Morgunblaðið - 19.03.1999, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 19.03.1999, Blaðsíða 54
54 FÖSTUDAGUR 19. MARZ 1999 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ HARALDUR BJARNASON + Haraldur Bjarnason fæddist í Hafnar- firði 27. maí 1949. Hann lést á Sjúkra- húsi Reykjavíkur 9. mars siðastliðinn. Foreldrar hans voru Bjarni Ossur Jónasson, f. 5. mars 1900 á Bakka í Hnífsdal, d. 8. júlí 1982, og Svava Haraldsdóttir, f. 1. febrúar 1920 á Hofteigi í Jökuldal, d. 16. janúar 1991. Bræður Haraldar eru Svavar, f. 13. júní 1948, d. 1. ágúst 1948; Jónas M., f. 24. júní 1952; og Bjarni S., f. 27. október 1953. Kona hans er Fríður Pétursdóttir og eiga þau fjögur börn. I mars 1976 kvæntist Haraldur lyrri konu sinni, Eddu Jóhanns- dóttur, f. 21. júní 1956. Synir þeirra eru Jóhaun Oskar, f. 21. nóv. 1975, unnusta Anna Guð- mundsdóttir; og Páll Ragnar, f. 21. nóv. 1975, sambýliskona Rakel Rán Guðjóns- dóttir. Dóttir þeirra er Daníela Rán, f. 19. feb. 1998. Með Jó- hönnu Hafsteinsdótt- ur eignaðist. Harald- ur Lilju Hafdísi, f. 4. júní 1970, gift Pálma Hamilton Lord. Þau eiga þrjú börn, Amór Rafn, f. 4. jan. 1989; Kristófer, f. 1. des. 1992; Alexander Jóhann, f. 13. júní 1995. Haraldur kvæntist 30. des. 1989 Auði Sigurðardóttur, f. 5. júlí 1948. Börn hennar em: 1) Hugsun mín öll sem andvari þýður, yfir þér vakir í nótt. Ljóð mitt er lækurinn silfurtæri, og lindin sem gefur þér þrótt, «Kr þorsta þinn seður, á sorg þina breiðir, sefandikyrrðsinarótt, og gefur þann unað sem ástin þér vefur, og ég hef í þögnina sótt. Hönd mín þér strýkur um herðar og vanga, huggun þér veitir og skjól, von þinni lyftir á vængjum til hæða, úr veröld sem gleðina kól. Ast okkar lýsir um lífsbrautir allar, ^jós sem er bjartara sól. I kærieika þínum er alsæla ofin, í unaði þínum mig fól. (Sigmjón Ari Siguijónsson.) Hvíl þú í friði, ástin mín. Þín eiginkona. Takk fyrir að reynast svona góð- ur pabbi, elsku Haddi minn. Eg á eftir að sakna þín. Faðir minn, ég þakka þér aðégvarðdóttirþín. Þú laukst upp skilningi mínum á fegurð tungumálsins. Þú hjálpaðir mér að vera sjálfri mér trú á tímum raunverulegra erfiðleika. Þú varst fordæmi hins hugsandi manns. Þín dóttir •" Birna. Elsku Haddi. Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífsins degi, hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem gleymist eigi, oggæfavarþaðöllum, er fengu að kynnast þér. (Ingibj. Sig.) Takk fyrir tímann sem með þér við áttum, tímann, sem veitti birtu og frið. Ljós þitt mun loga og leiðbeina áfram, lýsa upp veg okkar fram á við. Gefi þér Guð og góðar vættir góða tíð eftir kveðjuna hér. Þinn orðstír mun lifa um ókomna daga. Indælar minningar hjarta okkar ber. (P.Ó.T.) Hvíl þú í friði. Unnur, Emil Sölvi og Bragi. Ljós var kveikt, það lýsir enn og ljósið heiliar, seiðir menn, og hugsjón tendrar huga minn, þar hljómar: Vertu viðbúinn. Ég bið þig guð og bið þess heitt að bænin þessi verði eitt: Að skátaandi og skátaheit skini og lýsi flokk' og sveit. Já, drottinn minn, ég þakka þér þetta allt sem gafstu mér, skátans líf og skátans eld, sem skín og lýsir ævikveld. (Hörður Zóphaníasson.) Ég kveð þig hinstu kveðju, kæri bróðir. Bjarni. Haddi mágur minn kom inn í fjöl- skylduna með Auju systur minni í aprfl 1989. Auja systir mín hitti hann á balli, en hafði séð þennan myndarlega mann tvisvar áður, sveif að honum og bauð honum upp í dans. Frá þessum degi dönsuðu þau sinn lífsdans saman, sem var hamingju- og viðburðaríkur, en allt of stuttur. I dag kveðjum við Hadda í hinsta sinn, hann lést langt um aldur fram en hefði orðið fimmtugur í maí, hefði hann lifað. Það er erfitt að sætta sig við að dauðinn sæki heim fólk, sem er enn