Morgunblaðið - 19.03.1999, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 19.03.1999, Blaðsíða 18
18 FÖSTUDAGUR 19. MARZ 1999 VIÐSKIPTI MORGUNBLAÐIÐ Fóðurblandan úr r?,kninsum arsins 1998 Rekstrarreikningur 1998 1997 Breyting Rekstrartekjur Milljónir króna Rekstrargjöld 951,1 874,9 889,4 842,1 +6,9% +3,9% Rekstrarhagnaður Fjármunatekjur og (fjármagnsgjöld) 76,2 -0,3 57,3 12,2 +33,0% Hagnaður af reglulegri starfsemi Aðrar tekjur Reiknaður tekjuskattur 75,9 29,2 -19,5 69.5 21.6 -12,9 +9,2% +35,2% +51,2% Hagnaður ársins 85,6 78,2 +9,5% Efnahagsreikningur 3i.des.: 1998 1997 Breyting I Eignir oo skuldir: I Milljónir króna 1.089,4 Heildareignir í árslok 1.054,3 +3,3% Heildarskuldir í árslok 509,8 511,8 ■0,4% Mismunur 579,6 542,5 +6,8% | Éigið fé: | Hlutafé í árslok 440,0 440,0 0% Annað eigið fé í árslok 139,6 102,5 +36,3% Eigið fé alls í árslok 579,6 542,5 +6,8% Kennitölur og sjóðstreymi 1998 1997 Breyting Veltufjárhlutfall 1,17 1,53 0,51 Eiginfjárhlutfall 0,53 Arðsemi eigin fjár 15,8% 16,1% Veltufé frá rekstri Milljónir króna 86,3 113,1 -23,7% 96 milljóna kr. hagnaður Fóð- urblöndunnar Batnandi afkoma hjá Trygfflngamiðstöðinni Hagnaður nam 302 milljónum árið 1998 77YT tryggingamiðstoðin Úr reikningum ársins 1998 Rekstrarreikningur 'Xf 1998 1997 Breyting Tekjur og gjöld af vátryggingarekstrí: Eigin iðgjöld 1.903,3 1.864,5 2,4% Fjárfestingartekjur af vátryggingarekstri 338,6 380,6 -11,0% Eigin tjón (1.721,4) (1.722,7) -0,1% Hreinn rekstrarkostnaður (372,1) (330,5 12,6% Breyting á útjöfnunarskuld (21,7) (69,1) -68,6% Hagnaður af vátryggingarekstri 132,7 122,8 8,1% Tekjur og gjöld af fjármálarekstri: Hagnaður af fjármálarekstri 284,8 186,2 53,0% Aðrar tekjur og (gjöld) af reglul. starfs. (34,3) (28,1) 22,1% Hagnaður fyrir tekju- og eignarskatt 383,2 280,9 36,4% Tekju- og eignarskattar (81,7) (58,7) 39,2% Hagnaður ársins 301,5 222,2 35,7% Efnahagsreikningur 31. des. 1998 1997 Breyting Eignir: Fjárfestingar 7.833,8 5.692,9 37,6% Hluti endurtryggjenda í vátrygg.skuld 971,1 950,3 2,2% Kröfur 622,6 640,7 -2,8% Aðrar eignir 560,0 563,7 0,7% Eignir samtals: 9.987,5 7.847,6 27,3% Skuldir og eigið fé: Eigið fé 2.987,8 1.323,6 125,7% Vátryggingaskuld 6.678,8 6.218,7 7,4% Aðrar skuldbindingar 118,4 104,6 13,2% Viðskiptaskuldir 202,5 200,7 0,9% Skuldir og eigið fé samtals: 9.987,5 7.847,6 27,3% Sjóðstreymi 1998 1997 Breyting Veltufé frá rekstri 634,7 562,4 12,9% Handbært fé frá rekstri 663,0 579,5 14,4% Fjárfestingarhreyfingar -1.991,6 -572,9 277,3% Fjármögnunarhreyfingar 1.334,6 mmmmm^mmmmmmmmmm -11,2 HAGNAÐUR Fóðurblöndunnar á síðasta ári nam 86 milljónum króna eftir skatta, samanborið við 78 millj- Marel með útibú í Bret- landi MAREL hf. hefur stofnað útibú í Bretlandi, en árangur fyrirtækisins þar hefur verið mjög góður undanfarin ár og telur fyrirtækið framtíðar- möguleika þar mikla. Verður áhersla lögð á að selja búnað í fisk-, kjúklinga- og kjöt- vinnslur á Bretlandi og ír- landi. Tveir Marel hafa verið stað- settir í Bretlandi frá áramót- um og hefur söluárangur ver- ið mjög góður það sem af er. ónir árið á undan. Heildarvelta fé- lagsins á árinu nam 951 m.kr. en var 899 milljónir árið 1997. Eigið fé í árslok nam 580 milljónum sam- kvæmt