Morgunblaðið - 11.04.1999, Page 2

Morgunblaðið - 11.04.1999, Page 2
2 SUNNUDAGUR 11. APRÍL 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR ► l-4 Grænn kostur í gistingu ► Umhverfisstefna Bandalags ís- lenskra farfugla kynnt. /1 D BÍLAR Mogrunblaðið/Halldór Kolbeins Margrét Frímannsdóttir Samfylkingin skorar Sjálfstæðisflokk á hólm Tilþrif í tilhugalífi svananna TILÞRIPIN geta verið tnikil í tilhugalífinu en oft, eru grimmi- leg átök og jafnvel bardagar undanfari þeirra áður en til hugsanlegra blíðuhóta kemur. Ekki er vitað hvernig atinu lauk en væntanlega hefur allt farið á besta veg í lokin hjá þessum atorkumiklu svönum. Nýsköpun ‘99 Skilafrest- ur til mánudags „ÞAÐ eru aðeins tvö meginöfl í ís- lenskum stjórnmálum í dag. Sam- fylking fólksins og valdaflokkur- inn,“ sagði Margrét Frímannsdótt- ir, talsmaður Samfylkingarinnar, meðal annars í ræðu sinni á kosn- ingahátíð í Háskólabíói í Reykjavík í gær. I ræðu sinni sagði Margrét með- al annars: „Samfylkingin skorar Sjálfstæðisflokkinn á hólm með því að krefjast þess að eignarhald þjóðarinnar á sameiginlegum auð- lindum verði bundið í stjórnarskrá og verði ekki sérhagsmunaöflum að bráð. Samfylkingin skorar Sjálfstæðis- flokkinn á hólm fyrir hönd þein-a sem valdamenn hafa haft út undan þrátt fyrir góðærið sem hefur fallið þjóðinni í skaut. Samfylkingin skorar Sjálfstæðis- flokkinn á hólm fyrir hönd barna- fólks og ungra fjölskyldna sem við viljum að njóti fæðingarorlofs og aðhlynningar en ekki refsingar með skattakerfinu. Samfylkingin krefst þess fyrir hönd óborinna kynslóða að móðir náttúra verði heiðursborgari í sam- félagi okkar en ekki hornkerling. Við skorum á hagsmunabandalag íhalds og afturhalds að takast á við þessa stærstu ögrun okkar tíma eins og fólk sem þekkir sinn vitjun- artíma en ekki steingervingar aft- an úr öld sem er að hverfa. Og Samfylkingin skorar Sjálf- stæðisflokkinn á hólm þegar við spyrjum alla landsmenn: teljið þið þörf á að taka ærlega til hendinni gegn spillingu og óráðsíu í íslensku samfélagi? Og síðast en ekki síst: Samfylkingin skorar á formann stærsta kvenfélags landsins að átta sig á því að konur eiga að vera fullir þátttakendur í þessu samfé- lagi.“ Forseti Lettlands til Islands eftir viku FORSETI Lettlands, Guntis Ulm- anis, ásamt nærri 20 manna fylgd- arliði, verður í opinberri heimsókn á íslandi dagana 18. til 21. apríl næst- komandi. Forsetinn mun eiga við- ræður við Ólaf Ragnar Grímsson, forseta íslands, og Davíð Oddsson forsætisráðherra. Þá munu utanrík- isráðherrar land- anna einnig ræð- ast við. Dagski-áin hefst Ulmanis að morgni mánu- dags 19. apríl með viðræðum forsetanna í Bókhlöðunni að Bessastöðum. Síðdegis heimsæk- ir forseti Lettlands Alþingi og for- setafrúin, Aina Ulmane, heimsækir Listasafn íslands. Daginn eftir verður m.a. farin skoðunarferð um Reykjavík, ekið til Grindavíkur og farið í Bláa lónið og orkuverið í Svartsengi. Á miðvikudeginum verður at- hafnasvæði Eimskips í Sundahöfn skoðað, Byko í Kópavogi heimsótt og Hallgrímskirkja skoðuð. Heim- sókninni lýkur á hádegi og heldur forseti Lettlands áleiðis til Banda- ríkjanna síðdegis. íslensk börn með meiri réttindi heima en í skóla ►Fram hefur farið könnun í yfir 20 löndum á því hvernig börn meta réttindi sín eins og þau birt- ast í Alþjóðasamningi SÞ um rétt- indi barna. /10 Frumkvæði og dugnað- ur vegur þyngra en fáguð framkoma ► Rætt við Sverri Hauk Gunn- laugsson sem snúið hefur heim frá sendiráðinu í París til að taka við ráðuneytisstjórastarfinu í utanrík- isráðuneytinu. /20 Þetta hefur verið mjög skemmtilegt ►Gísli Jónsson, fyrrverandi menntaskólakennari á Akureyri, hefur haldið úti 1000 pistlum um íslenskt mál í Morgunblaðinu. /26 Frelsi