á besta aldri, en enginn er spurður álits hjá manninum með ljáinn. Haddi var góður maður, ræðinn og skemmtilegur, sem alltaf gat samglaðst öðrum í velgengni þeirra, hann var einn af jákvæðustu mönn- um sem ég hef kynnst. Haddi var mikill útivistarunnandi og áhugamaður um skotveiði, stang- veiði og ferðalög almennt, hann naut þess að hnýta sínar flugur sjálfur. Hundarækt var honum einnig mjög hugleikin og hann ræktaði eigin labradorhunda og þjálfaði til frábærs árangurs. Oft var það, þeg- ar maður kom í heimsókn, að hann var annaðhvort að koma eða fara með hundana í göngutúr á meðan heilsan leyfði og reyndar lengur en það. Haddi barðist við illvígan sjúk- dóm, sem hann varð að lokum að lúta í lægra haldi fyrir. Hann stóð ekki einn í þeirri bar- áttu, Auja stóð fast við hlið hans all- an tímann og saman börðust þau þar til yfir lauk. Haddi og Auja eignuðust ekki börn saman, en áttu sjö börn sam- eiginlega, því þegar þau kynntust urðu öll þeirra fyrri börn beggja börn og sama má segja um barna- börnin, sem einnig eru sjö. Auja mín, þessi síðasta ganga í veikindum Hadda var þér erfið, en þú sýndir hvað sönn hetja er. Lilja Hafdís, Jói, Palli, Birna, Hilmar, Unnur, Bragi, Jónas, Baddi, bamabörn og tengdaböm, þið áttuð öll góðan Hadda. Ég veit að sorg ykkar er mikil, en vona að minningin um góðan mann verði ljós í lífi ykkar allra. Ég, Sverrir og börnin á Sólvöllum sendum ykkur samúðarkveðjur. Guð veri með ykkur öllum. Sigríður. Elsku Haddi, það er erfitt að hugsa til þess að þú sért farinn, þín er svo sárt saknað. Baráttunni við sjúkdóminn ógurlega er lokið og þú hefur öðlast hvíld og frið. Það var aðdáunarvert að fylgjast með þér í veikindum þínum, hve jákvæður þú varst og aldrei brást baráttuviljinn. Unnur Sigurjónsd., f. 30. des. 1968. Sonur hennar Emil Sölvi, f. 16. okt. 1993. 2) Hilmar Sig- utjónsson, f. 23. sept. 1970. Kona hans er Guðný Eggerts- dóttir og eiga þau Anítu Rut, f. 28. júlí 1993, og Andra Snæ, f. 13. okt. 1997. 3) Bragi Sigur- jónsson, f. 8. nóv. 1973. 4) Birna Sigurjónsdóttir, f. 30. nóv. 1981. Haraldur ólst upp í Garða- hreppi. Hann var mjög virkur í skátahreyfingunni og byrjaði skátaferil sinn í Hraunbúðum í Hafnarfirði og starfaði svo með Vífli í Garðabæ og fór meðal annars á Alheimsmót skáta í Noregi 1975. Hann lærði ketil- og plötusmíði í Stálvík og Iðnskólanum í Hafn- arfirði og starfaði við skipa- smíðar í Stálvík í nokkur ár. Hann vann í Vélsmiðju Hafnar- fjarðar, í Björgun hf., Sport- vali og í Hljóðrita. Síðustu árin stundaði Haraldur sjálfstæðan atvinnurekstur. Utför Haraldar fer fram frá Fossvogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Þú varst svo sterkur og því verðum við sem eftir stöndum að vera sterk. Þú reyndir alltaf að hafa þetta eins auðvelt fyrir okkur og mögulegt var þó að þú værir oft sárþjáður sjálfur. Aldrei heyrðum við þig kvarta. En fátækleg orð geta ekki tekið burt sársaukann og sorgina sem eftir situr. Það er varla hægt að minnast þín, Haddi, án þess að þín elskulega eiginkona komi þar við, en Auja stóð eins og klettur þér við hlið, þið voruð svo samtaka alla tíð. Við minnumst allra þeirra stunda er við sátum saman og töluðum um allt mögulegt og var þá ekki ósjald- an sem þú talaðir um hundana þína, en þeir voru stór þáttur í þínu lífi. Margs er að minnast og þær minningar munum við geyma í hjörtum okkar. Með söknuð í hjarta kveðjum við þig, elsku Haddi. Hvíl í friði. Hilmar, Guðný, Aníta Rut og Andri Snær. Stór og sterkur varstu, Haddi minn. Útivera með hundunum, byssa um öxl eða veiðistöng í hendi voru þínar ær og kýr. Svo fór hnéð, síðan puttarnir og þá kom krabbinn. Þú leiðst miklar þjáningar, Haddi minn, en nei, nei, ekkert væl út á við. „Ég hef það bara nokkuð gott,“ sagðirðu og sýndir feiknalegan innri styrk. Það kaupir maður ekki í kjörbúð- inni, Haddi minn, við stöndum þétt á bak við konuna sem þú unnir svo mikið. Hvíl í friði, elsku vinur. Aua min og aðrir aðstandendur, við vottum ykkur okkar dýpstu samúð. Pétur, Edda og krakkarnir. í dag kveðjum við Harald eða Hadda eins og hann var oftast kall- aður. Langar mig að minnast hans með nokkrum fátæklegum orðum. Fyrir u.