Morgunblaðið - 24.03.1999, Blaðsíða 54
54 MIÐVIKUDAGUR 24. MARZ 1999
KIRKJUSTARF
MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
SÆVAR
FRÍMANN
SIGURGEIRSSON
Dómkirkjan
+ Sævar Frímann Sigurgeirs-
son fæddist í Reykjavík 4.
september 1940. Hann lést á
heimili sínu 23. febrúar síðast-
liðinn og fór útför hans fram
frá Háteigskirkju 5. mars.
Við höfðum heyrt af myndarleg-
um ungum Húnvetningi sem væri
að trúlofast einni af fallegu frænk-
unum okkar á Hvammstanga,
henni Marsý Dröfn. Mörgum árum
seinna, er þau voru orðin ráðsett
hjón með börn og bú og flutt til
Reykjavíkur, kynntumst við þess-
um manni, sem var hann Sævar
Sigurgeirsson, sem nú er látinn
eftir langvarandi veikindi.
Hann kom þá til starfa við fyrir-
tæki föður okkar sem bifreiðar-
stjóri en þá hafði hann þegar mikla
reynslu af akstri stórra bifreiða,
jafnt sumar sem vetur.
Sævar varð strax vinsæll og eft-
irsóttur bifreiðarstjóri og átti
mjög farsælan feril þau ár sem
hann starfaði hjá fyrirtækinu. Oft
HANNES J.
MAGNÚSSON
Vegna mistaka
féll niður borði
fyrir ofan grein
Indriða Ulfssonar
um Hannes J.
Magnússon í
Morgunblaðinu á
sunnudag, þar
sem fram átti að
koma, að um ald-
arminningu væri að ræða. Hlutað-
eigendur eru beðnir afsökunar á
þessum mistökum.
var beðið um að hann kæmi aftur
að ári þegar sami hópur ráðgerði
næstu ferð. Hann Sævar var líka
einstaklega hress og skemmtileg-
ur og hafði sínar ákveðnu skoðanir
á mönnum og málefnum.
Seinna fór Sævar að stunda
leigubílaakstur hér í borg en alltaf
leit hann inn til okkar hér í Borg-
artúnið af og til. Síðustu þrjú sum-
ur hefur hann komið aftur til
starfa hjá fyrirtækinu, því eins og
hann sagði fannst honum svo gam-
an að fara út á landsbyggðina. Síð-
ustu tvær langferðimar með er-
lenda ferðamenn fór hann sl. sum-
ar og var það meira af vilja en
mætti þar sem hann var þá að
verða mikið veikur af krabbamein-
inu sem hann hafði barist við svo
hetjulega í mörg ár.
Við systkinin og fjölskyldur okk-
ar þökkum Sævari trygglyndi
hans við okkur alla tíð og þökkum
honum vel unnin störf. Marsý
frænku, börnum, tengdabörnum
og barnabömum sendum við inni-
legar samúðarkveðjur. Einnig til
föður hans, Sigurgeirs, og tengda-
móður, Helgu.
Hvfl í friði kæri vinur.
Gunnar og Signý Kristín.
Handrit afmælis- og minningargreina skulu
vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett.
Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disk-
lingur fylgi útprentuninni. Auðveldust er
móttaka svokallaðra ASCII-skráa, öðru
nafni DOS-textaskrár. Ritvinnslukerfin
Word og Wordperfect eru einnig auðveld í
úrvinnslu. Senda má greinar til blaðsins í
bréfasíma 569 1115, eða á netfang þess
(minning@mbl.is) — vinsamlegast sendið
greinina inni í bréfinu, ekki sem viðhengi.
Nánari upplýsingar má lesa á heimasíðum.
Það eru vinsamleg tilmæli að lengd greina
fari ekki yfir eina örk A-4 miðað við meðal-
línubil og hæfilega línulengd - eða 2.200
slög. Höfundar eru beðnir að hafa skírnar-
nöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum.
Safnaðarstarf
Áskirkja. Starf fyrir 10-12 ára
börn kl. 17. Föstumessa kl. 20.30.
Árni Bergur Sigurbjörnsson.
Bústaðakirkja. Opið hús fyrir aldr-
aða kl. 13-17.
Dómkirkjan. Hádegisbænir kl.
12.10. Orgelleikur á undan. Léttur
málsverður á kirkjuloftinu á eftir.
Mæðrafundur kl. 14-15.30 í safnað-
arheimilinu. Starf fyrir 10-12 ára
börn kl. 17 í safnaðarheimilinu.
Grensáskirkja. Samverustund
eldri borgara kl. 14-16. Biblíulest-
ur, samverustund, kaffiveitingar.
TTT-starf (10-12 ára) kl. 16.30.
Hallgrúnskirkja. Opið hús fyrir
foreldra ungra barna kl. 10-12.
Passíusálmalestur og orgelleikur
kl. 12.15. Starf fyrir 9-10 ára kl.
