Morgunblaðið - 19.03.1999, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ
LISTIR
FÖSTUDAGUR 19. MARZ 1999 29
Ferð á ferð á
Hvammstanga
þær systur. Vatnsberarnir voru
nokkurs konar fjölmiðlar þess
tíma, þeir báru ekki bara vatnið
milli húsa heldur líka sögur og
fyrir góða sögu var gjaman laun-
að með svonefndum sögubita.
Vatnsberamir fengu ekki endilega
greitt fyrir störf sín í peningum
heldur var gaukað að þeim ýmsu
smálegu, mat og fatnaði og vom
þeir af þeim sökum iðulega
skrautlega til fara.
Iðunn og Kristín eru sammála
um að gaman hafi verið að sjá
leikrit sitt lifna á sviðinu og sam-
starfið við alla sem að koma hafi
verið einstaklega skemmtilegt og
gefandi. Vel á annan tug leikara
tekur þátt í sýningunni og þá
flytur Tjarnarkvartettinn tónlist-
ina ásamt leikhópnum, en hún er
í takt við tíðarandann. Lögin
hafa verið sungin inn á geisla-
plötu og er hún væntanleg innan
skamms.
Góðar minningar úr
Samkomuhúsinu
Um heilmikið sviðsverk er að
ræða, að sögn þeirra systra, og
skiptingar snúnar, enda var leik-
ritið skrifað með stærra svið í
huga. Málin eru leyst með farsæl-
um hætti, þær segja Kolbrúnu og
Elínu Eddu leikmyndahönnuð
hafa fundið afar heppilegar lausn-
ir og aldrei séu dauðir punktar í
sýningunni, á meðan á skiptingu
stendur er tónlistin í öndvegi.
„Petta er alveg yndislegur hópur
sem tekur þátt í uppfærslunni og
andinn er mjög góður, það leggja
sig allir fram um að gera sitt
besta og eru svo jákvæðir," segja
þær Kristín og Iðunn. Aður hefur
Leikfélag Akureyrar sýnt barna-
leikrit þeirra Eyrnalangir og ann-
að fólk en það var árið 1989. Pær
eru því ekki alveg ókunnar gamla
Samkomuhúsinu á Akureyri, en
auk leikritanna sem félagið hefur
sýnt hafa þær báðar stigið á fjalir
hússins. Léku báðar með Leikfé-
lagi Menntaskólans á Akureyri á
sínum tíma og höfðu gaman af.
„Það er alltaf svolítið eins og að
koma heim að koma í Samkomu-
húsið og vekur góðar minningar.“
Með hlutverk í leikritinu fara
Katrín Þorkelsdóttir, Margrét
Ákadóttir, Helga Vala Helgadótt-
ir, Anio Freyja Járvelá, Guðmund-
ur Haraldsson, Þráinn Karlsson,
Sunna Borg, Aðalsteinn Bergdal,
Hjörleifur Hjartarson, Jón St. Kri-
stjánsson, Katla Margrét Þor-
geirsdóttir, Ólafur Guðmundsson,
Agnar Jón Egilsson, Michael Jón
Clarke, Kristján Hjartarson, Kri-
ptjana Arngrímsdóttir og Rósa
Kristín Baldursdóttir. Lýsingu
hannar Ingvar Björnsson og
Kolfinna Knútsdóttir sér um leik-
gervi.
LEIKLIST
Leikflokkurinn
llvaninistanga
ÁRIÐ 999, EÐA KEMUR ÞÉR
ÞAÐ VIÐ?
Leikrit í þremur þáttum. Höfundur
og leikstjóri: Hörður Torfason. Tón-
list og leikhljóð: Hjörtur Howser.
Leikmynd: Hörður Torfason, grímur,
skart: Massimo Santanicchia, Hörður
Torfason. Ljós: Gústaf Danfelsson,
Karl Eggertsson. Búningar: Rebekka
saumastofa/Ingibjörg og Dóra, Sig-
urlaug Þorleifsdóttir, Magnúsfna Sæ-
mundsdóttir, Bára Garðarsdóttir,
Auðbjörg Magnúsdóttir, Guðrún
Matthíasdóttir. Leikendur: Júlfus
Guðni Antonsson, Elín íris Jónasdótt-
ir, Hallfríður Ósk Ólafsdóttir, Ragn-
heiður Eggertsdóttir, Björn Sigur-
valdason, Jón Helgi Birgisson.
Sýning í félagheimilinu á
Hvammstanga 16. mars.
FYRST er lugtarljós þarna inni
og gul skíma í bakið á okkur áhorf-
endum frá anddyrinu. Svo skellur á
myrkur. Kolniðamyrkur. Félags-
heimilið á Hvammstanga er stórt
hús og hátt til lofts inni í því og þess
vegna kemst þar mikið myrkur fyr-
ir þegar slökkt hefur verið á blóð-
rauðum lugtunum sem hanga hátt á
veggjum og minna á lugtirnar sem
maður hafði með sér út í fjós í
gamla daga nema ljósið úr þessum
lugtum er úr rafmagni. Fyrir fram-
an mig á fremsta bekk sitja tveir
krakkar og þau þegja ógurlega í
myrkrinu og ekki minna þegar uppi
á sviðinu, hátt uppi á háu sviðinu,
fyrir miðju og til beggja hliða, týrir
í eitthvað sem vaggar, vaggandi
týru. Svo rofai' til á sviðinu og það
grillir í þriggja metra háar verur og
þótt þær séu framandlegar eru þær
ekki ógnvekjandi og ki-akkarnir
andvarpa og eru fengir því að það
er þó ekki Landsvirkjun sem hefur
klikkað heldur er Hörður Torfa að
fremja þann galdur sem hann kann
best, að taka mann með sér í ferða-
lag. Og þannig ferðast Hörður
helst, úr myrkrinu í ljósið með því
að minna okkur á manngildið sem
er ekki óþörf áminning og reyndar
alltaf tímabær án þess að vera upp-
áþrengjandi því Hörður man eftir
breyskleikanum í okkur öllum og
gerir góðlátlegt gys að honum og
umber hann. Enginn prédikun hér,
hvergi brennisteinsdaunninn. Sið-
ferði trúbadorsins syngur, æpir
ekki.
