Morgunblaðið - 19.03.1999, Blaðsíða 12
12 FÖSTUDAGUR 19. MARZ 1999
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Sea Shepherd-náttúru-
verndarsamtökin
Hóta að-
gerðum
hefji íslend-
ingar hval-
veiðar
SEA Shepherd-náttúiuverndar-
samtökin fordæma ályktun Alþing-
is frá því í síðustu viku um að hefja
eigi hvalveiðar að nýju. Paul Wat-
son, forseti samtakanna, minnir á
að árið 1986 hafi samtökin sökkt
tveimur íslenskum hvalveiðibátum
í Reykjavíkurhöfn og að efnahags-
þvinganir séu því ekki eina leiðin
til að bjarga hvölunum. Þetta kem-
ur fram í skeyti á tölvupóstlista
samtakanna.
Watson telur að ákvörðun Is-
lendinga eigi rætur að rekja til
stuðnings Bandaríkjastjórnar við
hvalveiðar Makah-indíána, sem
samtökin hafa barist hart gegn um
langt skeið. Hvalveiðar þeirra
byggjast á frumbyggjarétti, en
Watson segir að hvalveiðihefð
indíánanna sé ekki hægt að rekja
lengra aftur en til 19. aldar. „Við
sögðum að [hvalveiðar Makah-
indíána] myndu grafa undan al-
þjóðabanninu gegn hvalveiðum í
ágóðaskyni. Nú uppskera menn
eins og þeir sáðu.“
í skeytinu segir að þegar íslend-
ingar hafi ætlað sér að ganga gegn
hvalveiðibanninu árið 1986 hafí Sea
Shepherd-samtökin neytt þá til að
fylgja því eftir með því að sökkva
hálfum hvalveiðiflota landsins í
Reykjavíkurhöfn. „Þeir [Islending-
ar] telja sennilega að þeir hafí ekk-
ert að óttast af hálfu Bandaríkj-
anna, sem kannski er rétt, en Is-
lendingar ættu að hafa hugfast að
efnahagsþvinganir eru ekki eina
leiðin til að bjarga hvölunum,“ seg-
ir Watson.
Umboðsmaður barna kynnir skýrslu um einelti
Allt þarf að gera til að
sporna við þessum vágesti
Morgunblaðið/Ámi Sæberg
ÞÓRHILDUR Líndal, umboðsmaður barna, kynnti nýja skýrslu um einelti í gær og sagði að skólar þyrftu
að vinna saman með nemendum gegn einelti.
ÞÓRHILDUR Líndal, umboðs-
maður barna, kynnti í gær skýrsl-
una „Einelti kemur öllum við,“ en
skýi'slan, sem í'yrst og fremst er
skrifuð með nemendur, foreldra,
kennara og skólastjórnendur í
huga, hefur tvö meginmarkmið, í
fyrsta lagi að koma á framfæri því
helsta sem vitað er um einelti, eðli
þess, orsakir og afleiðingar. I öðru
lagi að koma á framfæri ábending-
um og tillögum barna og unglinga
um raunhæfar leiðir til þess að
stemma stigu við einelti.
Þungamiðja skýrslunnar er ráð-
stefna um einelti bama, sem haldin
var síðastliðið haust og hefur að
geyma niðurstöður og tillögur sem
fram komu í blönduðum umræðu-
hópum bama og fullorðinna á ráð-
stefnunni. Björn Bjarnason
menntamálaráðherra var sérstak-
ur gestur fundarins og sagði hann
við það tilefni að gera þyrfti allt til
að spoma við þeim vágesti sem ein-
elti væri.
„Mamma og pabbi fóra til skóla-
stjórans til þess að ræða þetta mál
(eineltið) en hann hlustaði ekki á
þau,“ sagði fómarlamb eineltis á
ráðstefnunni sl. haust. Að sögn
Þórhildar er áhrifaríkasta tækið
sem skólinn hefur yfír að ráða í
baráttunni gegn einelti nemend-
umir sjálfir og því þarf skólinn að
semja og móta áætlun gegn einelti
í samvinnu við nemendur.
