Morgunblaðið - 19.03.1999, Blaðsíða 26
26 FÖSTUDAGUR 19. MARZ 1999
MORGUNBLAÐIÐ
ERLENT
Aðstoðarutanríkisráðherra Slóveníu á fslandi
Skilyrði NATO-
aðildar uppfyllt
Ernest Petric aðstoðarutanríkisráðherra Slóveníu
segir í samtali við Hrund Gunnsteinsddttur að
Slóvenar vonist eftir að umsókn þeirra um aðild
að NATO verði brátt tekin fyrir.
ERNEST Petric, aðstoðarutanríkisráðherra
Slóveníu, átti í vikunni viðræður við Halldór
Asgrímsson utanríkisráðheiTa og embættis-
menn utanríkisráðuneytisins um stuðning Is-
lands við aðildarumsókn Slóveníu að Atlants-
hafsbandalaginu (NATO). Mikið undirbún-
ingsstarf fer nú fram á vegum utamikisráðu-
neytis Slóveníu þar sem aðildarríki banda-
lagsins eru sótt heim og leitað er eftir stuðn-
ingi þeirra við að Slóveníu verði boðin aðild
að NATO innan tíðar. Stefnt er að því að
ljúka undirbúningsstarfmu fyrir hátíðarfund
NATO, sem haldinn verður í Washington í
apríl, í tilefni þess að 50 ár eru liðin frá stofn-
un bandalagsins.
Petric segir Slóveníu vel í stakk búna til að
gerast aðili að Atlantshafsbandalaginu, þar
sem ríkið uppfylli þau skilyrði sem sett eru til
inngöngu.
„Slóvenía stendur best að vígi af þeim ríkj-
um sem óskað hafa eftir aðild að NATO, aðal-
lega vegna þeirra umbreytinga sem landið
hefur gengið í gegnum á liðnum árum og leitt
hafa til þess pólitíska og efnahagslega stöð-
ugleika sem nú ríkir í Slóveníu,“ sagði Petric
í samtali við Morgunblaðið.
Fundurinn á Islandi farsæll
Petric sagði fund sinn með Halldóri As-
grímssyni hafa verið farsælan, þar sem Hall-
Morgunblaðið/Áadís
ERNEST Petric, aðstoðarutanríkisráð-
herra Slóveníu, sótti Island lieim í vikunni,
m.a. til að leita eftir stuðningi íslenskra
stjómvalda við inngöngu Slóveníu í NATO.
dór hefði „fullvissað hann um að Island muni
alvarlega íhuga að samþykkja aðild Slóveníu
að NATO.“
„Allir fullvissa okkur um að Slóvenía sé
efst á lista yfir þau ríki sem næst fá inn-
göngu,“ sagði Petric og bætti því við að þar
sem slóvenska ríkisstjómin væri sífellt minnt
á þessa staðreynd sæi hún ekkert í vegi fyrir
því að Slóveníu yrði boðin aðild bráðlega.
Aðspurður sagði Petric Slóvena hafa von-
ast til að fá inngöngu á sama tíma og Pólland,
Ungverjaland og Tékkland.
„Við gerðum okkur vonir um að verða
fjórða landið í þeim hóp. En þar sem rætt
hafði verið um að annaðhvort þrjú eða fimm
lönd fengju aðild, var ákveðið að fresta aðild
Slóveníu og Rúmeníu að bandalaginu."
Þegar Petric var spurður hvort ríkisstjórn
Slóveníu vonaðist til að boð um aðild yrði lagt
fram á hátíðarfundinum í Washington og að
jafnframt yrði tilgreint það ár sem ríki mættu
búast við að fá boð um inngöngu, svaraði
Petric: „Að minnsta kosti fyndist mér eðlilegt
að einhver inki, þ. á m. Slóvenía, yrðu tilnefnd
til aðildar til að draga úr þeirri óvissu sem
ríkh- um það hvort eða hvenær næstu ríki fái
aðild að bandalaginu," sagði Petrik.
Sýna þarf að dyrnar
standi opnar
Petric sagði brýnasta verkefni NATO í dag
tengjast stækkun þess. Hann sagði gífurlega
mikilvægt að fullvissa umsækjendur um að
„dyrnar að NATO stæðu opnar“ í stað þess
að auka þá spennu sem nú ríkir annars vegar
meðal ríkja sem óska eftir aðild og hins vegar
í samskiptum Rússlands og aðildarríkja
NATO.
