Morgunblaðið - 24.03.1999, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 24.03.1999, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN MIÐVIKUDAGUR 24. MARZ 1999 43 Hin ódýru orð Eyþórs Reykj avíkurflugvöll- ur er ekki til óþurftar og frá honum stafar minna ónæði en frá bílaumferðinni í borg- inni. Ef eitthvað er hægt að setja útá þenn- an völl, þá eru það einna helst litlu rellurn- ar, æfinga- og kennslu- flugið, sem farið hafa í taugar þeirra sem í námunda við völlinn búa. Flugvelli fyrir innan- landsfiug verður vart fundinn betri staður. Við getum státað af þessum velli frekar en að hugleiða að leggja hann niður. Borgarbúar ættu að fagna því að nú hefur verið ákveðið að lagfæra völl- inn, því með þeim framkvæmdum verður völlurinn öruggari og þetta mun tryggja tilveru hans um ókom- in ár. Þeir sem fmna vellinum allt til foráttu eru þeir sem vilja fá úthlutað lóðum í Vatnsmýrinni, svo byggja megi á dýru landi dýrar blokkir. Þeir sömu vilja líka fá að reisa blokkaþyrpingu við Nauthólsvík og þeir vilja fylla uppí Skerjafjörðinn svo þar megi koma fyrir flugvelli. Ef þessir menn fá að fylla uppí Skerjafjörðinn og setjá þar flug- völl, þá er spurning hversu lengi sá flugvöllur fengi að standa áðuren menn myndu heimta að fá að flytja þann flugvöll og rýma fyi'ir íbúðar- byggð. Menn sem vilja breyta Vatnsmýr- inni í blokkabyggð eru ekki að hugsa um velferð íbúanna, þeir eru að hugsa um dýrar blokkir á góðum stað. Einn þeirra sem svona hugsa, eða að minnsta kosti einn af þeim hugsuðum sem þora að láta skoðanir sínar koma fyrir sjónir almennings, er sjálf- stæðismaðurinn og varaborgarfulltrúinn Eyþór Arnalds. Hann skrifar í Mbl. hinn 17. febrúar sl. grein sem hann kallar „Byggð í Vatnsmýrinni“. Eg bendi mönnum ein- dregið á að lesa þann pistil, sérstaklega bendi ég mönnum á að íýna í gáfulega frasa einsog: „í miðborginni geta legið mikil verð- mæti sem ekki er hægt að taka sem sjálfsagðan hlut. Sumar borgir hafa þróast þannig að þær hafa orðið ófysilegur kostur fyrir íbúðarbyggð. Frægasta dæmið er Detroit, en þar Byggðaþróun Menn sem vilja breyta Vatnsmýrínni í blokka- byggð, segir Krisiján Hreinsson, eru ekki að hugsa um velferð íbú- anna, þeir eru að hugsa um dýrar blokkir á góðum stað. hrundi miðborgin þegar bflaiðnaður- inn fékk samkeppni frá Japan. Ann- að dæmi er Los Angeles, en mið- borgarkjarninn þar er óbyggilegur með öllu þrátt fyrir glæsibygging- ar.“ Ef ég væri ekki kurteis maður myndi ég hlæja opinberlega að þessu kléna kjaftæði. Þarna skrifar maður sem hvorki hefur vit á þvi sem hann skrifar um né heldur þvi sem hann langar að skrifa um. Taki menn mark á skrifum manna á borð við Eyþór Arnalds er ekki von á góðu. Þarna klöngrast yfir rústir Detroit og óbyggilegt glæsi- byggingasvæði Los Angeles maður sem vill eyða Vatnsmýrinni og fylla Skerjafjörðinn. Þarna fer maður sem er boðberi ótíðinda, þótt hann trúi því líklega í hjarta sínu að hann hafi heiminum eitthvað merkilegt að færa. Ef Eyþór Arnalds fær að ráða ferð verður Vatnsmýrin að blokka- byggð, Skerjafjörðurinn mun þá verða flugvallarsvæði. Og í kjölfarið munu menn að öllum líkindum fara að hugleiða hvort Miklatún, Naut- hólsvík, Oskjuhlíð og Fossvogs- kirkjugarður geti ekki talist fýsileg- ir kostir fyrir íbúðarbyggð. Flokksbræður Eyþórs eru jú þekktir fyrir vönduð vinnubrögð í byggingarmálum miðborgarinnar, Ráðhúsið, sem útlendingar halda að sé frystihús, er eitt gleggsta dæmið um ímgmyndaauðgi þar á bæ. Og Eyþór mælir fyrir munn þeirra manna sem reistu í Öskjuhlíðinni dýrasta geisladiskasöluturn verald- ar. Treysti menn mönnum einsog Ey- þóri Arnalds fyrir byggðarþróun í Reykjavík, þá fýrst er voðinn vís. I lok greinar sinnar segir Eyþór: „Orð eru ódýr - verkin tala.“ Já, víst eru orð Eyþórs afskap- lega ódýr, en ég kaupi þau ekki. Höfundur er skdld. Krislján Hreinsson SKOLI OG HEILSfi - FPRA VEL SflMflN Dr. 0. C. Mandal mun halda fyrirlestur í boSi Pennans um heilsusamlegt umhverfi nemenda og kennara \ skólum og þa& sem efst er ó baugi í þeim efnum í RÓiðhúsi Reykjavíkur föstudaginn 26. mars kl. 16.30. Fyrirlesturinn fer fram ó ensku. Hð fyrirlestri loknum verður sýning á húsgögnum og öðrum búnaði fyrir skóla hönnuðum samkvæmt kenningum Dr. Mandal. flllir eru velkomnir en skólastjórnendum, kennurum, leikskólakennurum, arkitektum, hönnuðum og starfsmönnum úr heilbrigðis- stéttum er sérstaklega bent ó að hér er einstakt tækifæri til að kynnast nýjungum ó þessu sviði. Sýningunni lýkur kl. 19.00. Vinsamlegast tilkynnið þótttöku í síma 540 2030. Sknfótctubúnaður Hallarmúla 2 - 105 Reykjavík - SÍmi: 540 2030 Vorið er komið í Soldis. Blómstrandi pottaplöntur, afskorin blóm og silkitré, auk blómapotta, kerta og fallegrar gjafavöru. Soldis er sérverslun með silkitré og silkiblóm. Plöntur sem líta út fyrir að vera raunverulegar, eru sígræn og alltaf jafn fallegar en þurfa hvorki vatn né aðra umhyggju. Þú getur valið um margar tegundir trjáa og blóma í öllum stærðum og verðflokkum. Komdu í verslunina í Kirkjuhvoli (við Dómkirkjuna) og líttu á úrvalið. Opið mán.-fös. kl. 12-18 lau. kl. 11-14 Sími 551 2040
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.