Morgunblaðið - 19.03.1999, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 19.03.1999, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN FOSTUDAGUR 19. MARZ 1999 il í skýrlu sinni frá því í janúar síð- astliðinn fjallar Alþjóðagjaldeyris- sjóðurinn um aukið frelsi í gjaldeyr- isviðskiptum hér á landi. Lagði hann áherslu á það að þó svo að í slíku frelsi felist möguleikar á tals- verðri hagræðingu þá fylgi því ýms- ar hættur. Vegna þessa telur sjóð- urinn ástæðu til þess að stjórnvöld auki eftirlit á ýmsum sviðum hag- kei-fisins. í því sambandi nefndi hann sérstaklega eftirlit með endur- útlánum erlends skammtímafjár- magns, mikilli skuldaaukningu heimilanna og frjálslegri útlána- stefnu bankakerfisins. Ástæða er til að taka ábendingar sjóðsins alvarlega. Núverandi ástand efnahagsmála hér á landi er að mörgu leyti sláandi líkt ástand- inu í Austur-Asíu áður en kreppan þar skall á. Hagvöxtur hefur verið mikill; gengi krónunnar er haldið föstu á meðan viðskiptahallinn er u.þ.b. 5% af þjóðarframleiðslu; og erlent lánsfé hefur verið notað til að auka heildarútlán bankakerfisins gríðarlega á skömmum tíma. Þótt ástand efnahagsmála sé betra nú en það hefur nokkru sinni verið getur slíkt tekið skjótan endi eins og við íslendingar höfum margoft reynt. Löggjöf um eriend skammtímalán í anda fyrrnefndrar stefnu Chíle myndi verulega draga úr hættunni á því að sveiflukennt framboð á er- lendum gjaldeyri verði stöðugleik- anum að falli. Slík löggjöf er því skref í þá átt að festa núverandi efnahagsástand í sessi. Einhverjh- munu eflaust gagmýna þessa tillögu með því að segja að með henni sé verið að leggja stein í götu þeirra sem vilja afla sér eriends áhættufjármagns. Þeir munu halda því fi'am að vegna þess aukna kostn- aðar sem samkvæmt tillögunni fellur á lánveitendur munum við íslending- ar þurfa að bjóða hærri vexti til að afla sama magns af erlendu lánsfé. Sú þarf alls ekki að vera raunin. Eins og staðan er í dag heimta er- lendh' lánveitendur háa áhættuþókn- un fyrir að fjárfesta í íslenskum krónum. Ástæðumar em tíðar geng- isfellingar og almennur óstöðugleiki sem hrjáð hefur íslenskt efnahagslíf í gegnum tíðina. Erlendir fjárfestar munu sjá að með löggjöf í anda stefnu Chíle minnkar hættan á geng- isfellingum. Þeir munu því vera til- búnir að lækka áhættuþóknun sína. Minni áhætta mun áreiðanlega vega upp á móti auknum kostnaði og gott betur þegar um lengri lán er að ræða. Þegar öll kurl era komin til grafar ætti tillagan því að auðvelda öflun erlends langtímafjármagns og lækka langtímavexti. Höfundur er hagfræðinemi, sem stundar nám við Princeton-háskóla í Bandaríkjunum. ■■\ grein fyrir því að vanlíðan, erfið- leikar, álag og áföll geta valdið vefrænum breytingum og svoköll- uðum líkamlegum sjúkdómum. Það kom því á óvart hversu auðveldlega Barna- og unglingageðdeild var út- hýst úr fyrirhuguðum barnaspítala Hringsins á Landspítalalóð. Sér- staklega með tilliti þess að á undan- förnum árum hefur oft verið vakin athygli á skorti á þjónustu við geð- sjúk börn. I febrúar 1997 skipaði heilbrigð- isráðherra nefnd sem skyldi móta stefnu í geðheilbrigðismálum. Eftir að hafa kynnt sér málið vel var það samdóma álit nefndarmanna að rétt væri að málefni barna hefðu mestan forgang, m.a. með því að geðheilbrigðisþjónusta yrði veitt í nýjum barnaspítala. Þessi for- gangsröðun þýðir að mikilvægara er að fjölga meðferðarúrræðum fyrir geðsjúk börn heldur en að leysa vanda heimilislausra geðfatl- aðra eða draga úr sumarlokunum geðdeilda, svo