Morgunblaðið - 24.03.1999, Page 25

Morgunblaðið - 24.03.1999, Page 25
MORGUNBLAÐIÐ ERLENT MIÐVIKUDAGUR 24. MARZ 1999 25 Rannsóknin á spillingarásökun- um á hendur Roland Dumas Víkur tímabund- ið úr embætti París. Reuters. ROLAND Dumas, fyrrverandi ut- anríkisráðherra Frakklands, sem lifað hefur og hrærzt í félagsskap pólitískrar og menningarlegrar for- ystusveitar landsins undanfama fjóra ára- tugi, hefur nú brugðizt við langvarandi spill- ingarásökunum með því að fara í tímabundið leyfi frá störfum sem fimmti hæstsetti emb- ættismaður frönsku stjórnsýslunnar. Dumas, sem gegnir embætti forseta franska stjórnlaga- dómstólsins, er nú 76 ára og var einn nánasti vinur Frangois Mitter- ands forseta heitins. Hann samþykkti loks í gær, í kjölfar vaxandi þrýstings frá samherjum, að taka sér hlé frá embættisstörfum á með- an saksóknarar ljúka rannsókn á máli hans, en sú rannsókn byggist á uppljóstrunum fyrrverandi ást- konu hans um að hann hefði á ráð- herraárum sínum þegið mútur frá franska olíurisanum Elf Aquitaine. Hann hafði áður neitað að vikja úr embætti vegna rannsóknarinnar, á þeirri forsendu að þar með væri hann að viðurkenna sekt. Dumas, sem stýrði ýmsum ráðu- neytum í 14 ára valdatíð Mitter- ands, þar á meðal utanríkisráðu- neytinu, stóð frammi fyrir sívax- andi þrýstingi af hálfu áhrifa- manna úr öllum flokkum að hann viki úr embætti á meðan rannsókn- in stæði yfir. Hneykslið upphófst þegar Christine Deviers-Joncour, íyirver- andi ástkona Dumas, hélt því opin- berlega fram að hann hefði hagnazt persónulega á vafasömum sjóðum sem Elf Aquitaine, sem þá var ríkis- rekið, hafði til umráða. Devier- Joncour viðurkenndi sjálf að hafa fengið 66 milljónir franka, and- virði 792 milljóna króna, frá Elf til að fá Dumas til að sam- þykkja umdeilda sölu sex herskipa til Taí- vans, sem annað ríkis- rekið fýrirtæki fram- leiddi. Kínverjar beittu sér mjög gegn þessari her- skipasölu til Taívans og Dumas, sem þá var utanríkisráðherra, var líka á móti henni í upp- hafi. En af sölunni varð eftir aff Dumas skipti um skoðun. Fyrir skömmu sagði ástkonan fyrrverandi rannsakendum frá því, að snemma á þessum áratug hefði hún gefið Dumas dýrar gjafir sem Elf hefði fjármagnað og hún hefði jafnframt notað Elf-fé til að standa straum af rekstrarkostnaði lúxusí- búðar í París sem þau notuðu bæði. Dumas, sem er einn þekktasti stjómmálamaður Frakklands, var forðum einkalögfræðingur Mitter- ands og var í nánum tengslum við listaheiminn. A meðal skjólstæðinga hans sem lögmanns voru málararnir Henri Matisse og André Masson og höggmyndasmiðurinn Alberto Gi- acometti. Pað var í hans verkahring að framfylgja erfðaskrá Pablos Picassos og hann var lykilmaður í að fá hið heimskunna verk Picassos, Guernica, flutt frá New York til Spánar. Roland Duinas Vaxandi átök milli þjóðarbrotanna í Indónesíu Með höfuð fjand- manna sinna á spjótsoddum Singkawang. Reuters. HOPAR manna, vopnaðir sveðjum og spjótum, fóru um á Borneó í Indónesíu í gær og höfðu komið fyr- ir höfðum fjandmanna sinna utan á bflunum sínum. Mikil átök hafa ver- ið í þessum hluta landsins síðustu fimm daga og standa þau aðallega á milli Malaja og Maduresa. Hafa tugir manna fallið í valinn. Mikil átök hafa verið á milli þjóð- arbrotanna í Indónesíu á síðustu mánuðum og það er fyrst og fremst efnahagsástandið og vaxandi fá- tækt, sem hafa kynt undir þeim. Á indónesískum hluta Borneó eru Malajar um 40% íbúanna og hafa þeir ásamt Dajökum og fólki af kín- verskum uppruna snúist gegn Ma- duresum, sem eru um 2% íbúanna. Eru þeir aðfluttir og settust þar að er stjórnvöld beittu sér fyrir því að flytja fólk frá þéttbýlustu stöðunum til annarra strjálbýlli. Líkamshlutar utan á brúm Mörg hús hafa Maduresa verið brennd til grunna og fréttamenn hafa séð menn bera höfuð fórnar- lamba sinna á spjótsoddum. Þá eru fréttir um, að utan á brýr í einu þorpanna hafi verið hengdh' upp lík- amshlutar Maduresa. Lítið hefur orðið vart við lögreglu eða hermenn þótt stjórnvöld hafi heitið að fjölga í herliðinu í héraðinu. Upp úr sauð milli þjóðarbrot- anna vegna deilu um strætis- vagnafargjald en lengi hefur verið grunnt á því góða milli þeirra. Oöldin i landinu nú hefur ekki ver- ið meiri síðan á miðjum sjöunda áratugnum þegar Suharto komst til valda með því að berja niður valdaránstilraun kommúnista að því er stjórnvöld sögðu. Talið er, að hundruð þúsunda manna hafi verið drepin í ofsóknunum, sem fylgdu á eftir. Suharto hafði verið við völd í 32 ár er hann neyddist til að segja af sér í maí fyrir ári og í þann tíma tókst honum og stjórn hans að hafa hemil á fjandskapnum, sem er á milli þjóðarbrotanna og trúflokk- anna í landinu. Reuters Morð á Kýpur SAVVAS Savva, yfir- maður þjóðgarða- og veiðistjóraembættisins á Kýpur, lést í gær er sprengja sprakk í bfl hans. Hér eru lög- reglumenn að skoða bflflakið en grunur leikur á, að veiðiþjófar hafi komið sprengjunni fyrir. KJÖTVINNSLAN ESJA EHF. SMIÐJUVEGI 10 KÓPAVOGI SÍMI 567 6640 Fæst í helstu matvöruverslunum Vertu gestur í eigin boði og hafðu Drottningarskinku á borðum þegar halda á afmælisveislu, fermingarveislu eða aðrar stórveislur. Fáðu þér eintak af nýja bæklingnum okkar og kynntu þér möguleikana. Drottningarskinka og Reykt Drottningarskinka eru eingöngu unnar úr Gæðagrís frá Svínabúinu Brautarholti á Kjalarnesi, sem er eitt stærsta og fullkomnasta svínabú landsins. Stórveisla án fyrirhafnar! Veldu Drottningarskinku á veisluborðið. Drottningarskinka er ekki síður freistandi köld eða sem lúxusálegg.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.