Morgunblaðið - 24.03.1999, Side 6

Morgunblaðið - 24.03.1999, Side 6
6 MIÐVIKUDAGUR 24. MARZ 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Samkeppnisstofnun um sameiningu verslana Nóatúns, KÁ og 11-11 Ekki ástæða til sérstakrar skoðunar SAMKEPPNISSTOFNUN taldi ekki ástæðu til þess að forsvars- menn Nóatúns, verslunarsviðs Kaupfélags Ámesinga og 11-11- verslananna óskuðu eftir því að samkeppnisyfirvöld skoðuðu fyrir- hugaða sameiningu áður en hún var ákveðin. Guðmundur Sigurðsson, lög- fræðingur hjá Samkeppnisstofnun, sagði að á grundvelli þeirra upp- lýsinga sem stofnunin hefði um stöðu þessara fyrirtækja hefði stofnunin talið að ekki væri ástæða til þess. I 18. grein samkeppn- islaga, sem fjallar um sameiningu eða yfirtöku fyrirtækja, segir að teíji Samkeppnisráð að samruni leiði til markaðsyfiiTáða eða dragi verulega úr samkeppni geti ráðið ógilt samruna. „Við vitum að önnur verslunarkeðja er stærri, þ.e.a.s. Baugur. Það eru því engar for- sendur fyrir því að nýja fyrirtækið öðlist með samrunanum markaðs- yfirráð," sagði Guðmundur. Baugur með 30-35% hlutfall Samkvæmt upplýsingum sem Morgunblaðið hefur aflað sér hafði Baugur 30-35% hlutfall af veltu á matvörumarkaði í landinu árið 1997 en innan vébanda þess er Hagkaup, Nýkaup, Bónus og Hraðkaup. Hlutfall af heildarvelt- unni hjá fyrirtækjum innan hins nýstofnaða Kaupáss, þ.e. KÁ, Nóa- túns og 11-11, var 17-18%. Nýrri tölur liggja ekki fyrir. Nokkrar breytingar hafa orðið á markaðnum síðan 1997. KEA hef- ur opnað Nettó-verslun í Mjódd- inni og Hagkaup verið skipt upp í Nýkaup og Hagkaup ásamt því sem Hraðkaupsverslanir hafa ver- ið opnaðar. 10-11-verslanirnar höfðu um 6-7,5% hlutfall af heildarveltunni, Þín verslun, sem eru óháðar minni verslanir á höfuðborgarsvæðinu sem hafa samstarf um innkaup, hafði um 7% hlutfall af heildar- veltu, KEA og Nettó höfðu 5-6%, Samkaup 4,5-5% og Fjarðarkaup 3-4%. Samtals er þetta hlutfall upp á 72,5-82,5% af heildarveltu matvöruverslunar í landinu. Af- gangurinn skiptist milli minni verslana. Andlát ÞORLEIFUR EINARSSON LÁTINN er Þorleifur Einarsson jarðfræði- prófessor á 68. ald- ursári. Hann var fædd- ur í Reykjavík 29. ágúst árið 1931. Þorleifur Einarsson lauk stúdentsprófi frá MR árið 1952 og stundaði nám í jarð- fræði í Þýskalandi og lauk doktorsprófi árið 1960. Eftir það stund- aði hann framhalds- nám í Noregi og í Englandi. Þorleifur starfaði árin 1961 til 1965 við iðnaðardeild Atvinnudeild- ar Háskólans, síðar við Rannsókna- stofnun iðnaðarins og Raunvísinda- stofnun Háskólans. Á þessum árum var hann einnig stundakennari í náttúrufræði, eðlisfræði og síðar jarðfræði við Vogaskólann í Reykja- vík, MR, Tækniskóla íslands og Há- skóla Islands. Hann varð prófessor í jarðfræði við Háskólann árið 1975 til dauðadags og deildarforseti verk- og raunvísindadeildar árið 1983. Rannsóknastörf Þorleifs snerust annars vegar um grundvallarrann- sóknir, þ.e. rannsóknir á loftslags- og gróður- farssögu íslands á ísöld og nútíma, á jarðlaga- fræði ísaldar og rann- sóknir í eldfjallafræði og hins vegar voru það hagnýtar rannsóknir, m.a. við Sigöldu og Búrfell og jarðgöng í Strákum og við Odds- skarð. Auk fjölda fyrir- lestra hériendis og er- lendis skrifaði Þorleif- ur um gosin í Surtsey og Heimaey og bókina Jarðfræði, saga bergs og lands, sem kennd hefur verið í framhaldsskólum og komið hefur út í nokkrum útgáfum, síðast 1991 sem nánast ný bók. Hann var formaður stjórnar Máls og menningar um árabil, sat í stjórn Hins íslenska náttúrufræðifélags og Jarðfræðafélags íslands og var meðal stofnenda Landvemdar. Kona Þorleifs var Steinunn Ólafs- dóttir hjúkrunarfræðingur en þau voru sldlin. Börn þeirra eru fjögur, Einar Ólafur, Björk, Ásta og Krist- ín. Sambýliskona hans var Gudrun Bauer. Drykkjarfontar settir upp TÆPLEGA tvö hundruð tillögur bárust í hugmyndasamkeppni Vatnsveitu Reykjavíkur um gerð drykkjarfonta eða svonefndra vatnspósta í Reykjavík. Af þeim hefur sérstök dómnefnd valið fimm tillögur að vatnspóstum og beðið viðkomandi listamenn að útfæra þær nánar og gera líkön að þeim. Stefnt er að því að velja að minnsta kosti tvær gerðir vatns- pósta til að koma fyrir á fjölfórnum stöðum í Reykjavík. Heilbrigðis- og umhverfisnefnd Reykjavíkur hefur samþykkt stað- setningu vatnspóstanna á eftirfar- andi stöðum: Á göngu- og skokk- brautum við Ægisíðu, í Nauthóls- vík, Fossvogsdal og Elliðaárdal og að lokum við Laugaveg og Ingólfs- torg. Samkeppnin er haldin í til- efni af níutíu ára afmæli Vatnsveit- unnar á árinu og er miðað við að vígja þrjá vatnspósta á þessu ári. Hinn fyrsta að öllum líkindum 16. júní nk. i I I I

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.