nokkur dæmi séu nefnd. Ekki er auðvelt að for- gangsraða einu af þessum alvar- legu vandamálum ofar en öðru. Samt er það gert. Gefum geðsjúkum börnum for- gang. Veitum þeim þjónustu í nýjum barnaspítala. Jafnvel þótt það kosti nýja skóflustungu í Fossvogi. Höfundur er fornmður Geðhjdlpar. Minni stærðfræði? SÍÐASTA ár hefur staðið yfir vinna vegna nýrra aðalnámskráa fyrir grann- og fram- haldsskóla. Nýlega hefur menntamálaráð- herra tilkynnt að farið verði að vinna eftir nýrri námskrá fyrir framhaldsskóla strax næsta haust. I nýju námskránum hefur verið markvisst stefnt að því að minnka bilið milli grunnskóla og fram- haldsskóla. Því miður virðist ekki hafa verið hugað að bilinu milli framhaldsskóla og háskólastigs. Samkvæmt lögum um fram- haldsskóla frá 1996 er bóknáms- brautum ætlað að veita undirbún: ing undir nám á háskólastigi. í þeim plöggum sem kynnt hafa ver- ið opinberlega kemur fram að meg- inbreytingin á bóknámsbrautum er að vægi sérgreinabrautanna eykst. Lágmarksfjöldi eininga í stærð- fræði minnkar aftur á móti á öllum brautum, um 50% á málabraut, um 60% á félagsfræðabraut og um 28% á náttúrufræðabraut. Háskóli Is- lands hefur lagt áherslu á að góð almenn menntun, sérstaklega góð kunnátta í íslensku, ensku og stærðfræði, sé besti grannurinn fyrir háskólanám. Háskóli íslands er til muna stærsti skólinn hér á landi sem veitir menntun á há- skólastigi. Minnkað vægi stærð- fræði í framhaldsskólum virðist því vera í mótsögn við hið lögbundna markmið bóknámsbrauta að búa nemendur undir háskólanám. Reyndar er vandséð hvaða rök liggja að baki þessari breyt- ingu. I námskrá fyrir grunnskóla er fjölgað tímum í stærðfræði, en efnið er ekki aukið. Með þessu ættu nem- endur að verða betur undirbúnir að takast á við stærðfræði í fram- haldsskólum. Einnig eru í nými námskrá fyrir framhaldsskóla nýjar lýsingar á stærðfræðiáföngum sem ætlaðir eru nem- endum á mála- og fé- lagsfræðabrautum þar sem tekið er sérstakt mið af þörfum þessara nemenda. Fjölda- mörg störf reyna á skilning á tölu- legum upplýsingum, leikni í með- ferð talna og reiknikunnáttu. Minna vægi stærðfræði til stúd- entsprófs gerir því nemendur verr undirbúna til þátttöku í atvinnulíf- inu. Þannig er mér ómögulegt að sjá að neitt mæli með þessari breyt- ingu en aftur á móti er margt sem mælir gegn henni. Þessi breyting í framhaldsskólunum mun kalla á breytingar á skipulagi háskóla- stigsins. Annaðhvort verður farið að miða stærðfræðikennslu við nemendur með lágmai-kskunnáttu úr framhaldsskóla eða innganga að námsleiðum verður takmörkuð við þá sem hafa bætt við sig í stærð- fræði umfram lágmarkið. Fyrri leiðin hlýtur að teljast ótæk enda verður íslensk menntun á háskóla- stigi að vera sambærileg við það sem gengur og gerist hjá öðrum Aðalnámskrár Minnkað vægi stærð- fræði í framhaldsskól- um, segir Rögnvaldur G. Möller, virðist því vera í mótsögn við hið lögbundna markmið bóknámsbrauta að búa nemendur undir háskólanám. þjóðum. Seinni leiðin hefur einnig galla. Á framhaldsskólaárunum era nemendur að uppgötva heim- inn og sjálfa sig. Hugmyndir um framhaldsnám mótast oft ekki fyrr en á síðustu árum framhaldsskóla; ákvörðun oft ekki tekin fyrr en á vikunum eftir útskrift. Hætta er á að þá séu margar námsleiðir þegar lokaðar, og erfitt að bæta úr, því nemendur hafi tapað allri æfingu í þeim undirstöðuatriðum stærð- fræði sem þeir þó lærðu í grann- skóla og á fyrsta ári í framhalds- skóla. Einnig má benda á nýlega könn- un á viðhorfum nýnema við Há- skóla