Morgunblaðið - 19.03.1999, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 19.03.1999, Blaðsíða 53
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR FOSTUDAGUR 19. MARZ 1999 sT JÓN ARASON + Jón Arason fæddist í Hvíta- nesi í Vestur-Land- eyjum 11. febrúar 1918. Hann lést á hjúkrunarheimilinu Eiri 15. mars síð- astliðinn. Foreldrar hans voru Guð- björg Guðjónsdótt- ir, f. 30.4. 1894, d. 13.1. 1973, og Guð- finnur Ari Snjólfs- son, f. 12.7. 1884, d. 9.4. 1966. Jón var elstur átta systk- ina. Hinn 5. febrúar 1949 kvænt- ist Jón eftirlifandi eiginkonu sinni, Sigrúnu Magneu Magnús- dóttur, f. 27. apríl 1924. Jón og Sigrún hófu búskap á Hverfís- götu 101, en lengst af bjuggu þau á Ökrum við Nesveg á Sel- tjarnarnesi. Börn þeirra eru: Magnea Móberg, f. 1.11. 1949, maki Jón Þór Aðalsteins- son; Guðbjörg, f. 23.9. 1951, maki Egill Sigurðsson; Jón Sigmar, f. 17.7. 1961, maki Sólrún Hvönn Indriðadótt- ir. Jón og Sigrún eiga ellefu barna- börn og þrjú barna- barnabörn. Sem ungur mað- ur vann Jón öll al- menn sveitastörf og var til sjós en lengst af starfaði hann hjá heildverslun Eggerts Krist- jánssonar, síðar Gunnars Egg- ertssonar, þar til hann lét af störfum fyrir aldurs sakir. Utför Jóns fer fram frá Foss- vogskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 10.30. Elsku afí minn. ... afi á Ökrum sem hitaðir kak'ó með miklum syki-i og ristaðir franskbrauð með þykkum ostsneið- um og sultu á sunnudagsmorgnum. ... afi sem komst í heimsókn með ömmu og gafst okkur alltaf grænan ópal. ... afi listakokkur sem eldaðir lambalæri í hádeginu á sunnudög- um með grænum baunum, rauðkáli, kai-töflum og brúnni sósu og áttir alltaf nóg af ís og ávöxtum í eftir- mat. ... sköllótti afi sem sagðir að hárið á þér hefði fokið út í veður og vind. ... afi sem sagðir mér hlæjandi að fimm-ára-ég hefði staðið í dyra- gættinni þegar þið amma komuð í heimsókn og spurt hranalega: „Hvað eruð þið að gera hér?“ síðan hlaupið aftur inn til Petu að drekka kaffi með kandís og lesa norsku blöðin. ... afi klári sem burstaðir alla hina í spurningakeppni gamla fólksins á Eir. ... pínkulítið þjófótti afi sem rændir harðfisk handa okkur af trönunum í Suðurnesi þegar við vorum í bíltúr á Gamla Grána. ... afi flotti í teinóttum jakkaföt- um með hatt á tyllidögum. Þú ert sá afi sem ég geymi í hjartanu mínu alltaf og að eilífu. Þín Sigrún Erla. Okkur setti hljóðai- þegar við fréttum af andláti hans Jóns Ara- sonar. Jón var einstakt góðmenni SIGRÍÐUR ERLA JÓNSDÓTTIR + Sigríður Erla Jónsdóttir fæddist í Reykjavík 12. mars 1933. Hún andaðist á Sjúkra- húsi Reykjavíkur 17. febrúar síðast- liðinn og fór útför hennar fram frá Fossvogskirkju 25. febrúar. Þú komst og fórst með ást til alls sem grætur, á öllu kunnir nákvæm skil, þín saga er Ijós í lífi einnar nætur, eitt ljós, sem þráðir bara að vera til. (Vilhjálmur frá Skáholti) okkar, sem kynntust í æsku og hafa verið mjög nánar vinkonur allt lífið, þær hafa tekið þátt í sorg og gleði, hver annarrar alla tíð enda þótt vegalengdin hafi verið mikil síðustu árin, þar sem dóttir mín settist að í Svíþjóð. Adda hefur nánast á hverju ári og jafnvel tvisvar á ári heimsótt sína æskuvinkonu og tekið móður sína og börn með sér. Elsku litlu börnin hennar Öddu missa mikið að missa ástkæra ömmu