Morgunblaðið - 19.03.1999, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 19.03.1999, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ LISTIR FÖSTUDAGUR 19. MARZ 1999 31 TOLLI, Þorlákur Kristinsson listamaður. Tolli sýnir í Lista- setrinu á Akranesi TOLLI opnar sýningu í Listasetr- iuu Kirkjuhvoli, Akranesi, á morg- un, laugardag kl. 15. Þar sýnir hann 30-40 olíumálverk, frá stór- um verkum til lítilla verka á stærð við eldspýtustokka. Tolli nam við Myndlista- og handiðaskóla Islands á árunum 1977-83 og við Listaháskólann í Vestur-Berlín 1984-85. Hann hef- ur haldið fjölda einkasýninga auk samsýninga hér heima og erlend- is. Listasetrið er opið alla daga, nema mánudaga frá kl. 15-18. Sýningunni lýkur 11. apríl. Vel sóttir tónleikar Kammer- hópsins Poi- aris á Miami Flórída. Morgunblaðið. ÍSLENSKI kammerhópurinn Pol- aris hélt tónleika í Lowe-Listasafn- inu í Miami 11 mars sl. Þetta er fjölþjóðlegur hópur, því í honum eru þrír íslendingar, Óskar Ing- ólfsson, Kjartan Óskarsson og Hrefna Eggertsdóttir, Pólverjamir Alina og Zbgniew Dubik og Banda- ríkjamaðurinn Nora Kornblueh. Um 200 manns fylltu sal lista- safnsins, en uppselt hafði verið nokkrum dögum fyrir tónleikana. Fyrri hlutinn var helgaður íslenskri tónlist og útskýrði Oskar Ingólfs- son verkin um leið og hann sagði áheyrendum ági-ip af tónlistarsögu Islands allt til þessa dags. Fyrst lék Nora á selló, fjögur ís- lensk þjóðlög í útsetningu Hafliða Hallgrímssonar við undirleik Hrefnu Eggertsdóttur. Þá söng pólska söngkonan Alina Dubik tvö lög eftir Sigfús Einarsson, Draumalandið og Gígjuna. Kjartan Óskarsson lék á klarinett tónverkið Can-ings eftir Jón Nordal við und- irleik Hrefnu Eggertsdóttur. Þá fluttu báðir klarinettuleikararnir, Óskar Ingólfsson og Kjartan Ing- ólfsson Hymni eftir Snorra Sigfús Birgisson ásamt Zbigniew fiðluleik- ara og Noru á selló. Síðari hluti tónleikanna var helg- aður sígildri tónlist og léku hjónin Nora og Óskar við undirleik Hrefnu, rúmenskt lag eftir Max Bruch. Þá söng Alina Dubik fjóra söngva eftir Chopin. Síðasta verkið á tónleikunum fluttu þau Hrefna, Nora og Zbigniew tríó í C-mior eft- ir Beethoven fyrir píanó, selló og fiðlu. Tónlistarfólkið fékk mikið lof fyr- ir flutning sinn og var það kallað fram og því færðir blómvendir. Eftir tónleikana buðu ræðis- mannshjónin og Islendingafélagið til móttöku og gafst gestum þar tækifæri til að hitta tónlistarfólkið og bornar voru fram íslenskar veit- ingar. Morgunblaðið/Kristmn CORRETTO á æfingu: Einar Jónsson, Sigurður Þorbergsson, Þórhallur Ingi Halldórsson, Emil Friðfinnsson, og Eiríkur Örn Pálsson. KVINTETT Corretto lieldur tón- leika í Salnum í Kópavogi í kvöld, föstudag, kl. 20.30. Þetta eru jafnframt fyrstu opinberu málm- blásaratónleikarnir í þessum fyrsta sérhannaða tónleikasal á Islandi. Á efnisskránni verða verk frá endurreisnarskeiði til okkar dags, en yngsta verkið er eftir Jón Ásgeirsson. Þá verður flutt Toccata og fúga í d-moll eftir J.S. Bach umrituð, fyrir málmblásara- kvintett. Einnig tvö af þekktari verkum sem skrifuð hafa verið fyrir þessa hljóðfæraskipan, þ.e. kvintetta, eftir Malcolm Arnold og Eugene Bozza, segir í frétta- tilkynningu. Málmblás- aratónleikar í Salnum Kvintett Corretto skipa trompetleikararnir Einar Jónsson og Eiríkur Örn Pálsson, hornleik- arinn Emil Friðfinnsson, básúnu- leikarinn Sigurður Þorbergsson og túbuleikarinn Þórhallur Ingi Halldórsson. Listamennirnir eru flestir hljóðfæraleikarar í Sinfón- íuhljómsveit Islands og hafa um árabil starfað með helstu kamm- erhópum á Reykjavikursvæðinu s.s. Caput, Kammersveit Reykja- víkur og Stórsveit Reykjavíkur. Kvintett Corretto var stofnaður árið 1994 og hefur komið víða fram. Bæði hefur hann haldið sjálfstæða tónleika og komið fram við ýmis tækifæri m.a. fyrir STEF og norræna tónskáldaráð- ið. Á síðasta ári fékk hópurinn einnig norrænan styrk til að flytja sænska samtímatónlist á tónleikum í Norræna húsinu. Stærstan hluta þessarar efnis- skrár lék kvintettinn á tónleika- ferð um Þýskaland sl. sumar. Hópnum hefur verið boðið að taka þátt í alþjóðlegri listahátíð í Þýskalandi í vor sem nefnist „Rheinische Musikfesttage". Arizona“ hægindastóll Nanna stoll „Caiifomia“ hægindastoll með skemli fin Furuskrifborð „Othello“ glæsileg borðstofuhúsgögn Skrifborð...........16.900,- Yfirhilla............6.990,- Stóll m. örmum ...9.990, Samtals:............33.880,-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.