Morgunblaðið - 19.03.1999, Blaðsíða 72

Morgunblaðið - 19.03.1999, Blaðsíða 72
72 FÖSTUDAGUR 19. MARZ 1999 MORGUNBLAÐIÐ , % HÁSKÓLABÍÓ * * HASKOLABIO Hagatorgi, sími 530 1919 Sýndki.6.45. B.i. 16. Sýnd kl. 9 og 11.15. Sýnd kl. 4.30 og 6.45. Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11.10. Sýnd kl. 9 og 11.10. B.i. 16. Sýnd kl. 5. *, kyikmyntladagar @ HÁSKÓLABÍÓS TÖFF iMYNDIR . fyrir sralar stemnr o" stráka NO MORE MR.NICE GOY MELGIBSON SAM mi&Má míMSk NYTT 0G BETRA Álfabakka 8, simi 587 8900 og 587 8905 B YG "OGU _____ROBli x yy ímmuj ^mbu- PATCH ADAMS Einstök grínmynd sem sat á toppnum í Banda- ríkjunum í þrjár vikur. Robin Williams var tilnefndur til Golden Globe verðlauna fyrir leik sinn í myndinni. Sýnd kl. 5, 7.15, 9 og 11.15 exhdigjtal PAYBACK FORSYNING KL. 11.15. B.ue. auoiGrTAL Bill PAXTON Charlize THERON Alinn upp í skóginum, sleppt lausum í borginni. IGHTY YOUNG I STERKi anDiGnAL www.samfilm.is Föstudags- og laugardagskvöld Skari Skrípó og hin töfrandi Edda Þriggja rétta glæsimáltíð og dansleikur. Verð kr. 3.950,- GRIN og gangsterar eru viðfangsefni leikstjórans unga. KVIKMYNDIR/Bíóborgin og Nýja bíó á Akureyri sýna bresku sakamála- myndina Lock Stock & Two Smoking Barrels með þeim Jason Flemyng, Dexter Fletcher, Nick Moran, Jason Statham, Steven Mackinosh, Vinnie Jones og Sting í aðalhlutverkum. Myndin fjallar um átök í kjölfar fjár- hættuspils þar sem allt er lagt undir. Undirheimar Lundúnaborgar Frumsýning EDDY (Nick Moran) er heill- andi og öllum hnútum kunn- ugur í undirheimunum og hann er laginn með spilastokkinn. Asamt þremur vinum sínum, þeim Tom (Jason Flemyng), Bacon (Ja- son Stratham) og Soap (Dexter Fletcher) leggur hann 100 þúsund pund undir í fjárhættuspili. Þrátt fyrir að Eddy sé öllum öðrum klók- ari við spilaborðið tapa þeir félag- arnir öllu sem þeir leggja undir, enda eru höfð svik í tafli. Þegar Eddy hverfur frá spilaborðinu skuldar hann gestgjafanum, Hatchet Harry (P.H. Moriarty), hálfa milljón punda, en Harry gefur Eddy viku frest til að greiða spila- skuldina. Annars fer fingrunum á höndum Eddy að fækka eftir því sem það dregst að greiða skuldina. Pabbi Eddys, JD (Sting) getur kom- ið í veg fyrir þessar harkalegu inn- heimtuaðgerðir með því að láta bar- inn sem hann á og rekur í hendur Harrys sem er gamall keppinautur JD. Um leið og Eddy og félagar hans leggja á ráðin um að græða fúlgur fjár á sem skemmstum tíma lætur Harry undan ástríðu sem hann hefur á antík haglabyssum og fær tvo smákrimma til að brjótast inn og stela tveimur hólkum af að- alsmanni í kröggum. Þeysireið um undirheima Lundúna fylgir í kjölfar- ið þar sem byssurnar týnast og lenda í höndunum á Eddy og félög- um ásamt eiturlyfjum og peningum sem þeir stela í því skyni að greiða Harry spilaskuldina. Aðrir ljósgjaf- ar úr hópi dreggja Lundúnarborgar blandast svo inn í málið. Þeirra á meðal eru handrukkarinn Big Chris (Vinnie Jones) og Barry the Baptist (Lenny McLean), en slík verður orrahríðin að jafnvel þessir tveir hrottar sem hingað til hafa ekki kall- að allt ömmu sína eiga í hinum mestu erfiðleikum. Leikstjóri og handritshöfundur Lock Stock & Two Smok- ing Barrels er hinn tuttugu og níu ára gamli Guy Ritchie sem til þessa hefur aðallega fengist við að stjórna upptökum tónlist- armyndbanda, en hann byrjaði að koma nálægt kvikmyndagerð rúmlega tvítugur. Strax sem barn varð hann staðráðinn í að verða kvikmyndaleikstjóri, en það var þegar hann sá kvikmyndina Butch Cassidy and the Sundance Kid með þeim Paul Newm- an og Robert Redford. „í myndinni Lock Stock & Two Smoking Barrels er ég að reyna að skapa eitthvað sem er trúverðugt en um leið blandað ákveðinni gam- ansemi. Grín og gangsterar eru óaðskiljanlegir hlutir, og því trú- verðugri sem skúrkarnir eru þeim mun hlægilegri eru þeir. Þetta þýð- ir þó alls ekki að grínið þurfi að vera yfirgengilegt, og við gerð myndarinnar komst ég að raun um að ég varð að stilla gamanseminni í hóf til þess að myndin yrði ekki of farsakennd. Mér finnst að fólk sem tekist hefur á við að gera svona myndir á undan mér hefur annað- hvort fallið í þá gryfju að gera þær allt of blóðugar eða þá allt of HÖRKUTÓLIÐ Vinnie Jones lætur finna fyrir sér eins og á knattspyrnuvellinum. óraunverulegar. Það er óþarfi að leggja of mikla áherslu á ofbeldið því við höfum þegar séð allt sem því viðkemur á hvíta tjaldinu og þess vegna má spara við sig tómatsósuna," segir Ritchie. Meðal leikara í myndinni Jason Flemyng sem leikið hefur í Spice Girls, The Movie, Rob Roy, Jungle Book og Stealing Beauty, Dexter Fletcher sem leikið hefur í Jude the Obscure, Lionheart og Bugsy Malone og fyrrum knattspyrnu- maðurinn Vinnie Jones sem varð bikarmeistari með Wimbledon árið 1988, en hann hefur einnig spilað m.a. með Sheffield United og Chel- sea. STING við barborðið og aldrei þessu vant í vinsælli kvikmynd.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.