Morgunblaðið - 19.03.1999, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 19.03.1999, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. MARZ 1999 39 kert börn gagnrýnd Schröder lýkur skyndiferðalaffl milli höfuðborga ESB Morgunblaðið/Golli ;ófer en á bak við þau sitja 5ning 'iiiál fjölskyldur þeirra strax eftir að þau greinist heyrnarskert eða heyrnar- laus. Hún er þó ósammála Gylfa um hvernig slíkri þjónustu sé best komið, og bendir á mikilvægi táknmáls fyrir heymarskerta og heyrnarlausa. „Staða heyrnarskertra barna, bæði á leikskóla- og grunnskólaaldri, er mjög slæm. Þau búa víða við mjög brotið málumhverfi og vegna heyma- skerðingarinnar eiga þau mjög erfitt með að tileinka sér talaða íslensku,“ segir Hafdís. Hún segir jafnframt að þessir einstaklingar tali í flestum til- vikum íslensku en þeir eígi erfitt með að halda uppi samræðum vegna þess að þeir skilji oft illa þau samskipti sem eru á milli fólks. Segir hún að oftast nær komi samskiptaörðugleikar heyrnarskertra barna í ljós um 4-5 ára aldur þegar samskiptamynstur og reglur í leikjum bama verði flóknari. Þá komi oft fyrir að þau misskilji leik- reglurnar og fái í kjölfarið neikvæða svörun frá hópnum. „Því eldri sem börnin verða því erf- iðara er fyrir heyrnarskert barn að fylgjast að með hinum með því að nota heyrnartæki. Það krefst alveg gífur- lega mikillar einbeitingar og þessi börn eru mjög oft mjög þreytt og fá gjarnan vöðvabólgu vegna þess hvað það krefst mikillar orku fyrir þau að fylgjast með.“ Raunhæft val grundvallaratriði „Það er grundvallaratriði að for- eldrum allra bairna sem gi-einast heyrnai-skert og fá heyrnartæki bjóð- ist fagleg ráðgjöf og leiðsögn um það hvernig þeir geti hagað ytri aðstæðum þannig að tækin nýtist sem best. Jafn- framt eiga öll heyrnarskert böm rétt á því að fá að læra tákn- mál,“ segir Hafdís. Hafdís segir að nauðsyn- legt sé að ráðgefandi aðili starfi á Heyrnar- og tal- meinastöð íslands vísi for- eldrum á þau úrræði sem séu fyrir hendi þvi úrræðin séu í mörgum tilvik- um til. „Það þarf að kynna fólki úr- ræðin. Við höfum Sólborg og Vestur- hlíðarskóla og Samskiptamiðstöð heyrnarlausra og heymarskertra og það verður að gefa foreldrum kost á að velja hvaða úrræði þau velji fyrir börn sín. Eins og er er foreldrum ekki gefið raunhæft val um hvort barnið þeirra læri táknmál eða ekki. Það verður að gefa börnum kost á því að vera á leikskóla þar sem talað er tákn- mál, þá tryggjum við að þau geti átt samskipti við alla og síðan velja þau sér sjálf hvort þau vilji í framtíðinni nota rittúlk í skóla sem skrifar allt á íslensku eða hvort þau vilja hafa tákn- málstúlk. Öðravísi er þeim ekki gefið raunhæft val, og þá er í raun veriji að svipta þessi börn tækifæri til mennt- unar og þroska,“ segir Hafdís. Hafdís bendir á þær hættur sem fylgja því að börn alist upp við brotið málumhverfi: „Það er reynslan að þeir einstaklingar sem ekki hafa fullan skilning á móðm-máli sínu bíða skip- brot einhvers staðar á lífsleiðinni. Margh- einstaklingar sem hafa lent í þessai’i að stöðu koma hingað á Félag heyrnarlausra. Þá eru þeir jafnvel komnir í óreglu og búnir að tapa í líf- inu alla sína ævi og hvorki eiga né geta átt samskipti við aðra. Ef þeir hefðu fengið tækifæri til að læra tákn- mál strax í upphafi þegar þeir voru greindir heyrnarskertir hefðu þeir haft raunhæft val um hvort þeir hefðu viljað sækja skóla þar sem töluð er ís- lenska eða skóla þar sem talað er táknmál. Með því móti hefðu þeir geta valið aðrai- leiðh- þegar þeir fóru að finna fyrir því að erfitt var að lesa af vörum og skilningurinn var ekki til staðar," segh’ Hafdís. Fordómar gagnvart táknmáli Valgerður Stefánsdóttir, forstöðu- maður Samskiptamiðstöðvar heyrnar- lausra og