Morgunblaðið - 26.02.1999, Side 51

Morgunblaðið - 26.02.1999, Side 51
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. FEBRÚAR 1999 5 V Morgunblaðið/Jón Svavarsson Isak og Hall- dóra í 1. sæti DAJVS Valbí'hallen, Kaupinannahöfn OPNA KAUPMANNAHAFNAR- KEPPNIN Haldin dagana 19.-21. febrúar sl. OPNA Kaupmannahafnarkeppn- in í samkvæmisdönsum var haldin um síðustu helgi, 19.-21. febrúar, í Valbyhallen, rétt fyrir utan Kaup- mannahöfn. Var þetta í 21. skipti sem þessi keppni var haldin og er hún í dag talin ein af virtustu og sterkustu danskeppnum í Evrópu. Keppt var í öllum aldursflokkum, allt frá 8 ára aldri upp í 50 ára og eldri, og keppt var bæði í suður- amerískum dönsum og sígildum samkvæmisdönsum. Þrjátíu íslenzk pör tóku þátt í keppninni að þessu sinni og hefur íslenzki keppnishópurinn aldrei verið fjölmennari í þessari keppni. Keppnin var í alla staði til fyrir- myndar svo og allt skipulag henn- ar. Það eina sem Islendingarnir settu út á var að erfitt var að fínna borðið með upplýsingum um dag- skrá keppninnar. Þessi keppni tekur þrjá daga og hér á eftir verða helztu viðburðir hvers dags útlistaðir. Föstudagur Yngstu dansararnir, Börn I, hófu keppnina þennan dag með sígildum samkvæmisdönsum. I keppnina voru skráð 24 pör, þar af 5 íslenzk. Að sögn viðstaddra stóðu þessir ungu fulltrúar okkar sig með stakri prýði og dönsuðu ákaflega vel. Björn Ingi Pálsson og Ásta Björg Magnúsdóttir og Haukur Freyr Hafsteinsson og Hanna Rún Óla- dóttii- náðu þeim glæsilega árangri að komast í undanúrslit og Haukur og Hanna komust síðan í úrslit og unnu þar til 7. verðlauna. Unglingar I kepptu einnig í sí- gildum samkvæmisdönsum þennan dag. Til keppninnar voru skráð 43 pör, þar af 5 frá íslandi. Þrjú þeirra komust áfram í aðra umferð og tvö þeirra, Davíð Gill Jónsson og Hall- dóra Sif Halldórsdóttir og Hrafn Hjartarson og Helga Björnsdóttir, komust í 24 para úrslit. Sigurvegar- ar í þessum flokki komu frá Lit- háen, Simonas Dargis og Viktorija Puzirauskaite. Þau sigruðu einnig í suður-amerískum dönsum. Sér- staklega létt og skemmtilegt par með mikla útgeislun. Unglingar II kepptu í suður-am- erískum dönsum. Til keppninnar voru skráð 75 pör, þar af 10 íslenzk. Sex þeirra komust áfram í aðra um- ferð og Hilmir Jensson og Ragn- heiður Eiríksdóttir, Gunnar Hrafn Gunnarsson og Sigrún Ýr Magnús- dóttir og Isak Halldórsson Nguyen og Halldóra Ósk Reynisdóttir komust öll í 24 para úrslit. Þau tvö síðastnefndu komust í undanúrslit. Isak og Halldóra gerðu það ekki endasleppt og dönsuðu sig inn í úr- slitin og stóðu að lokum uppi sem sigurvegarar. Þau sigimðu mjög ör- ugglega í öllum 5 dönsunum og voru landi og þjóð til mikils sóma. Islendingar mega svo sannarlega vera stoltir af þessu unga og efni- lega pari, en síðasti stórsigur þeirra var Norðurlandameistaratit- ill í byrjun desember sl. Laugardagur Unglingar II hófu daginn með keppni í sígildum samkvæmisdöns- um. Til keppninnar voru skráð 72 pör, þar af 10 íslenzk. Átta þeirra fóru áfram í aðra umferð og í 24 para úrslit fóru Guðni Rúnar Krist- insson og Helga Dögg Helgadóttir, Hilmir Jensson og Ragnheiður Ei- ríksdóttir, Gunnar Hrafn Gunnars- son og Sigrún Ýr Magnúsdóttir og ísak Halldórsson Nguyen og Hall- dóra Ósk Reynisdóttir. Gunnar Hrafn og Sigrún og Isak og Hall- dóra komust í undanúrslit, Isak og Halldóra fóru svo alla leið inn í úr- slitin og unnu þar glæsilega til 5 verðlauna. Það voru þreyttir en ánægðir Islendingar sem héldu heim á hótel að afloknum mjög löngum degi. Keppnin hafði hafizt klukkan 10 um morguninn en var ekki lokið fyrr en laust fyrir mið- nætti. Börn II kepptu einnig í