Morgunblaðið - 19.03.1999, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 19.03.1999, Blaðsíða 56
MORGUNBLAÐIÐ v56 FÖSTUDAGUR 19. MARZ 1999 " MINNINGAR JONINA S. JONSDOTTIR hluta af slíku sín æskuár, dóttir fá- tækra vinnuhjúa sem háðu harða ' baráttu til að forða sér og þremur dætrum frá örlögum sveitarómaga. 9 ára gömul yfirgefur hún móður sína sem hún hafði alia tíð frá frum- bernsku fylgt og fer til vandalausra. Yngri systir Jónínu hafði verið send í fóstur, smábarn, vegna bágra kjara foreldranna og verið snúið aftur til móðurinnar vegna andláts fóstrunnar. Litla telpan fann þarna í faðmi móður sinnar, sem hún þó þekkti ekkert, það skjól og öryggi sem hana skorti og þegar átti að flytja . hana í nýtt fóstur neitaði hún grát- andi að sleppa móðurinni. Það lýsir Jónínu vel að þegar hún sér úrræðaleysi móðurinnar og sorg litlu systur býðst hún til að fara í hennar stað í fóstrið sem þó var að- eins til bráðabirgða og dvelst hún þar vetrarlangt. Að vori fer hún að vinna fyrir sér, 10 ára gömul, send um langan veg til ársdvalar í sína fyrstu vist. Jónína kom sér vel í vistinni, en þar gilti það lögmál sem öll vinnu- hjú vor seld undir, að hlýða og vinna. Þó hungur og vosbúð sæktu að tjóaði ekki að mögla og þó söltu tárin rynnu niður kinnamar var hvergi huggun að fá. .. Árið 1917 fór Jónína að Snartar- Tungu í Bitrufirði og voru það um- skipti til góðs. Þar fékk hún nóg að borða og þar var gert við hana eins og hin börnin á bænum. Jónína var skarpgreind, stálminnug og öll verk sem hún vann voni vel af hendi leyst. Hún gekk í Kvennaskólann á Blönduósi veturinn 1923-24 og lauk þar prófí með hæstu einkunn. Þar saumaði hún peysuföt á sig, ferm- ingarkjól á systur sína ásamt með lista vel útsaumðum dúkum og öðru handverki. Það eru örfá ár síðan ég fékk vit- neskju um námsárangur hennar á Biönduósi og hef ég þó verið í fjöl- skyldunni yfir 30 ár. Það var svo fjarri henni tengdamóður minni að hreykja sér af nokkrum hlut og þó hún væri stoit í eðli sínu var hún lít- illát um allt er hana sjálfa varðaði. Eftir að Jónína giftist á ísafirði og eignaðist drengina sína fjóra, lifði hún lífi sínu gegnum þá og eig- inmanninn. Þeirra sorg var hennar og þeirra gleði hennar gleði. Allt sem hún tók sér fyrir hendur var gert með hag fjölskyldunnar í huga. Mér er til efs að ég hafi kynnst mörgum sem hafa verið jafn lítið uppteknir af sjálfum sér og hún var. Drengimir hennar og fjölskyld- ur þeirra vom þungamiðjan í henn- ar tilveru. Hún var allatíð ósérhlífin og afar dugleg. Þær eru ekki margar kon- urnar sem hafa „unnið úti“, eins og það heitir, til 88 ára aldurs, en það gerði hún tengdamóðir mín, í lakk- rísgerðinni hjá sonum sínum. Hún hafði skoðanir á öllu og lá ekki á þeim. Hún var enn að ala strákana sína upp þó þeir séu allir á sextugs og sjötugs aldri og elliglöp eða minnisleysi hrjáðu hana aldrei - þvert á móti. Hún hafði yndi af ferðalögum og drengirnir hennar fóru með hana á ■ hverju einasta sumri í ferðalag. Síð- ast nú í sumar heimsótti hún sinn kæra ísafjörð, kom á Blönduós, fæðingarstað sinn í Vatnsdalnum og Miðfjörðinn. Tvisvar heimsótti hún Kjartan Pál son sinn og hans fjöl- skyldu til Englands er þau bjuggu þar og 89 ára hélt hún með sonum sínum þremur og konum þeirra til Þýskalands og Sviss. Til Spánar fór fjölskyldan í tilefni 90 ára afmælis hennar og Guðmund elsta son sinn og hans fólk heimsótti hún til Bandaríkjanna, er þau dvöldu þar um tíma. Þá var hún 91 árs. Þegar ég skrifa þessar línur get ég aðeins hugsað: Hvílík kona var hún amma Jónína. Það verður vandfyllt hennar skarð og að leiðarlokum