Morgunblaðið - 24.03.1999, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 24.03.1999, Blaðsíða 18
18 MIÐVIKUDAGUR 24. MARZ 1999 LANDIÐ MORGUNBLAÐIÐ * Islandsmótið í dorgveiði haldið á Laxárvatni við Blönduós Keppt í blíðskaparveðri Morgunblaðið/Jón Sigurðsson ÞAÐ voru jafnt háir sem lágir sem tóku þátt í dorgveiðinni. Blönduósi - íslandsmótið í dorg- veiði var haldið á Laxárvatni skammt sunnan Blönduóss um síð- ustu helgi í blíðskaparveðri. Kepp- endur voru á fjórða tug og komu yíða að af landinu. Dorgmeistari íslands var krýndur Jón Sigurðs- son úr Reykjavík en stærsta fisk- inn veiddi Kristófer Rristjánsson frá Blönduósi. A þykkum ís Laxárvatns mátti sjá margan áhugasaman veiði- manninn beita öllum tiltækum ráð- um til að fá lystarlítinn silunginn til að taka beituna. Sumir beittu maís- baunum en aðrir beittu rækju. Á sumum línum hafði verið settur spúnn nokkru fyrir ofan beitu til að vekja athygli fisksins. Sessur af ýmsu tagi voru notaðar, allt frá hreindýraskinni upp í steinull og allt þar á milli því sessur skipta miklu máli í dorgveiði því samneyti mannslíkama við ís í langan tíma án góðrar einangrunar er erfið þol- raun. Mótstjóri nú sem fyrr var Bjöm G. Sigurðsson frá Dorgveiði- félagi íslands en það var Ferða- málafélag Austur-Húnavatnssýslu sem sá um skipulag mótsins. Morgunblaðið/Aldís Hafsteinsdóttir ÞÁTTTAKENDUR í fegurðarsamkeppninni. Efri röð f.v. Hrafnhildur Ó. Magnúsdóttir, Biskupstungum, Karen Dröfn Kjartansdóttir, V-Landeyjum, Elín Ósk Jónsdóttir, Þorlákshöfn, Sif Gunnarsdóttir, Hvera- gerði, Halla Rós Arnarsdóttir, Laugardal, Sigurbjörg H. Sigurbjömsdóttir, Vík. Neðri röð f.v. Linda Björk Sigmundsdóttir, Selfossi, Sigurlaug Jóhannesdóttir, Selfossi, Elín G. Steindórsdóttir, Selfossi, Guðmunda Á. Geirsdóttir, Kvíarhóli og Inga Birna Baldvinsdóttir, V-EyjaQallahreppi. Morgunblaðið/Eiríkur P. Jörundsson JÓLIUS Valgeirsson, starfsmaður Öryggisvörslunnar, við geymslu- skúrinn þar sem þremenningarnir höfðu komið hreindýrunum fyrir. Þrír ungir menn staðnir að verki Drápu hrem- dýr með boga Hornafirði - Aðfaranótt sunnudags voru þrír ungir Hornfirðingar staðnir að því að hafa á laugardeg- inum drepið tvö hreindýr með 22. kalibera riffli og öflugum boga sem þeir notuðu til að drepa a.m.k. ann- að dýrið. Upp um athæfið komst þegar Júlíus Valgeirsson, starfs- maður Öryggisvörslunnar á Höfn, kom að piltunum þar sem þeir voru nýbúnir að koma dýrunum fyrir í geymsluskúr sem faðir Júlíusar er eigandi að. Að sögn Júlíusar hefur oft verið brotist inn í skúrinn og hefur hann því fylgst með honum á eftirlits- ferðum á nóttunni. Þremenning- arnir flýðu af vettvangi á meðan Júlíus hafði samband við lögi-egl- una sem handsamaði þá skömmu síðar og gerði vopnin upptæk. Fyr- ir utan skúrinn var blóðslóð í snjónum og rétt innan við dyrnar lágu dýrin tvö á gólfinu. Bogann, sem keyptur er í sporvöruverslun hérlendis, hefur lögreglan áður tekið af einum þremenninganna, íúmlega