heyrnarskertra, tekur í sama streng og Hafdís og bendir á mikilvægi þess að börn fái þjónustu strax frá upphafi. ,Ástandið er slæmt. Það eru börn úti í samfélaginu sem hafa það lélega heyrn að þau eiga ekki óheftan aðgang að móðurmáli. Barn verður að hafa óheftan aðgang að samskiptamáli til þess að geta þroskað hæfileika sína til fullnustu og lagt grann að öllu öðra námi. Forsenda þess að þau geti gert það er að þau hafi óheftan aðgang að máli og samskiptum við alla í um- hverfinu á því máli. Eina málið sem þau hafa óheftan aðgang að er tákn- mál og táknmál getur borið jafn flókna hugsun og öll önnur mál.“ Að sögn Valgerðar stendur Sam- skiptamiðstöðin fyrir táknmálsnám- skeiðum fyrir börn og fjölskyldur þeirra eftir að þau hafa greinst heyrn- arlaus eða heyrnarskert. Segir hún að vandamálið varðandi slæma aðstöðu barna sé ekki að þjónustan sé ekki til staðar heldur sé hún af öðrum toga: „Það vantar samhæfingu á þjónust- unni og að fólk sé upplýst um hvaða möguleikar era til. Það getui’ líka ver- ið að fólk hafi fordóma gagnvart tákn- máli eða þá að það hafi ekki trá á að Vesturhlíðarskóli geti veitt þeim jafn góða menntun og hinh- grannskólarn- ir. En börnin þurfa þjónustu frá fæð- ingu en ekki frá grannskólaaldri. Til þess að Vesturhlíðarskóli geti veitt þeim sambærilega menntun og aðrir skólar verða börnin sem stunda þar nám að hafa fengið aðgang að tákn- máli frá því að þau fæddust, þannig að þau hafi jafn góðan skólaþroska og önnur börn.“ Valgerður segir að fólk viti ekki af þeirri þjónustu sem Samskiptamið- stöðin veitir. „Það er mikið hringt til okkar utan af landi og spurt um hvað sé hægt að gera í málum heyrnar- skertra og heymarlausra einstak- linga, sem þá hafa jafnvel verið án þjónustu í einhvern tíma en ekki vitað af þjónustunni. Það er því oft of seint sem fólk hringir og það hefur eytt miklum tíma í að leita úrræða,“ segir Valgerður. Þeir sem starfa við þjónustu fyrir heyrnarlaus og heyrnarskert börn eru sammála um að úrbóta sé þörf þrátt fyrir að þeir séu ekki sammála um hvernig þjónustunni skuli háttað. Að öllum líkindum stafar sá ágreiningur af ólíkum skoðunum um hlut- verk og nauðsyn táknmáls fyrir heyrnai’lausa og heyrnarskerta, eins og bent hefur ver- ið á. Hvernig sem sá ágreiningur verð- ur leystur er víst að nauðsynlegt er að bregðast við hið fyrsta. I húfi er fram- tíð fjölda ungmenna sem eiga mögu- leika á bjartri framtíð með góðri menntun og stuðningi. Ef ekkert verð- ur að gert er hætt við að halli undan fæti hjá þeim sem enga aðstoð fá, eins og framkvæmdastjóri Félags heymar- lausra bendir á. Ósammála um hvað beri að gera Leitin að arftaka endar ekki í Berlín Leiðtogar ESB leita nú logandi ljósi að lausn á stjórnkerfiskreppunni sem afsögn fram- kvæmdastjórnar sambandsins hefur valdið. Þótt leitin að lausninni verði á dagskrá auka- leiðtogafundar í Berlín í næstu viku er ekki útlit fyrir að þar náist samkomulag um hana, en að sögn Auðuns Arnórssonar verður fyrsta skrefið að útnefna arftaka Jacques Santers, forseta framkvæmdastjórnarinnar. GERHARD Schröder, kanzl- ari Þýzkalands og starfandi formaður ráðherraráðs Evr- ópusambandsins, sagðist í gær vongóður um að takast myndi að ganga frá samkomulagi um uppstokk- un fjármála ESB á aukafundi leiðtoga ESB-landanna í Berlín um miðja næstu viku, en útlit væri fyrir að lengri tíma tæki að komast að niður- stöðu um hverjum skuli falið að taka við sem forseti framkvæmdastjórnar ESB. Schröder lauk í gær skyndiferða- lagi sínu milli höfuðborga ESB-land- anna með viðkomu í Lissabon, Ma- dríd, París og Lúxemborg, sem hann lagði upp í með það fyrir augum að reyna að tryggja að leiðtogafundurinn í Berlín skili tilætluðum árangri. Eftir tveggja tíma viðræður við Antonio