Siggu, sem alltaf var tilbúin að eiga með þeim góðar stundir, og Ragna elsta dóttir Öddu fékk að njóta samvistar hennar fram á síð- ustu stundu en þær voru mjög nán- ar. Mig setti hljóða er ég fékk andláts- fregn Sigríðar Erlu eða Siggu mömmu hennar Öddu, eins og hún var alltaf skilgreind innan minnar fjölskyldu síðastliðin ár. En áður fyrr var það hún Sigga hans Ragga. And- lát Siggu bar brátt að og var ótíma- bært, því hún Sigga var alltaf svo hress. Hugsaninar fóru að streyma í gegn um kollinn mér. Ég fór að líta til okkai- yngri ára, þegar við bjuggum hlið við hlið á Otrateignum, og vorum báðar að ala upp bömin okkar, sem voru á mjög svipuðum aldri, þá brosti lífið og framtíðin við okkur og okkar fjölskyldum. En lífið er hverfult og ekki var svo mjög langt í sorgina hjá Siggu, sem missti svo syni sína á unga aldri og eiginmanninn með stuttu millibili og alla svo snögglega. A þeim tíma skildi ég ekki, hversu mikið hugrekki þessi kona hafði, hún bugaðist aldrei. Það var eins og hvert áfallið gæfi henni meiri og meiri styrk. Þó að leiðir okkar skildu fékk ég alltaf að fylgjast með henni í gegnum dætur Dætur okkar Siggu, Adda og Ásta, eða litlu meyjarnar okkar, eins og ég kallaði þær oft, sökum þess að þær em fæddar með átta daga millibili sama ár og eru báðar í meyjarmerk- inu, era að mörgu leyti mjög líkar í eðli sínu, afskaplega trúar og tryggar sínum ástvinum og fjölskyldu. Eitt er víst að hún Sigga mín hefði viljað fá að dvelja lengur hjá Öddu sinni og barnabörnum, því svo bar hún þau fyrir brjósti og unni þeim heitt. Við sem þekkjum til erum að reyna að hugga okkur við að nú er Sigga í góðum höndum hjá Drottni, eiginmanni og sonum. Ég man þig enn og mun þér aldrei gleyma, minning þín opnar gamla töfraheima, Blessað sé nafn þitt bæði á himni og jörðu. (D.S.) Blessuð sé minning Sigríðar Erlu Jónsdóttur. Elsku Adda og fjölskylda. Drott- inn gefi ykkur styi'k í sorg ykkar og söknuði. og er það heiður að hafa fengið að kynnast honum óg eiga hann að samferðamanni í þann tíma sem við unnum saman. En við vorum sam- starfsmenn í mörg ár hjá Gunnari Eggertssyni hf. Jón vann mestan hluta starfsævi sinnar við útkeyrslu hjá Eggert Kristjánssyni hf. og síð- an Gunnari Eggertsyni hf. frá 1974 þegar það var stofnað af Gunnari Eggertssyni, syni Eggerts Krist- jánssonar. Þegar við hófum störf þar var Jón hættur á lagernum og farinn að vinna á skrifstofunni við innheimtu- og sendlastörf. Iðjusemi hans var með ólíkindum, honum féll aldrei verk úr hendi. Hann var án efa Ijúfasti „rukkari" þessa lands, afkastamikill með eindæmum þar sem ógerlegt var að segja nei við þennan elskulega mann sem bræddi alla með hjartahlýju sinni og góð- mennsku. Það segir mikið um hvern mann Jón Arason hafði að geyma að þeg- ar hann varð sjötugur fékk hann gríðarstóra blómakörfu frá starfs- fólki Islandsbanka við Dalbraut en þangað kom hann daglega á vegum fyrirtækisins. Mörgum árum eftir að hann hætti störfum sökum ald- urs voru viðskiptavinirnir enn að spyrja um hann og bera honum kveðju sína, slíkur maður var Jón, ógleymanlegur öllum sem kynntust honum. A góðri stundu var hann hrókur alls fagnaðar, með frábæra kímni- gáfu og fallega söngrödd. Á einni slíkri stundu orti einn af starfs- mönnum fyrirtækisins vísur um allt