serbneskra stjórnvalda til kúgunar ►Mikil andstaða er við þjóðernis- hyggju Milosevics forseta meðal almennings í Serbíu en við ríkj- andi aðstæður á fólk erfitt upp- dráttar. /12 B ►l-24 Indland - heilög kýr á krossgötum ►Indland er heillandi heimur, engu líkur í fjölbreytileika sínum og andstæðum. /1&8-U Blómelskur hafnar- starfsmaður ►Rætt við Guðjón Pálsson en samtals störfuðu Páll Ásmunds- son, faðir hans, og bróðir hans Kristinn 160 ár við Reykjavíkur- höfn. /4 Pólitíkin á ísafirði oft afar beisk ►Kristín Jónsdóttir, Vestfmðing- ur, sem barst suður og austur heiðar til Hveragerðis fyrir hart- nær hálfri öld, segir írá. /6 C FERÐALÖG ► l-4 Zafira frá Opel ►BíU hins fjölbreytta og hag- kvæma innanrýmis. /2 Eatvinna/ RAÐ/SMÁ ► l-24 Samstarfsvettvangur atvinnulífs og skóla ► Stefnuþing um starfstengda menntun. /1 FASTIR ÞÆTTIR Fréttir l/2/4/84)ak Brids 50 Leiðari 32 Stjörnuspá 50 Helgispjall 32 Skák 50 Reykjavíkurbréf 32 Fólk í fréttum 54 Skoðun 36 Utv/sjónv. 52,62 Minningar 38 Dagbók/veóur 63 Myndasögur 48 Mannl.str. 18b Bréf til blaðsins 48 Dægurtónl. 22b ídag 50 INNLENDAR FRÉTTIR: 2-4-8-BAK ERLENDAR FRÉTTIR: 1&6 Stdru sveitarfélögin á Austurlandi Samstarf um nýsköpun og menntamál Hornafirði. Morgunblaðid. BÆJARRÁÐ þriggja stærstu sveit- arfélaga á Austurlandi, Austur- Héraðs, Fjarðabyggðar og Homa- fjarðar, kom saman á Höfn á fóstu- daginn á sameiginlegum fundi þar sem gengið var formlega frá sam- komulagi sveitarfélaganna um sam- starf í nýsköpun og menntun á Austurlandi. Jafnframt mættu á fundinn frá Háskóla Islands Páll Skúlason háskólarektor og Rögn- valdur Ólafsson. Samstarf sveitarfélaganna felur í sér ákveðna verkaskiptingu þeirra á milli með Þróunarstofu Austurlands á Austur-Héraði, Fjárfestingarfé- Iagi Austurlands í Fjarðabyggð og Austurlandssetur Háskóla Islands á Hornafirði. Vonast bæjarráðsmenn til þess að samkomulag sveitarfé- laganna hafi hagsmuni alls fjórð- ungsins að leiðarljósi og að sveitar- félögin snúi bökum saman í eflingu menntunar og atvinnulífs, í stað þess að bítast um sömu bitana. Bæjarráðsmenn voru einhuga um þetta samstarf og gera greinilega miklar væntingar til þessarar sam- eiginlegu uppbyggingar. Samkomu- lagið felur í sér að fyrirhuguð Há- skólastofa Austurlands verður byggð upp á Homafirði. Páll Skúla- son háskólarektor taldi samkomu- lag sveitarfélaganna þriggja mjög athyglisvert og þess virði fyrir önn- ur sveitarfélög að skoða það nánar. Hann lýsti yfir fullum vilja Háskól- ans til að taka þátt í þessu verkefni og sagðist reiðubúinn til viðræðna nú þegar um stofnun Háskólastof- unnar á Höfn og bæjarráðin þrjú fógnuðu í ályktun sinni hugmyndum um stofnun Austurlandsseturs Há- skóla íslands á Hornafirði. Nýheimar á Homafirði Gert er ráð fyrir að Háskólastof- an verði staðsett í svokölluðum Ný- heimum, sem áætlað er að hýsi nýj- an framhaldsskóla, héraðsbókasafn sem upplýsingamiðstöð, aðstöðu fyrir fyrirtæki í nýsköpun og síðan Háskólastofu. Undirbúningur Ný- heima er á lokastigi og vonast menn til að hægt verði að hefja uppbygg- ingu þeirra á þessu ári. SKILAFRESTUR í sam- keppninni Nýsköpun ‘99 - keppni í gerð viðskiptaáætl- ana rennur út á mánudaginn, 12. apríl næstkomandi. Ef þátttakendur hyggjast senda inn viðskiptaáætlun sína með pósti þarf póststimpill að vera á þeim degi og verður þá tek- in gild þótt hún berist til stjórnenda samkeppninnar einhverju síðar. Mikill áhugi hefur verið fyrir þessari samkeppni, en að henni standa KPMG-end- urskoðun hf., Viðskiptahá- skólinn í Reykjavík, Nýsköp- unarsjóður og Morgunblaðið. ecco QonBurlirdni MEÐ Morgunblaðinu í dag er dreift auglýsingablaði frá ECCO „Gangur lífsins“.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.