efnahagsreikningi, þar af nam hlutafé 440 milljónum króna. Eiginfjárhlutfall var í árslok 53%. Fóðurblandan stofnaði á árinu dótturfélagið Korn ehf. með 100 m.kr. hlutafé. Samkvæmt fréttatil- kynningu er hlutverk þess að halda um þær eignir félagsins sem til- heyra ekki hinum eiginlega rekstri og aðskilja þannig þær tekjur sem skapast vegna annarrar starfsemi félagsins og eru fyrirtækinu nauð- synlegar til að halda stöðu þess. í rekstraráætlunum ársins 1999 er gert ráð fyrir 5-8% söluaukningu í magni. Par er hins vegar ekki gert ráð fyrir því að hagnaður aukist vegna harðnandi samkeppni og hækkana á hráefnisverði að því er fram kemur í fréttinni. Aðalfundur félagsins fer fram 15. apríl næst- komandi og leggur stjórnin til að greiddur verði 12% arður. HAGNAÐUR Tryggingamiðstöðv- arinnar hf. árið 1998 nam 301,5 milljónum króna, en hagnaður nam 222,2 milljónum króna árið áður. Bókfærð iðgjöld námu 2.650,8 millj- ónum en voru 2.558,9 milljónir árið áður. Eigin iðgjöld félagsins, en það eru bókfærð iðgjöld að frádregnum iðgjöldum til endurtryggjenda, námu 1.909,3 milljónum króna árið 1997, en þau námu 1.864,5 milljón- um króna árið 1997. Arðsemi eigin fjár Tryggingamiðstöðvarinnar nam 22,6% árið 1998, en arðsemi eigin fjár var 20,1% árið 1997. Hlutfall eigin tjóna af eigin iðgjöldum var 90,2% árið 1998 en það var 92,4% árið áður. Mjög góð afkoma var í eigna- tryggingum, sjó- og farmtrygging- um, slysatryggingum og innlendum endurtryggingum en mjög mikið tap var á ökutækjatryggingum og þá sérstaklega lögboðnum öku- tækjatryggingum. Tap í þeim tryggingaflokki nam 271,6 milljón- um króna á síðasta ári en tap var 49,3 milljónir árið áður. Eigið fé jókst í 2.988 milljónir króna í lok ársins 1998, en var 1.324 milljónir króna í árslok 1997. Er það vegna sölu á eigin hlutabréfum og vegna útgáfu á nýjum hlutabréf- um í tengslum við kaup á hlutabréf- um í Tryggingu hf., en félögin stefna að sameiningu, en við það var myndaður yfirverðsreikningur með- al eiginfjárreikninga að fjárhæð 1.305 milljónir króna. Leiðrétta þarf ökutækjatryggingar Að sögn Gunnars Felixsonar, for- stjóra Tryggingamiðstöðvarinnar, var árið í fyrra gott ár. „Þetta var sérstaklega gott tryggingarár hvað varðaði það, að það var ekkert stór- tjón sem lenti á félaginu," segir Gunnar. „Pað eru hinsvegar öku- tækjatryggingar sem eru reknar með óviðunandi tapi, en það er rétt að benda á að hluti af hinu mikla tapi í bílatryggingum má rekja til túlkunar dómstóla á skaðabótalög- unum sem hafði þau áhrif að félagið þurfti að hækka áætlaðar ógreiddar slysabætur frá fyrri árum, og nam það um 80 til 90 milljónum króna,“ segir Gunnar Felixson, og sagðist telja það augljóst að leiðrétta þurfi iðgjaldataxta á þessari grein trygg- inga hið fyrsta. Afkoma af vátryggingarrekstri veldur vonbrigðum Að sögn Tryggva Tryggvasonar, forstöðumanns markaðsviðskipta Landsbanka íslands, er afkoma Tryggingamiðstöðvarinnar í heild nokkuð í samræmi við spár og væntingar. Hagnaður eftir skatta eykst um 35% sem sé út af fyrir sig jákvætt, en athygli veki þó að þessi afkomubati sé fyrst og fremst til kominn vegna söluhagnaðar af hlutabréfum. Hagnaður af vátrygg- ingarekstri er hins vegar 133 millj- ónir