bið ég henni blessunar Guðs og þakka henni fyrir allt það sem hún var börnunum mínum og okkur öllum. % Kolbrún Karlsdóttir. Heiðurskonan Jónína S. Jóns- dóttir er látin á nítugasta og fjórða aldursári. Það er mikil gæfa að kynnast góðu fólki á lífsleiðinni. Fólld sem hefur greind og mannkosti sem læra má af. Ég er svo lánsöm að hafa átt Jónínu sem tengdamóður og vinkonu í rúm 34 ár. Fundum okkar bar fyrst saman þegar ég hafði nýverið kynnst yngsta syni hennar, Guðfinni. Mér er það í fersku minni. Hún heilsaði mér alúðlega og varð mér strax ljóst að þarna fór vel gerð og sterk kona. Rætur Jónínu lágu í Vatnsdaln- um. Erfið áran og breyttir heimilis- hagir höguðu því til að ung að árum var hún sett í fóstur. Æskuárin voru henni erfið og sagði Jónína oft frá þessum tíma sem án efa átti ríkan þátt í að móta þessa stórbrotnu konu. Erfiðleikana sigraði hún með glæsibrag, en alvara lífsins var komin til að vera. Auk venjubundins bamaskóla- náms stundaði Jónína nám við Hús- mæðraskólann á Blönduósi. Hún var vel greind og fróðleiksfús en ekki auðnaðist henni að menntast frekar. Jónína var vel að sér í landa- fræði og naut sín þar sem hún ferð- aðist um sveitir og lönd. En oftar en ekki var ferðast í huganum þar sem aðstæður buðu ekki upp á annað. Á seinni árum fór hún í nokkrar ferðir til útlanda með fjölskyldu sinni, og hafði hún yndi af, en e.t.v. ekki sem skyldi þar sem sjónin hafði mjög tekið að daprast. Jónína fylgdist vel með heimsins málefnum og tjáði óspart skoðanir sínar í þeim efnum. Jónína flutti nítján ára til ísa- fjarðar og réðst til móðurbróður síns Sveinbjörns Halldórssonar, bakara. Þar kynntist hún Kjartani R. Guðmundssyni, Guðmundar beykis. Jónína og Kjartan gengu í hjónaband og bjuggu fjölskyldu sinni vandað og gott heimili að Mánagötu 2, í „Beykishúsi". Gæfa hvers manns er að eiga góða fjölskyldu og það átti Jónína, enda hafði hún vel til sáð. Um- hyggja fyrir öðrum var henni eðlis- læg. Velferð sona sinna og fjöl- skyldna þeirra bar hún fyrst og síð- ast fyrir brjósti og skipti þá ekki máli hvemig henni sjálfri reiddi af. Þegar ég í seinni tíð ámálgaði við hana hvað hún væri nú oft ein og dagarnir langir hjá henni þá var svarið einatt „þetta er nú svona, svo eðlilegt, allir að vinna en ef allir eru frískir þá er allt í lagi“. Þvílík yfir- vegun gat prýtt þessa annars stjórnsömu konu. Jónína var dugleg en rasaði ekki um ráð fram. Hún hafði gott skipu- lag til verka og þoldi illa aðgerðar- leysi. Hún gerði miklar kröfur til sjálfrar sín. Eflaust voru þetta hættir sem mótast höfðu á erfiðum æskuárum hennar. Ég þekkti ekki Jónínu þegar hún bjó ásamt fjölskyldu sinni á Isafirði. Ómælda ánægju hef ég haft af því í gegnum árin að heyra hana lýsa líf- inu þar. En þó var það eins og geng- ur, það skiptust á skin og skúrir í lífi hennar. Erfiðast hlýtur að hafa verið þegar Kjartan maðurinn hennar veiktist og var ekki heill heilsu síðustu tíu árin ævi sinnar. Jónína lét ekki bugast. Hún fékk sér vinnu við Rækjuverksmiðjuna á ísafirði og sinnti jafnframt sínu stóra heimili. Æðrulaus gekk hún til þessara starfa. Hún sagði mér frá mörgu á ísa- firði og það brá við glampa í augum hennar þegar hún minntist á sum- arbústað fjölskyldunnar. Hún sagði mér frá garðinum þar sem hún rat ræktað ýmis matvæli til heimilisins. Hún sagði mér að þegar stund gafst til að hvíla lúin bein, hafí hún á fögr- um sumarkvöldum notið fegurðar- innar við fjörðinn. Blómagarðurinn hennar og anganin frá næturfjól- unni og öllum fallegu blómunum. Alls þessa naut hún svo vel. Hún sagði mér líka frá fólkinu á Isafirði. Ættingjum og vinum sem hún um- gekkst, hvað spássitúr með vinkonu gat verið góð skemmtun í annríki dagsins. Á þeim tíma sem ég kynntist Jónínu var hún að flytja til Reykja- víkur. Það voru eflaust ekki auðveld spor. Á sinn hógværa hátt tók hún þessum breytingum í lífi sínu. Hún ákvað að flytja nær sínum en um þær mundir höfðu allir synir hennar flust suður. Hún gæti ef til vill orðið að liði þegar á þyrfti að halda. Um- hyggja var hennar aðalsmerki. Jónína hóf störf hjá Upptökuheimil- inu á Dalbraut og starfaði þar í u.