Morgunblaðið - 19.03.1999, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 19.03.1999, Blaðsíða 42
.42 FÖSTUDAGUR 19. MARZ 1999 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ Hinir„kj ós- anlegu“ Alkunna er að slíkar hugmyndafræði- legar hræringar eru jafnan lengi að berast til íslands. Istjórnmálaumræðura er- lendis er á stundum haft á orði að tilteknum ráða- mönnum hafi tekist að gera flokka sína „kjósan- lega“. Með þessu er átt við að viðkomandi hafi tekist að fá ráð- andi öfl innan flokkanna til að hverfa frá ákveðnum stefnumál- um, sem sannanlega hafi fælt stóran hluta almennings frá því að ljá þeim atkvæði sitt. Um þetta hefur mátt flnna mörg at- hyglisverð dæmi á undanliðnum árum, ekki hvað síst á vinstri vængnum. Þessarar þróunar hef- ur á hinn bóginn ekki gætt á ís- landi í markverðum mæli enn sem komið er. Og ekki virðist til- efni til að ætla að breyting verði VIÐHORF Eftir Ásgeir Sverrisson arnar í vor. Tony Blair, forsætisráð- herra Bretlands, leiddi flokk sinn til stórsigurs í síðustu þingkosn- ingum þar í landi í krafti þeirrar stefnubreytingar, sem hann ásamt fleirum náði að knýja í gegn á vettvangi Verkamanna- flokksins. Blair boðaði nýja hug- myndafræði, fráhvarf frá ýmsum þeim stefnumálum, sem fylgt höfðu Verkamannaflokknum lengi og dæmt höfðu þau samtök frá pólitískum áhrifum í tæpa tvo áratugi. Blair gerði flokkinn „kjósanlegan" með því að hverfa frá hefðbundnum sósíalískum hugmyndum um hlutverk ríkis- valdsins, miðstýringu og skatt- heimtu. Almenningur reyndist taka þessari stefnubreytingu fagnandi og frá því Blair komst til valda hefur hann beitt sér fyr- ir djúpstæðum breytingum, sem lýsa umtalsverðu pólitísku hug- rekki. Hið sama á við um Bill Clint- on, sem líkt og Blair færði bandaríska Demókrataflokkinn til hægri og batt þar með enda á 12 ára yfirráð repúblíkana í Hvíta húsinu. Gerhard Schröder, núverandi kanslari Þýskalands, (sem verður raunar seint talinn pólitískur hugmyndabanki), fylgdi fordæmi Bandaríkjafor- seta og gerði flokk sinn „kjósan- legan“ í augum almennings með því m.a. að lýsa yflr því að þýsk- ir jafnaðarmenn hötuðust ekki við viðskiptalífið og stórauðvald- ið. Þau dæmi, sem hér hafa verið rakin varða öll erlenda vinstri- flokka og ráðamenn þeirra er haft hafa pólitískt þor til að hverfa frá ýmsum stefnumálum, sem forðum höfðu verið talin nánast til trúarsetninga innan þessara samtaka. Slíkt endur- mat er þó ekki bundið við vinstriflokka. Þannig hafa spænskir hægrimenn breytt nokkuð áherslum sínum og hug- myndafræðilegt uppgjör virðist í vændum innan breska Ihalds- flokksins. Alkunna er að slíkar hug- myndafræðilegar hræringar eru jafnan lengi að berast til Is- lands. Sá vandræðagangur, sem ein- kennir afstöðu Samfylkingarinn- ar svonefndu á vettvangi utan- ríkismála, er til marks um að uppgjör í þessa veru er óhjá- kvæmilegt. Flokkurinn verður einfaldlega ekki „kjósanlegur" í hugum umtalsverðs hluta þjóð- arinnar gefist ástæða til að efast um trúverðugleika samtakanna í utanríkismálum. Þessi mála- flokkur gæti reynst flokknum nýja erfiður enda blasir við að því fer fjarri að slíkt uppgjör hafl farið fram þótt einstakir þingmenn virðist gera sér ljóst að herhróp um að Islendingum beri að segja sig úr NATO og slíta varnarsamstarfinu við Bandaríkjamenn eru birtingar- form úreltrar einangi'unar- hyggju. Reykvíkingar hafa fengið að