Morgunblaðið - 19.03.1999, Blaðsíða 22
22 FÖSTUDAGUR 19. MARZ 1999
MORGUNBLAÐIÐ
ÚR VERINU
GRÆNLAND
Kolmunni veiðist nú syðst á
Hatton-Rockall svæðinu, um
250 sjómíiur V afírlandi. Tvö
ísl. skip eru á leið á þau mið.
Veiðisvæði
'yZ KOLMUNNANS
Hrygningarsvæði
Hrygnir i mars (syðst) og april
(norðar), nálægt botni á um
300-500 m dýpi, i landgrunns-
brúnum út af Bretlandseyjum
30*V.
20“V
65°N
FÆREYJAR
Tveir á kolmunna
á Hatton-bankann
JÓN Kjartansson SU og Þorsteinn
EA eru á leiðinni á kolmunnaveiðar
á Hatton-Rockall svæðið, um 230 til
250 mílur vestur af Irlandi. Siglingin
tekur um tvo sólarhringa og verður
Jón væntanlega kominn á miðin í
kvöld eða nótt en Þorsteinn þarf að
taka troll og verður aðeins seinna á
ferðinni.
Hörður Már Guðmundsson skip-
stjói'i á Þorsteini sagði að mokveiði
væri á svæðinu og nefndi í því sam-
bandi að Jón Sigurðsson, sem dótt-
urfyrirtæki Samherja í Færeyjum
rekur, væri á leið til Færeyja með
fullfermi eftir skamma útivist.
Emil Thorarensen útgerðarstjóri
Hraðfrystihúss Eskifjarðar sagði að
fregnir hefðu borist af góðum
kolmunnaveiðum íra og Skota á
svæðinu, sem er utan lögsögu Bret-
lands, undanfarnar vikur. Reyndar
hefðu verksmiðjur á Shetlandseyj-
um, í Skotlandi og írlandi ekki und-
an og því væri ástandið varðandi
löndun á þessum stöðum ekki gott
en fyrir vikið væri óvíst hvar yrði
landað.
m
Dagskráin þín er komin út
Höfum lítinn aðg*ang að
lögsögu annarra ríkja
ÍSLENDINGAR hafa lítinn aðgang
að fískveiðilögsögu annarra ríkja en
Færeyja. Hins vegar standa yfír
samningar um aðgang okkai- að
Barentshafinu. Að öðru leyti eru
engir samningar í gangi við aðrar
þjóðir um aðgang að lögsögu þeirra.
Okkur er þó heimilt að stunda veiðar
á norsk-íslenzku síldinni innan lög-
sögu Jan Mayen og innan lögsögu
Noregs í mjög litlum mæli. Jafn-
framt heimila tvíhliðasamningar sem
byggðir eru á loðnusamningnum við
Norðmenn og Grænlendinga okkur
að veiða loðnu innan lögsögu Jan
Mayen og Grænlands. Okkur er loks
heimilt að veiða úr kvóta okkar á út-
hafskarfa innan lögsögu Grænlands.
Getum ekki veitt kolmunna
innan lögsögn ESB
Milli Islands og Færeya er í gildi
gagnkvæmur fiskveiðisamningur,
sem heimilar Færeyingum veiðar á
botnfiski, loðnu, kolmunna og norsk-
íslenzku síldinni innan lögsögu okk-
ar. A móti getum við veitt kolmunna
og norsk-íslenzku síldina innan lög-
Engar viðræður
um aðgang við
aðra en Norðmenn
og Rússa
sögu Færeyja, 2.000 tonn af annani
síld og 1.300 tonn af makríl.
Við höfum engar veiðiheimildir inn-
an lögsögu Evrópusambandsins og
getum því ekki stundað þar veiðar á
kolmunna, þegar veiðin stendur sem
hæst. Hann hrygnir út af Skotlandi
og Irlandi og er mjög veiðanlegur þá.
Á hinn bóginn hefur ESB heimildir til
veiða á 3.000 tonnum af karfa á
ákveðnum svæðum innan lögsögu
okkar. Þær heimildir koma í stað að-
gangs okkar að mörkuðum ESB og
30.000 tonna af loðnu, sem ESB færir
til okkar frá Grænlendingum.