Mikil vanþekking
á einelti
Samkvæmt skýrslunni er nauð-
synlegt að sameiginlegur skilning-
ur ríki um inntak og merkingu
hugtaksins eineltis, því þegar
vandamálið hefur verið skilgreint
er hægt að vinna gegn því með
skipulegum hætti. Nauðsynlegt er
að það sé á hreinu hver beri
ábyrgðina á því að tekið sé á einelti
og ekki á að líða það lengur að full-
orðnir hlaupist undan þessari
ábyrgð.
„Kennarinn hjálpaði mér ekki
neitt - ég sagði honum oft frá því
sem hafði komið fyrir mig og hvað
væri alltaf verið að segja við mig
og gera við mig. Hann hlustaði
ekki á mig,“ sagði fórnarlamb ein-
eltis.
I skýrslunni kemur fram að í
samfélaginu ríki mikil vanþekking
á einelti og því sé nauðsynlegt að
fræða börn, foreldra og starfsfólk í
skólum, sem og starfsfólk sem
vinni með bömum og unglingum
utan skóla. Sérstaklega er rætt um
þátt kennara og þeirri spurningu
vai-pað fram hvort þeir séu nægj-
anlega undirbúnir í Kennarahá-
skólanum til að bregðast við ein-
elti. I skýrslunni kemur fram að á
hverjum tíma megi búast við því að
um 10% nemenda verði fyrir einelti
og að þess vegna verði allir skólar
að búa til áætlun gegn einelti, sem
hægt sé að fara eftir ef slík tilfelh
koma upp.
Dæmdar skaðabætur frá ríki
vegna ógreiddra launa
Andlát
OSKAR E.
LEVY
ÓSKAR E. Levy bóndi á Ósum á
Vatnsnesi lést á sjúkrahúsinu á
Hvammstanga mánudaginn 15.
mars, á áttugasta og sjöunda ald-
ursari.
Óskar fæddist 23. febrúar 1913.
Foreldrar hans voru hjónin^ Eggert
Jónsson Levy bóndi á Ósum á
Vatnsnesi og Ögn Guðmannsdóttir
Levy.
Óskar starfaði á búi foreldra
sinna á Ósum uns hann tók við jörð
og búi árið 1948. Óskar var alþingis-
maður Norðurlands vestra árið 1966
og 1967 fyrir Sjálfstæðisfiokkinn og
hann sat einnig sem varaþingmaður
á nokkram þingum árin 1965 til
1970.
Hann var hreppstjóri Þverár-
hrepps 1950 til 1983 og sýslunefnd-
armaður um árabil. Þá sat hann í
sauðfjársjúkdómanefnd 1960 til
1983 og var formaður eitt kjörtíma-
bil.
Eftirlifandi eiginkona Óskars er
Sesselja Hulda Eggertsdóttir.
HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur
hefur dæmt íslenska ríkið til að
greiða Erlu Sveinbjörnsdóttir tæp-
ar 208 þúsund krónur vegna
ógreiddra launa með vöxtum, auk
þess sem allur gjafsóknarkostnaður
stefnanda fyrir Héraðsdómi og
EFTA-dómstólnum greiðist úr rík-
issjóði samtals 1,4 milljónir kr.
Erla hafði unnið hjá fyrirtæki
sem varð gjaldþrota en kröfu henn-
ar um bætur úr Abyrgðarsjóði
launa var hafnað vegna ákvæða
sem útiloka systkini hluthafa hjá
gjaldþrota fyrirtækjum frá greiðsl-
um. Erla höfðaði skaðabótamál á
hendur ríkinu á þeim grandvelli að
neitun ríkisins væri óheimil sam-
kvæmt tilskipun sem væri hluti
EES-samningsins. Héaðsdómur
taldi þörf á að leita til EFTA-dóm-
stólsins um hvernig skilja bæri um-
rædda tilskipun og samkvæmt ráð-
gefandi áliti hans sem gert var op-
inbert 10. desember síðastliðinn
segir meðal annars að aðilum
samningsins um Evrópska efna-
hagssvæðið beri skylda til þess að
bæta einstaklingum það tjón sem
þeir verða fyrir vegna þess að
landsréttur sé ekki réttilega lagað-
ur að ákvæðum EES-samningsins.