kynnast því af eigin raun að ís- lenskir vinstrimenn hafa heldur ekki gert sér ljóst að sérlega fjandsamleg afstaða þeirra gagn- vart skattborgurnum dæmir þá úr leik í stjórnmálum nútímans. í höfuðborginni hefur enn á ný verið rennt stoðum undir þá full- yrðingu að einu úrræði íslenskra vinstrimanna séu skattahækkan- ir. Runnið hefur upp fyrii’ mörg- um höfuðborgarbúanum að Reykjavíkurlistinn er í raun ekki sá vettvangur nútímalegra við- horfa í stjórnmálum, sem af er látið. Samfylkingin er sama marki brennd. I svonefndum „eldhús- dagsumræðum“ á þingi, sem fram fóru í liðinni viku, komu engar vísbendingar fram um hvernig vinstrimenn hyggjast fjármagna þær tillögur sem þeir kynntu í „málefnaskránni" svo- nefndu. Það hlýtur að gefa kjós- endum tilefni til að ætla að þeir hyggist beita sömu úrræðum og félagar þeirra í Reykjavík. At- hygli vakti einnig að ekki var minnst á mörg þeirra rétt- nefndu umbótamála, sem Sam- fylkingin lagði fram í „málefna- skránni" og varða m.a. skil- greiningu á hlutverki ríkisvalds- ins, bætt siðferði í stjórnmálum og aukið eftirlit með fram- kvæmdavaldinu Ofanritað er til marks um að raunveruleg hugmyndafræðileg endurskoðun hefur enn ekki átt sér stað í röðum íslenskra vinstrimanna. Þeir virðast enn stefna að því að dæma sig úr leik á forsendum hins liðna. Viðteknar forsendur reyndust enda einkenna „eldhúsdagsum- ræðurnar“, sem voru lítt upp- lýsandi fyrir kjósendur. Ætla hefði mátt að sami maður hefði samið allar ræður stjórnarliða og að starfsbróðir hans hefði gert hið sama fyrir stjórnarandstöð- una. Dómgreind almennings var misboðið með barnalegum yfír- lýsingum um „árangur á öllum sviðum" annars vegar og „skipu- lega aðför fjármagnsafla að lág- launafólki og öryrkjum" hins vegar. Kom nokkuð á óvart hversu klisjukenndar, efnisrýrar og flatneskjulegar flestar ræð- urnar voru. Sú ályktun verður tæpast um- flúin að ákveðin stöðnun þjaki stjómmálalífið á Islandi þrátt fyrir umskiptin á vinstri vængn- um. Yfirborðið hefur að vísu ver- ið gárað en bæði stjórn og stjómarandstaða sýnast ætla að halda sig á kunnuglegum slóðum. Nýjar hugmyndir og endurmat einkenna stjórnmálaumræður víða erlendis en sú þróun er sýni- lega ekki talin eiga erindi við ís- lendinga. Verði raunin þessi á sá hópur manna eftir að stækka, sem telur valkostina í íslenskum stjórnmál- um lítt fýsilega. Hættur frjálsra gjaldeyrisviðskipta FRELSI í fjármálum virðist hafa stuðlað að hagsæld almennings, ekki aðeins hér á landi heldur einnig um víða veröld. Þetta segir Jón Steinsson, sem ritar um hag- fræði fyrir Morgunblaðið. Frjáls gjaldeyr- isviðskipti hafa nær hvarvetna í veröldinni ýtt undir hagvöxt og almenna hagsæld. EINHVER mikil- vægasta breyting sem orðið hefur á umgjörð efnahagsmála hér á landi síðasta áratuginn er aukið frjálsræði á fjármagnsmarkaði. Veigamesta skrefið í þeirri þróun hefur ver- ið afnám gjaldeyris- hafta. Þessar breyting- ar hafa átt stóran þátt í hagsæld síðustu ára hér á Islandi. Þær hafa auðveldað íslenskum fyrirtækjum sókn á er- lenda markaði en öllu mikilvægara er þó það að breytingarnar hafa Jón Steinsson sama máli og kepptust um að ausa peningum inn í hagkerfi landanna. Til að byrja með gekk allt eins og í sögu. Hag- vöxtur var gríðarlegur, hlutabréfaverð hækk- aði hröðum skrefum og erlendir fjárfestar högnuðust stórkostlega á fjárfestingum sínum á svæðinu. Velgengnin