Flæmski hatturinn
og Síldarsmugan
Samkvæmt fjölþjóðlegu sam-
komulagi höfum við svo rækjuveiði-
heimildir á Flæmska hattinum og í
síldarsmugunni svokölluðu megum
við veiða norsk-íslenzku síldina,
kolmunna og 2.000 tonn af makríl,
samkvæmt síðustu ákvörðun
NEAFC, fiskveiðinefndar Norðaust-
ur-Atlantshafsins. Islands greiddi
atkvæði gegn þeirri samþykkt, en
ekki er ljóst enn hvort verður mót-
mælt formlega, enda er frestur til
þess ekki runninn út.
Okkur er svo heimilt að stunda
veiðar á úthafínu fyi-ir sunnan okkur
austur að lögsögu ESB. Á því svæði
er meðal annars Hatton-banki, sem
okkur er frjálst að veiða á eftir að
Bretar hættu að miða lögsögu sína
við klettadranginn Rockall. Á þessu
svæði getum við einnig stundað tún-
fiskveiðar.
Færeyingar hafa gert samninga
við fleiri þjóðir en okkur um gagn-
kvæmai' fiskveiðiheimildir. Þannig
hafa þeir meðal annars samið við
Rússa, Norðmenn og Evrópusam-
bandið og geta því stundað veiðar á
kolmunna innan lögsögu ESB gegn
veiðiheimildum ESB innan lögsögu
Færeyja.
Refsing felld niður
Dómsuppkvaðning í ákæru ríkislögreglustjórans fyrir að
tilgreina Island ranglega sem upprunaland sjávarafurða
FYRRVERANDI starfsmaður Fisk-
iðjunnar Skagfirðings hf. á Sauðár-
ki'óki var sýknaður af kröfum
ákæruvaldsins og refsing tveggja
fyrrverandi starfsmanna fyrirtækis-
ins var felld niður í gær þegar kveð-
inn var upp dómur í ákæru ríkislög-
reglustjóra á hendur þremenningun-
um fyrir brot gegn tollalögum og al-
mennum hegningarlögum með því að
hafa sammælst um að tilgreina Is-
land ranglega sem upprunaland í út-
flutningsskýrslum sjávarafurða og á
umsóknum um ERU. 1 fiutnings-
skírteini.
Eins og Morgunblaðið hefur
greint frá eru tildrög málsins þau að
Fiskiðja Sauðárki'óks ehf. og síðar
Fiskiðjan Skagfii’ðingur (breytt nafn
á sama fyrirtæki) seldi m.a. fiskaf-
urðir úr rússnesku hráefni til Bret-
lands og var Island tilgi'eint sem
upprunaland í níu skipti frá október
1994 til mars 1995. Heildarmagn
þorsk- og ýsuafurða var rúmlega 238
tonn af þorski og um 5,2 tonn af ýsu.
Þetta kom í Ijós við rannsókn toll-
varða frá Tollgæslu Islands og Evr-
ópusambandinu í júní 1995 en einnig
það að allt útflutningsbókhald fyrir-
tækisins var í lagi og engin tilraun
gerð til að hylma yfir með hvaða
hætti var staðið að fyrmefndum út-
flutningi. Eftir rannsóknina var
lagður tollur á Gíslason Fishselling i
Hull, viðtakanda afurðanna, 98.366
pund, en í september 1995 var
breskum tollayfirvöldum gi-eint frá
því að Fiskiðjan Skagfirðingur
myndi greiða tollinn sem hún gerði í
júní árið eftir. Þá bættust við viður-
lög, 35.000 pund, vegna innflutnings-
ins, en eftir að hafa meðtekið greiðsl-
una féllu Bretar frá málsókn á hend-
ur Gíslason Fishselling.
Skýrslur voru teknar af tveimur
ákærðu í ágúst og desember 1996.
