olíugróði fari sömu leið. Hið sögulega tækifæri „Bankamálið“ og uppgjörið í fjár- málakreppunni í upphafi þessa ára- tugar sýndi að sögn Hpgna að „hvorki Dönum né Færeyingum fulltrúa gegn 8 fulltrúum Vöku. Einnig var kosið um fulltrúa í Há- skólaráð en þar fékk hvor fylking- in einn fulltrúa kjörin. Kosið um tilvist Stúdentaráðs „Ég held að fólk hafí verið að kjósa um tilvist Stúdentaráðsins eins og það er í dag, þeir (Vaka) vildu leggja niður það fyrirkomu- lag sem er I dag og gera þetta að félagi með frjálsri aðild,“ sagði Arnfríður Hem-ýsdóttir, sem skip- aði baráttusæti Röskvu á listanum. „Fólk var því að segja að það vildi hafa Stúdentaráð, einn öflugan málsvara eins og við berjumst fyr- ir.“ „Besta tilfinning i heimi er að liggja örmagna í sigui-vímu, en versta tilfinning í heimi er að liggja örmagna í ósigri, þegar maður veit að maður hefur gert allt sem maður gat,“ sagði Pórlind- ur Kjartansson, oddviti Vöku, í gær. Þórlindur sagði að Vaka hefði verið með kraftmikla kosningabar- áttu og í henni lagt áherslu á að breytingar yrðu gerðar á Lána- sjóði íslenskra námsmanna og uppbyggingu stúdentaráðs. Að hans sögn benda úrslitin til þess fannst þeir bera ábyrgð á fjárhags- stjórninni". Nú séu afborganir og vextir af hinum erlendu skuldum Færeyinga ámóta upphæð og bein: greiðslan úr danska ríkissjóðnum. í þessu sér Hogni „sögulegt tæki- færi“ fyrir Færeyinga að slíta sig lausa frá danska efnahagsstuðn- ingnum. Hugmynd hans er sú að í þeim samningi sem landstjórnin áformar að gera á þessu ári við dönsk stjórnvöld um breytta skipan sambands Færeyja við Danmörku - með dansk-íslenzka sambands- lagasamninginn frá 1918 að fyrir- mynd - verði samið um að efna- hagsaðstoðin fari beint í að greiða af erlendum skuldum Færeyinga, sem eru þeim mikil byrði eftir hina gífurlegu skuldasöfnun níunda ára- tugarins. Færeyingar fjármagni aftur á móti rekstur eigin þjóðfé- lags með eigin tekjum, án þess þó að gera ráð fyrir olíugróða. Ef þetta verður ekki reynt segir Hogni hættu á að allt stefni aftur í sama farveg og varð þjóðinni til ógæfu á níunda áratugnum - „í óráðsíu og ofneyslu". Færeyingar þurfí ekki að sækja langt fyi-irmyndina að þvi hvernig þeir geti rekið eigin stefnu í öllum þeim málum sem varða sjálfstætt færeyskt þjóðfélag - til Islands. Eftir að sjálfstæði sé fengið þurfi að byggja upp sjálfstætt færeyskt vel- ferðarkerfí, menntakerfi, og svo framvegis; „hnattvæðing" heimsins muni líka hjálpa örþjóð eins og Færeyingum að finna sinn rétta stað í samfélagi þjóðanna. Hpgni segir þennan stað vera utan Evr- ópusambandsins en í nánu félagi við nágrannana í og við Norður-Atl- antshaf, ísland, Grænland og Nor- eg. Stefnan sé að sjálfstæðar Fær- eyjar fái aðild að EFTA og þannig að EES-samningnum. Um stefnu sjálfstæðra Færeyja í öryggismál- um vildi Hogni þó lítið segja, þar sem mjög skiptar skoðanir væru um þau, einnig innan landstjórnarinnar. að fólk sé ekki tilbúið í þessar breytingar eða kannski bara sátt við ríkjandi ástand. Hann sagði að Vaka hygðist reyna að koma sínum málefnum til leiðar, þrátt fyrir að vera í minníhluta. Kjörsókn var 42% Sérstaka athygli vakti hversu dræm kjörsóknin var í gær en um 2.394 háskólanemar kusu eða um 42% af þeim sem eru á kjörskrá en í fyrra kusu 47%. Að sögn Björg- vins G. Sigurðssonar, formanns kjörstjórnar, er þetta þónokkuð mikil sveifla