Morgunblaðið - 24.03.1999, Qupperneq 48
48 MIÐVIKUDAGUR 24. MARZ 1999
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ
+ Guðmundur
Ingimar Jónsson
múrari fæddist á
Krakavöllum í
Flókadal í Haganes-
hreppi í Skagafirði
26. september 1914.
Hann lést á Landa-
kotsspítala 15. mars
síðastiiðinn. For-
eldrar hans voru
Jón Sigmundsson,
bóndi á Illugastöð-
um í Fljótum, f. 15.6.
1890 á Vestari-Hól í
Haganeshreppi, d.
27.11. 1962 í Kópa-
vogi, og kona hans Margrét Arn-
dís Guðbrandsdóttir, f. 20.7.
1895 á Steinhóli í Haganes-
hreppi, d. 7.8. 1975 í Reykjavík.
Þau slitu samvistum. Jón kvænt-
ist aftur Sigríði Guðmundsdótt-
ur, f. 18.8. 1895 á Saurbæ í Fljót-
um, d. 9.7. 1985 á Siglufirði.
Börn þeirra eru: Sigurlína
Jónína, f. 31.1.1922, d. 1.2. 1994;
Aðalbjörn Snorri, f. 16. 3. 1927,
d. 9.8. 1979; Svavar Guðjón, f.
15.10. 1928; Ásgeir Hólm, f. 4.3.
1933; Anna Sigurbjörg, f. 10.3.
1936, d. 4. 12. 1993. Margrét
giftist aftur, Guðna Stígssyni, f.
Kæri tengdapabbi, nú sest ég
niður og kveð þig með örfáum orð-
um og þakka fyrir samverustund-
irnar. FjTstu kynni okkar voru fyr-
ir tuttugu og sex árum þegar við
Sigurjón vorum í tilhugalífinu. Það
var ekki laust við að ég fyndi fyrir
feimni og virðingu í návist þinni. Þú
varst ekki að segja neitt vanhugs-
að. Þú varst mjög söngelskur og
•*’tókst oft lagið þegar eitthvað stóð
til meðan heilsan leyfði. Mikið var
yndislegt að hlusta á Hamraborg-
ina og Ókuljóð og munu þessi lög
alltaf fylgja minningunni um þig.
Þegar þú varst hættur að vinna
við múrverkið og farinn að vinna í
sundlaugunum vorum við Sigurjón
að byggja okkar fyrsta hús og þú
hjálpaðir okkur að leggja í svalirn-
ar. Eg fór með þér um miðja nótt til
að glatta þær, ég man hvað það
kætti þig að lögreglan skyldi
stoppa okkur í bakaleiðinni og
spyrja okkur af ferðum okkar, en
ekki nema furða þar sem klukkan
var 5 að morgni.
Nú þegar krókusamir eru að
koma upp þá minna þeir á þig. Þú
varst alltaf mjög stoltur þegar þú
sýndir okkur þá þegar þeir voru að
koma upp í garðinum þínum.
Einnig man ég eftir því þegar þú
varst hættur að vinna og settir nið-
ur túlipana fyrir jólin sem þú hafðir
sjálfur ræktað frá laukum. Þú hafð-
ir mikla gleði af því að miðla öðrum
af þeirri fegurð.
Margar minningar koma upp í
hugann þegar ég sest hér niður. Við
minnumst þess þegar við vorum á
leið með þér til Siglufjarðar og kom-
ið var í Skagafjörðinn. Þá þuldir þú
upp alla bæi á leiðinni þó að tölu-
verður tími væri síðan þú varst
þama á ferð. Þetta mundir þú frá því
að þú varst vinnumaður á unga aldri
í Skagafirðinum. A þeirri leið kom-
um við við hjá bróður þínum honum
Svavari í Öxl og fengum okkur kaffi-
sopa. Þá var harmoníkan tekin fram
á því stutta stoppi og mikið sungið.
Mikið var ég ánægð þegar þú
heimsóttir mig fyrstur manna þeg-
ar ég flutti í Heiðargerði í haust.
Búslóðin var ekki komin, en þú
varst að athuga með okkur því nú
yrði stutt að skreppa í heimsókn
rétt yfir götuna.
20.4. 1881, d. 31.12.
1965. Börn þeirra
eru: Guðbjörg, f. 17.8.
1918, d. 29.5. 1920;
Sigrún, f. 7.6. 1921;
Lára, f. 28. 6. 1922;
Þórlaug Svava, f.