leiddi til þess að fleiri og fleiri fjárfestar á Vesturlöndum hugsuðu sér gott til glóðarinnar og enn meira fjármagn steymdi inn á svæðið. Árið 1995 nam erlend opnað ísland fyrir innstreymi er- lends fjámiagns. Þróun fjármálamarkaðar hér heima er reyndar ekkert einsdæmi. Svipuð þróun hefur átt sér stað víða í heiminum á sama tíma. Frjáls gjald- eyrisviðskipti hafa nær hvarvetna ýtt undir hagvöxt og velsæld viðkomandi landa. í farai'broddi þeirra þjóða sem á undaníomum árum og áratugum köstuðu gjaldeyrishöftum fyrir róða voru hinai' nýríku þjóðir Austur-As- íu. Lengst af var velgengni þessai'a landa tekin sem sterk rök íyrir ágæti ftjálsra gjaldeyrisviðskipta. Atburðir síðustu missera hafa hins vegar orðið til þess að opna augu manna íyrir hættunum sem slíkt frelsi getur haft í fór með sér. Frjáls gjaldeyrisviðskipti hafði gert hinum nýiíku þjóðum Austur- Asíu kleift að fjármagna mikinn við- skiptahalla með erlendum lántökum. Lengst af var ekki talið að þessum þjóðum stafaði nokkur hætta af við- skiptahallanum. Hann var tilkominn vegna fjárfestingar sem talið var að gæti staðið undii' skuldunum. Er- lendar fjánnálastofnanir voru á fjárfesting á svæðinu 77 milljörðum Bandai-íkjadala og árið 1996 var hún komin upp í 93 milljarða. Eftir á að hyggja er ljóst að á þessum árum höfðu vestrænir fjárfestar algjörlega misst sjónar á raunveruleikanum. Þeir fjárfestu í hverju sem var svo lengi sem það var frá Austur-Asíu. Það var fyrst árið 1996 sem veik- leikar fóru að koma í ljós. Utflutn- ingur hætti að aukast og afskriftir í bankakerfínu jukust hröðum skref- um. Smám saman náðu fjárfestar áttum og sáu hvað var að gerast. Erlendir bankar hófust handa við að innkalla lán sem þeir höfðu veitt innlendum bönkum til endurútláns. Stór hluti þessara lána voru í formi skammtímalána. Innköllun lánanna gekk því hratt fyrir sig. A sama tíma byrjuðu spákaupmenn að selja gjaldmiðla landanna í stórum stíl. Þetta gerðu þeir þar sem ljóst var að nauðsynlegt yrði að fella gengið til að eyða hinum mikla viðskipta- halla sem vestrænir fjárfestar voru ekki lengur tilbúnir að fjármagna með lánum. Til að byrja með reyndu seðla- bankar landanna að verja gjald- miðla sína falli en þegar varaforðar þeirra þrutu áttu þeir engra kosta völ nema að leyfa þeim að falla. Gjaldmiðlarnir hrundu hver af öðr- um um tugi prósenta. Afleiðingin var gríðarlega djúp kreppa þar sem nánast allir sem beint eða óbeint skulduðu í erlendri mynt urðu á svipstundu gjaldþrota. Stóran hluta af orsökum vandans má án efa skrifa á spillingu, ónógt eftirlit með bankakerfum landanna og annað sem viðkemur uppbygg- ingu hagkerfanna. Hinn mikli og snöggi fjármagnsflótti gerði hins vegar vandann margfalt meiri en hann hefði ella orðið. Sú var tíð að hagfræðingar voni á einu máli um ágæti frjálsra gjaldeyr- isviðskipta. Atburðir síðustu missera í Austur-Asíu og riðai' hafa orðið til þess að mai'gir þeirra hafa endur- skoðað afstöðu sína. Paul Krugman, prófessor á MIT, hefur lagt til að Austur-Asíu nTdn snúi aftur til víð- tækra gjaldeyrishafta, a.m.k. þai' til stöðugleika er aftur náð. Skoðun Josephs Stiglitz, aðalhagfræðings Alþjóðabankans, á meiri hljómgrunn meðal hagfræðinga. Hann bendir á að hættan sé aðallega fólgin í erlend- um skammtímalánum og vill tak- mai-ka flæði þeirra. Fáir draga í efa ágæti erlends langtímafjármagns en fleiri og fleiri era