niður á við ef litið er á kosningaþátttöku síðustu ára. Ogild og auð atkvæði voru 102 eða um 4%. Þórlindur sagði að það mætti túlka þessa dræmu þátttöku sem svo að stúdentar hafi takmarkaðan áhuga og takmarkaða trú á þessu „batteríi". Arnfríður sagði að þessi dagur, 24. febrúar, hefði ekki verið heppi- legur kosningadagur. Að hennar sögn voni guðfræði- og heimspeki- deild með þemaviku, sjúkraþjálfun og fleiri deildir með klínískar vik- ur, sem þýddi að fólk var kannski ekki nálægt kjörstað. Að hennar sögn eru ekki margir sem fara sér- staklega í skólann til að kjósa. • • Olgerðin unir dómi Hæsta- réttar JÓN Snorri Snorrason, fram- kvæmdastjóri ölgerðarinnar Egils Skallagrímssonar ehf., segist munu una dómi Hæstaréttar, sem hnekkti dómi Héraðsdóms í gær, þess efnis að innlendum bjórfram- leiðendum væri heimilt að auglýsa framleiðslu sína og segist ekki munu fara með málið íýrir önnur dómsstig. Þá hafi hann átt von á því að dómur héraðsdóms yrði órask- aður að mestu í Hæstarétti, en þess í stað var Ölgerðin dæmd í 1.500 þúsund króna sekt fyrir auglýsing- ar á Agli sterka, með 6,2% áfengis- innihaldi. „Ég átti von á því að Hæstiréttur myndi beina því til Alþingis að regl- ur um bjórauglýsingar yrðu gerðar með skýrari hætti þannig að það yrði erfítt að neita innlendum bjór- framleiðendum um að koma á fram- færi staðreyndum um framleiðslu sína, án þess að þeir færu að gylla áfengisneyslu," segir Jón Snorri. Jón Snorri segist kannski munu óska eftir viðræðum við íslensk stjórnvöld um þá stöðu, sem komin er upp í samkeppni innlendra og erlendra bjórframleiðenda eftir dóm Hæstaréttar. Menn eigi jafna möguleika „Innlendum bjórframleiðendum er gert ókleift að koma á framfæri skilaboðum um vöru sína á meðan auglýsingar erlendra framleiðenda eiga gi-eiða leið inn í landið í gegn- um erlend tímarit og beinar útsend- ingar í sjónvarpi. Þetta eru vöruteg- undir sem við erum að keppa við í verslunum ÁTVR og það er það sem við vorum að tala um allan tím- ann í þessu máli, að menn ættu jafna möguleika í þessum slag.“ -----------♦-♦-♦---- Lögreglan sendi út varnaðarorð í kjölfar héraðsdóms Afengis- auglýsing- ar voru skráðar GEORG Kr. Lárusson, vai-alög- reglustjóri í Reykjavík, segist fagna dómi Hæstaréttar í áfengisauglýs- ingamálinu og segir að þeir sem hafi auglýst áfengi síðustu mánuðina megi búast við að þurfa að svara til saka fyrir það. „Við höfum haldið saman upplýs- ingum um allar áfengisauglýsingar sem birst hafa síðan dómur í hér- aðsdómi féll enda vonuðumst við eftir því að Hæstiréttur breytti nið- urstöðu héraðsdóms, eins og komið er á daginn," sagði Georg. Hann sagði að í ljósi niðurstöðu Hæstaréttar yrðu þær áfengisaug- lýsingar, sem birst hefðu síðan dómur héraðsdóms féll í október, rannsakaðar nánar og þau mál fæm síðan í venjulegan faiveg. Lögreglan sendi út varnaðarorð eftir úrskurð Héraðsdóms Reykja- víkur þar sem mælst var til þess að menn færu sér hægt við að birta áfengisauglýsingar þar til niður- staða Hæstaréttar lægi fyrir. „Við bjuggumst við svona niðurstöðu í Hæstarétti og vildum því benda mönnum á að auglýsa ekki fyrr en niðurstaða Hæstaréttar væri Ijós. Þeir sem hafa auglýst áfengi síðan og hafa gerst brotlegir við lög verða að svara til saka,“ sagði Georg. Röskva sigraði í kosning- nnnm til Stúdentaráðs
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.