Aðild Slóveníu að NATO yrði til að draga
úr þessari spennu sem skapast hefur meðal
umsækjenda og sýna fram á það í verki að
stækkun bandalagsins væri á dagskrá, að
sögn Petrics.
Petric sagði það einnig mikilvægt að við
stækkun bandalagsins yrði gætt ýtrustu var-
kárni gagnvart rússnesku ríkisstjórninni, þar
sem hún telur öryggi Rússlands ógnað með
stækkuninni. I því sambandi sagði Petric það
geta orðið „farsæla lausn“ að Slóvenía yrði
næsta aðildamkið þar sem landið ógnaði ekki
öryggi Rússa, hvorki í sögulegu né landfræði-
legu tilliti.
Höfundar spillingar-
skýrslu verjast gagnrýni
Brussel. Reuters.
TVEIR meðlimir hinnar óháðu sér-
fræðinganefndar, sem felldu fram-
kvæmdastjórn Evrópusambandsins
(ESB) með skýrslu sinni um spill-
ingu og óábyrga fjármálastjóm
innan hennar, kvöddu sér hljóðs í
gær til að verja skýrsluna gegn
gagnrýni sem komið hefur fram á
hana. Jacques Santer, fráfarandi
forseti framkvæmdastjórnarinnar,
hefur lýst henni sem „ósann-
gjarnri“.
„Evrópuþingið fól okkur þetta
verkefni og mér sýnist ekki að það
sé ósátt við þá vinnu sem við skiluð-
um,“ sagði Walter van Gerven, pró-
fessor við háskólann í Löwen í
Belgíu, í viðtali við belgíska dag-
blaðið Le Soir.
Santer gagm-ýndi skýrslu óháðu
sérfræðinganna fimm, sem lögð var
fram á mánudag, fyrir að sverta
alla framkvæmdastjórnina vegna
einstaka tilfella sem fundizt hefðu
um óreglu og frændgæzku.
„Ef hann stendur í þessari trú,
þá er það vegna þess að hann hefur
ekki skilið það sem hefur gerzt,“
sagði Pierre Lelong, forseti stjóm-
ar frönsku ríkisendurskoðunar-
stofnunarinnar í samtali við
belgíska blaðið La Libre Belgique.
Lelong sagði nefndina hafa bent
á hve alvarlegur vandi fælist í því
að framkvæmdastjórninni séu falin
verkefni sem hún sé ófær um að
sinna. „Framkvæmdastjómin er
ekki til þess gerð að stýra beint
hundruðum samninga við ferða-
málasamtök, svo dæmi sé tekið,“
sagði Lelong, sem um tíma var for-
seti endurskoðunarstofnunar ESB.
„Að hrinda af stað áætlun, til
dæmis um aðstoð við munaðarlaus
böm í Rúmeníu og að fela einkafyr-
irtæki að sjá um verkefnið og velja
þá sem njóta skulu góðs af opin-
bera fé - það er ekkert annað en
brjálæði," sagði Lelong.
EÞ og ríkissljórnir eiga
hluta af sökinni
Van Gerven, fyrrverandi yfirsak-
sóknari hjá Evrópudómstólnum,
sagði að Evrópuþingið og ríkis-
stjórnir ESB-landanna yrðu að axla
hluta ábyrgðarinnar á hrópandi
„ósamræmi milli þeirra stefnumiða
sem ákveðin voru og þeim fjármun-
um og mannafla sem ráðstafað var
til að hrinda þeim í framkvæmd,"
en slíkt ósamræmi hefði einkennt
ýmis þeirra verkefna sem fram-
kvæmdastjórninni hefðu verið falin.
Báðir vísuðu þeir Lelang og van
Gerven því á bug, að átt hefði verið
við texta skýrslunnar á síðustu
stundu, eins og Edith Cresson hefði
haldið fram. I fjölmiðlum varð hún í
gær fyrir enn frekari gagnrýni.
Cresson og þeir meðlimh’ fram-
kvæmdastjórnarinnar aðrir sem
sættu mestum ámælum fyrir vinnu-
brögð sín í skýrslu sérfræðinganna
voru varaðir við því að taka við því
fé sem þeim stendur til boða sam-
kvæmt rausnarlegum starfsloka-
samningi. Sagt er að þessi greiðsla
sé að minnsta kosti 14 milljónir
króna.