sígildum samkvæmisdönsum. Arnar Georgs- son og Tinna Rut Pétursdóttir, Þorleifur Einarsson og Ásta Bjarnadóttir, Friðrik Árnason og Sandra Júlía Bernburg og Jónatan Arnar Örlygsson og Hólmfríður Björnsdóttir komust öll í 25 para úrslit. Friðrik og Sandra og Jónat- an og Hólmfríður komust í undan- úrslit og komust þau síðamefndu, Jónatan og Hólmfríður, alla leið í úrslit þar sem þau unnu til 6. verð- launa. Þetta er glæsilegur árangur þegar til þess er litið að Jónatan og Hólmfríður eru einungis 10 ára og voru að keppa á sínu fyrra ald- ursári í þessum flokki. Liðakeppni fór fram þennan dag og er hún fastur liður í Öpnu Kaup- mannahafnarkeppninni í dansi og fer hún ávallt fram á laugardags- kvöldinu. Danir sigruðu eins og sl ár en lið Islendinga hafnaði í 6. sæti. Sunnudagur Flokkur áhugamanna dansaði suður-ameríska dansa þennan dag. Oft hefur þessi flokkur verið kallað- ur rúsínan í pylsuendanum þar sem þarna fara mörg af sterkustu og beztu pörum heims í flokkum áhugamanna. Til leiks voru skráð 116 danspör, þar af tvö íslenzk, þau Árni Þór og Erla Sóley Eyþórsbörn og Elísabet Sif Haraldsdóttir og Rafick Hoosain. Bæði pörin döns- uðu mjög vel. Árni og Erla komust í 30.-33. sæti en Elísabet og Rafiek komust í undanúrslit og lentu í 9. sæti. Flokkur ungmenna dansaði sí- gUda samkvæmisdansa og var ein- ungis eitt par frá Islandi skráð til leiks. Skafti Þóroddsson og Linda Heiðarsdóttir náðu að komast í 24 para úrslit, sem verður að teljast góður árangur. Unglingar I kepptu í suður-am- erískum dönsum. Davíð Gill Jóns- son og Halldóra Sif Halldórsdóttir og Hrafn Hjartarson og Helga Björnsdóttir komust í 24 para úrslit þann daginn. Bæði þessi pör hafa verið meðal okkar sterkustu para og höfðu margir gert sér vonir um betri árangur þeim til handa. En svona er keppni, það geta því miður ekki allirverið í 1. sæti. Börn II kepptu í suður-amerísk- um dönsum þennan síðasta keppn- isdag og komust 4 íslenzk pör áfram í aðra umferð og Þorleifur Einarsson og Ásta Bjarnadóttir og Jónatan Arnar Örlygsson og Hólm- fríður Björnsdóttir komust alla leið í undanúrslit en þar við sat þó svo íslenzku pörin hafi dansað mjög vel að sögn viðstaddra. Það voru glaðir en þreyttir ís- lendingar sem flugu heimleiðis á mánudaginn að lokinni skemmti- legri keppni og ekki skemmdi fyrir að hafa nokkur verðlaun með í farteskinu. Það verður þó ekki mikið um hvfld fyrir dansarana því næsta keppni verður haldin 28. febrúar og er það Bikarkeppni Dansráðs ís- lands og svo verða Islandsmeist- arakeppnin með frjálsri aðferð og gömludansakeppnin haldnar 7.-8. mars. Við megum vera stolt af þessu unga og efnilega íþróttafólki, sem svo sannarlega hefur aukið hróður Islendinga á erlendum vettvangi síðastliðin misseri. Þetta er ungt, heilbrigt og fallegt og umfram allt skemmtilegt fólk. Jóhann Gunnar Arnarsson ef pantað í febrúar 10% afsláttur 3 INNLENT Ráðstefna um upplýsingatækni í skólastarfi RÁÐSTEFNA um upplýsinga- tækni í skólastarfi verður hald- in í Menntaskólanum í Kópa- vogi í dag og á morgun. Ráð- stefnan er samstarfsverkefni menntamálaráðuneytis og Skýrslutæknifélags íslands. Ráðstefnan stendur frá 13 til 17 í dag og 9 til 17 á morgun. Málstofur með fyrirlestrum og pallborðsumræðum verða í fimm sölum samtímis, hver málstofa er 50 mínútur og verða rúmlega 50 málstofur í allt. Málstofur eru í eftirtöldum yfirflokkum og verður hverjum flokki lokið með pallborðsum- ræðum: Fjarnám, hugbúnaður, Netið, þróun og endurmenntun. Á miðjusvæði verður sýning á hugbúnaði, vélbúnaði og ýmsu öðru sem við kemur upplýs- ingastækni í skólastarfi. Verða þar bæði fyrirtæki, skólar og hópar