Morgunblaðið - 19.03.1999, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 19.03.1999, Blaðsíða 2
2 FÖSTUDAGUR 19. MARZ 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Morgunblaðið/Ásdís Ásgeirsdóttir ARNI Sigfússon á síðasta fundi sinum í borgarstjórn. Árni stendur lengst til vinstri en sitjandi, hægra megin, er Kjartan Magnússon vara- borgarfulltrúi sem tekur sæti Árna. Arni Sigfússon lætur af störfum í borgarstjóm Var sérstaklega þakkað framlag til fræðslumála Hæstiréttur samþykk- ir ekki áfengismæla ÁRNI Sigfússon, fyrrverandi horgarstjdri, Iét á borgarstjórn- arfundi í gær af störfum sem borgarfulltrúi og Kjai-tan Magn- ússon tók sæti hans. Árni hefur set.ið í borgarstjórn í þrettán ár. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjói’i, Sigrún Magnúsdótt- ir, borgarfulltrúi R-lista, og Inga Jóna Þórðardóttir og Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, borgarfulltrúar Sjálfstæðismanna, þökkuðu Árna vel unnin störf. Allir þeir sem til máls tóku nefndu sérstaklega störf hans að fræðslumálum, en Árni var lengi fulltrúi í fræðsluráði og formað- ur þess áður en R-listinn tók við sljórn borgarinnar. Kemur hlutum í verk Inga Jóna sagði að eitt helsta einkenni hans væri að hann léti sér ekki nægja að tala um málin heldur kæmi þeim í verk. Vil- hjálmur sagði að Árni hefði kom- ið með nýjar hugmyndir og hug- sjónir og starfskraft inn í borgar- stjórn sem borgin hefði notið mjög góðs af. Ingibjörg Sólrún minntist þess sérstaklega þegar Árni tók við stöðu borgarstjóra skömmu fyrir kosningarnar 1994. Staða Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn hefði á þeim tíma verið pólitískt mjög erfið, enda hefðu sjálfstæðismenn beðið ósig- ur í kosningunum, en Árni hefði þó unnið varnarsigur. „Eg hef verið í stjórnmálum tíl að styðja og Ieiða breytingar, enda trúi ég því að mitt verkefni sé að skapa framtíð mun frekar en að spá í hana,“ sagði Árni. Hann sagðist telja að stjórnmála- maður þyrfti að búa yfir fjórum eiginleikum: Framsýni, raunsæi, heilindum og hugrekki. Ef ein- hvern þessara þátta skorti kæmi það niður á starfi hans fyrir um- bjóðendur sína með einhverjum hætti. Hann sagði að miklar breyting- ar liefðu orðið í borginni og um- ræðunni í borgarstjóm siðan hann kom fyrst til starfa. Eitt fyrsta verkefni hans hefði meðal annars verið að berjast fyrir rýmri reglum um afgreiðslutíma verslana, en harðar deilur hefðu meðal annars staðið um það hvort selja mætti rakvélar og dömu- bindi í söluturnum, sem voru einu verslanimar sem máttu hafa opið á sunnudögum og á kvöldin. Hann sagði að mikilvægustu áfangarnir í fræðslumálum hefðu meðal annars verið heilsdags- skólinn, þróunarsjóður grann- skóla, aukið sjálfstæði skólanna og faglegt mat á gæði skólastarfs og tölvuvæðing grunnskólanna. HÆSTIRÉTTUR hefur staðfest dóm Héraðsdóms Reykjavíkur í máli þar sem deilt var um áreiðan- leika áfengismæla lögreglunnar. Að mati dómsins voru ekki lögð fyrir réttinn nægilega rækileg gögn sem sönnuðu áreiðanleika þessa mæli- tækis og var ákærði því sýknaður af ákæni um ölvunarakstur. Málavextir eru þeir að lögregla