Morgunblaðið - 19.03.1999, Blaðsíða 76

Morgunblaðið - 19.03.1999, Blaðsíða 76
KOSTA með vaxta þrepum d ) Hl NADAUBANKINN MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN1,103 REYKJAVIK, SÍMI5691100, SÍMBRÉF 5691181 PÓSTHÓLF 3040, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI1 FÖSTUDAGUR 19. MARZ 1999 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK hestinn og beit hann því næst í handlegg hennar og hóf hana upp á nýjan leik og hristi en missti hana aftur. Hann reyndi þessu næst að bíta hana í lærið þar sem hún lá framan við hann en þá náði stúlkan að sparka í hausinn á hest- inum og forða sér út úr gerðinu. Var stúlkan að vonum mjög skelk- uð eftir þessar ítrekuðu árásir hestsins. í vígahug eftir áflog Þessi framkoma stóðhestsins kom mjög á óvart, en hann hefur þótt mjög góður í allri umgengni við manninn og ekki áður sýnt til- burði í þessa átt. Talið er að hest- urinn hafl verið kominn í mikinn vígahug eftir áflogin við hinn hest- inn og það að sá hestur var enn í sjónmáli hafi valdið því að honum rann ekki móðurinn. Aukinn hagnaður tryggingafélaga Allir starfsmenn Sjóvár- Almennra fá hlutabréf Á FUNDI stjómar Sjóvár-Ai- mennra í gær var ákveðið að allir starfsmenn félagsins yrðu hluthafar í því, en starfsmennirnir eru 133. Hver starfsmaður fær afhent 6.000 kr. hlutabréf að nafnvirði, en miðað við gengi bréfa félagsins er verðmæti hvers hlutar 150.000 krónur. Hagn- aður fyrirtækisins á síðasta ári nam 464 milljónum króna en var 361 millj- ón króna árið á undan. Iðgjöld fé- lagsins námu 4.834 milljónum ki’óna á síðasta ári og hækkuðu þau um 8% milli ára. Tryggingamiðstöðin birti einnig ársuppgjör í gær og samkvæmt því er 301 milljónar króna hagnaður af rekstrinum árið 1998 en var 222 milljónir króna árið áður. Hagnað- ur af vátryggingarekstri var 133 milljónir króna í fyrra og hækkaði hann um 10 milljónir frá árinu 1997. Metviðskipti með einstakt félag Viðskipti á hlutabréfamarkaði Verðbréfaþings Islands í gær námu samtals 444 milljónum króna. Velta með bréf Samherja var 345,8 millj- ónir króna, sem eru mestu viðskipti með bréf einstaks félags á einum degi, og hækkuðu hlutabréf félags- ins um 9,8%. Fyrra met með ein- stakt félag var sett í nóvember síð- astliðnum þegar Fjárfestingarbanki atvinnulífsins var skráður á mark- að, en þá námu viðskiptin 333,7 milljónum króna. ■ Hagnaður/18 ■ Ollum starfsmönnum/19 Stóðhestur réðst á 12 ára stúlku STÓÐHESTUR réðst á 12 ára stúlku í hesthúsahverfinu á Varm- árbökkum í Mosfellsbæ í vikunni. Stúlkan slapp að því er virðist óbrotin frá þessum hildarleik en er með lófastórt sár á síðunni og mikið marin á handlegg, læri og baki. Málsatvik voru þau að tveimur stóðhestum lenti saman í gerði við eitt hesthúsið. Nærstaddir krakkar gengu í milli og skökkuðu leikinn og þar á meðal var 12 ára stúlka sem gekk að öðrum stóðhestinum eftir að þeir höfðu verið skildir að og var þeim haldið hvorum í sínum enda gerðisins. Stúlkan hugðist klappa hestinum sem brást við með því að lyfta sér að framan og slá öðrum fæti til stúlkunnar. Féll hún við. Hestur- inn beit þá í síðu stúlkunnar og hóf hana á loft og hristi en missti þá takið. Stúlkan féll aftur fram fyrir Mæla minnstu land- breytingar í Henglinum Morgunblaðið/RAX LANDMÆLINGAR með þeim hætti sem eru að hefjast á Henglinum eru algengar í Kaliforníu og í Japan en hafa ekki verið gerðar hérlendis fyrr en nú. Þóra Árnadóttir jarðeðlisfræðingur og Bergur Bergsson, raf- magnstæknifræðingur á Veðurstofunni, unnu að uppsetningu annars tækisins ofan við Hveragerði. HAFIN er uppsetning á tveimur 'síritandi GPS-Iandmælingatækj- um sem eiga að fylgjast grannt með landbreytingum á Hengils- svæðinu í framtíðinni. Ástæðan fyrir uppsetningu landmælingatækjanna er jarð- skjálftavirkni sem mældist á tíma- bilinu 3.-7. júní á Hellisheiði á síð- asta ári. Mældust mörg þúsund skjálftar á tímabilinu, en öflugasti skjálftinn var 5,1 á Richter og fannst greinilega í Reykjavík og víðar. Vegna jarðskjálftahrinunn- ar og einnig í ljósi þess að landris hefur verið um 2 cm á ári síðan 1993 var ástæða til að setja Hengilinn í það sem kalla mætti »gjörgæslu“. Landmælingatækið virkar með þeim hætti að loftnet á þrífæti safnar merkjum frá gervitungl- um og sendir í mælingatækið sjálft, sem tengt er við tölvu sem skráir merkin. Frá Veðurstofunni er síðan einu sinn á sólarhring hringt í tölvuna og aflað nýjustu frétta af landbreytingum í Hengl- inum. Nýjungin við landmælingarn- ar felst í því að þar sem tækin eru síritandi er unnt að sjá breyt- ingar á landrisi vegna kvikusöfn- unar