einstaklinga. Auk þess verður sett upp kennslustofa framtíðar þar sem fylgjast má með kennurum og nemendum að störfum við kjöraðstæður. Við kennsluna verða m.a. not- aðar þráðlausar nettengdar tölvur. Ráðstefnan er ætluð kennur- um, skólastjórnendum, foreldr- um og öðrum sem áhuga hafa á upplýsingatækni. Efni ráðstefn- unnar þjónar öllum skólastig- um, allt frá leikskólum upp í há- skólastig, segir í fréttatilkynn- ingu. Mest efni ráðstefnunnar fjall- ar um það hvernig má nota upp- lýsingatækni inni í skólastof- unni eða í fjarkennslu, kynntar verða nýjar kennsluaðferðir, ný forrit, nýjar aðferðir við notkun Netsins og ýmis samskiptaverk- efni. Annað efni fjallar um tölvuvæðingu skólanna, kynntar verða niðurstöður kannana um tölvulæsi og notkun kennslufor- rita og fjallað verður um stefnu yfirvalda í upplýsingatækni í menntamálum. Heimasíða ráðstefnunnar er http://www.ismennt.is/vefir/ut99 SMAAUGLYSINGAR FÉLAGSLÍF íslandsgangan 1998 íslandsgangan fer fram laugar- daginn 27. febrúar kl. 14.00 I Blá- fjöllum. Skráning og upplýsingar eru í síma 896 6971. Einnig verð- ur skráð I Ármannsskálanum í Bláfjöllum til kl. 13.00 á móts- degi. Islandsgangan er 20 km al- menningsganga. Einnig verða gengnir 10 og 5 km. Skíðaráð Reykjavíkur. Frá Guðspeki- félaginu Ijigólfsstræti 22 Askriftarsími Ganglera er 896-2070 I kvöld kl. 21 heldur Guðjón Bergmann erindi um Tantra I húsi félagsins, Ingólfsstræti 22. Á laugardag kl. 15—17 er opið hús með fraeðslu og umræðum, kl. 15.30 í umsjón Jóns L. Arn- alds, sem raeðir um hug og hugljómun. Á sunnudag kl. 17— 18 er hugleiðingarstund með leiðbeiningum fyrir almenning. Á fimmtudögum kl. 16.30— 18.30 er bókaþjónustan opin með miklu úrvali andlegra bók- mennta. Guðspekifélagið hvetur til samanburðar trúarbragða, heimspeki og náttúruvísinda. Félagar njóta algers skoðana- frelsis. FERÐAFÉLAG © ÍSLANDS uoæmíí^sjMLm^ss Helgarferð 26.-28. febrúar Tindfjöll, skíðagönguferð. Pantanir og miðar á skrifstofu. Sunnudagsferðir 28. febrúar. Kl. 10.30 Bláfjöll - Geitafell - Hlíðardalsskóli, skfðaganga. Kl. 13.00 Skíðaganga. Brott- för frá BSÍ, austanmegin og Mörkinni 6. Kl. 13.00 Mörkin 6 Þvotta- laugarnar — Laugarás, fjöl- skylduganga. Brottför frá Mörkinni 6. Þriðjudagur 2. mars kl. 20.30 Opið hús í Mörkinni 6 (risi). Kynningarfyrirlestur á skíða- göngunámskeiði og mynda- sýning. Námskeiðið verður 2—3 kvöld á skíðasvæðum og dagsferð. Kennd verður m.a. Þelamerk- ursveifla. I.O.O.F.12 = 1792267 - Dd. I.O.O.F. 1 = 1792268V2 = Sp. KENIMSLA Kennsla f ungbarnanuddi fyrir foreldra barna á aldrinum 1-10 mánaða. Næsta nám- skeið byrjar fimmtudaginn 4. mars. Jngbarnanudd er gott fyrir öll böm og hefur reynst gagnlegt m.a. við magakrampa, lofti í þörmum og óróleika. Hafa nýleg- ar rannsóknir sýnt að nudd af hendi foreldra hraðar almennt tauga- og heilaþroska, líkams- vexti og hormóna- og frumu- starfi ungbarna. Fagmenntaður kennari. Uppl. og innritun á Heilsusetri Þórgunnu í síma 562 4745, 552 1850 og 896 9653. HEILSUSETUR ÞÓRGUNNU Námskeið í smáskammta- lækningum (Hómópatíu) Til sjálfshjálpar og heimanotkun- ar laugardaginn 6. mars á Heilsu- setri Þórgunnu, Skipholti 50c. Kennari Þórgunna Þórarinsdóttir smáskammtalæknir LCPH. Upp- lýsingar og innritun I símum 552 1850 / 562 4745 og 896 9653. TILKYNNINGAR Frá Sálar- rannsóknar- félagi íslands Opið hús Laugardaginn 27. febrúar frá kl. 14—16 verður opið hús í Garða- stræti 8. Nemendur úr hringjum verða með heilun. Einnig bjóða þeir upp á að lesa i Tarot, indíánaspil, lófa og bolla. Síðan verða almennar umræður. Allir velkomnir. SRFÍ.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.