2.12. 1924; Friðrik, f.
11.9. 1927, d. 5.1.
1983; María Ingi-
björg, f. 26.10 1931;
og Haukur Hafsteinn,
f. 13.3. 1933, d. 16.6.
1968.
Ilinn 29. mars 1948
kvæntist Guðmundur
eftirlifandi eiginkonu
sinni, Sigríði Antonsdóttur, f.
I. 10. 1923 á Reykjum í Ólafsfirði.
Foreldrar hennar voni Anton
Grímur Jónsson, bóndi á Nefstöð-
um í Holtshreppi í Skagafirði, f.
II. 12. 1882 á Garði í Ólafsfirði, d.
26. 4 1931 á Siglufirði, og eigin-
kona hans Jónína Stefanía Jónas-
dóttir, f. 14.5. 1881 á Móskógum í
Haganeshreppi, d. 24.4. 1955 á
Skeiði í Fijótum. Guðmundur og
Sigríður eiga fimm syni. Þeir
eru: 1) Birgir, f. 5.11. 1947 í
Reykjavík, múrari. Fyrrverandi
maki Margrét Birna Hauksdóttir,
f. 31. okt. 1948. Slitu samvistum.
Ég þakka þér fyrir allt og allt
með þessum örfáu línum..
Allt eins og blómstrið eina
upp vex á sléttri grund
fagurt með fijóvgun hreina
fyrst um dags morgunstund,
á snöggu augabragði
af skorið verður fljótt,
lit og blöð niður lagði, -
líf mannlegt endar skjótt.
(Hallgr. Pét)
Þín tengdadóttir
Kristín G.
Elsku afi, þakka þér fyrir allar
ánægjustundirnar sem við höfum
átt saman.
Mikið þótti mér gott að koma í
heimsókn til þín og ömmu. Ég
minnist þess þegar ég var lítil
hversu gott var að skríða upp í
fangið á þér.
Eg sakna þín.
Eg lifi’ í Jesú nafhi,
í Jesú nafin’ ég dey,
þó heilsa’ og É mér hafni,
hræðist ég dauðann ei.
Dauði, ég óttast eigi
af! þitt né valdið gilt,
í Kristí krafti’ ég segi:
Kom þú sæll, þá þú vilt.
(Hallgr. Pét)
Kær kveðja.
Svava Sigurjónsdóttir.
í ljóði Vilhjálms Vilhjálmssonar
segir:
Eitt sinn verða allir menn að deyja.
Eftir bjartan daginn kemur nótt.
Það er ekki spurning um aldur,
maður verður alltaf jafn sleginn
þegar maður fréttir um andlát
þess sem maður þekkir. Nú er
hann dáinn hann Guðmundur,
pabbi hans Sigurjóns mágs míns,
og mun hans sárt verða saknað af
eiginkonu, ættingjum og vinum,
enda glaðlyndur og elskulegur
maður. Vil ég og fjölskylda mín
votta eiginkonu hans, Sigríði, Sig-
urjóni mági mínum, Kristínu syst-
ur, svo og ættingjum öllum inni-
lega samúð. Megi guð gefa ykkur
styrk í sorginni.
Sárt er vinar að sakna.
Sorgin er djúp og hljóð.
Minningar mætar vakna,
svo var þín samfylgd góð.
Daprast hugur og hjarta,
húm skuggi féll á brá,
lifir þó ljósið bjarta,
Barn. Bryndís Ásta, f. 23.12.
1967, maki Bjarni Jóhannsson.
Seinni kona Birgis er Ásdís
Guðnadóttir saumakona. 2)
Bragi, f. 21. sept. 1950 í Reykja-
vík, húsasmiður og bóndi, maki
Margrét Gísladóttir, f. 17.12.
1951, bóndi. Börn: Guðmundur
Ingi, f. 16.8. 1975, Gísli, f. 22.4.
1977, Anna Sigríður, f. 26.9.
1980, d. 17.8. 1998, Kristín
Birna, f. 18.9. 1982. 3) Anton
Örn, f. 3.12. 1951 í Reykjavík,
húsasmiður, maki Guðný Björg-
vinsdóttir, f. 12.3. 1952, skrif-
stofumaður. Börn: Guðmundur
Örn, f. 19.3. 1974, Björgvin Örn,
f. 2.9. 1977, Sigríður, f. 7.10.
1982. 4) Sigurjón, f. 9.2. 1953 í
Reykjavik, rafvirki, maki Krist-
ín Gunnarsdóttir, f. 26.2. 1955,
hjúkrunarfræðingur. Börn:
Anton, f. 21.7. 1980, Svava, f. 9.