Islands, þar sem kom fram að val nemenda á framhaldsnámi réðist að verulegu leyti af starfs- möguleikum að námi loknu. Áhrif þess að skyldunám framhaldsskóla í stærðfræði dugar ekki munu lík- lega verða þau að margir munu velja sér framhaldsnám og síðan starfsvettvang sem krefst þess Rögnvaldur G. Möller ekki að þeir bæti við sig stærð- fræði. Á nýrri öld hefur þjóðfélag- ið þörf fyrir fleira fólk menntað í tæknigreinum, verkfræði, raunvís- indum, lífvísindum, viðskiptafræði og félagsvísindum. Þetta eru alltr greinar sem reyna veralega á færni í stærðfræði og nám í þeim krefst góðs undirbúnings í stærð- fræði. Hefði því ekki verið eðli- legra að reyna að styrkja og efla hlut stærðfræði í framhaldsskól- um? Staða kennaramenntunar er líka áhyggjuefni. Kannanir hafa sýnt að fáir kennaranemar hafa góðan undirbúning í stærðfræði. Ekki mun ástandið í þeim málum batna ef stærðfræði til stúdentsprófs er minnkuð. Eina ástæðan sem mér dettur í hug fyrir þessum breytingum er að ætlunin sé að stemma stigu við miklu brottfalli í framhaldsskólum. Eg hefi meiri trú á íslenskum framhaldsskólanemum en svo að þeir láti einn og einn stærðfræði- áfanga sem þeim er gert skylt að taka standa í vegi fyrir sér við að ljúka námi. I drögunum að nýiri námskrá er margt gott; nemendur munu koma inn í framhaldsskóla með betri undirbúning í stærð- fræði og áfangar í framhaldsskól- um eru betur lagaðir að þörfum nemenda. En allt þetta er eyðilagt af þeirri ákvörðun ráðuneytisins að minnka vægi stærðfræði í franfiY haldsskólanámi þrátt fyrir að hlut- ur stærðft'æði sé frekar að aukast í námi á háskólastigi og í þjóðfélag- inu. Eg skora á ráðherra að endur- skoða stefnuna um minnkað vægi stærðfræði í framhaldsskólum og leita í staðinn ráða til að efla stærð- fræðiþekkingu í samræmi við kall tímans. Höfundur er jektorí stærðfræði við Háskóla íslands. _________________________________ir Yerkfræðikunnátta óskast FORMAÐUR Verk- fræðingafélagsins, Pétur Stefánsson, skrifaði frábæra grein í Mbl. 11.3. „Verkfræð- ingur óskast“ þar sem hann vekur athygli á þörf á aukinni mennt- un og bættum aðbún- aði verkfræðinga í samfélaginu. Það sem einkennt hefir síðari hluta þessai-ar aldar hérlendis er fyrst og fremst árangurinn í verklegum fram- kvæmdum (eg leiði hér hjá mér svindlið í fisk- veiðunum). Hér ber fyrst að nefna framkvæmdir í vegagerð, þá virkjunarfram- kvæmdir, þar sem Sigurður S. Thoroddsen, verkfræðingur, var framherjinn, en síðast kórónan þ.e. Hvalfjarðargöngin, sem ekki þurfti einu sinni að taka á vegaáætlun. Okkar samfélag væri annað og verra ef ekki hefði notið forystu margi’a góðra verkfræðinga. Orð formannsins era þannig í tíma töl- uð. En það getur líka verið neikvæð hlið á verklegum framkvæmdum, svo sem umræðan sýnir nú um til- lögurnar um að sökkva Eyjabökk- unum. Mér eru hér efst í huga snjóflóðavarnirnar á Flateyri, þar sem allt fór úr böndum. í maímán- uði 1996, sjö mánuðum eftir stóra snjóflóðið úr Skollahvilft, fóru hönnuðir varnanna VST/NGI og fulltrúar nýskipaðra Snjóflóða- varna til fundarhalda vestur á Flateyri til að kynna íbúum nýjar tillögur um varnir, sem voru fyrst tilbúnar um hádegi sama dag, og mér var synjað af VST um að fá að sjá. Þar var Flateyringum tilkynnt að ef þeir féllust ekki á að sam- þykkja þessar tillögur um varnirn- ar, yi’ði ekkert gert í vörnum fyrir Flateyri. Þessir úrslitakostir voru samþykktir á þessum fundi, enda engir sérfróðir menn þar til að fjalla um svo stórt og viðamikið mál. Þótt þeir, sem kunnugastir voru