þ.b. áratug. Jónína var afburða smekkleg kona. Klæddist fallega og hélt reisn sinni til dauðadags. Hún hafði næmt fegurðarskyn sem kom fram á margvíslegan hátt. Val á fallegum gjöfum og smekklegur frágangur þeirra. Allt var gert af alúð. Hún var skoðanaföst. Hafði meiri ánægju af málefnalegum umræðum en nokkru gríni og glensi. Þó var hennar besta skemmtun að taka í spil og gat þá oft verið glatt hjalla og kappið mikið. Margs er að minnast og þakka. Síðastliðin ár höfum við hjónin og Jónína haldið sameiginlega veislu hennar og nöfnu hennar, Jónínu Rósar, yngstu dóttur okkar Guð- finns, í sumarhúsi okkar við Sel- vatn. Þetta hafa verið sannkallaðar gleðistundir. Þarna var Jónína tengdamóðir mín í essinu sínu. Hún bakaði og lagði til veislunnar það góðgæti sem hún vissi að sínu fólki líkaði vel. Kom færandi hendi með allt svo skipulagt. Síðastliðið sumar hafði nafna hennar skreytt runna og tré við stíginn heim að húsinu og inni var borðið skreytt ,Amma Jó 93 ára“. Islenski fáninn blakti við hún. Stórbrotna konan mætir glæsi- lega tilhöfð með sólhattinn sinn. All- ir fagna hetjunni, hetjunni sem var þarna komin til að fagna með sín- um. Umvafin ástúð þess fólks sem hún hefur svo mikið gefið. Mér þótti vænt um hversu áhuga- söm tengdamóðir mín var um mína hagi. Ég þakka af alúð hjálpina í gegnum árin og gefandi spjallstund- ir. Síðasta misserið var Jónínu erfitt eftir að heilsan brast. En kraftmikla konan mín barðist til hinstu stund- ar. Helsjúk af krabbameini var hún flutt á Landspítalann 6. febrúar sl. og andaðist þar að morgni 7. mars. Við hjónin færum læknum, hjúkr- unarfræðingum og öðru starfsfólki lyflækningadeildar (14G) Landspít- alans alúðarþakkir fyrir þeirra mikla, fórnfúsa og gefandi starf við umönnun Jónínu. Það kemur í hugann tregi og söknuður. Söknuður að eiga ekki oftar eftir að vera návistum við þessa sterku og vönduðu konu. Hafi hún þökk fyrir allt og fari í Guðs friði. Erla B. Axelsdóttir. Jónína var orðin rúmlega áttræð þegar ég kynntist sonardóttur hennar. Ég komst fljótt að því að Jónína hafði að geyma afar sterkan persónuleika og hafði mikil áhrif á umhverfi sitt. Hún var vel gefin kona, traust, kraftmikil, ákveðin og viljasterk. Hún gat Iíka verið hvöss og hörð í horn að taka þegar svo bar við. Krafti og dugnaði þessarar konu á níræðisaldri gleymi ég aldrei. Hún hjálpaði til í fjölskyldu- fyrirtækinu fram undir nírætt, var mjög vel heima í þjóðmálaumræð- unni og þuldi upp vöruverð í versl- unum eins og ekkert væri. Það var gaman að ræða við Jónínu um landsins gagn og nauð- synjar á laugardagskvöldum hjá Sigríði og Kjartani í Drekavoginum eða í íbúð hennar í Austurbrún. Hún var fróð og minnug og bjó yfir skemmtilegri frásagnargáfu. Það jók mér víðsýni að ræða við konu nálægt jafngamla öldinni sem lifað hefur mestu þjóðfélagsbreytingar sem um getur í íslandssögunni. Jónína vildi samt lítið ræða upp- vaxtarár sín á Vestfjörðum en þar ólst hún upp í sárri fátækt í byrjun aldarinnar. Hún hafði þó mjög sterkar taugar til Vestfjarða svo sem glöggt mátti sjá af glampa í