16.30. Starf fyrir 11-12 ára kl. 18.
Föstuguðsþjónusta kl. 20.30. Dr.
theol. Sigurbjörn Einarsson bisk-
up.
Háteigskirkja. Mömmumorgunn
kl. 10-12. Kvöldbænir og fyrirbæn-
ir kl. 18.
Langholtskirkja. Starf eldri borg-
ara í dag kl. 13-17. Allir velkomnir.
Passíusálmalestur og bænastund
kl. 18.
Laugarneskirkja. Fundur
„Kirkjuprakkara“ (6-9 ára börn)
kl. 14.30. Fundur TTT (10-12 ára)
kl. 16. Fundur æskulýðsfélagsins
(13-15 ára) kl. 20.
Neskirkja. Mömmumorgunn kl.
10-12. Páskaföndur. Ungar mæður
og feður velkomin. Opið hús fyrir
eldri borgara kl. 15-17. Umsjón
Kristín Bögeskov, djákni. Kyrrðar-
stund í kapellu kl. 20. Lestur, tón-
list og bæn. Orgelleikur Reynir
Jónasson. Prestur sr. Halldór
Reynisson.
Seltjarnarneskirkja. Kyrrðar-
stund kl. 12. Passíusálmalestur,
söngur, altarisganga, fyrirbænir.
Léttur hádegisverður í safnaðar-
heimilinu.
Árbæjarkirkja. Félagsstarf aldr-
aðra, opið hús í dag kl. 13.30-16.
Handavinna og spil. Fyrii'bæna-
guðsþjónusta kl. 16. Bænarefnum
er hægt að koma til presta safnað-
arins. TTT í Ártúnsskóla kl. 16-17.
Breiðholtskirkja. Kyrrðarstund kl.
12.10. Tónlist, altarisganga, fyrir-
bænir. Léttur málsverður í safnað-
arheimilinu á eftir. „Kirkjuprakk-
arar“ starf fyrir 7-9 ára börn kl.
16. TTT starf fyrir 10-12 ára kl.
17.15. Æskulýðsstarf á vegum
KFUM og K og kirkjunnar kl. 20.
Fella- og Hólakirkja. Helgistund í
Gerðubergi á fimmtudögum kl.
10.30.
Grafarvogskirkja. KFUK fyrh’
stúlkur 9-12 ára kl. 17.30-18.30‘.
Hjallakirkja. Fjölskyldumorgnar
kl. 10-12. Starf fyrir 10-12 ára kl.
16.30.
Kópavogskirkja. Starf með 8-9
ára börnum í dag kl. 16.45-17.45 í
safnaðarheimilinu Borgum. Starf á
sama stað með 10-12 ára (TTT) kl.
17.45-18.45.
Seljakirkja. Fyrirbænir og íhugun
kl. 18. Beðið fyrir sjúkum, allir vel-
komnir. Tekið á móti fyrirbæna-
efnum í kirkjunni og í síma
567 0110. Léttur kvöldverður að
bænastund lokinni. Fundur Æsku-
lýðsélagsins kl. 20.
Vídalínskirkja. Foreldramorgunn
kl. 10-12.
Víðistaðakirkja. Opið hús fyrir
eldri borgara kl.
14-16.30. Helgistund, spil
og kaffi.
Hafnarfjarðarkirkja.
Kyrrðarstund í hádegi í
kirkjunni kl. 12-12.30.
Æskulýðsstarf, eldri
deild kl. 20-22 í minni
Hásölum. Kl. 20-21.30
íhugun og samræður í
safnaðarheimilinu í Hafn-
arfjarðarkirkju. Leið-
beinendur Ragnhild Han-
sen og sr. Gunnþór Inga-
son.
Keflavíkurkirkja. Kirkj-
an opnuð kl. 12. Kyrrðar-
og bænastund í kirkjunni
kl. 12.10. Samvera í
kirkjulundi kl. 12.25,
djáknasúpa, salat og brauð á vægu
verði - allir aldurshópai'. Alfanám-
skeið í Kirkjulundi kl. 19.
Landakirkja Vestmannaeyjum.
Kl. 10 foreldramorgunn í safnað-
arheimilinu. Samvera fyrir ung
börn og heimavinnandi foreldra
þeirra. Kl. 12.05 bænar- og kyrrð-
arstund í hádegi. Tekur um 20
mín. en gefur mikið og skiptir
máli. Prestarnir taka á móti fyrir-
bænum í síma eða á staðnum. Kl.
17.30 uppskeru- og fjölskylduhá-
tíð TTT og Kirkjuprakkara í safn-
aðarheimilinu. Fjölskyldur og vin-
ir krakkanna eru sérstaklega
hvattir til að mæta. Kl. 20.30 Bibl-
íulestur og umræður um Jóhann-
esarguðspjall í KFUM & K hús-
inu.
Kletturinn, kristið samfélag.
Bænastund kl. 20. Allir velkomn-
ir.