staðháttum bentu á aðrar og betri leiðir, varð engu um þokað. Þessar varnir voru síðan byggðar með margföldum tilkostn- aði og til mikils tjóns fyrir landið og alla framtíð Flateyrar. Eftir snjóflóðið hafði hreppsnefndin á Flateyri snúið sér til VST með beiðni um tillögur í málinu, sem síðan sneri sér til NGI í Oslo, en þeir teljast því aðalhöfundar varn- Snjóflóðavarnir Framkvæmdirnar á Flateyri kasta rýrð, — segir 0nundur As- geirsson, á alla verk- fræðingastétt landsins. anna. Eftir að Skipulag ríkisins hafði synjað um að Ííta á efnishlið málsins, þe. rangar forsendur fyrir tillögum um staðsetningu varnar- garða VST/NGI, sneri eg mér síð- an beint til NGI (Norges Geotekn- inske Institutt). Er rétt að hér sé vísað beint til endanlegs svars þeirra í bréfi til mín dags. 19. sept- ember, 1996, þ.e. löngu áður en framkvæmdir hófust: „964022 Flateyri. Slutt- kommentar til brev.“ Vi viser til dine tre siste brev datert 23 august, 2 september og 14 september. Da vi ikke kan se at det har fremkommet nye opplysn- inger om skredfaren i Flateyri ett- er várt svar datert 20 august, har vi valgt ikke á gi flere kommentar- er til dine brev. Særlig sá lenge din ordbrak av sikringstiltaket etter vár oppfatning er upassende og lite serips. Vi vil igen presisere at voller og kanaler má være av sá store dimensjoner som der er beskrevet i rapporten utarbejdet av VST og NGI i fellesskap, og at beliggen- heten er optimal for á oppná den beste sikringseffekten. Vi synes at dine beskrivelser av sikringstilta- ket som „Monster" ikke er dekk- ende for hvordan tiltaket vil se ut etter at det er ferdigstilt. Vi anser med dette vár korrespondanse med dig som avsjuttet." NGI sign. Ég hafði skýrt NGI frá því að garðarnir væru nefndir „Monst- er“ fyrir vestan, og raunin er nú orðin sú. Garðarnir eru rangt staðsettir og þeir vernda ekki bátahöfnina og eystri hluta byggðar á Flateyri fyrir snjóflóð- um úr Skollahvilft. Það var hroki hönnuðanna VST og NGI, sem hefir valdið ráðleysi og vandræða- gangi í kring um þessar fram- kvæmdir. Öll hús við Ólafstún, neðan garðanna, hafa verið keypt upp fyrir opinbert fé, af því að menn treystu ekki hinum rangt Skólavörðustíg 21 • sími 551 4050 •Rcykjavík 0nundur Ásgeirsson staðsettu görðum, og síðan er tek- ið að selja þau aftur á gjafprís. Allt þetta er gert vegna hroka hönnuðanna, sem ekki vildu hlýða á velviljuð og góð ráð staðkunn- ugra manna. Þessi hringavitleysa er undir vernd bæjarstjórnar Isa- fjarðarbæjar og Umhverfisráðu- neytisins, sem borgar ómældan kostnaðinn af opinberu fé. Þetta ætti að vera refsivert. Framkvæmdirnar á Flateyri kasta rýrð á alla verkfræðinga- stétt landsins og vekja upp spurn- inguna um það, á hvern hátt sé unnt að verjast slíkum mistökum. Allar endanlegar ákvarðanir voru# teknar af stjórnsýslustofnunum, sem ekki vora til þess hæfar að fjalla um hina verklegu fram- kvæmd, en tóku sínar ákvarðanir í barnalegri trá á að verk hönnuð- anna væri í lagi. Öll stétt verk- fræðinga hefir samþykkt mistökin með algjöru tómlæti. Sama gildir um svonefndar Snjóflóðavarnir Veðurstofunnar. Eg beini því þeirri siðferðilegu spurningu til formanns Verkfræðingafélagsins, hvernig eigum við að geta forðast slík mistök í framtíðinni? Framundan eru fleiri varnarvirki gegn snjóflóðahættu fyrir tugi milljarða króna, en af þeim er að7^ eins ein, á Siglufirði, þar sem tekið hefir verið tillit til staðhátta með árangi’i. Höfundur er fyrrverandi forstjóri.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.