Guterres, forsætisráðherra Portúgals, lagði Schröder áherzlu á að það lægi á að finna nýja menn í hina 20 manna framkvæmdastjórn. Hann sagði að hvort tveggja endurskoðun fjármála ESB og leitin að eftirmanni Jacques Santers í forsæti framkvæmdastjórn- arinnar yrði á dagskrá Berlínarfund- arins. „Við verðum snarlega að taka ákvörðun [um framkvæmdastjórnina], en ég get ekki lofað því að hún verði tekin í Berlín,“ tjáði Schröder frétta- mönnum í Lissabon. Guterres er einn þeirra sem nefnd- ir hafa verið sem mögulegir eftirmenn Santers. Hann er jafnaðarmaður og hyggst berjast fyrir endurkjöri ríkis- stjórnar sinnar í þingkosningum í október. Á blaðamannafundinum í Lissabon í gær sagðist hann engan áhuga hafa á að skipta um starfsvett- vang. Athyglin beinist að Prodi Af þeim mönnum sem nefndir hafa verið sem mögulegir arftakar Santers virðist Romano Prodi, fyrrverandi forsætisráðherra Italíu, vera með einna sterkasta stöðu. Prodi, sem er 58 ára, er sjálfur upprunalega kristi- legur demókrati en fór fyrir miðju- vinstristjóminni sem féll í nóvember í fyrra eftir 2Vz ár í embætti (sem er met í eftirstríðssögu Italíu). Stjórn Prodis vann það afrek að gera Ítalíu hæfa til að uppfylla skilyrðin fyrir stofnaðild að Efnahags- og mynt- bandalaginu, EMU, en fyrir það afrek ávann Prodi sér viðurkenningu um alla álfuna. ítalir gera sér nú sterkari vonii- en nokkra sinni um að í fyrsta sinn í 26 ár veljist aftur Itali í forsæti fram- kvæmdastjórnarinnar. Prodi er jafn- framt sá eini hinna mögulegu arftaka Santers sem sjálfur hefur ítrekað lýst yfir áhuga sínum á að gegna stöðunni. Emma Bonino og Mario Monti, full- tráar Ítalíu í framkvæmdastjórn Santers, era meðal þeirra meðlima hennar sem ekki voru sakaðir um að bera ábyrgð á neinu misjöfnu í skýrslu óháðu sérfræðinganefndar- innar sem orsakaði afsögnina. Massimo D’Alema, forsætisráð- herra Ítalíu, hefur beitt sér fyrir út- nefningu Prodis í forsæti fram- kvæmdastjórnarinnar og ítrekað lýst yfir stuðningi sínum við Bonino og Monti. Ítalía er að hans sögn fullkom- Romano Prodi lega óflekkuð af spillingarhneyksli framkvæmdastjórnarinnar. D’Alema beitir sér af fremsta megni Samkvæmt heimildum vefútgáfu austurríska blaðsins Der Standard lýsti D’Alema, í viðræðum sínum við Schröder í fyrradag, sig reiðubúinn að koma til móts við óskir Þjóðverja um breytt fyrirkomulag fjármögnunar sameiginlegra sjóða sambandsins í því skyni að styðja enn frekar framboð Prodis. Fjárlög ESB era eins og er fjáimögnuð með blönduðu kerfi tekju- stofna. Hvert aðildarland greiðir ann- ars vegar visst hlutfall af vergi’i landsframleiðslu og hins vegar af inn- heimtum virðisaukaskatti. Þar sem hlutfall skattsvika er sérstaklega hátt á Ítalíu leiðir það til þess að greiðslur ítala til ESB era hlutfallslega lægri en önnur ESB-ríki greiða. Svo virðist sem D’Alema sé nú tilbúinn að sam- þykkja breytt fyrirkomulag sem myndi leiða til talsverðrar hækkunar þeiraar upphæðar sem Ítalía þyrfti að greiða út frá vergri landsframleiðslu, ef það má verða til að tryggja Prodi stuðning hinna ESB-ríkjanna. Úr trúverðugleika þessa mikla áhuga sem D’Alema hefur á að Prodi fari til Brussel dregur orðrómur um að D’Alema sjái sér pólitískan hag í því að Prodi yfirgefi ítölsk stjórnmál. Prodi stofnaði ásamt Antonio Di Pietro - fyrrverandi rannsóknardóm- ara sem hlaut frægð fyrir að fletta of- an af spilltum stjórnmála- og fjár- málamönnum á Italíu - nýjan stjóm- málaflokk í febráar, sem býður fram til Evrópuþingkosninganna ________ sem fram fara 13. júní nk. Samkvæmt skoðanakönn- unum má ætla að þessi nýi miðjuflokkur sæki fylgi langt inn í raðir vinstri- flokkanna, sem D’Alema er fyrir. Óskrifaðar reglur verði látnar lönd og Ieið Fréttaskýrendur benda á, að