Morgunblaðið - 19.03.1999, Blaðsíða 68
6*8 FÖSTUDAGUR 19. MARZ 1999
MORGUNBLAÐIÐ
FÓLK í FRÉTTUM
KVIKMYNDIR/Háskólabíó sýnir nýjustu Star Trek myndina, Star Trek Insurrection, en þetta er níunda myndin
um áhöfnina á geimskipinu Enterprise. Með aðalhlutverk í myndinni fara Patrick Stewart, Brent Spiner, Levar
Burton, Michael Dom og F. Murray Abrahams og Jonathan Frakes, sem einnig er leikstjóri myndarinnar.
Spurning um siðferði
Frumsýning
JEAN-LUC Picard (Patrick
Stewart) yfirmaður á geim-
skipinu Enterprise fréttir að
hálfmennið Lt. Commander Data
(Brent Spiner) hafí gengið af göfl-
unum og tekið hóp menningarfræð-
inga í gíslingu. Aðaláhyggjur
Picards snúast um það hvort honum
takist að bjarga Data því það verður
að eyðileggja hann ef ekki tekst að
gera við hann. En þegar Picard fer
að kanna málið kemst hann að því
að það er eitthvað undarlegt í sam-
bandi við Ba’ku kynstofninn sem
menningarfræðingarnir hafa verið
að rannsaka. Yfírstjórnin á Enter-
prise kemst líka að því að það bjó
eitthvað annað og meira á bak við
rannsóknarferð menningarfræðing-
anna en gefið hafði verið í skyn. Það
líður svo ekki á löngu þar til Picard
stendur frammi fyrir því að óhlýðn-
ast þeim beinu skipunum sem hon-
um hefur verið falið að starfa eftir
og fara í andstöðu gegn vilja
æðstráðanda síns. Áætlanir hans
um að bjarga Data leiða hann að
plánetunni þar sem Ba’ku ættstofn-
inn býr, en við fyrstu sýn lítur út
fyrir að þar búi aðeins sex hundruð
manns. Þegar hann hittir konu af
kynstofninum, Anji (Donna
Murphy) kemst hann að því að fólk
hennar býr yfir ýmsu fleiru en sést í
fljótu bragði. Hún og flestir íbúar
piánetunnar eru nefnilega meira en
_ .'-100 ára gömul. Picard kemst líka að
því að rannsóknarferð
menningarfræðingana
er aðeins yfii-skin og að
aðáltilgangur þeirra er
að ræna íbúum plánet-
unnar. Ru’afo (F. Mur-
rey Abraham) yfirmað-
ur Sona kynstofnsins
hefur komist að því að á
plánetunni er geisla-
virkni sem snýr við
öldrun og þar sem Son-
ar eru gamall kynstofn
sem er að deyja út vill
hann ná plánetunni fyr-
ir sig og sína. í ljós
kemur að yfirboðarar
Picard eru með í þessu
ráðabruggi og þeim
finnst réttlætanlegt að
fórna 600 manns fyrir
framþróun fjöldans.
Picard veltir hins vegar
fyrir sér siðferðilegu
hlið málsins og spyr
hvar draga eigi mörkin
í þessu sambandi og
hve mörgum megi fórna
fyrir hagsmuni fjöldans.
Hann þarf því að taka
erfiða ákvörðun því ef
hann óhlýðnast yfirboðurum sínum
hefur hann brotið gegn þeim grund-
vallarreglum sem hann hefur svarið
eið að. Hann tekur því til sinna ráða
og áður en yfir lýkur hefur hann
lagt allt í sölurnar og skilið Enter-
prise og áhöfnina eftir til að geta
hjálpaði Ba’ku kynstofninum frá
tortímingu.
JEAN-Luc Picard stendur frammi fyrir ýms-
um siðferðilegum spurningum og þarf að
taka erfiðar ákvarðanir.
PATRICK Stewart og Michael Dorn í hlutverkum sinum
í Star Trek: Insurrection.
ÖLDRUNIN er farin að setja mark sitt á
Sona kynstofninn.
Patrick Stewart sem leikur Jean-
LucPicard -skapaði persónuna í Star
Trek sjónvarpsþáttunum sem fram-
leiddir voru á tímabilinu 1988 til 1994
og sjálfur stjómaði hann mörgum
myndanna í þáttaröðinni. Þetta er
þriðja kvikmyndin sem hann leikur
Picard í, en hann hefur komið víðar
við en í hlutverki hans. Stewart er
gamall og rótgróinn Shakespeare
leikari og hefur hann starfað hjá
Royal Shakespeare Company síðan
1967. Hann heíúr leikið á leiksviði
bæði austan hafs og vestan í fjölda
leikrita og þá hefur hann leikið í ýms-
um kvikmyndum og sjónvarpsmynd-
um. Hann lék með þeim Mel Gibson
og Juliu Roberts í Conspii'acy The-
ory og þá hefur hann leikið í mynd-
unum Dead Savage, Masterminds,
Safe House, L.A. Story, Lady Jane
og Excalibur. I sjónvai-pi hefur hann
leikið Ahab skipstjóra í Moby Dick
og þá fór hann með hlutverk í sjón-
varpsmyndunum Tinker, Tailor,
Soldier, Spy, og Smiley’s People, sem
gerðar voru eftir sögum rithöfundar-
ins John Le Carré.
fÍíURS-p^
>• Höfðabakki 1 - simi: 587 2022
KVIKMYNDIR/Bíóhöllin, Kringlubíó, Stjörnubíó og Nýjabíó í
Keflavík sýna fjölskyldumyndina Mighty Joe Young sem kemur úr
smiðju Walt Disney og fjallar myndin um ævintýri risavaxins gór-
illuapa. I helstu hlutverkum eru Bill Paxton, Charlize Theron, Ra-
de Sherbedgia, Regina King og John Alexander sem leikur apann.
