Morgunblaðið - 19.03.1999, Blaðsíða 72
72 FÖSTUDAGUR 19. MARZ 1999
MORGUNBLAÐIÐ
, %
HÁSKÓLABÍÓ
* *
HASKOLABIO
Hagatorgi, sími 530 1919
Sýndki.6.45. B.i. 16.
Sýnd kl. 9 og 11.15.
Sýnd kl. 4.30 og 6.45.
Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11.10.
Sýnd kl. 9 og 11.10. B.i. 16.
Sýnd kl. 5.
*, kyikmyntladagar @
HÁSKÓLABÍÓS
TÖFF iMYNDIR
. fyrir sralar stemnr o" stráka
NO MORE MR.NICE GOY
MELGIBSON
SAM
mi&Má míMSk
NYTT 0G BETRA
Álfabakka 8, simi 587 8900 og 587 8905
B YG
"OGU
_____ROBli x yy ímmuj ^mbu-
PATCH ADAMS
Einstök grínmynd sem sat á toppnum í Banda-
ríkjunum í þrjár vikur. Robin Williams var tilnefndur til
Golden Globe verðlauna fyrir leik sinn í myndinni.
Sýnd kl. 5, 7.15, 9 og 11.15 exhdigjtal
PAYBACK
FORSYNING KL. 11.15. B.ue.
auoiGrTAL
Bill
PAXTON
Charlize
THERON
Alinn upp
í skóginum,
sleppt lausum
í borginni.
IGHTY
YOUNG
I STERKi
anDiGnAL
www.samfilm.is
Föstudags- og
laugardagskvöld
Skari Skrípó og
hin töfrandi Edda
Þriggja rétta
glæsimáltíð
og dansleikur.
Verð kr. 3.950,-
GRIN og gangsterar eru viðfangsefni leikstjórans unga.
KVIKMYNDIR/Bíóborgin og Nýja bíó á Akureyri sýna bresku sakamála-
myndina Lock Stock & Two Smoking Barrels með þeim Jason Flemyng,
Dexter Fletcher, Nick Moran, Jason Statham, Steven Mackinosh, Vinnie
Jones og Sting í aðalhlutverkum. Myndin fjallar um átök í kjölfar fjár-
hættuspils þar sem allt er lagt undir.
Undirheimar
Lundúnaborgar
Frumsýning
EDDY (Nick Moran) er heill-
andi og öllum hnútum kunn-
ugur í undirheimunum og
hann er laginn með spilastokkinn.
Asamt þremur vinum sínum, þeim
Tom (Jason Flemyng), Bacon (Ja-
son Stratham) og Soap (Dexter
Fletcher) leggur hann 100 þúsund
pund undir í fjárhættuspili. Þrátt
fyrir að Eddy sé öllum öðrum klók-
ari við spilaborðið tapa þeir félag-
arnir öllu sem þeir leggja undir,
enda eru höfð svik í tafli. Þegar
Eddy hverfur frá spilaborðinu
skuldar hann gestgjafanum,
Hatchet Harry (P.H. Moriarty),
hálfa milljón punda, en Harry gefur
Eddy viku frest til að greiða spila-
skuldina. Annars fer fingrunum á
höndum Eddy að fækka eftir því
sem það dregst að greiða skuldina.
Pabbi Eddys, JD (Sting) getur kom-
ið í veg fyrir þessar harkalegu inn-
heimtuaðgerðir með því að láta bar-
inn sem hann á og rekur í hendur
Harrys sem er gamall keppinautur
JD. Um leið og Eddy og félagar
hans leggja á ráðin um að græða
fúlgur fjár á sem skemmstum tíma
lætur Harry undan ástríðu sem
hann hefur á antík haglabyssum og
fær tvo smákrimma til að brjótast
inn og stela tveimur hólkum af að-
alsmanni í kröggum. Þeysireið um
undirheima Lundúna fylgir í kjölfar-
ið þar sem byssurnar týnast og
lenda í höndunum á Eddy og félög-
um ásamt eiturlyfjum og peningum
sem þeir stela í því skyni að greiða
Harry spilaskuldina. Aðrir ljósgjaf-
ar úr hópi dreggja Lundúnarborgar
blandast svo inn í málið. Þeirra á
meðal eru handrukkarinn Big Chris
(Vinnie Jones) og Barry the Baptist
(Lenny McLean), en slík verður
orrahríðin að jafnvel þessir tveir
hrottar sem hingað til hafa ekki kall-
að allt ömmu sína eiga í hinum
mestu erfiðleikum.
Leikstjóri og handritshöfundur
Lock Stock & Two Smok-
ing Barrels er hinn tuttugu
og níu ára gamli Guy
Ritchie sem til þessa hefur
aðallega fengist við að
stjórna upptökum tónlist-
armyndbanda, en hann
byrjaði að koma nálægt
kvikmyndagerð rúmlega
tvítugur. Strax sem barn
varð hann staðráðinn í að
verða kvikmyndaleikstjóri,
en það var þegar hann sá
kvikmyndina Butch
Cassidy and the Sundance
Kid með þeim Paul Newm-
an og Robert Redford. „í
myndinni Lock Stock & Two
Smoking Barrels er ég að reyna að
skapa eitthvað sem er trúverðugt
en um leið blandað ákveðinni gam-
ansemi. Grín og gangsterar eru
óaðskiljanlegir hlutir, og því trú-
verðugri sem skúrkarnir eru þeim
mun hlægilegri eru þeir. Þetta þýð-
ir þó alls ekki að grínið þurfi að
vera yfirgengilegt, og við gerð
myndarinnar komst ég að raun um
að ég varð að stilla gamanseminni í
hóf til þess að myndin yrði ekki of
farsakennd. Mér finnst að fólk sem
tekist hefur á við að gera svona
myndir á undan mér hefur annað-
hvort fallið í þá gryfju að gera þær
allt of blóðugar eða þá allt of
HÖRKUTÓLIÐ Vinnie Jones
lætur finna fyrir sér eins og á
knattspyrnuvellinum.
óraunverulegar. Það er óþarfi að
leggja of mikla áherslu á ofbeldið
því við höfum þegar séð allt sem
því viðkemur á hvíta tjaldinu og
þess vegna má spara við sig
tómatsósuna," segir Ritchie.
Meðal leikara í myndinni Jason
Flemyng sem leikið hefur í Spice
Girls, The Movie, Rob Roy, Jungle
Book og Stealing Beauty, Dexter
Fletcher sem leikið hefur í Jude
the Obscure, Lionheart og Bugsy
Malone og fyrrum knattspyrnu-
maðurinn Vinnie Jones sem varð
bikarmeistari með Wimbledon árið
1988, en hann hefur einnig spilað
m.a. með Sheffield United og Chel-
sea.
STING við barborðið og aldrei þessu
vant í vinsælli kvikmynd.