augum hennar vikurnar fyrir ferða- lög stórfjölskyldunnar til æsku- stöðva hennar. Samband Jónínu við syni sína fjóra og fjölskyldur þein-a var ein- staklega náið. Við tengdasynir Sig- ríðar og Kjartans kölluðum hana aldrei annað en Ommu Jónínu þrátt fyrir að sá titill hæfði ekki skyld- leika okkar við Jónínu. Hún fylgdist gi-annt með stórfjölskyldunni og ekkerf fór fram hjá henni. Mestar áhyggjur virtist mér hún hafa af sonum sínum sem hún ól upp af myndarskap fram á síðasta dag. Jónína var einstök kona. Mér finnst það hafa verið forréttindi að fá að kynnast henni. Benedikt Árnason. Elsku amma er nú farin frá okkur í annan heim og eigum við ekki eftir að njóta samveru hennar aftur í þessu lífi. Þótt dauðinn sé óhjá- kvæmilegur fylgifiskur lífsins kem- ur hann alltaf á óvart. Það er þó léttir að amma er nú laus við þær kvalir og þrautir sem hún leið síð- ustu vikur. Við systurnar munum vel eftir upphlutunum sem amma saumaði á okkur meðan við vorum búsettar í Englandi. Frágangurinn var engu líkur og það voru stoltai- stúlkur sem gengu um á tyllidögum í fínu upphlutunum sínum enda var tekið eftir þeim hvert sem farið var. Nú líður senn að því að næsta kynslóð fari að skarta upphlutunum og mun minningin um langömmu ætíð fylgja þeim kjörgripum. Amma hafði líka gaman af útsaumi og ligg- ur eftir hana mikið af myndum og dúkum. Það voru því hæg heimatök- in að biðja hana um að setja upp klukkustrengi okkar og púða. Við barnabörnin sem aldrei bjuggum á ísafirði munum aðeins eftir ömmu Jónínu eftir að hún flutti í íbúð sína að Austurbrún 4. Alltaf var jafn notalegt að heim- sækja hana þangað og oft var líf og fjör þegar stórfjölskyldan kom sam- an á hátíðisdögum. Ommu þótti afar vænt um fjölskyldu sína. Hún hugs- aði fyrir afmælum og jólum með löngum fyrirvara og var ávallt rausnarleg í gjöfum sínum þrátt fyrir að afkomendum fjölgaði sífeilt. Amma var einstaklega vinnusöm og vann daglega eftir hefðbundin starfslok í sælgætisgerð sona sinna. Við sem unnum með henni þar máttum hafa okkur allar við að halda í við hana við að vikta og pakka framleiðslunni. Var hún í raun ótitlaður verkstjóri fyrirtækis- ins. Eftir að við fluttum heim frá Englandi var amma oft hjá okkur um helgar og var þá margt rætt. ís- lendingasögurnar bar gjaman á góma og kunni amma þær vel og hafði jafnframt mjög ákveðnar skoðanir á ágæti og örlögum per- sónanna þar. Gat hún ætíð rökstutt skoðanir sínar og þýddi lítið fyrir okkur að andmæla þeim. Amma hafði gaman af sögum, las mikið og var vandfýsin á höfunda, bæði ís- lenska og erlenda. Einnig kunni hún mikið af kvæðum og var Davíð Stefánsson frá Fagraskógi í miklu uppáhaldi hjá henni. Ferðalög voru ömmu mikið áhugamál og hafði hún mjög gaman af að ferðast jafnt innanlands sem utan. Ekki reyndist nauðsynlegt að ski’ifa ferðadagbók þvi amma hafði einstaklega gott minni. Þegar heim kom naut hún þess að segja frá ferðum sínum og var ávallt fróðlegt að hlusta á frásögn hennar. Að leiðarlokum þökkum við inni- lega fyi’h- þann tíma sem við áttum með ömmu og munum minnast hennar með djúpum söknuði. Megi góður Guð ávallt varðveita hana og blessa. Gerður Harpa og Auður Freyja. Mig langar til að kveðja elsku ömmu mína með örfáum orðum og um leið þakka henni fyrir allar þær stundir sem við áttum saman. Það var mér mikið ánægjuefni þegar mér bauðst fyrir fjórum árum að búa við hlið hennar á Austurbrún- inni og líta til með henni þar sem hún var þá þegar í hárri elli. Nær daglega drifum við okkur í gönguferðir og settumst stundum á bekk þegar vel viðraði eða röltum út í búðina. í þessum ferðum okkar