6. 1986. Dóttir Kristínar, Sigur-
björg, f. 8. 7. 1972, maki Rögn-
valdur Erlingur Sigmarsson.
Börn þeirra: Siguijón Öli og
Agnes Rut. 5) Stefán, f. 30.8.
1957 í Reykjavík, húsasmiður,
maki Stefanía Hjördís Muller, f.
9.6. 1951, skrifstofumaður.
Barn: Haukur, f. 24. 10. 1991.
Börn Stefaníu, Alvin Orri, f. 1.
11.1973, Brynjar, f. 29.11.1985,
Birna, f. 12.5. 1976, maki Valdi-
mar Tryggvason. Barn: Breki.
Guðmundur verður jarðsung-
inn frá Bústaðakirkju í dag og
hefst athöfnin klukkan 15.
lýsir upp myrkrið svarta,
vinur þó falli frá.
Góða minning að geyma,
gefur syrgjendum fró.
Til þín munu þakkir streyma.
Þér munum við ei gleyma.
Sofðu í saelli ró.
(Höf. ók.)
Innilegar samúðarkveðjur frá
Gunnari og Olöfu.
Sigríður Gunnarsdóttir.
Með fáum orðum vil ég kveðja
fyrrum sveitunga minn. Náttúru-
lögmálið verður ekki stöðvað og
menn halda áfram að heilsast og
kveðjast og ný kynslóð kemur og
önnur kveður.
Guðmundur I. Jónsson var tíðum
heima á æskuheimili mínu, Tungu,
ýmist sem gestur eða starfsmaður.
Fósturbróðir minn, Hilmar, sonur
hjónanna, var jafnaldri Guðmund-
ar, aðeins tveggja vikna aldurs-
munur. Þeir voru mjög samrýndir
til flestra hluta, báðir harðduglegir
og velvirkir, báðir músíkalskir, léku
á harmoniku bæði fyrir dansi og
öðrum uppákomum auk sjálfum sér
til ánægju. Þeir voru léttir í lund,
með æskufjör í æðum, enda oft
uppátektasamir sem olli kátínu
þeirra sem nærstaddir voru. Það
var ósjaldan að þeir félagar fengu
ýmis verk sem vinna þurfti í
akkorði. Var hér um að ræða
sveitastörf af öllum gerðum og
lagði húsbóndinn, sem stýrði búi
sínu með rögg og réttsýni þar mat
á hve eðlilegt væri að þetta eða hitt
verkið tæki langan tíma. Að sjálf-
sögðu lögðu vinirnir metnað sinn í
að ljúka hverju verki á sem
skemmstum tíma, enda mun svo
oftast hafa verið að það tók þá
helming þess tíma sem þeim var
ætlaður og höfðu svo fijálsan tíma
til eigin þarfa sem eftir var.
Guðmundur var traustur og trúr
og góður félagi. Hann var meðal-
maður á vöxt og svaraði sér vel,
kattliðugur og snöggur til allra
átaka.
Eins og að líkum lætur rann tím-
inn áfram og að því kom að Guð-
mundur hleypti heimdraganum við
sveitina okkar og hélt að heiman
með nesti og nýja skó og leitaði á
vit nýrra tíma og nýrra starfa.
Hann hóf nám í múrverki og lauk
því. Múrverk er erfitt og slítandi
fag, en það varð ævistarf Guð-
mundar meðan heilsan leyfði. Þeg-
ar sambandi okkar lauk í sveitinni
urðu samverustundir okkar strjálli,
þótt ég fylgdist með og frétti af
honum, ýmist úr nálægð eða fjar-
lægð. En þegar ég byggði mína
fyrstu íbúð var ég svo heppinn, að
þá hafði múrarameistarinn að íbúð-
inni tvo úrvals múrara í þjónustu
sinni, sem voru þeir Guðmundur og
bróðir hans, Snorri. Þessa gömlu
vini mína og sveitunga fékk ég til
að leggja gjörva hönd á þessa íbúð.
Segja má að æfingin skapi meistar-
ann. Auk þess voru þeir vandir að
virðingu sinni og skiluðu hverju
verki með sóma.