stöðvaði ákærða gi-unaðan um ölv- unarakstur. Hann var látinn blása í áfengismæli. Fyrir dómi sagði mað- urinn að hann hefði verið að vinna með leysiefni skömmu áður en hann ók af stað. Auk þess dró hann áreið- anleika áfengismælisins í efa. Hæstiréttur taldi af ýmsum ástæðum ekki annað hægt en að leggja til grundvallar framburð mannsins um að hann hefði veríð að vinna með leysiefni. Hins vegar voru Ógnað með haglabyssu LÖGREGLAN í Reykjavík handtók í gærkvöldi tvo menn sem báðir segja að hinn hafi ógnað sér með haglabyssu í húsi í austurbænum. Annar fyrrnefndu mannanna tilkynnti lögi’eglu um miðnætti í gær að hann hefði orðið fyrir líkamsárás og sér hefði verið ógnað með haglabyssu. Hann var færður á slysavarðstofu með minnihúttar meiðsl. Sérsveit lögi'eglunnar var kölluð út og eftir lýsingu hins meinta fórnarlambs fannst bíll árásarmannsins og var hann handtekinn og annar maður með honum. Meintur árás- armaður heldur því fram að hinn hafi ógnað sér með byss- unni og hann því neyðst til að verja sig. Slæmt veður og ófærð víða á landinu AFTAKAVEÐUR og ófærð var víða á landinu í gær en verst var ástandið á Vestfjörðum, Norð- ur- og Austurlandi. Búast má við betra veðri í dag og verða flestallir vegir opnaðir. Á Vestfjörðum var ófært um ísafjarðardjúp og Steingríms- fjarðarheiði í gær. Þá slitnaði rafmagnslína til Súðavíkur en viðgerð á línunni lauk í gær- kvöld. Norðurleiðin til Skaga- strandar, Sauðárkróks og Akureyrar var orðin fær í gær- kvöld, en ófært var hins vegar frá Hofsósi til Siglufjarðar. Á Norðurlandi eystra var hvass- viðri eða stormur ásamt snjó- komu í gær og vegir austan Akureyrar voru almennt ófær- ir. Á Austuriandi var einnig hvassviðri eða stormur og élja- gangur. lögð fyilr réttinn gögn sem bentu til þess að áhrif leysiefnanna á mæling- una væru óveruleg eða engin. Ákæmvaldið lagði ekki fram nægilega ítarleg gögn Verjandi mannsins lagði íýrir réttinn skýrslu Jakobs Kristinsson- ar, dósents í lyfjafræði við Háskóla Islands, þar sem því er andmælt að óyggjandi sé að samræmi sé milli vínandamagns í blóði manns og í því lofti sem hann andar frá sér, en slík fullyrðing kemur fram í greinargerð með frumvarpi til laga sem lagt var fyrir Alþingi um áfengismæla. Rlk- issaksóknari lagði fyrir Hæstarétt fjölda skjala um þetta tæki, þróun þess og notkun. Hæstiréttur taldi hins vegar að þessi gögn hefði einnig átt að leggja fyrir héraðsdóm og að þar hefði átt að fara fram STARFSFÓLKI Atvinnu- og ferða- málastofu Reykjavíkurborgar hefur verið greint frá því að fyrirhugað sé að leggja tillögu fyrir atvinnu- og ferðamálanefnd um að leggja stof- una niður. Morgunblaðið fékk þetta staðfest hjá Róberti Jónssyni, forstöðumanni Atvinnu- og ferðamálastofu, þegar leitað var til hans vegna málsins í gær. Að hans sögn greindu Helga Jónsdóttir borgamtari og Jón Björnsson, forstöðumaður fjöl- skyldu- og þróunarsviðs borgarinn- ar, starfsmönnum stofunnar frá því sl. miðvikudag að þegar tillagan hefði fengið formlega afgreiðslu hjá atvinnu- og ferðamálanefnd, borgar- ráði og borgarstjórn, mættu starfs- mennirnir búast við að fá