starfsfólkið og var þá gjarnan kom- ið við veika bletti en það var ekki hægt þegar Jón átti í hlut og var vísan um hann svona: Sólin rennur upp á svið sínum heilsar vini Blíð að morgni brosir við björtum Arasyni Megi algóður Guð blessa þig. Okkar dýpstu samúðarkveðjur til Sigrúnar, barna ykkar og barna- bama. Inga Jóna og Bryndís. Sverrir Einarsson, Sverrir Oisen, útfararstióri útfararstjóri Utfararstofa Islands sér um: Otfararstjóri tekur að sér umsjón útfarar í samráði við prest og aðstandendur. - Fiytja hinn iátna af dánarstað i líkhús. - Aöstoöa við val á kistu og líkklæðum. - Undirbúa lík hins látna í kístu og snyrta ef með þarf. Útfararstofa íslands útvegar: - Prest. - Dánarvottorð. - Stað og stund fyrir kistulagningu og útfbr. - Legstað í kirkjugarði. - Organista, sönghópa, elnsöngvara, einleikara og/eða annað listafólk. - Kistuskreytingu og fána. - Bióm og kransa. - Sálmaskrá og aðstoðar við val á sálmum. - Ukbrennsluheimild. - Duftker ef likbrennsla á sér stað. - Sal fyrir erfidrykkju. - Kross og skilti á leiði. - Legsteín. - Flutntng á kístu út á land eða utan af landi. - Flutning á kistu til landsins og frá landinu. Útfararstofa íslands - Suðurhlíð 35 - 105 Reykjavík. Sfmi 581 3300 - allan sólarhringinn. + Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, GUÐRÚN NIKULÁSDÓTTIR, áður til heimilis á Framnesvegi 29, verður jarðsungin frá Dómkirkjunni mánu- daginn 22. mars kl. 10.30. Guðrún K. Júlíusdóttir, Sigriður Júlíusdóttir, Kristmundur E. Jónsson, Hulda Þorsteinsdóttir, Sigríður Dúna Kristmundsdóttir, Kristbjörg Elín Kristmundsdóttir, Guðrún Björk Kristmundsdóttir, Júlía Hrafnhildur Kristmundsdóttir, Lára K. Guðmundsdóttir, Guðrún Edda Guðmundsdóttir, Emil Gunnar Guðmundsson, Þórunn Hulda Guðmundsdóttir, Hulda Birna Guðmundsdóttir, Gunnhildur Halla Guðmundsdóttir, barnabarnabörn og aðrir aðstandendur. + Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, ÞÓRIR BJÖRNSSON vélstjóri, lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur þriðjudaginn 16. nóvember. Björn Þórisson, Sigrún Ingibjartsdóttir, Jónas Þórir Þórisson, Ingibjörg Ingvarsdóttir, Stefán Þórisson, Guðbjörg Guðjónsdóttir, Kristín Th. Þórsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. + Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir, afi og langafi, JÓN FRANKLÍNSSON, Seftjörn 5, Selfossi, lést á Sjúkrahúsi Suðurlands þriðjudaginn 16. mars. Sveinborg Jónsdóttir, börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. + Systir mín og móðursystir, ÍSAFOLD ÓLAFSDÓTTIR, andaðist á Sjúkrahúsi Reykjavíkur miðviku- daginn 17. mars. Þóra Fannberg, Ólafur Fannberg. + Innilegar þakkir sendum við öllum þeim sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærs eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, JÓNS M. SIGURÐSSONAR fyrrverandi kaupfélagsstjóra, Bjargartanga 10, Mosfellsbæ. Fyrir mína hönd og annarra aðstandenda, Lilja Sigurjónsdóttir. + Hjartans þakkir sendum við öllum þeim, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför ÞÓRUNNAR ÓLAFAR JÓNSDÓTTUR, Túngötu 38, Eyrarbakka. Sérstakar þakkir til starfsfólks Ljósheima á Selfossi fyrir góða hjúkrun og hlýtt viðmót. Fyrir hönd aðstandenda, Torfi Nikulásson. Edda Eyfeld.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.