Apaspil í stórborginni
Hljómsveitin Salvía leikur og heldur uppi íjörinu
bæði föstudags- og laugardagskvöld.
Opið til kl. 3.00.
Tilvalinn staður fyrir allskonar uppákomur af öllu tagi.
íþróttaviðburðir í beinni útsendingu á breiðtjaldi.
Opnum kl, 12.00 um helgar,
DÖMU-, BARNA- OG HERRAFATNAÐUR
GERIÐ FRÁBÆR KAUP
ÁRMÚLA 23
OPIÐ:
FÖSTUD.
LAUGARD.
SUN.- FIM.
Vönduð vara
Góð vörumerki
fr
í kvöld og laugardags-
kvöld leika hinir frábæru
Stefán P.
og Pétur
Opió frá kl. 22—3
Borðapantanir í símum 557 9717 og 587 6080
Næturgalinn þar sem stuðið er
og ailtaf iifandi tónlist
9\lczturgatinn
Smiðjuve/ji 14, ‘Kópavojji, sími 587 6080
MIGHTY Joe Young er fjöl-
skyldumynd í hefðbundnum
Disney stíl. í hugum flestra
er górilluapinn Joe aðeins þjóðsaga
en hann er heilagur verndari íbúanna
í litlu afrísku þotpi. Eini raunveru-
legi vinur hans er Jill (Charlize Ther-
on), en auk þess að vera sérstakur
verndari hennar er hann einnig
hennar nánasti félagi. Segja má að
þau tengist einskonar fjölskyldu-
böndum, því bæði misstu þau móður
sína fyrir tuttugu árum í baráttu við
veiðiþjófa. Þegar dýrafræðingurinn
Greg O’Hara (Bill Paxton) er við
rannsóknir sínar í hinum afskekktu
Pangani-fjöllum í Mið-Afríku mætir
hann skyndilega hinni risavöxnu gór-
illu og svo fer að hann og Jill bjarga
apanum úr klóm veiðimanna og flytja
þau hann í öruggt skjól á vemdar-
svæði íyrir dýr í Kaliforníu. En Joe
er alls ekki ömggur þar þegar allt
kemur til alls. Hann vekur að sjálf-
sögðu mikla athygli fyrir það hversu
sérstæður hann er og umfjöllun um
hann verður til þess að hann verður
skotspónn gamals óvinar. Þar er um
að ræða miskunnarlausan veiðimann
sem er ólmur í að ræna Joe vegna
þess hve einstakur hann er og selja
hann á svarta markaðinum þar sem
dýr í útiýmingarhættu ganga kaup-
um og sölum. Joe finnur ógnina
steðja að sér og hann verður jafn-
framt mglaður í hinu manngerða
umhvei'fí þar sem hann nú dvelst.
Hann ákveður því að flýja og vegna
þess hve hann er sterklega gerður af
náttúrunnar hendi skilur hann eftir
sig slóð eyðileggingar og ringulreiðar
í stórborginni Los Angeles þar sem
hann reynir að komast af. Jill og
Gregg em í miklu kapphlaupi til að
reyna að bjarga Joe úr þeim ógöng-
um sem hann er kominn í áður en yf-
irirvöld ná að króa hann af og ganga
af honum dauðum. Eltingaleikurinn
nær hámarki þegar Joe vinnur hetju-
dáð og sýnir mikið hugi'ekki, en það
gerir fólki ljóst að í þessum risavaxna
og að mörgu leyti ógnvekjandi Iík-
ama slær göfugt hjarta.
BILL Paxton Ieikur dýrafræð-
inginn Greg O’Hara sem tekst
að bjarga apanum gríðarstóra
úr klóm veiðiþjófa.
Sagan sem Mighty Joe Young er
gerð eftir er eftir Merian C. Cooper
sem vann við kvikmyndagerð m.a.
sem höfundur, leikstjóri og framleið-
andi á tímabilinu frá 1920 til 1970.
Hann gerði kvikmyndina Mighty Joe
Young um ævintýri apans og einnig
gerði hann myndina King Kong.
Meðal annama mynda hans em The
Fugitive, Fort Apache, Rio Grande
og The Searchers. Leikstjóri þeimar
myndar, sem nú hefur verið gerð eft-
ir upprunalegri sögu Coopers, er
Ron Underwood, sem gert hefur
myndirnar Tremors með Kevin
Bacon, City Slickers með Billy Crys-
tal og Jack Palance (sem hlaut
Oskarinn fyrii' hlutverkið), Heart
and Souls með Robert Downey Jr.,
Charles Grodin og Kyra Sedgewick
og Speechless með þeim Michael
Keaton og Geena Davis.
Bill Paxton hefur leikið í fjölda
kvikmynda og tekist á við hlutverk
af ólíkum gerðum. Meðal myndanna
sem hann hefur leikið í eru Twister,
The Evening Star, Apollo 13, True
Lies, Aliens, The Terminator og Tit-
anic. Leikkonan Charlize Theron
kom fyrst fyrir augu áhorfenda í
myndinn Two Days in the Valley, en
MIGHTY Joe Young vinnur
mikla hetjudáð í stórborginni
og sýnir það hve góðhjartaður
hann er.
CHARLIZE Theron leikur Jill
sem er eini raunverulegi vinur
górillunnar.
í henni lék hún á móti James
Spader, Eric Stoltz og Jeff Daniels.
Hún lék síðan í myndinni Trial and
Error á móti Jeff Daniels, og aðrar
myndir sem hún hefur leikið í eru
Devil’s Advocate, en þar lék hún á
móti A1 Pacino og Keanu Reeves, og
That Thing You Do, sem Tom
Hanks leikstýrði.
Frumsýning