á klukkustundar fresti með millimetra nákvæmni, en sam- felldar mælingar með slíkri ná- kvæmni hafa ekki verið stundað- ar hérlendis fyrr af Islendingum. Aætlun borgarsjóðs Umframfjár- þörf mætt með eignasölu GERT er ráð fyrir því í nýrri þriggja ára áætlun um rekstur, framkvæmd- ir og fjármál borgarsjóðs að um- framfjárþörf borgarsjóðs á árunum 2000-2002, sem talið er að muni nema tæpum þremur milljörðum kr., •^’erði mætt með sölu eigna. I henni segir m.a. að víða megi hagræða með breyttu rekstrarfyrirkomulagi, t.d. með þjónustusamningum, útboðum eða með því að fela öðrum rekstur- inn. Bent er á að borgin reki ýmiss konar starfsemi sem hugsanlegt sé að einkavæða og selja. --------------- Lést af völdum áverka við fall FULLORÐIN kona lést í gær á ">frjúkrahúsi af völdum höfuðáverka ' sem hún hlaut er hún féll af útitröpp- um niður á frosna jörð á bænum Mýr- dal II í Kolbeinsstaðahreppi á Snæ- fellsnesi um hádegisbil í gær. Fallið var rúmlega þriggja metra hátt. Var konan flutt með þyrlu Land- helgisgæslunnar á Sjúkrahús Reykja- ^jókur þar sem hún lést síðdegis. Ekki er unnt að greina frá nafni hinnar látnu að svo stöddu. Visa ísland vann greiðslukortamálið í Hæstarétti Svipaðir skilmálar og eru í viðskiptalöndum okkar HÆSTIRÉTTUR sneri við dómi Héraðsdóms Reykjavíkur í máli Visa íslands gegn áfrýjunar- nefnd samkeppnismála, en í málinu var um það deilt hvort Visa væri skylt að veita korthöfum sínum sömu viðskiptakjör og þeim sem greiddu með reiðufé. Hæstiréttur taldi að ekki hefði ver- ið sýnt fram á, að skilmálar þeir sem hér um ræðir væru almennt óheimilir í helstu viðskipta- ríkjum Islendinga. Mál þetta má rekja til þess þegar Sigurður Lárusson kaupmaður sendi erindi til Sam- keppnisstofnunar í júní 1994 þar sem hann m.a. krafðist upplýsinga um gjaldskrá greiðslu- kortafyrirtækjanna. Eftir að hafa kallað eftir upplýsingum frá fyrirtækjunum og skoðað þær ítarlega kvað stofnunin upp úrskurð í upphafi síðasta árs sem efnislega kvað á um að standa yrði þannig að málum að þeir sem greiddu með peningum þyrftu ekki að bera kostnað af korta- notkun þeirra sem greiddu með greiðslukort- um. Þessum úrskurði var áfrýjað til áfrýjunar- nefndar samkeppnismála, sem staðfesti úrskurð- inn. Visa Island höfðaði þá mál fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur til að fá úrskurðinum hrundið, en tapaði málinu. Þaðan fór málið til Hæstaréttar. Fyrir réttinum kom fram að svipaðir skilmál- Formaður Verslunarráðs segir dóminn valda miklum vonbrigðum ar um kortanotkun og hér ríkja hefðu verið bannaðir í Hollandi, Noregi og Svíþjóð, en leyfð- ir í Frakklandi og að nokkru leyti í Danmörku og látnir viðgangast í Belgíu. Verið er að skoða lögmæti skilmálanna í nokkrum löndum. Sama á við um ESB. Hæstiréttur taldi að ekki hefði ver- ið sýnt fram á, að skilmálamir sem um var deilt væru almennt óheimilir í helstu viðskiptai’íkjum íslendinga og þar með væri skilyrðum 37. grein- ar samkeppnislaga ekki fullnægt. Áfrýjunamefnd samkeppnismála vísaði einnig til 17. greinar samkeppnislaga, sem fjallar m.a. um markaðsráðandi stöðu. Hæstiréttur taldi að ekki hefðu viðhlítandi rök verið færð fyi-ir því að þessi grein ætti við í þessu máli. Niðurstaðan varð því sú að fella úr gildi úrskurð áfrýjunar- nefndar samkeppnismála. Regla sem er á undanhaldi Haukur Þór Hauksson, formaður Verslunar- i’áðs, sagði dóminn mikil vonbrigði. Þarna væri verið að staðfesta reglu sem væri almennt á undanhaldi í heiminum. „Með þessum dómi er verið að tryggja að það sé ekki hægt að gera upp á milli þeirra sem borga með peningum og hinna sem borga með korti. Korthafinn er að framleiða ákveðinn kostnað með kortanotkun sinni og það er verið að dæma þann sem borgar með peningum til að borga hann. Þetta er óeðlilegt því að korthafinn á að okkar mati alfarið að bera kostnaðinn af kortanotkuninni." Haukur sagði að Verslunarráð myndi áfram reyna að hafa áhrif á þetta mál. Hann benti á að á vegum viðskiptaráðherra væri starfandi nefnd, sem fjallaði um starfsemi greiðslukoi’tafyrii’tækja. Forstjóri Visa Islands telur að málið sé úr sögunni Einar S. Einarsson, forstjóri Visa íslands, sagðist vera afar ánægður með dóminn. Það væri staðfest, sem Visa hefði haldið fram, að ekkert tilefni væri til að breyta skilmálunum hér á landi meðan það hefði ekki verið gert í helstu viðskiptalöndunum okkar. Hann sagði málið nú úr sögunni, en viðurkenndi að ef Evrópusam- bandið setti greiðslukortafyrirtækjunum nýja skilmála, væri tilefni til að skoða málið að nýju.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.