Morgunblaðið - 19.03.1999, Blaðsíða 32
32 FÖSTUDAGUR 19. MARZ 1999
LISTIR
MORGUNBLAÐIÐ
Samkeppni í
frönskum
ljóðaflutn-
ingi í MH
ÁRLEG sarakeppni nemenda
í framhaldsskólum á flutningi
franskra ljóða fer fram laug-
ardaginn 20. mars kl. 13 í
Norðurkjallara Menntaskól-
ans í Hamrahlíð. Þátttakend-
ur eru 24 frá 13 skólum og
munu þeir flytja eitt ljóð að
eigin vali.
Tveir bestu flytjendurnir
hljóta 12 daga ferð til Frakk-
lands í sumar, átta bestu frá
orðabækur og aðrir þátttak-
endur bókaverðlaun.
Dómnefnd skipa Thor Vil-
hjálmsson, rithöfundur, Co-
lette Fayard, forstöðumaður
Alliance Frangaise og Þór
Túliníus, leikari. Félög
frönskukennara skipuleggur
keppnina, en verðlaunin veitir
franska sendiráðið.
Ásgeir Smári
Einars-
son sýnir í
Smiðjunni
SYNING á verkum Ásgeirs
Smára Einarssonar verður
opnuð í Smiðjunni Ai-tgalleri á
morgun, laugardag, kl. 15. Að
þessu sinni sýnir Ásgeir tutt-
ugu olíumyndir þar sem þem-
að er maður og borg.
Ásgeir Smári er fæddur ár-
ið 1955, hann útskrifaðist frá
Myndlista- og handíðaskóla
íslands en nam einnig við Der
Freie Kunstschule í Stuttgart.
Undanfarin ár hefur Ásgeir
Smári unnið að list sinni í
Kaupmannahöfn, en þar rekur
hann Galleri Copen.
Ásgeir Smári hefur haldið
fjölda einkasýninga hérlendis,
í Danmörku og Þýskalandi.
Smiðjan Artgalleri er til
húsa í Armúla 36. Sýningin
stendur til 31. mars.
Einar Áskell
á Selfossi
MÖGULEIKHÚSIÐ sýnir
barnaleikritið Góðan dag Ein-
ar Áskell! í Leikhúsinu á Sel-
fossi á morgun, laugardag kl.
14 og kl. 17.
Leikritið er gert eftir hin-
um kunnu sögum sænska höf-
undarins Gunillu Bergström
um Einar Áskel. Leikgerðin
er eftir Pétur Eggerz, sem
jafnframt er leikstjóri og er
leikgerðin unnin í samráði við
höfundinn. Tónlist er eftir Ge-
org Rieden.
Leikarar eru Skúli Gauta-
son og Pétur Eggerz. Leikrit-
ið var frumsýnt fyrir rúmu
ári.
Miðaverð er kr. 800.
Vorfagnaður
Hreims í
Ýdölum
KARLAKÓRINN Hreimur
heldur vorfagnað í Ýdölum á
morgun, laugardag, kl. 21.
Auk kórsöngs verður ein-
söngur, tvísöngur og tvöfaldur
kvartett. Gestasöngvari verð-
ur Hildur Tryggvadóttir. Að-
alsteinn Isfjörð, Valmar Válja-
ots og Jaan Alavere verða
með tónlistaratriði. Kynnir
kvöldsins verður Flosi Ölafs-
son.
Stjórnandi kórsins er Ro-
bert Faulkner og undirleikai-i
er Juliet Faulkner.
Náttúran
úti og inni
MYMDLIST
Listasatn Árncsinga,
Selfossi
TEIKNINGAR OG GRAFÍK
RAGNHEIÐUR JÓNSDÓTTIR
Til 5. apríl. Opið frá fímmtudegi til
sunnudags frá kl. 14-17.
FRÁ því Ragnheiður Jónsdóttir
hvarf frá grafíktækninni í upphafí
þessa áratugar til að einbeita sér
að kolateikningunni, hefur hún náð
frábærum árangri með stórum og
rismiklum myndum, alsettum
strikum og skyggingum. Þótt
þessar myndir séu litlausar - hvít-
ar, svartar og gráar - búa þær yfir
duldum, litrænum gildum sökum
endalausra tilbrigða sinna og sér-
stæðra áhrifa sem stafa af þeirri
sérstæðu tækni Ragnheiðar að
skerpa og deyfa farið sem kolið
lætur eftir sig.