vildi hún lítið rifja upp gamla tíð við mig, en aftur á móti hafði hún mikla ánægju af að ræða líðandi stundu og helst af öllu málefni er snertu fjölskyldu sína. Amma fylgdist vel með öllum barnabörnum sínum, vissi manna best hvað þau voru að gera og hvað þau hygðust fyrir. Að þessu leyti var hún í raun „gagna- grunnur" okkar sem við öll gátum sótt í ef þess þurfti. Hún brýndi jafnan fyrir mér gildi fjölskyldunn- ar og að á þessum jafnréttistímum mættu konur ekki gleyma því að vera góðar við mennina sína. Margt lærði ég af ömmu þessi síðustu ár því nýtnari og sparsam- ari en þó örlátari konu er vart hægt að finna. Fyrirhyggja og skipulag voru ávallt í fyi’irrámi, hvort sem það var að kaupa jólagjafir eða sinna daglegu amstri. Verslunarferðir okkar í Bónus voru reglulegur þáttur í tilverunni. Þar var amma, þótt á tíræðisaldri væri, enginn eftirbátur hinna við- skiptavinanna í búðinni þegar hún fikraði sig eftir þröngum göngunum í mannfjöldanum. Þá kemur sérstak- lega upp í huga minn ásýnd hnar- reistrar konu álengdar sem skartaði hatti og sinnti innkaupunum af rögg- semi, enda var amma ætíð komin í kælinn löngu á undan mér. En nú er þetta allt saman liðin tíð. Ég sakna þín elsku amma mín og mig stingur í hjarta að líta yfir í íbúð þína frá minni og vita það að þangað komir þú aldrei aftur. Nokkra huggun finn ég í orðum Victors Hugo, en hann segir: „Gæt- ið þess vandlega hvernig þér hugsið um þá sem dánir eru. Hugsið ekki um það sem verður að dufti. Lítið upp og þér munuð sjá ástvini yðar ljóma á himninum." Guð veri með þér, elsku amma mín. Sólveig Guðfinna. Þegar ég flyst frá ísafirði sumar- ið 1966 ásamt fjölskyldu minni, er amma mín á sextugasta og öðru ári. I minningum mínum frá Isafirði er amma gömul kona, þó er hún innan við sextugt þegar ég man fyrst eftir mér. Það að ég muni eftir henni sem gamalli konu segir mest um afstætt minni bernskunnar. Alla tíð síðan hefur amma verið á þessum sama aldri í mínum huga. Gömul kona, en einhvern veginn aldrei neitt eldri en árið áður. Auðvitað hef ég á þessum tíma breyst úr sex, sjö ára púka í miðaldra kall. Einhvern veginn finnst mér þó stundum miklu skemmra síðan en þessi rúmu þrjá- tíu ár segja til um. í gamla daga var amma ein af föstu punktunum í tilverunni, til- veru sem var róleg og traust, ólík þessum hamagangi sem er á tilver- unni í dag. Amma og afi áttu sumarbústað á Isafirði, þessi bústaður var fyrir of- an Grænagarð og fannst mér þetta vera töluverðan spöl frá bænum en núna er þetta víst í miðjum bæ. Að koma inn í bústað var eins og vera kominn upp í sveit, það var stór hvammur rétt fyrir ofan húsið og þar gat maður setið í skjóli fyrir nánast hvaða veðri sem var. Ekki svo að skilja að það hafi oft hreyft vind á þessum árum, einhvern veg- inn er eins og oftast hafi verið sól- skin og blíða á sumrin þessi ár. Ekki man ég eftir ömmu setjast mikið í hvamminn með okkur afa eða bræðrum mínum, hún var alltaf að vinna. Þegar ég man eftir mér eru synir hennar fjórir allir orðnir fullorðnir, og eingöngu sá yngsti enn í heimahúsum. Miðsynirnir tveir farnir suður og sá elsti, faðir minn, fluttur í norðurenda Beykis- hússins með sína fjölskyldu. Amma þurfti því ekki að sjá af sama krafti um heimilið og áður og var farin að vinna í rækjuverksmiðjunni. Þang- að stalst ég einhvem tímann með afa, báðir vorum við í farbanni, ég sökum æsku en hann sökum elli og sjúkleika. Nokkrum árum eftir að afi deyr ákveða elsti og yngsti sonurinn að flytja suður og þar með var sjálf- gert að hún flytti líka, þar sem eng-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.