Morgunblaðið - 19.03.1999, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 19.03.1999, Blaðsíða 16
16 FÖSTUDAGUR 19. MARZ 1999 LANDIÐ MORGUNBLAÐIÐ Morgunblaðið/Friðrik J. Hjartar UNGLINGAR í félagsmiðstöðinni KRASS. Félagsmið- stöð opnuð í Snæfellsbæ Ólafsvík - Félagsmiðstöð ung- linga í Snæfellsbæ hefur nú verið opnuð í Olafsvík og hlotið nafnið „KRASS“ eins og sú fé- lagsmiðstöð sem áður starfaði á Klifí. Þessi nýja félagsmiðstöð leysir einnig af hólmi félags- miðstöð unglinga á Hellissandi, en rútuferðir eru fyrir ungling- ana þar í tengslum við þjón- ustutímana, þrjú kvöld í viku hverri. Að sögn starfsmannanna er unnið að því að afla starfsem- inni tækja og taka unglingarnir sjálfir þátt í því að efla starfið, meðal annars með góðri um- gengni og ,jákvæðu hugarfari" en sú áletrun er utan á húsnæð- inu á Ennisbraut 1. Nú hefur verið kosið í ung- lingaráð, en það skipa Ólafur Fannar Guðbjörnsson, Viðar Þór Ríkharðsson, Emanúel Þ. Magnússon og Alexander Jón Vilhjálmsson. Starfsmenn eru tveir, þeir Júlíus Theódórsson og Heimir Þór Ivarsson. Morgunblaðið/Egill Egilsson VETUR á Flateyri. Clinton til bjargar Flateyri - Eins og fram hefur komið í fréttum hefur veður verið með versta móti á Vestfjörðum undanfarna daga. Snjóflóð hafa WHITE SWAN.. _.... Dreifing: Engey ehf. Hverfisgata 103 s: 552 8877 fax: 552 0060 fallið og færð hefur spillst. Snjó- flóð féll á Hvilftarströnd og lokaði veginum til Flateyrar. Af þeim sökum urðu margir, bæði heima- menn sem voru fjarstaddir og starfsmenn hinna ýmsu fyrirtækja á Isafirði sem voru staddir við vinnu sína á Flateyri, veðurteppt- ir. Þegar spáin gaf til kynna að veðurhamurinn myndi ekki lægja næstu daga var brugðið á það ráð að sigla með starfsmennina á Sómabátnum Clinton frá Flateyri yfir í Holt þar sem bryggjuað- staða er fyrir hendi. Til baka komu heimamenn sem höfðu verið veðurtepptir á ísafirði og höfðu gist í Holti á meðan beðið var átekta varðandi veðrabrigði. Til þessa neyðarúrræðis hefur ekki þurft að grípa síðan snjóflóðið féll í október 1995, þegar válynd veður geisuðu. Morgunblaðið/Guðrún Vala Elísdóttir Góugleði í Breiðabliki Eyja-og.Miklaholtshreppi - Góu- gleði var haldin síðastliðið laug- ardagskvöld í félagsheimilinu Breiðabliki á Snæfellsnesi. íbúar í Eyja- og Miklaholtshreppi snæddu saman kvöldverð og drukku gos í boði hreppsins. Eftir máltíðina var spiluð félags- vist sem lauk með verðlauna- veitingu til þeirra sem best stóðu sig. Góugleði sem þessi hefur tíðkast í nokkur ár og kunna hreppsbúar vel að meta því mæting er góð. I ár komu um 75 manns á öllum aldri. Þjónustumiðstöð Lands- símans á Egilsstöðum Laxamýri - Nýtt mjaltakerfi á brautum með sjálfvirkum aftökur- um frá Alfa-Laval hefur verið sett upp í Grímshúsum í Aðaldal og segja bændur þar kerfið vera mikla byltingu í mjöltum. Tuttugu og fimm ár eru nú liðin síðan tankvæðing hóf innreið sína í Suður-Þingeyjarsýslu og mjaltaút- búnaður er því víða farinn að láta á sjá. Bændur eru margir farnir að líta í kringum sig og huga að endur- nýjun tækjakosts til mjalta, en brautakerfið er talið henta mjög vel í eldri byggingum og þar sem mjaltabásum verður ekki komið við. Kerfið hefur þann kost að ekki þarf að halda á tækjunum heldur eru þau færð eftir brautum um fjós- ið og þarf því ekki að rogast með þung tækin milli kúa. Með sjálfvirk- um aftakara þarf ekki að taka af kúnum með handafli, en með sér- Morgunblaðið/Atli Vigfússon HALLGRÍMUR Óli Guðmundsson í Grímshúsum við nýju mjaltavélarnar. stökum útbúnaði taka vélamar sig kú alltaf þegar mjólkað er og gefur af kúnum sjálfar. Þá þykir kostur það bóndanum betri möguleika á að að sjá hve margir lítrar eru í hverri fylgjast með nythæð kúnna. Egilsstöðum - Landssíminn hefur opnað þjónustumiðstöð á Egilsstöð- um. Miðstöðin er til húsa í Níunni, sem er nýtt verslunarhúsnæði að Miðvangi 1 á Egilsstöðum. Mark- aðssvæði miðstöðvarinnar er allt Austurland. Gunnar Sigbjömsson, verslunarstjóri, segist fagna því að þjónustudeild Landssímans á Aust- urlandi sé nú komin í gott húsnæði en sú deild bjó áður við þröngan kost í húsnæði íslandspósts. Mið- stöðin veitir alla þjónustu í sam- bandi við síma. Ennfremur er þarna birgðastöð og veitt alhliða fyrir- tækjaþjónusta. Þetta er ein af þjón- ustumiðstöðvum Landssímans sem er verið að opna víða um land. Opn- unartími miðstöðvarinnar er frá kl. 9-18 virka daga og kl. 10-14 á laug- ardögum. Morgunblaðið/Anna Ingólfs STARFSFÓLK Þjónustumiðstöðvar Landssímans á Austurlandi. Gunnar Sigbjörnsson verslunarstjóri, Jóhann Elíeserson sölumaður, María Bjartey Björnsdóttir og Margrét, Pétursdóttir þjónustufulltrúar. Mj ólkurframleið- endur í sókn Morgunblaðið/Anna Ingólfs DAVIÐ Jóhannesson, Karl Davíðsson og Ingibjörg Bjarnadóttir, eig- endur og starfsfólk verslunarinnar Djásn á Egilsstöðum. Gullsmiður á Egilsstöðum Egilsstaðir - Feðgarnir og gull- smiðirnir Davíð Jóhannesson og Karl Davíðsson hafa opnað skart- gripaverslunina Djásn í Níunni á Miðvangi 1 á Egilsstöðum. I versluninni Djásni fæst allt sem tilheyrir gullsmíði, s.s. mód- elskartgripir, sérsmíði, hand- smíðað víravirki og alls konar skartgripir. Auk þess er grafið á skartgripi og bikara og veitt al- hliða skartgripaþjónusta. Þeir feðgar unnu báðir við sitt fag hjá Jóhannesi Leifssyni, gullsmiði í Reykjavík, sem er þriðji ættliður- inn og frumheiji fjölskyldunnar í faginu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.