En það er fleira en leikritið
sjálft, orðin á pappír, sem er ættað
úr smiðju Harðar og ber ótvíræð
höfundareinkenni hans sem skap-
andi listamanns. Með dyggri og
smekkvísri aðstoð búningahönnuða,
leikmyndasmiða, ljósamanna og já,
skósmiðs hefur hann gert leikmynd
sem er ljómandi, skær eða dökk
eftir því sem efni standa til, trú-
verðugust þegar hún er fjærst þeim
raunveruleika sem yfirleitt er sett-
ur inn fyrir gæsalappir Leikararn-
ir eru ekki ýkja margir og fær hver
þeirra nokkuð gott tækifæri til að
sýna hvað í honum býr. Framsögn
er nokkuð áfátt hjá þeim flestum,
eins og reyndar alltaf má búast við í
áhugaleikhúsi, en Júlíus Guðni Ant-
onsson er prýðilegur sem Maðurinn
með stórum staf, grunnhygginn,
tækifærissinnaður, ofbeldissinnað-
ur, og sömu sögu er að segja um
Hallfríði Ósk Olafsdóttur í hlut-
verki álfsins og Elínu íris Jónas-
dóttur í hlutverki þræls og engils,
en í hlutverki þrælsins náði Elín að
draga einkar skemmtilega fram
spaugilegar hliðar persónunnar.
Um hvað fjallar svo þetta leikrit?
Því ætla ég ekki að ljóstra upp hér,
en segi þó að hér er sett á svið
ferðalag með manndómsraunum og
valkostum um líf. Þótt ýmislegt
megi finna að byggingu verksins,
framvindu þess, skírskotunum og
úrvinnslu á minnum, er vel þess
virði að leggjast í ferðlag þess
vegna. Þeir sem koma norður yfir
heiði eða vestan að eiga þess kost
að fá sér kvöldverð í Staðarskála,
sem er orðinn að táknmynd þess
sem enn er íslenskt við ísland í
hugum sumra okkar bestu skálda.
Það er nautn að ferðast um land-
ið að vetrarlagi. Himinninn er
stjörnubjartur. Norðurljósin dansa.
Mjöllin er mjallhvít. Klisjur verða
aftur að sannindum í þessu lands-
lagi. Mann langar til að taka kyrrð-
ina með sér í poka heim. Upplýst
kirkjan á Melstað er. Eins og bæ-
irnir sem blika í hlíðum og vogum,
þarf hún ekkert komment. Það
gufar upp af sundlauginni í
Hvammstanga í kvöldfrostinu.
Beint upp. Þegar þú stígur út úr
bílnum marrar undir fæti. Það eru
engir keppinautar um það hljóð.
Og þó. Leiksýningin er að hefjast.
Guðbrandur Gíslason
www.velaverk.is
Sogdæluherfi
s. 568 3536
Viðskiptamenn athugið!
Verslunin verður lokuð á morgun, föstudaginn
19. mars vegna árshátíðar starfsfólks.
Opnum aftur á mánudaginn kl. 8.00.
FOSSBERG
Skúlagötu 63, sími 561 8560
VICHY VORTILBOÐ
FRÁBÆR KAUPAUKI! - SLÁÐU TIU
Skemmtileg taska með 3 góðum lúxusprufum
fylgir hverju keyptu andlitskremi í Vichy*
• Lift Activ Nuit - næturkrem 5 ml. - nýtfi
• Lift Activ Yeux - augnkrem 3 ml.
• Eau de Vichy - Vichy vatnið 30 ml.
Fæst eingöngu í apótekum
VICHY. HEILSULIND HÚÐARINNAR
SjKvöld- og helgartilboð:
BRflUTflRHOLTI 22
SIMl 551-1690
HLAÐBORÐ
SÆLKERANS
Frjálst val:
Súpa, salatbar
03 heitur matur,
margar tegundir.
kr.890.-
SJAVARREJTA
FAHTASIA
(3 tegundir af
ferskum fiski dagsins),
m/kryddgrjónum og
tveimur tegundum
af sósu.
AÐEINSKR. 1.590.-
Grilluö
NAUTALUND
m/gljáðu graenmeti
og bernaisesósu.
AÐEINSKR. 1.890.-
Bamamatseðill fyrir smáfólkið!
Öllum þessum gómsætu réttum
fylgirsúpa, brauðbar, salatbar
og svo ísbarinn á ettir.
'Verði^fkkun aíyóÆr/
‘VohÓ oelkomin ! POTTURINN
OG
Grillaður
LAMBAVÖÐVI
með bakaðri kartöflu
og sósu að eigin vali.
aðhnskr.1590,-
Hunangsgljáð
KJÚKUNGABRINGA
borin fram
með rifsberjasósu
og avocado.
AÐÐNSKR.1.650.-
@rillaður
SKOTUSELUR
m/sjávarréttasósu
og hvítlauksbrauði.
AÐÐNSKR. 1590.-