sú staðreynd að Prodi á pólitískan upp- runa sinn í röðum kristilegra demókrata, gæti reynzt honum fjötur um fót þar sem jafnaðarmenn fara nú fyrir flestum ríkisstjórnum ESB- forsvari landanna, auk þess sem fram að þessu hefur sú óskrifaða regla verið virt að menn af sínum hvoram væng stjórn- málanna séu skipaðir forsetar fram- kvæmdastjórnarinnar til skiptis, og Santer, sem áður var forsætisráð- herra Lúxemborgar, er kristilegur demókrati. Ekki eru þó allir á því að þetta tak- marki möguleika Prodis. Að áliti Jacques Delors, sem var forseti fram- kvæmdastjórnarinnar 1985-1995, gæti Prodi hlotið stuðning bæði evrópskra íhaldsmanna - þar sem hann er kaþ- ólikki og hefur sýnt ábyrga stefnu- festu við stjórn ríkisfjármála - og jafnaðarmanna, þar sem hann fór fyr- ir fyrstu miðju-vinstristjórninni sem mynduð hefur verið á Ítalíu. Enn- fremur eru margir á því, að í ljósi þess hve mikið liggur á að finna mann sem getur tekið við af Santer krefjist aðstæður þess að slíkar óskrifaðar reglur verði látnar lönd og leið. Að öllu jöfnu er val forseta fram- kvæmdastjórnarinnar ferli sem tekur að minnsta kosti tvo mánuði og ein- kennist af hrossakaupatogstreitu milli ríkisstjórna aðildarríkjanna. Reyndar flækir það líka málið, að reglum um skipan framkvæmdastjórnarinnar var breytt í Amsterdam-sáttmála ESB, sem enn er ekki genginn í gildi. Deilt er um hvort fara eigi eftir nýju regl- unum eða þeim sem kveðið er á um í Maastricht-sáttmálanum. Samkvæmt nýju reglunum hefur sá sem hlýtur útnefningu ríkisstjórnanna í forseta- embættið rétt til að hafa áhrif á hverj- ir veljast með honum í framkvæmda- stjórnina. Þegar einu sinni er búið að velja forsetann og útnefna hina 19 liðsmenn hans þurfa þeir hver og einn að ganga í gegnum opinberar yfirheyrslur á Evrópuþinginu, en það þarf bæði að samþykkja forsetann og fram- kvæmdastjórnina í heild. Þar sem það kemur síðast saman fyrir kosningar um miðjan maí og hið nýja þing sem verður kosið 13. júni mun koma sam- an í fyrsta lagi í júlí er tíminn naumur ef nást á að ljúka skipunarferlinu fyr- ir kosninarnar. Sumum, Spánverjum þar á meðal, þykir reyndar eðlilegt að hið nýkjörna þing fjalli um þá fram- kvæmdastjórn sem á að sitja til ársins 2005 en ekki það sem lýkur kjörtíma- bili sínu í vor. Allt eins líklegt að valið verði óvænt Sem mögulegir keppinautar þeirra Prodis og Guterres um hið mjög svo vel launaða starf forseta fram- kvæmdastjórnarinnar hafa síðustu daga heyrzt nefndir til sögunnar Ja- viers Solana, framkvæmdastjóri NATO, Felipe Gonzalez, fyi-rverandi forsætisráðherra Spánar, og nú síðast Wim Kok, forsætisráðherra Hollands. Heldur hefur hljóðnað í kringum Gonzalez í þessu sambandi vegna þeirra innanríkispólitísku hneykslis- og deilumála sem enn eru í gangi á Spáni frá því ríkisstjórn hans vék fyr- ir miðju-hægristjórn José-Maria Azn- ars fyrir tveimur áram. Það sem þykir mæla með Wim Kok er að nú er gerð skýlaus krafa um að næsti forseti framkvæmdastjórnar- innar hafi fullkomlega hreinan skjöld í siðferðilegu tilliti, auk þess að eiga að baki árangursríkan feril sem leiðtogi __________ ríkisstjórnar. En fréttaskýrendur benda á, að undir hinum óvenjulegu kringumstæðum sem nú ríkja sé allt eins lík- legt að leiðtogar ESB-ríkj- anna galdri fram einhvern allt annan en hér hafa verið nefndir. Það væri ekki í fyrsta sinn sem slíkt gerðist. Jacques Santer hreppti hnossið árið 1994 fyrst eftir að John Major, þáver- andi forsætisráðherra Bretlands, hafði hafnað Jean-Luc Dehaene, forsætis- ráðheraa Belgíu, og Helmut Kohl, þá- verandi kanzlari Þýzkalands, hafði hafnað Ruud Lubbers, þáverandi for- sætisráðhen-a Hollands. Prodi einn um að lýsa áhuga á stöðunni
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.