Stefnandi fór fram á tæpar 740
þúsund kr. í bætur sem voru laun
og orlofslaun í uppsagnarfresti
íyrstu sex mánuði ársins 1995.
Naut viðkomandi launagreiðslna til
13. mars það ár, en fyrirtækið varð
gjaldþrota 22. mars. Segir Héraðs-
dómur að sá réttur sem tilskipunin
veitir launþegum í aðildarríkjum
EES-samningsins sé að þeim sé
tryggð greiðsla á óinnheimtum
kröfumn samkvæmt ráðningar-
samningi og varði vinnulaun fyrir
ákveðinn dag. Stefnda beri að
greiða stefnanda bætur sem séu
LOFTVARNAFLAUTUR Al-
mannavarna ríkisins verða aftengd-
ar frá og með 24. mars nk. til 1.
mars árið 2000. Prófanir á þeim
falla því niður á þessu tímabili en
tekin verðui- ákvörðun fyrir 1. mars
árið 2000 hvort þær verða tengdar
á ný eða ekki, en flauturnar era í
eldri hverfum í Reykjavík, Kópa-
vogi og á Seltjarnarnesi.
Loftvarnaflauturnar vora settar
upp á tímum kalda stríðsins árið
1969, en að sögn Sólveigar Þor-
valdsdóttur, framkvæmdastjóra Al-
mannavarna ríkisins, er sú hernað-
arógn sem þá var til staðar liðin
hjá. Því hefur ástand og framtíð
flautanna verið til athugunar í
nokkurn tíma.
Að sögn Sólveigar telja Al-
mannavarnir ríkisins réttara að
vegna takmarkaðs fjármagns sem
stofnunin hefur, verði peningum
þessa árs betur varið í að efla fjar-
skiptakerfí um landið, en að halda
jafnar kaupi frá 13. mars til 22.
mars 1995 eða í 10 daga sem svari
til 46.152 kr. miðað við það viku-
kaup sem stefnanda hafí verið
greitt. Auk þess er stefnandi
dæmdur til þess að greiða áunnin
orlofslaun til sama tíma 150.508 kr.
og þann hluta orlofsuppbótar sem
féll á umrætt tímabil kr. 7.156. og
4.044 kr. vegna ógreiddrar desem-
berappbótar, samtals að upphæð
207.960 kr.
Loftvarnaflautur Al-
mannavarna aftengdar
flautunum gangandi. Flauturnar
séu auk þess eingöngu í eldri hverf-
um og segir Sólveig að ekki hafí
verið talið réttlátt að ákveðinn hluti
landsmanna njóti þeirrar þjónustu
sem þær bjóða og fólki sé þar með
mismunað. „Annaðhvort þarf að
setja upp loftvarnaflautur alls stað-
ar eða loka þeim öllum, en það er í
athugun hversu gagnleg þjónusta
þeirra er og hvort hægt sé að ná
hlutverki þeirra með öðrum hætti."
Lítið mark tekið
á flautunuin
Sólveig segist hafa orðið vör við
að fólk taki lítið mark á flautunum.
Stundum hafi flauturnar farið í
gang um nótt, og svöranin hjá Al-
mannavörnum vegna þessa hafi
verið mjög lítil, fólk hafí greinilega
bara snúið sér yfír á hina hliðina.
Rekstrarkostnaður við flauturn-
ar hefur verið töluverður, um 1
milljón króna á ári, en Almanna-
varnir ríkisins eru með um 30 millj-
ónir króna á ári á fjárlögum. Rúm-
lega hálfri milljón króna er varið í
leigu á símalínum sem liggja frá
stjórnstöð Almannavarna að flaut-
unum, en hinn helmingurinn hefur
farið í viðhald og auglýsingar í fjöl-
miðlum þegar flautuprófanir era.
----------------------
Rýming húsa
afturkölluð í
Bolungarvík
RÝMING húsa í Bolungarvík var
^afturkölluð klukkan 13.30 í gær, en
húsin voru rýmd vegna snjóflóða-
hættu klukkan 22 á miðvikudags-
kvöld. Átta hús, sem búið er í, voru
rýmd.
Að sögn sérfræðings á Veðurstofu
Islands hafa engar nýjar fréttir af
snjóflóðum borist og er veðurspáin
góð fram yfir helgi.