Á meðan Kjarval var og hét átti
hann sér engan lærling að heitið
gæti. Að minnsta kosti þorði eng-
inn að gera sér mat úr sérstæðri
teiknitækni hans. Það er ekki íyrr
en eftir að hann er allur að hann
eignast Ragnheiði fyrir lærling, en
ef marka má það sem hún segir í
myndbandi því sem fylgir sýning-
unni í Listasafni Ái-nesinga, hefur
hraunið suður af húsi hennar í
Garðabænum haft afgerandi áhiif
á mótun þeirrar tækni sem hún
temur sér. Það væri því réttara að
tala um hraunið sem kennara
hennar, eins og það kenndi reynd-
ar Kjarval á sínum tíma. Þeir sem
temja sér að stara í mynstur
hraunelfunnar læra nefnilega
ákveðna línuteikningu sem fylgir
iðunni.
Ragnheiður hefur fundið sinn
eigin ryþma með því að slíta línuna
og fylgja fremur stefnufalli hennar
með snöggum strikum sem hafa
þann undraverða eiginleika að
fylgja um leið yfirborði flæðisins
svo að í teikningunum myndast
sérkennileg dýpt, stundum með
stefnu inn í myndflötinn, en stund-
um lóðrétt og skáhallandi. Fyrir
vikið blekkja hraunteikningar
Ragnheiðar auga áhorfandans og
honum finnst hann skynja þrívíðan
flöt fyrir framan sig í stað hins tví-
víða.
I „gluggatjaldamyndunum"
kveður við allt annan tón, en engu
ómerkari. Þar greinir Ragnheiður
milli áhorfandans og náttúrunnar
með því að áminna hann um
menningarlegan grundvöll sinn.
Við mennirnir heyrum ekki fylli-
lega til náttúrunni því við höfum
dregið okkur í hlé frá henni með
svipuðum hætti og við drögum
tjöldin fyrir glugga til að byrgja
okkur inni svo hún - móðir nátt-
úra - haldi ekki fyi'ir okkur vöku.
En hún er þarna fyrir utan eins og
mynstur á gluggatjöldum og það
er þetta merkilega hálfgagnsæi
sem listakonunni tekst að miðla
okkur um leið og hún áminnir okk-
ur um að við séum ekki náttúrunn-
ar nema að hálfu. Þannig eru
einmitt gluggatjöld menningar-
innar. Sýningin í Listasafni Ár-
nesinga undirstrikar framsækni
og sívakandi huga Ragnheiðar
sem listamanns.
Halldór Björn Runólfsson
UMBROT II 150 x 300 eftir Ragnheiði Jónsdóttur.
BÆKUR
l»ýdd skáldsaga
SEIÐUR ÚLFANNA
Nicholas Evans, Helgi Már Bárðarson
þýddi. Vaka-Helgafell, 1998. 387 bls.
Prentun: Oddi hf.
BRESKI rithöfundurinn
Nicholas Evans hlaut skjóta frægð
fyrir fyrstu bók sína, skáldsöguna
The Horse Whisperer, sem Vaka-
Helgafell gaf út í íslenskri þýðingu
Sigríðar Halldórsdóttur árið 1997.
Bókin hlaut ekki síst umtal vegna
þess að Evans gerði útgáfusamn-
ing upp á 100 milljónir króna áður
en hann hafði lokið við að skrifa
hana og seldi auk þess kvikmynda-
réttinn til Hollywood á sama stigi.
Útgefandinn reyndist hafa veðjað
á réttan hest því bókin hefur notið
mikilla vinsælda víða um heim og
verið þýdd á fjölda tungumála.
Á síðasta ári sendi Evans frá sér
aðra skáldsögu, The Loop, sem
ber heitið Seiður úlfanna í þýðingu
Helga Más Bárðarsonar. Líkt og í
Hestahvíslaranum er sögusviðið
Montana-fylki í Bandaríkjunum og
enn fjallar Evans um samband
manns og náttúru í sambland við
hefðbundna ástarsögu. Hér er
sviðið (tilbúna) smáþorpið Hope
þar sem nautgripabændur ráða
ríkjum með hinn hrokafulla stór-
bónda, Buck Calder, í broddi fylk-
ingar. Bændurnir eru afkomendur
hvítra landnema en gegn viðhorfi
þeÚTa til náttúi-u og lands teflir
Evans villtri úlfahjörð sem leggst
á búfénað þeirra þegar ekki ber
betur í veiði. Þar styðst Evans við
sögulegar staðreyndir
því úlfarnir eni hluti af
kanadískum stofni sem
var sleppt í Yellowsto-
ne-þjóðgarðinum fyrir
fáum árum með það
fyrir augum að endur-
reisa þann bandaríska
sem áður hafði mark-
visst verið þurrkaður
út. Áætlunin gengur
þannig út á að snúa
„þróuninni" við og leið-
rétta mistök manna í
umgengni við náttúr-
una.