Guðmundur var fæddur undir
heillastjörnu, því lífshlaup hans var
í gegnum tíðina fellt og slétt, en
fullyrða má að mesta hamingja í lífi
hans hefur verið þegar hann eign-
aðist lífsförunaut sinn, Sigríði Ant-
onsdóttur. Hjónaband þeirra var
farsælt og bar ríkulegan ávöxt því
þau eignuðust fimm efnilega syni
sem eru sjálfum sér og foreldrun-
um til gleði og sóma. Framtaks-
semin er á lágu plani hjá mér, því
ég var búinn að hafa það í huga um
lengri tíma að heimsækja þau hjón,
Guðmund og Sigríði, sem aldrei
varð af. Því eru þessi fátæklegu
kveðjuorð fest á blað, með kærri
þökk fyrir góð kynni á lífsleiðinni
og ég veit að þú hefur fengið góða
lendingu á hinni ókunnu strönd.
Guð blessi þig og varðveiti. Um leið
flyt ég Sigríði og sonum, svo og
öðrum aðstandendum, innilegar
samúðarkveðjur með þá vissu í
huga að Hann sem öllu ræður varð-
veitir sálu þessa meðbróður.
Guðmundur Jóhannsson.
í dag verður jarðsettur vinui' og
félagi, Guðmundur I. Jónsson múr-
ari. Guðmundur hefur átt við veik-
indi að stríða undanfarin ár. Hon-
um versnaði skyndilega í byrjun
þessa árs svo augljóst virtist að
hverju stefndi. Guðmundur hefur
verið heilsuhraustur mestan hluta
ævinnar og margur hefur orðið að
lúta elli kerlingu áður en hann hef-
ur náð 85 ár aldri.
Fyrstu kynni mín af Guðmundi
eru fremur óljós í minningunni. Þá
var hann unglingur úti í Fljótum
og ég barn, fimm ára gamall. Aðal-
lega eru það angurværir tónar frá
lítilli hnappaharmóniku sem Guð-
mundur lék á af mikilli list að mér
fannst, sem festust í undirmeðvit-
undinni.
Guðmundur gerðist ungur félagi
í Ungmennafélagi Holtshrepps og
var ritari á árunum 1933 og 1934,
en um það leyti mun hann hafa
flutt úr Fljótum og man ég ekki
eftir honum þar í sveit fyrr en við
vorum vinnufélagar við Skeiðsfoss-
virkjun á árunum 1943-1945. Þá
um haustið fluttum við nokkrir sem
unnið höfðum við virkjunina til
Reykjavíkur. Guðmundur var einn
þeirra. Hann var svo heppinn að
eiga móður og hennar fjölskyldu í
Reykjavík sem hann gat búið hjá
en við hinir þrír höfðum engan
samastað þegar við komum til
borgarinnar en vinnuna áttum við
vísa. Guðmundur fylgdist með
þessum húsnæðisraunum okkar og
einn daginn færir hann okkur þau
tíðindi að hugsanlega geti hann út-
vegað okkur húsaskjól. Þetta
reyndist vera skúr sem stóð á sjáv-
arkampinum vestur í Selsvör, án
lóðarréttinda og skorti raunar flest
það sem kröfur má gera um hvað
mannabústað varðar svo sem renn-
andi vatn og hreinlætisaðstöðu.
Þangað fluttum við þrír Fljóta-
menn og þetta var okkar fyrsta
heimili í Reykjavík. Enginn gerði
kröfur varðandi eignarrétt sem
hafði þann kost að við vorum ekki
krafðir um húsaleigu. I norðanátt
buldi brimaldan á þeirri hlið sem
að sjónum sneri en það bárust
hættur úr fleiri áttum. Nokkrum
sinnum kom það fyrir að einkennis-
klæddir menn kvöddu dyra á þeirri
hlið sem sneri frá sjó og kynntu
okkur stöðu okkar gagnvart rétt-
vísinni og sú staða var vægast sagt
ekki góð. Jafnvel svo að við gátum
vænst þess að þetta heimili yrði
horfið næsta kvöld þegar við kæm-
um úr vinnu. Þetta var að sjálf-
sögðu mikil reynsla fyrir unga
sveitamenn en skúrinn stóð af sér
mörg áhlaup og skýldi okkur til
GUÐMUNDURI.
JÓNSSON
næsta hausts en þá hafði okkur
tekist að útvega annað húsnæði.
Síðan hefur hvílt ævintýraljómi yf-
ir þessum stað og þar gerðust líka
mörg ævintýri sem ekki verða sögð
á þessum vettvangi. Það sem máli
skiptir er að gerandinn að þessu
Selsvararævintýri var Guðmundur
Jónsson og tilgangurinn var að
bjarga sveitungum sínum á örlaga-
stundu og tókst það giftusamlega.