formlegt uppsagnarbréf. Helga Jónsdóttir sagði í samtali við Morgunblaðið að engar ákvarð- anir lægju fyrir um að loka stofunni. Fundi sem halda átti í gær í at- vinnu- og ferðamálanefnd, sem hef- ur umsjón með starfi stofunnar, var frestað til næsta fimmtudags. Helga benti á að Atvinnu- og ferðamála- stofa hefði verið sett upp í tilrauna- skyni og hún hefði lokið við stóran hluta þess starfs sem lögð hefði ver- ið áhersla á í upphafi. Helga sagðist hafa talað við starfsmenn þar þannig að um leið og mál skýrðust fengju þeir vitneskju um það. „Það hefur íegið í loftinu allt frá því að fjárhagsáætlun var gerð að þessi mál væru í skoðun. Ég hef ekki gert annað en að láta þau fylgjast með því sem ég hef haft tækifæri til að fýlgjast með en það sönnunarfærsla. Einnig hefði þurft að leggja fram frekari gögn um áhrif leysiefna. 1 dómnum segir að það hafi verið hlutverk lögreglu- stjórans í Reykjavík, sem sótti mál- ið í héraði, að leggja fram þessi gögn. I dómi Hæstaréttar segir að ekki sé réttlætanlegt gagnvart ákærða að vísa málinu aftur til héraðsdóms til frekari gagnaöflunar. Dómurinn taldi að þrátt fyrir að bætt hefði verið úr gagnaöflun fyrir Hæsta- rétti vanti enn þýðingarmikil gögn. Ekki séu skilyrði til að mæla fyrir öflun þeirra fyi-ir Hæstarétti því þá yrði einungis fjallað um þau fyrir einu dómstigi. Maðurinn var því sýknaður. Bogi Nilsson ríkissaksóknari sótti málið en Bjarni Þór Óskarsson vai' verjandi ákærða. liggja engar ákvarðanir fyrir,“ sagði hún. Atvinnu- og ferðamálastofa var stofnuð sem tilraunaverkefni árið 1995 og starfa þrír fastráðnir starfs- menn hjá stofunni auk eins verk- taka. Hefur stofan starfað undir at- vinnu- og ferðamálanefnd, sem iegg- ur henni til verkefni. Kom starfsfólki í opna skjöldu Að sögn Róberts kom tilkynning- in starfsmönnum Atvinnu- og ferða- málastofu í opna skjöldu og sagði hann að það hefði einnig komið full- trúum í ferðamálanefndinni augljós- lega mjög á óvart í gær að loka ætti stofunni. Að hans sögn hefur stofan næg verkefni en óvissa um starf- semina undanfama mánuði hefur komið niður á stofunni. Ekki náðist í Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur borgarstjóra vegna þessa máls en á borgarstjórnarfundi i gær spurði Guðlaugur Þór Þórðar- son, borgarfulltrúi Sjálfstæðis- flokks, hana að því hvort starfs- mönnum Atvinnu- og ferðamála- stofu hefði verið sagt upp störfum, en það hefðu þeir sjálfir tjáð sér. Hann vildi jafnframt vita hvort þar með hefði tillaga sjálfstæðismanna í borgarstjórn, um að leggja stofuna niður, verið samþykkt. Ingibjörg Sólrún sagði að starfs- mönnum hefði ekki verið sagt upp, en að málefni Atvinnu- og ferðamála- stofunnar væru í skoðun. Tillaga sjálfstæðismanna hefði hvorki verið samþykkt né felld enda hefðu enn ekki verið greidd um hana atkvæði. Forstöðumaður Atvinnu- og ferðamálastofu Reykjavrkurborgar Starfsmönnum sagt að leggja eigi stofuna niður & sðÉvit Á FÖSTUDÖGUM : Þróttur kominn í úrslit í blaki karla / C2 Svíar eru með besta lið heims/C1 Fylgstu með nýjustu fréttum www.mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.