Endurkoma úlfanna
veldur trufiun í samfé-
lagi bændanna, hún
raskar ekki aðeins stjóm þeiira á
umhverfi sínu heldur kemur einnig
róti á tilfinningalíf fólksins í þorp-
inu. Þessi tvö svið textans, innri og
ytri náttúra, kallast á en ógn þess
villta verður þó aldrei verulega
sannfærandi og lausnimar á
stundum óþægilega einfaldar.
Þetta á til dæmis við um snögg
umskipti úlfaveiðimannsins sem
virðist ekki þurfa annað en að
kynnast ómálga bami lítillega til
að endurmeta allt sitt fyrra líf. Það
sama má segja um ástarsöguna í
sögunni sem er fremur fyrirsjáan-
leg (ef frá er talinn „öfugur“ ald-
ursmunur parsins) og rambar auk
þess víða á barmi tilfinningasem-
innar. Sögusviðið er einnig kunn-
uglegt því þótt Evans kjósi sér
svið sem er fjarri upprana hans og
búsetu í Bretlandi er hann á slóð-
um sem flestir kvikmyndahúsa-
gestir og sjónvarpsáhorfendur í
hinum vestræna heimi ættu að
þekkja. Ef til vill á
þessi kunnugleiki ein-
hvern þátt í skjótum
vinsældum bóka
Evans víða um heim,
þær vísa til menning-
arheims sem að vissu
leyti er orðinn óháður
landfræðilegum
mörkum og þarf því
ekki að „þýða“ þegar
textinn er fluttur á
önnur (vestræn?)
tungumál. Nákvæmar
sviðsetningar og skýr
framvinda sögunnar
auðvelda lesendum
einnig að fóta sig
áreynslulaust í text-
anum, sem að mörgu leyti minnir á
Hollywoodkvikmynd í bókarformi.
Stundum finnur lesandi svo að
segja fyrir nærvera kvikmynda-
vélarinnar, ekki síst í upphafs- og
lokaatriðum bókarinnar þar sem
sögusviðið opnast og lokast á mjög
(kvik)myndrænan hátt.
Mynd hringsins er nokkurs
konar leiðarstef í textanum en
einkunnarorð hans era höfð eftir
indíánahöfðingjanum Svarta Elg
sem segir hringinn það form sem
alheimskrafturinn móti allt í.
Bókin skiptist í íjóra hluta eftir
árstíðum og víða er lagt út af
hringrás lífs og dauða og því sam-
ræmi náttúrunnar sem (hvíti)
maðurinn raskar með þörf sinni
fyrir að drottna yfir umhverfi
sínu. Titill verksins á frummálinu
vísar til þessarar hringrásar og er
það ítrekað í frumtexta bókarinn-
ar, en hann er um leið heiti á blóð-
ugasta drápstæki úlfafangarans,
lykkjunni, sem getur fangað öll
afkvæmi úlfynjunnar samtímis og
þannig eytt þeim í einu lagi. Titill-
inn vísar því einnig til þeirrar
stöðu sem maðurinn tekur sér ut-
an hringsins og er það miður að
ekki skuli gerð tilraun til að koma
honum og því hversu tvíbendur
hann er til skila í þýðingunni (orð-
ið „loop“ er þar ýmist þýtt sem
lykkja eða snara). Á hinn bóginn
leggur íslenski titillinn áherslu á
aðdráttarafl þess villta, kannski
ekki síst á parið í sögunni og bein-
ir því fremur sjónum að ástarsögu
þeirra. Ef til vill hafa markaðs-
sjónarmið að einhverju leyti ráðið
vali á íslensku heiti verksins en
benda má á að ein bókanna í vin-
sælum bókaflokki Jean M. Auel
um börn jarðar ber heitið Seiður
sléttunnar í þýðingu frá sama for-
lagi. Stíll þýðingarinnar er annars
lipur og talmálskenndur líkt og
stíll framtextans en hér gefst að
öðru leyti ekki tækifæri til að
bera saman þessa tvo texta. Því
skal ekki dæmt um hvort sá
áherslumunur sem sjá má í ólík-
um titlum frumtexta og þýðingar
setji mark sitt á textana þótt það
væri vissulega verðugt athugun-
arefni.
Seiður úlfanna er fyrst og
fremst afþreyingarbók sem um
leið hefur vissan boðskap fram að
færa. Hún sætir að vísu ekki mikl-
um tíðindum, nema ef vera skyldi
fyrir lifandi lýsingar á samfélagi
úlfanna sem j)ó verða undarlega
mennskir á köflum þegar söguhöf-
undur gerir sitt sjónarhorn og
rökleiðingar að þeirra. Þeir eru (í
augum þessa lesanda a.m.k.) á
margan hátt mun áhugaverðari
„persónur" en mannfólkið í sög-
unni.
Kristín Viðarsdóttir
Endurkoma úlfanna
Nicholas
Evans