þ.b. tíu árum hringdi Auður vinkona mín til mín en ég var þá bú- sett erlendis og tjáði mér að hún væri ástfangin upp fyrir bæði eyru en ég var þá á heimleið og hlakkaði til að kynnast þessum manni sem hún lýsti svo fallega. En þegar ég hugsa til baka man ég nú lítið eftir okkar fyrstu kynnum, mér finnst reyndar eins og ég hafi alltaf þekkt Hadda. Það var alltaf gaman að heim- sækja Auju og Hadda og nutum við, ég og bömin mín, oftlega góðs af gestrisni þeirra og hjálpsemi hvort heldur það var nú barnapössun eða eitthvað annað, alltaf var það jafn sjálfsagt. Ég minnist líka allra þeirra góðu stunda sem við áttum saman, eins og þegar Haddi töfraði fram gómsæta villibráðarrétti. Þar var hann á heimavelli, en hans helstu áhugamál tengdust hvers kyns útivist, veiðiskap og hunda- rækt. Fyrir rúmu ári greindist Haddi með þann sjúkdóm er dró hann til dauða en nokkru áður hafði hann lent í slæmu slysi svo segja má að þetta hafi verið mikil þrautaganga hjá honum. Aldrei fann maður þó nokkurn bilbug á honum og alltaf var stutt í grínið. Ég dáist líka að samheldni þeima hjóna en hún kom vel í ljós í veikindum Hadda þar sem þau stóðu þétt saman og studdu hvort annað allan tímann. Elsku Auja og aðrir aðstandend- ur, við vottum ykkur innilega sam- úð. Megi guð gefa ykkur styrk í sorginni. Stefanía, Helga Rut og Kristófer. Ég kynntist Hadda fyrst þegar við vorum í sama bekk í Iðnskóla Hafnarfjarðar. Leiðir okkar skildu í nokkur ár að loknu námi en fáein- um árum síðar, er ég hóf störf hjá Sportval, lágu leiðir okkar saman á ný. Þá hófst sú vinátta sem staðið hefur síðan. Þar sem við höfðum báðir áhuga á veiði og útivist urð- um við góðir veiðifélagar. Og eru þær orðnar margar ferðirnar sem við höfum farið saman, hvort sem það hefur verið með stöng við eitt- hvert fjallavatnið, laxveiðiána eða með byssu um öxl í rjúpna- og gæsaveiði. Betri og skemmtilegri félagi væri vandfundinn. Haddi hafði einnig mikinn áhuga á veiði- hundum og ræktun þeirra og átti það hug hans allan síðustu ár hans. Fyrir nokkrum misserum gekk hann í Hið íslenska byssuvinafélag og starfaði hann þar af miklum áhuga hvort sem það var innan fé- lagsins eða í veiðiferðum sem voru farnar í nafni félagsins. Haddi var ávallt með í ferðum og kom mönn- um í gott skap með hnyttnum til- svörum og glensi. Þrátt fyrir þau veikindi sem Haddi þurfti að ganga í gegnum var hann alltaf bjartur og ræddi við vini og veiðifélaga af áhuga um veiðiskap. Haddi barðist hetjulega við skæðan sjúkdóm, en varð að lúta í lægra haldi eftir erf- iða baráttu. Kæra Auja, um leið og við hjónin og félagar í Hinu íslenska byssu- vinafélagi vottum þér og börnum ykkar beggja samúð okkar kveðjum við okkar góða vin. Blessuð sé minning hans. Fyrir hönd H.