Morgunblaðið - 24.03.1999, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 24.03.1999, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ ERLENT MIÐVIKUDAGUR 24. MARZ 1999 25 Rannsóknin á spillingarásökun- um á hendur Roland Dumas Víkur tímabund- ið úr embætti París. Reuters. ROLAND Dumas, fyrrverandi ut- anríkisráðherra Frakklands, sem lifað hefur og hrærzt í félagsskap pólitískrar og menningarlegrar for- ystusveitar landsins undanfama fjóra ára- tugi, hefur nú brugðizt við langvarandi spill- ingarásökunum með því að fara í tímabundið leyfi frá störfum sem fimmti hæstsetti emb- ættismaður frönsku stjórnsýslunnar. Dumas, sem gegnir embætti forseta franska stjórnlaga- dómstólsins, er nú 76 ára og var einn nánasti vinur Frangois Mitter- ands forseta heitins. Hann samþykkti loks í gær, í kjölfar vaxandi þrýstings frá samherjum, að taka sér hlé frá embættisstörfum á með- an saksóknarar ljúka rannsókn á máli hans, en sú rannsókn byggist á uppljóstrunum fyrrverandi ást- konu hans um að hann hefði á ráð- herraárum sínum þegið mútur frá franska olíurisanum Elf Aquitaine. Hann hafði áður neitað að vikja úr embætti vegna rannsóknarinnar, á þeirri forsendu að þar með væri hann að viðurkenna sekt. Dumas, sem stýrði ýmsum ráðu- neytum í 14 ára valdatíð Mitter- ands, þar á meðal utanríkisráðu- neytinu, stóð frammi fyrir sívax- andi þrýstingi af hálfu áhrifa- manna úr öllum flokkum að hann viki úr embætti á meðan rannsókn- in stæði yfir. Hneykslið upphófst þegar Christine Deviers-Joncour, íyirver- andi ástkona Dumas, hélt því opin- berlega fram að hann hefði hagnazt persónulega á vafasömum sjóðum sem Elf Aquitaine, sem þá var ríkis- rekið, hafði til umráða. Devier- Joncour viðurkenndi sjálf að hafa fengið 66 milljónir franka, and- virði 792 milljóna króna, frá Elf til að fá Dumas til að sam- þykkja umdeilda sölu sex herskipa til Taí- vans, sem annað ríkis- rekið fýrirtæki fram- leiddi. Kínverjar beittu sér mjög gegn þessari her- skipasölu til Taívans og Dumas, sem þá var utanríkisráðherra, var líka á móti henni í upp- hafi. En af sölunni varð eftir aff Dumas skipti um skoðun. Fyrir skömmu sagði ástkonan fyrrverandi rannsakendum frá því, að snemma á þessum áratug hefði hún gefið Dumas dýrar gjafir sem Elf hefði fjármagnað og hún hefði jafnframt notað Elf-fé til að standa straum af rekstrarkostnaði lúxusí- búðar í París sem þau notuðu bæði. Dumas, sem er einn þekktasti stjómmálamaður Frakklands, var forðum einkalögfræðingur Mitter- ands og var í nánum tengslum við listaheiminn. A meðal skjólstæðinga hans sem lögmanns voru málararnir Henri Matisse og André Masson og höggmyndasmiðurinn Alberto Gi- acometti. Pað var í hans verkahring að framfylgja erfðaskrá Pablos Picassos og hann var lykilmaður í að fá hið heimskunna verk Picassos, Guernica, flutt frá New York til Spánar. Roland Duinas Vaxandi átök milli þjóðarbrotanna í Indónesíu Með höfuð fjand- manna sinna á spjótsoddum Singkawang. Reuters. HOPAR manna, vopnaðir sveðjum og spjótum, fóru um á Borneó í Indónesíu í gær og höfðu komið fyr- ir höfðum fjandmanna sinna utan á bflunum sínum. Mikil átök hafa ver- ið í þessum hluta landsins síðustu fimm daga og standa þau aðallega á milli Malaja og Maduresa. Hafa tugir manna fallið í valinn. Mikil átök hafa verið á milli þjóð- arbrotanna í Indónesíu á síðustu mánuðum og það er fyrst og fremst efnahagsástandið og vaxandi fá- tækt, sem hafa kynt undir þeim. Á indónesískum hluta Borneó eru Malajar um 40% íbúanna og hafa þeir ásamt Dajökum og fólki af kín- verskum uppruna snúist gegn Ma- duresum, sem eru um 2% íbúanna. Eru þeir aðfluttir og settust þar að er stjórnvöld beittu sér fyrir því að flytja fólk frá þéttbýlustu stöðunum til annarra strjálbýlli. Líkamshlutar utan á brúm Mörg hús hafa Maduresa verið brennd til grunna og fréttamenn hafa séð menn bera höfuð fórnar- lamba sinna á spjótsoddum. Þá eru fréttir um, að utan á brýr í einu þorpanna hafi verið hengdh' upp lík- amshlutar Maduresa. Lítið hefur orðið vart við lögreglu eða hermenn þótt stjórnvöld hafi heitið að fjölga í herliðinu í héraðinu. Upp úr sauð milli þjóðarbrot- anna vegna deilu um strætis- vagnafargjald en lengi hefur verið grunnt á því góða milli þeirra. Oöldin i landinu nú hefur ekki ver- ið meiri síðan á miðjum sjöunda áratugnum þegar Suharto komst til valda með því að berja niður valdaránstilraun kommúnista að því er stjórnvöld sögðu. Talið er, að hundruð þúsunda manna hafi verið drepin í ofsóknunum, sem fylgdu á eftir. Suharto hafði verið við völd í 32 ár er hann neyddist til að segja af sér í maí fyrir ári og í þann tíma tókst honum og stjórn hans að hafa hemil á fjandskapnum, sem er á milli þjóðarbrotanna og trúflokk- anna í landinu. Reuters Morð á Kýpur SAVVAS Savva, yfir- maður þjóðgarða- og veiðistjóraembættisins á Kýpur, lést í gær er sprengja sprakk í bfl hans. Hér eru lög- reglumenn að skoða bflflakið en grunur leikur á, að veiðiþjófar hafi komið sprengjunni fyrir. KJÖTVINNSLAN ESJA EHF. SMIÐJUVEGI 10 KÓPAVOGI SÍMI 567 6640 Fæst í helstu matvöruverslunum Vertu gestur í eigin boði og hafðu Drottningarskinku á borðum þegar halda á afmælisveislu, fermingarveislu eða aðrar stórveislur. Fáðu þér eintak af nýja bæklingnum okkar og kynntu þér möguleikana. Drottningarskinka og Reykt Drottningarskinka eru eingöngu unnar úr Gæðagrís frá Svínabúinu Brautarholti á Kjalarnesi, sem er eitt stærsta og fullkomnasta svínabú landsins. Stórveisla án fyrirhafnar! Veldu Drottningarskinku á veisluborðið. Drottningarskinka er ekki síður freistandi köld eða sem lúxusálegg.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.