Með bréfi í mars 1996 sendi ríkistoll-
stjóri ríkissaksóknara málið til með-
ferðar. I lok september 1996 sendi
ríkissaksóknari málið aftur til ríkis-
tollstjóra með ósk um frekari rann-
sókn á nokkrum þáttum. í ágúst
1997 svaraði ríkistollstjóri og í sama
mánuði sendi ríkissaksóknari ríkis-
lögreglustjóranum málið til meðferð-
ar. 9. október 1998 var gefin út
ákæra í málinu, en aðalmeðferð þess
hófst hjá dómþingi Héraðsdóms
Norðurlands vestra á Sauðárkróki
16. febrúar sl. og var framhaldið 25.
febrúar.
I niðurstöðum dómsins kemur
m.a. fram að ekki telst sannað að
ákærðu hafi allir þrá' sammælst um
fyrrnefndan útflutning með íyrr-
greindum hætti. Hins vegar telst
sannað að ákærðu Einar Svansson
fyrrverandi framkvæmdastjóri fyrir-
tækisins og Magnús Brynjar Erl-
ingsson íyrrverandi markaðsstjóri
hafi staðið að ákvörðuninni og teljist
því aðalmenn en ákærði Ingimar
Jónsson fyrrverandi fjármálastjóri
teljist ekki aðalmaður og ekki telst
sannað að hann hafi verið virkur
þátttakandi í ákvörðuninni. Þar sem
ekki var kært fyrir hlutdeild var
hann sýknaður.
I niðurstöðum kemur enn fremur
fram að meðferð málsins hafi dregist
úr hömlu og engin tilraun hafi verið
gerð af hálfu ákæruvaldsins til að
skýra dráttinn sem sé vítaverður.
Við ákvörðun refsingar var horft til
77. gr. almennra hegningarlaga.
Ákærðu Einai' og Magnús Brynjar
högnuðust ekki persónulega á brot-
inu og viðurlög vegna þess hafa verið
greidd að fullu. Ekkert var gert til
að dylja brotið af hálfu ákærðu og
þeir voru samvinnuþýðir við rann-
sóknina. Með hliðsjón af refsilækk-
unai'ástæðum „og sérstaklega með
tilliti tfi dráttar í málinu þykir rétt
að refsing þeirra verði látin niður
falla þrátt fyrir að brot þeirra hafi
varðað mikla hagsmuni."
I dómsorði segir m.a. að ákærðu
Einar og Magnús Brynjar greiði
350.000 kr. hvor í málsvarnarlaun og
þriðjung hvor af 350.000 króna máls-
sóknarlaunum. Málsvarnarlaun skip-
aðs verjanda Ingimars greiðist úr
ríkissjóði sem og þriðjungur annars
sakarkostnaðar. Halldór Halldórs-
son dómstjóri kvað upp dóminn.
Gengur vel
í Boston
HIN árlega sjávarútvegssýning
í Boston er nú haldin í 17. sinn
og hófst hún síðastliðinn þriðju-
dag. Alls taka um 750 fyrirtæki
frá 30 löndum þátt í sýning-
unni, þat' af 16 íslenzk fyrir-
tæki. Á sýningunni er kastljós-
inu einkum beint að sjávaraf-
urðum, en einnig kynna fyrir-
tæki framleiðslubúnað, kæli-
búnað, flutningaleiðir og svo
framvegis. Gert er ráð fyrir að
hátt í 15.000 gestir komi á sýn-
inguna í ár.
Að sögn Berglindar Stein-
þórsdóttur hjá Útflutningsráði
Islands hefur vel til tekizt með
íslenzka sýningarbásinn og eru
íslenzku fyrirtækin yfirleitt
ánægð með útkomuna. Hún
segir sýninguna mikilvæga þótt
beinar sölur á sýningunni
sjálfri séu fátíðar. Menn komi
einkum til að sýna sig og sjá
aðra. Hún segir sýninguna með
svipuðu sniði og undanfarin ár
en hún taki einkum mið af am-
erískum sjávarafurðamarkaði.
Berglind segir mikið af
rækjuafurðum á sýningunni í
ár, líkt og áður, einnig séu
smokkfisk- og skelafurðir áber-
andi. Þá skipi fullunnar afurðir
sífellt stærri sess á sýningunni.