Í.B. Svavar Þórhallsson. Við Haraldur kynntumst upp úr því að ég fluttist í Garðahrepp 1960. Kynnin hófust þó í Hafnarfirði þar sem við vorum báðir félagar í Skátafélaginu Hraunbúum, ég enn- þá ylfingur en Haraldur lengra kominn. I skátastarfinu áttum við samleið árum saman og sá vinskap- ur, sem þá var stofnað til, hélst æ síðan. Við áttum eftir að flytja til Skátafélagsins Vífils í okkar sveit- arfélagi, þar sem við gengum í gegnum dróttskátastarf og síðar sjóskátastarf þar sem Haraldur var í forustu. Haraldur lærði ketil- og plötu- smíði og áttum við eftir að vinna saman í Skipasmíðastöðinni Stálvík um skeið. Auk þess sóttum við skemmtanir saman eins og ungum mönnum er títt og var Sigtún við Austurvöll vinsælt hjá okkur. Sameiginlegt áhugamál okkar var veiðiskapur ýmiss konar og gilti þá einu, hvort um var að ræða byssu eða stöng, Grindaskörð eða Sog. Haraldur hafði mikið yndi af úti- veru og sameinaðist þar áhugi á náttúrunni og veiðiskapnum. Hann lagði mikið upp úr góðum búnaði, ræktaði veiðihunda og tamdi. Menn hafa svo sem mismunandi skoðanir á veiðiskap, en ætli okkur Haraldi hefði ekki dottið í hug að vitna í orð Stórafóts indíánahöfð- ingja sem sagði: „Hvort það er vís- undur úti á sléttunni, snjógæs á ílugi eða hreindýr á hlaupum sem þú hefur valið og þú hvessir á það augun, sértu veiðimaður þá á dýrið ekki annarra kosta völ en að koma til þín og falla fyrir vopni þínu,“ (Stefán Jónsson: Lífsgleði á tréfæti með byssu og stöng). Haraldur hafði kennt sér meins um skeið er við ásamt Bjama bróður hans tók- umst ferð á hendur um uppáhalds- staði okkar í Garðabæ, þá hina sömu og við höfðum tíðum verið á sem börn og unglingar og tengdust skátastarfinu: Búrfellsgjá, Vífils- búð, Gálgahraun, Skátaheimilið Víf- ilfell og umhverfi þess. Smiðshöggið rákum við svo á verkið með því að fara í Þórsmörk en þangað slóst með í för Auður, kona Haraldar. Nú er gott að minnat þessara góðu daga. Ég og fjölskylda mín vottum að- standendum Haraldar dýpstu sam- úð. Óskar Hallgrímsson. SIGURÐUR KRISTINN ÁRMANNSSON + Sigurður Krist- inn Ármanns- son fæddist á Urð- uni í Svarfaðardal 20. janúar 1919. Hann lést á Landa- kotsspitala 9. mars síðastliðinn og fór útför hans fram frá Langholtskirkju 16. mars. í húsinu Laugavegi 18 var margt að gerast um 1970. Á neðri hæð- unum var bókabúð Máls- og menningar og útgáfufyr- irtækið með sama nafni. Síðan komu skrifstofur og stofnanir af ýmsu tagi, meira að segja um stund sendiráð ríkis í austri sem menn vildu helst ekki kannast við að væri til. Alþýðusambandið var smám saman að leggja undir sig efri hæðir rúblunnar. Þarna var mér holað niður á 4. hæð í kompu sem reyndar var partur af eignar- hluta Ragnars Ólafssonar og félaga hans. Á lögfræði- og endurskoðun- arskrifstofu Ragnars störfuðu tveir menn á miðjum aldri sem báðir hétu Sigurður. Sigurður Baldurs- son lögfræðingur og Sigurður Ár- mannsson endurskoðandi. Þeir urðu fljótlega vinir mínir og leið- beinendur í blíðu sem stríðu. Sigurður Armannsson er nú fall- inn frá. Síðustu árin urðu honum erfið og lítið gátum við talað saman eftir að hann hvarf af Lauga- vegi með skrifstofu sína. Ég minnist margra stunda þegar ég bankaði upp á hjá honum án þess að eiga sérstakt erindi við sér- fræðing minn í bók- haldi og fjármálum. Miklu fremur langaði mig til þess að heyra rödd mannsins sem staðfesti að veröldin var ekki alveg gengin af göflunum þótt leið- togar fólksins sæktust eftir auði og völdum sjálfum sér og stundum ei- lítið öðrum til handa. Ég fór jafnan bjartsýnni af fundi Sigurðar Ár- mannssonar, enda var hann fljótur að snara sér út fyrir þröng mál stofunnar. Hann var róttækur á yngri árum en átti auðvelt með að hlusta á skoðanir annarra og viður- kenna staðreyndir samfélagsins. Við bar að hann brá sér í líki rúss- neska tónskáldsins Mussorgskis og hengdi upp myndir á sýningu þeg- ar fagmenn voru ekki tiltækir og umsjónarmaðurinn að kikna undan álaginu. Sigurður Armannsson var höfð- ingi í lund. Hann ætlaðist aldrei til endurgjalds fyrir það góða sem hann gerði öðrum. Skarðið eftir hann verður seint fyllt. Hjörleifur Sigurðsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.