Morgunblaðið - 19.03.1999, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ
ERLENT
FÖSTUDAGUR 19. MARZ 1999 25
Reuters
Vilja skaðabætur
vegna Dunblane
London. The Daily Telegraph.
TVÆR breskar lögreglukonur
hafa farið fram á tæpar fimmtíu
milljónir króna í skaðabætur
vegna andlegs áfalls, sem þær
segjast hafa orðið fyrir í kjölfar
fjöldamorðanna í skoska þorpinu
Dunblane, þar sem 16 nemendur
ásamt kennara voru myrtir árið
1996. Hér leggur Elísabet Breta-
drottning blóm fyrir utan barna-
skólann í Dunblane eftir að
morðin voru framin þar.
Að sögn kvennanna fengu þær
ekki þá áfallahjálp sem nauðsyn-
leg hefði verið til að takast á við
hörmungarnar og hafa þær því
lagt fram kæru á hendur lög-
reglustjóranum í Skotlandi fyrir
vanrækslu í starfi.
Konurnar, sem eru 26 og 30
ára, halda því fram að Dunblane
morðin hafi eyðilagt starfsferil
þeirra þar sem þær hafi þurft að
hætta störfum af heilsufarslegum
ástæðum sem rekja megi til
morðanna.
Ian Watson, lögfræðingur
þeirra, sagði á miðvikudag að
kæra hefði verið gefin út á
hendur William Wilson lögreglu-
stjóra. Hann sagði konurnar
ekki hafa fengið þá áfallahjálp
sem til þurfti eftir að hafa
komið á vettvang og tilkynnt
foreldrum og aðstandendum
fórnarlambanna um dauðsföllin,
sem hefði haft verulega mikil
áhrif á andlega heilsu þeirra
sjálfra.
Um 360 milljónir króna hafa
verið greiddar í skaðabætur til
aðstandenda fórnarlambanna og
um 111 kröfur til viðbótar eru
útistandandi.
• Bremsur
• Kúplingar
• Stýrisendar
• Olíu-, loft-
og eldsneytissíur
• Rafgeymar
• Þurrkublöð
• Perur
• Viftureimar
• Kveikjukerfi
Vörur frá viðurkenndum
framleiðendum
Jgpanparts
©BOSCH
TRIDON^-
Ný varahluta-
verslun
og verkstæði
í Kópavogi
OPIÐ:
8-20 MÁN-FÖS
10-16 LAU
• Hillukerfi
• Bílalyftur,
vökvaknúnar
• SONAX
bónvörur
• Bónklútar
• Aukahlutir
Eigum varahluti í
þessar tegundir:
HYUNDAI
MITSUBISHI
NISSAN
SUBARU
T0Y0TA
VOLKSWAGEN
l ___
Fyrsta skaðabótamálið vegna
farsimanotkunar 1 undirbúningi
Telur farsimann
hafa valdið
minnisleysi
London. Morgunblaðið.
FYRRVERANDI verkfræðingur
hjá brezka símafélaginu British Tel-
ecom undirbýr nú stefnu á hendur
félaginu vegna heilaskemmda, sem
hann segist hafa orðið fyrir við far-
símanotkun í starfi fyrir BT. Eftir
talsmanni símafélagsins er haft, að
á grundvelli rannsókna telji félagið
ótta um heilsutjón af völdum far-
símanotkunar ástæðulausan, en fyr-
ir stuttu var skýrt frá því að nafn-
togaðir brezkir vísindamenn væru
farnir að minnka farsímanotkun
sína til að draga úr þeim áhrifum,
sem örbylgjur frá þeim kunna að
hafa á mannsheilann.
Sá, sem ætlar fyrstur að láta
reyna á þetta mál fyrir dómstólum
er Stephen Corney, 39 ára, kvæntur
og þriggja barna faðir. Hann segir
farsímanotkunina hafa valdið sér
minnisleysi. Corney hóf störf hjá
BT 1986, en hann segir vandræðin
fyrst hafa byrjað þegar hann fór að
nota stafræna síma við vinnu sína,
sem var að setja upp fjarskiptatæki
og reyna notkunarsvið farsíma.
Hann lýsir því svo, að hann hafi
fundið herping um höfuðið og hitn-
að um eyrað þegar hann notaði sím-
ann, hann hafi klæjað og þegar
hann hætti að nota símann fannst
honum líkt og hann væi'i hreifur.
Corney var frá vinnu vegna veik-
inda frá 1996 þar til hann lét af
störfum í fyrra af heilsufarsástæð-
um. Á blaðamannafundi, þar sem
Comey og lögfræðingur hans
skýrðu frá málatilbúnaðinum á
hendur BT, nefndi Comey nokkur
dæmi um hrapallegt minnisleysi
sitt.
Dagblöðin höfðu á móti eftir tals-
manni BT, að hann gæti ekki rætt
einstök tilvik. En sérfræðingar
væru sammála um að engin vísinda-
leg sannindi séu fyrir því að farsím-
ar séu heilsuspillandi. En bæði BT
og önnur fyrirtæki kanna málin og
styrkja rannsóknir á þessu sviði.
Vísindamenn draga
úr farsímanotkun
Brezkir fjölmiðlar hafa skýrt frá
því, að brezkir vísindamenn séu
famir að draga úr farsímanotkun
sinni og nota jafnframt hljóðnema
og heyrnai-tæki til að halda farsím-
anum frá höfðinu. Colin Blakemore,
prófessor í lífeðlisfræði við háskól-
ann í Oxford, er einn þeirra sem
hafa bent á áhættuna af notkun far-
síma. David Howard, prófessor í
raftækni við Yorkháskóla, segist
nota farsímann sem minnst þar sem
vitað sé um slæm áhrif af rafbylgj-
um á líkamsvefi. Og þar sem hann
telji minnstu hættu vera fyrir hendi
þyki sér betra að fara varlega á
meðan vísindamenn rannsaki málið
og komist að niðurstöðu. Og eitt
blaðanna sagði að draga mætti
ályktanir af því að Ross Adey, ör-
bylgjusérfræðingur sem hefði
stjómað rannsóknum á dýrum fyrir
símafyrirtækið Motorola, takmarki
nú farsímanotkun sína við tíu mín-
útur á dag og haldi þá símanum frá
höfðinu.
Fjölmargar rannsóknir á far-
símanotkun era nú í gangi. Innan
skamms er væntanleg skýrsla um
slíkar rannsóknir, sem brezka ríkis-
stjórnin hefur kostað, og önnur um
fyrstu rannsóknir á farsímanotkun,
þar sem fólk tók þátt í rannsókn-
inni, verður birt í vísindatímariti í
næsta mánuði.
15 "690691b20000I
„M0RALL“ A
KVENNAVINNUSTÖÐUM
rg. 1999 VERÐ KR. 459 M. VSK
TUTTUGASTA
tRSHATIÐAR
5ARTI
íTOÐVAR 2
Helga Sæunn
SYSTUR GIFTUST BRÆÐRUM - SAKAMÁLASAGAN:
„BREF TIL MORÐINGJA MÍNS“ - NÝR STÍLL - BARNAFÖT
KROSSGATUR OG VERÐLAUN
9miRii ILLNAtr np n
J jLéM jjiAiTnn
rAw i'j /TTJ TrjTTu
/ 117 J r JBH ‘ «T