Hvítasunnukirkjan Ffladelfía. Oll
dagskrá fellur niður í kvöld.
Lágafellskirkja. Kyrrðar- og
bænastundir alla fímmtudaga kl.
18 í vetur.
Hólaneskirkja, Skagaströnd.
Mömmumorgunn í Fellsborg kl.
10.
Ytri-Njarðvíkurkirkja. Spila-
kvöld aldraðra 25. mars kl. 20.
ATVIIMIMUAUGLÝSIIMGA
Grunnskólakennarar
sérkennarar
þroskaþjálfar
Kennara vantar að Borgarhólsskóla, Húsavík
næsta skólaár á yngsta stig, miðstig og
unglingastig.
Raungreinakennara vantar í fullt starf við skól-
ann. Nývel búin raungreinastofa.
Á unglingastig vantar kennara í ensku, dönsku,
íslensku, samfélagsfræði og tölvukennslu
og fleira.
Sérkennara vantar í fullt starf og einnig þroska-
þjálfa til starfa með fötluðum nemendum.
50% starf umsjónarmanns heilsdagsskóla
Borgarhólsskóla er laust til umsóknar næsta
skólaár.
Reynt er að útvega starfsfólki niðurgreitt hús-
næði. Samið hefur verið um sérkjör við hús-
víska kennara.
Styrkur vegna búslóðarflutninga er veittur.
Borgarhólsskóli er einsetinn, heildstæður,
grunnskóli að hluta til í nýjum, glæsilegum
húsakynnum. Lögð er áhersla á samvinnu og
markvisst þróunarstarf.
Nánari upplýsingar veita Halldór Valdimars-
son, skólastjóri, vs. 464 1660, hs. 464 1974 og
Gísli Halldórsson, aðstoðarskólastjóri, vs.
4641660, hs. 464 1631.
Umsóknarfrestur ertil 14. apríl og sendist til
Halldórs Valdimarssonar, skólastjóra Borgar-
hólsskóla, Skólagarði 1, 640 Húsavík.
Utanríkisráðuneytið
Þýðandi
Þýðingamiðstöð utanríkisráðuneytisins óskar
eftir að ráða þýðanda tímabundið til starfa við
þýðingar á réttarreglum Evrópusambandsins.
Krafist er háskólamenntunar og góðrar tungu-
máiakunnáttu, einkum í ensku, og er staðgóð
þekking á íslenskri tungu áskilin. Nauðsynlegt
er að umsækjandi hafi reynslu af þýðingum.
Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem
fyrst.
Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi fjár-
málaráðherra og Félags háskólamenntaðra
starfsmanna stjórnarráðsins.
Nánari upplýsingar veitir Hildur Pétursdóttir,
sími 560 9943, netfang hildurp@ees.is.
Umsóknir er tilgreini menntun, fyrri störf og
minnst einn meðmælanda, þurfa að hafa borist
Þýðingamiðstöð utanríkisráðuneytisins, Rauð-
arárstíg 25,150 Reykjavík, eigi síðar en 9. apríl
næstkomandi.
Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörð-
un um ráðningu hefur verið tekin. Litið verður
svo á að umsóknir gildi í sex mánuði frá því
að umsóknarfresti lýkur, nema annað sé sér-
staklega tekið fram.
Tölvuunnendur 20+
Spennandi atvinnutækifæri á netinu. Bónusar
og ferðalög. Upplýsingar gefur Díana í síma
897 6304.
Bessastaðahreppur
Skólastjóri
Vegna leyfis starfandi skólastjóra Álftanesskóla
í Bessastaðahreppi, óskast skólastjóri til starfa
í eitt ár frá og með 1. ágúst 1999.
Reynsla við skólastjórnun er skilyrði.
Umsóknum skal fylgja skrifleg umsögn frá fyrri
og núverandi vinnuveitendum ásamt staðfest-
ingu á menntun og starfsferli.
Upplýsingar veita formaður skólanefndar,
Snorri Finnlaugsson í síma 565 3225/894 3166
og skólastjóri, Erla Guðjónsdóttir, sími 565
3662/891 6590.
Umsóknarfresturertil 22. apríl og skal skila
umsóknum á skrifstofu Bessastaðahrepps,
Bjarnastöðum, 225 Bessastaðahreppi.
Skólanefnd Bessastaðahrepps.
Símasvörun
— símasaia
Við ætlum að ráða starfskraft í fullt starf við
sölu auglýsinga í síma og símasvörun fyrir
mörg fyrirtæki. Starfið er unnið í dagvinnu og
er framtíðarstarf á reyklausum, jákvæðum
vinnustað. Reynsla af símasölu erskilyrði. Um-
sóknirsendist í rafpósti til korund@korund.is
eða í símbréfi á 562 9165. Frekari upplýsingar
er að finna á slóðinni http://korund.is.
Kórund ehf. - Markaðsdeild, Bella Símamær.
Þverholti 15, Reykjavík.