Forystumenn Evrópuþingsins
munu á mánudag taka ákvörðun
um hvort sérfræðinganefndin haldi
áfram vinnu að annarri skýrslu,
sem uppranalega stóð til að yrði
unnin um þær aðferðir sem fylgt
hefur verið hjá framkvæmdastjórn-
inni við gerð verktakasamninga.
\ua
ló"pizzci m/oilt oó 5 óleggjum og
2 I. of gosi
12"pizzo m/ollt oó 5 óleggjum og
21. of gosi
IU Á í’i í! k «/i
nQuegiscííQQu
12"pizzo m/ollt oó 5 óleggjum og
1/2 I. of gosi
16"pizzci meó allt nö 5 áleggjum
12"pizzo meó ollt oó 5 áleggjum
mm
16"pizzo m/allt oó 5 áleggjum og
skommtur of brouóstöngum
12"pizzo m/ollt oð 4 áleggjum og
skommtur af brouóstöngum
1.399kr
l,199kr
799kr
554
...fín sending!
999-
899kr
1.499-
1.199-
G600
Kópavost
Opið (úla dagafrá 11.30 til 23.30
S Reuters
Irakar mótmæla
viðskiptabanni
ÍRAKAR virtu flugbann Samein-
uðu þjóðanna að vettugi í gær,
þriðja daginn í röð, með því að
senda flugvél fulla af múslimum í
pflagrímsferð til Mekka. Um
18.000 írakar hafa einnig safnast
saman við landamærin að Sádi-
Arabíu og sakað Sameinuðu þjóð-
irnar um að seinka áætlunum sfn-
um um fjárhagsstuöning við pfla-
grímsferðir íraskra múslitna til
Mekka. Irakarnir ganga hér frá
mótmælaborðum þar sem við-
skiptabanninu á írak er inótmælt.
Vilja að Suu
Kyi heimsæki
eiginmann sinn
Rangoon. Reuters.
HERFORINGJASTJORNIN í
Búrma kvaðst í gær ætla að íhuga
hvort verða ætti við beiðni Bretans
Michaels Aris, eiginmanns stjórnar-
andstöðuleiðtogans Aung San Suu
Kyi, um vegabréfsáritun til að geta
heimsótt eiginkonu sína. Stjórnin
sagði hins vegar að skynsamlegra
væri að Suu Kyi færi til Englands
til að heimsækja hann þar sem hann
væri fársjúkur og þyldi ekki ferða-
lagið.
„Stjórnin hefur lagt til að Suu
Kyi, sem er við mjög góða heilsu,
fari til Englands og verði við beiðni
hans um að hitta hann áður en hann
deyr,“ sagði í yfirlýsingu frá herfor-
ingjastjórninni. „Hún hefur hingað
til neitað að fara.“
Óttast að fá ekki
að snúa aftur
Stjórnin hefur lengi leitað leiða til
að losna við Suu Kyi úr landinu
vegna lýðræðisbaráttu hennar. Hún
hefur ekki farið frá Búrma í ellefu
ár og óttast að henni verði ekki leyft
að snúa aftur fari hún þaðan. Ólík-
legt er talið að hún geri það nú,
þrátt fyrir veikindi eiginmannsins.
Herforingjastjórnin hefur neitað
að veita Aris vegabréfsáritun síð-
ustu þrjú árin. Vinir fjölskyldunnar
segja að hann sé að deyja af völdum
krabbameins, sem greindist fyrst í
blöðruhálsi og hefur nú borist í
lungun. Þeir segja að sem stendur
sé hann ekki fær um að ferðast til
Búrma jafnvel þótt hann fái vega-
bréfsáritun. Hann hyggist hins veg-
ar gera það ef ástand hans batni
þrátt fyrir efasemdir um að hann
þoli svo langt ferðalag.
Herforingjastjórnin kvaðst vilja
veita Suu Kyi „alla þá hjálp sem
möguleg er“ til að hún geti heimsótt
eiginmann sinn. Ekki kom þó fram í
yfirlýsingunni hvort henni yrði leyft
að snúa aftur til Búrma fari hún til
Englands.