famir að setja spumingamerki við ágæti erlends skammtímafjármagns þar sem flótti þess getur svo auðveldlega grafið undan stöðugleika hagkerfisins. Þeh' sem vara við hættum er- lendra skammtímalána benda oft á stefnu Chfle í þessum málum sem hagkvæma leið til að draga úr hætt- unni: Erlendir aðilar sem lána fjár- magn til Chfle þurfa að leggja inn hjá seðlabankanum upphæð sem * nemur 30% af upphæðinni sem þeir fjárfesta og láta hana liggja þar vaxtalaust í eitt ár. Slíkt fyrirkomu- lag er augljóslega verulegur baggi fyrir þá sem ætla sér að lána fjár- magn til skamms tíma til Chíle (rík- isvíxill til þriggja mánaða sem hefði skilað 8% skilar þá aðeins 3,6%) en er aftur á móti óverulegt ef um langtímafjárfestingu er að ræða (ríkisskuldabréf til 10 ára sem hefði skilað 8% á ári skilar þá u.þ.b. 7,8%). Áhrifin eru þar af leiðandi þau að draga úr erlendum skamm- tímalánum og hvetja til lengri lána. Líkami án sálar? FRAM hafa komið efasemdaraddir um ágæti þess að byggja nýjan bamaspítala á lóð Landspítala vegna plássleysis og gífurlegs kostnaðar við flutning Hringbrautar. Einnig var á það bent strax í upphafi umræðnanna að bamaspítali á Landspít- alalóð gæti ekki hýst alla þá starfsemi sem eðlileg teldist. Á móti er fullyrt að endurskoðun þessara áætlana núna gæti tafið nauðsynlegar úrbætur í málefnum sjúkra barna. Einnig hafa stjómmála- menn sagt að mikilvægt er að bamaspítali tengist vökudeild við fæðingardeild Landspítala. Við vitum að hægt er að taka skjótar ákvarðanir og hrinda málum í framkvæmd á stuttum tíma ef vilj- inn er fyrir hendi. Jafnvel of stutt- um, samanber álit skipulagsyfir- valda á vinnubrögðunum. Þessar at- hugasemdir hér þurfa því ekki að tefja málið svo neinu nemi. Mitt framlag í þessa umræðu er að minna á langan biðlista á Barna- og unglingageðdeild Land- spítala við Dalbraut. Sá biðlisti er alltof langur og hefur verið of langur of lengi. Sömu sögu er að segja af meðferðar- stofnunum Barna- verndarstofu, m.a. Stuðlum, þar sem ung- lingar í alvarlegum vanda þurfa að bíða mánuðum saman eftir aðstoð. Margir þeirra eiga einnig við geðræn vandamál að etja. Geðhjálp hefur áður bent á að það er óá- sættanlegt í siðmennt- uðu þjóðfélagi að geð- sjúk böm fái ekki við- eigandi læknishjálp og nauðsynlega þjónustu. Þannig hefur staðan verið hér á landi um margi-a ára skeið. Langt er síðan að bent var á að margfalt fleiri börn, hlutfallslega, fá aðstoð geðheilbrigðisstarfs- manna í nágrannalöndunum. Þetta þýðir að hér á landi eru mörg börn með geðröskun sem fá ekki viðeig- andi hjálp. Til að skilja hvernig við höfum komið okkur í þessa óviðunandi Barnaspítali Mitt framlag í þessa umræðu, segir Pétur Hauksson, er að minna á langan biðlista á Barna- og unglinga- geðdeild Landspítala við Dalbraut. stöðu og af hverju við komumst ekki upp úr henni, þarf að skoða málið í stærra samhengi. Hið lík- amlega hefur mikinn forgang í okk- ar þjóðfélagi. I almennri heilbrigð- isþjónustu hér á landi þarf að huga betur að andlegri líðan sjúklinga, einnig þeirra sem leita hjálpar vegna líkamlegra óþæginda. Há- tæknivæðing á sök á rangri for- gangsröðun, en einnig niðurskurð- ur, „gangalækningar" og mikill hraði á sjúkrastofnunum með ótímabærum útskriftum. Svo ég tali nú ekki um gömlu fordómana. Hins vegar gerir fólk flest sér Pétur Hauksson Æmmmm*,.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.