tvítugum pilti, en hann hefur þó jafnan fengið hann í hend- Á GÓLFI geymsluskúrsins voru blóðug ummerki eftir hrein- dýradrápin. urnar aftur. Með honum voru tveir piltar á táningsaldri og hefur lög- reglan margoft þurft að hafa af- skipti ef piltunum. Þeir játuðu verknaðinn við yfirheyrslur. Ungfrú Suðurland verður valin 31. mars Spænsk stemmn- ing á Hotel Örk Hveragerði - Það mun ríkja spænsk stemmning á Hótel Örk þegar Ungfrú Suðurland verður valin úr hópi 11 stúlkna 31. mars næstkomandi. Stúlkumar sem koma víðsvegar að af Suðurlandi hafa æft stíft und- anfarið enda til mikils að vinna því sigurvegari keppninnar í Hvera- gerði mun verða fulltrúi Suður- lands í keppninni um titilinn Ung- frú ísland sem fram fer á Broad- way í maí. Þema kvöldsins á Hótel Örk mun verða spænskt, en stúlk- urnar koma fram þrisvar: í spænskum klæðnaði í dansatriði, í baðfötum og í samkvæmiskjólum. I ár verður í fyrsta skipti valin Knickerbox-stúlka keppninnar en ennfremur verður ljósmyndaíyi-ir- sæta kvöldsins valin sem og vin- sælasta stúlkan, fyrir utan þær þrjár stúlkur sem hreppa þrjú efstu sætin. UMMIÐAPRENT Þegar þig vantar límmiða Skemmuvegi 14,200 Kópovogi. S. 58/ 0980. Fox 557 4243 Hlífðarefni undir borðdúka Uppsetningabúðin Hverfisgötu 74, sími 552 5270. ----------------- Egilsstaðir VG opnar kosn- ingaskrifstofu Egilsstöðum - Vinstri hreyfingin - grænt framboð á Austurlandi hef- ur opnað kosningaskrifstofu á Egilsstöðum. Skrifstofan er til húsa í húsnæði Upplýsingamiðstöðvar ferðamála við tjaldstæðið á Egilsstöðum. Skrifstofan verður meira og minna opin fram að kosningum og munu frambjóðendur verða til viðtals. Skrifstofan var opnuð um helgina og gestum boðið í kaffi og lesið var úr ljóðum og flutt tónlistaratriði. Erlendir ferðamenn hrifnir af ferðamannafjósinu Selfossi - Aðsókn í ferðamanna- fjósið á Laugabökkum í Ölfusi hefur verið með allra besta móti það sem af er vetri. Svo virðist sem markaðssetning síðustu ára sé að skila sér. Aukningin er helst hjá erlendu ferðamönnunum sem hafa verið að skila sér í ríkara mæli í fjósið. Þessir erlendu ferðamenn ei-u hér í svokölluðum „activity to- urs“ þar sem fyrirtæki senda starfsmenn sína í nokkurs konar óvissu- og ævintýraferðir til framandi landa og Island er eitt af þeim löndum sem velya at- hygli manna. Ferðamannafjósið hefur slegið í gegn hjá erlendu ferðamönnun- um og hróður fjóssins spyrst víða um heim og sem dæmi um að- sóknina að íjósinu þá má geta þess að þann dag sem blaðamað- ur var staddur á vettvangi þá var von á yfir 400 manns og öðru eins um næstu helgar. Að sögn Þorvaldar Guðmundssonar, ferðaþjónustubónda, kunna ferðamennirnir vel við að kynn- ast kúnum og svo er ýmislegt annað á boðstólum svo sem kúrekadans, og Sóleyjarbarinn í hlöðunni er líka vinsæll áningar- staður. Morgunblaðið/Sig. Fannar ERLENDIR ferðamenn stíga kúrekadans í fjósinu. Á BARNUM er borin fram „mjólk“.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.