króna og eykst aðeins um 8% milli ára, sem valdi nokkrum von- brigðum, ekki síst þar sem síðasta ár hafi verið félaginu mjög hagstætt hvað tjón varðar. Ti-yggvi segir að ætla megi að hlutabréfamarkaður- inn vænti meira af félaginu, enda hafi gengi hlutabréfa félagsins hækkað um meira en 50% síðan í nóvember, og sé markaðsverð fyrir- tækisins nú því um 9,4 milljarðar. Aðalfundur Tryggingamiðstöðv- arinnar verður haldinn 14. aprfl næstkomandi klukkan 15:00 í Sunnusal Hótel Sögu. Viðvarandi æska? Éh eilsuhúsið Skólavörðu8b'g, Kringlunni, Smáratorgi og Skipagötu, Akureyri „Tímabært að fella niður hömlur(í á erlendri fjárfestingu í útgerð GÍSLI Baldur Garðarsson, stjóm- arformaður Olíuverslunar Islands hf., Olís, sagði í ræðu sinni á aðal- fundi félagsins í gær að löngu væri orðið tímabært að fella niður höml- ur af fjárfestingum erlendra aðila í íslenskum útgerðarfélögum. Hann sagði að þessi fyrirtæki væru þau fyrirtæki sem einna helst myndu laða hingað til lands erlent áhættu- fjármagn og hagkerfið þyrfti á því að halda til mótvægis við þá 55 milljarða sem streymt hafa úr landi til áhættufjárfestingar. „Verndarsjónarmið eiga tæpast lengur við þar sem íslensku sjávar- útvegsfyrirtækin eru jafnokar er- lendra sjávarútvegsfyrirtækja og eigendur fyrirtækjanna eru fylli- lega færir um að verja sinn hag,“ sagði Gísli í ræðu sinni. I þessu samhengi kom hann inn á kvótadóminn svokallaða frá síð- asta ári og sagði að ekki mætti skerða möguleika útgerðarfélag- anna til þess að viðhalda því hag- ræði sem tekist hefur að skapa á undanförnum árum í greininni. „Vaxandi hagur útgerðarinnar er að sjálfsögðu hagur 01ís.“ Gísli kom inn á verðmætasköp- un í atvinnulífinu í ræðu sinni og sagði hana forsendu þeirrar vel- ferðar sem Islendingar byggju við. „Fyrirtækin eru mun betur í stakk búin til þess að ráðstafa fjármun- unum en ríkið er. Enda blasir sú staðreynd við að eftir því sem fyr- irtækin fá meira tækifæri til að ráðstafa tekjum sínum, þeim mun betur vegnar þeim. Þetta hefur berlega komið í ljós á undanförn- um árum, eftir að létt var á skatt- byrðinni. Fyrirtækin hljóta að gera kröfu um að áfram verði haldið á þeirri braut að létta á skattbyrðinni, og að því verði stefnt að ná því ástandi, sem gerir íslenskt viðskiptaumhverfi með því besta sem gerist í heiminum." Morgunblaðift/Ásdís GÍSLI Baldur Garðarsson stjóm- arformaður Olís í ræðustól. í ræðu Gísla kom fram að árið í ár hefði verið besta rekstrarár í sögu Olís, en fyrirtækið hagnað- ist um 282 m.kr. á árinu. Um vaxtarmöguleika Olís sagði Gísli að félagið hefði næg tækifæri til vaxtar, öfugt við það sem margir héldu. Sá vöxtur fælist m.a. í aukinni smásöluverslun og sókn inn á markað með hreinlætisvör- ur og hreinsitæki í verksmiðjur og togara. „Olís mun á komandi árum hasla sér völl á öðrum svið- um.“ Um flutningsjöfnunarsjóð sagði Gísli að athuga þyrfi hvort hugs- andalegt væri að ná sáttum um milliveg í þeim styr sem staðið hef- ur um sjóðinn, svo sem um þá hug- mynd að einungis verði flutnings- jafnað vegna sjóflutninga en ekki landflutninga, þó með þeirri und- antekningu að jafnað verði vegna landflutninga á hafnleysusvæði Suðurlands.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.