Við Guðmundur hófum iðnnám
1946, hann í múraraiðn en ég valdi
málarafagið og í Iðnskólanum vor-
um við á svipuðum tíma. Á þessum
árum var starfandi karlakór innan
Iðnskólans undir dyggri stjórn
Jóns Isleifssonar. Það ríkti áhugi
og góð samstaða innan kórsins. Æft
var prógramm sem flutt var í nær-
liggjandi kaupstöðum utan Reykja-
víkur og endaði með söng í Gamla-
bíói, en stærsta verkefnið var að
syngja á Iðnskólaþingi Norður-
landa sem haldið var í Reykjavík
vorið 1949. Við Guðmundur sung-
um báðir í kómum. Hann hafi tæra
tenórrödd og er margt söngfólk í
hans fóðurætt. Að loknu námi í Iðn-
skólanum tóku nokkrir af söngfé-
lögunum sig saman um að endur-
vekja Iðnaðarmannakórinn en sú
tilraun rann út í sandinn einfald-
lega vegna þess að enginn tími var
aflögu fyrir svo tímafrekt frí-
stundastarf sem söngur er ef ár-
angur á að vera góður.
Flestir voru búnir að stofna
heimili og fjölskyldu sem gerði
kröfur um húsnæði. Það var ærið
verkefni og ekki tími fyrir leikara-
skap. Um og eftir 1950 var farið að
úthluta byggingarlóðum inni í
Sogamýri í svokölluðu Smáíbúða-
hverfi. Ekki þurfti að greiða nein
gjöld við úthlutun sem þýddi að
flestir voru gjaldgengir án tillits til
hvað þeir ættu margar krónur í
buddunni. Raunar finnst mér nú að
þetta hverfi hafi verið hannað fyrir
unga blanka iðnaðarmenn sem af
fyllsta ábyrgðarleysi voru búnir að
stofna heimili og farnir að eiga
börn. Við Guðmundur tilheyrðum
þessum hópi manna. Eftir króka-
leiðum fengum við úthlutað lóðum
við Sogaveg. Og nú fórum við að
byggja á bjartsýninni einni en hún
hefur aldrei verið viðurkenndur
gjaldmiðill innan íbúðalánakerfis-
ins. Guðmundur byggði sitt hús á
Sogavegi 20 og þar hefur þeirra
heimili verið síðan. Þar ólust upp
fimm dugmiklir strákar sem allir
eiga nú sínar fjölskyldur, fjórir
þeirra eru búsettir á höfuðborgar-
svæðinu en einn þeirra er bóndi og
trésmiður, búsettur í Vindási í
Landsveit. Heilbrigð og velgerð
börn er sá mesti auður sem foreldr-
um getur hlotnast í lífinu, það á við
um þau Guðmund og Sigríði á
Sogavegi 20 og það mun hún Sigga
finna enn betur þegar hún er orðin
ein á Sogaveginum.
Guðmundur var geðþekkur mað-
ur í viðmóti, traustur og raungóður.
Hann hafði fastmótaða skapgerð og
lífsstíl og var ekki líklegur til að
láta aðra stjórna gerðum sínum.
Guðmundur átti aldrei bíl þrátt
fyrir að hann stundaði vinnu á ýms-
um stöðum, oft fjarri heimili. Einu
sinni spurði ég hann hvort hann
ætlaði ekki að kaupa bíl. Svaraði
hann kersknislega að sér þætti of
vænt um lífið, hann vildi ekki stofna
því í hættu með því að fara að
keyra bíl. Jafnframt gaf hann fylli-
lega í skyn að þetta mál þarfnaðist
ekki frekari umræðu.
Eins og fram hefur komið hér að
framan hafa fjölskyldur okkar Guð-
mundar átt margt sameiginlegt í
lífshlaupinu. Þar hefur vinátta og
tryggð setið í fyrirrúmi. Við viljum
því á þessari stundu þakka sam-
fylgdina, óskum Munda góðrar
ferðar yfir vegamót þess óræða
sem bíður okkar allra. Siggu óskum
við alls góðs á því æviskeiði sem
framundan er. Við verðum vonandi
þátttakendur í því með sama hætti
og áður.
Börnum hennar fjölskyldum
þein-a og öðru vina- og venslafólki
óskum við velfarnaðar um langa
framtíð.
Guð blessi ykkur öll.
Hjálmar Jónsson.