Morgunblaðið - 11.04.1999, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 11.04.1999, Blaðsíða 2
2 SUNNUDAGUR 11. APRÍL 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR ► l-4 Grænn kostur í gistingu ► Umhverfisstefna Bandalags ís- lenskra farfugla kynnt. /1 D BÍLAR Mogrunblaðið/Halldór Kolbeins Margrét Frímannsdóttir Samfylkingin skorar Sjálfstæðisflokk á hólm Tilþrif í tilhugalífi svananna TILÞRIPIN geta verið tnikil í tilhugalífinu en oft, eru grimmi- leg átök og jafnvel bardagar undanfari þeirra áður en til hugsanlegra blíðuhóta kemur. Ekki er vitað hvernig atinu lauk en væntanlega hefur allt farið á besta veg í lokin hjá þessum atorkumiklu svönum. Nýsköpun ‘99 Skilafrest- ur til mánudags „ÞAÐ eru aðeins tvö meginöfl í ís- lenskum stjórnmálum í dag. Sam- fylking fólksins og valdaflokkur- inn,“ sagði Margrét Frímannsdótt- ir, talsmaður Samfylkingarinnar, meðal annars í ræðu sinni á kosn- ingahátíð í Háskólabíói í Reykjavík í gær. I ræðu sinni sagði Margrét með- al annars: „Samfylkingin skorar Sjálfstæðisflokkinn á hólm með því að krefjast þess að eignarhald þjóðarinnar á sameiginlegum auð- lindum verði bundið í stjórnarskrá og verði ekki sérhagsmunaöflum að bráð. Samfylkingin skorar Sjálfstæðis- flokkinn á hólm fyrir hönd þein-a sem valdamenn hafa haft út undan þrátt fyrir góðærið sem hefur fallið þjóðinni í skaut. Samfylkingin skorar Sjálfstæðis- flokkinn á hólm fyrir hönd barna- fólks og ungra fjölskyldna sem við viljum að njóti fæðingarorlofs og aðhlynningar en ekki refsingar með skattakerfinu. Samfylkingin krefst þess fyrir hönd óborinna kynslóða að móðir náttúra verði heiðursborgari í sam- félagi okkar en ekki hornkerling. Við skorum á hagsmunabandalag íhalds og afturhalds að takast á við þessa stærstu ögrun okkar tíma eins og fólk sem þekkir sinn vitjun- artíma en ekki steingervingar aft- an úr öld sem er að hverfa. Og Samfylkingin skorar Sjálf- stæðisflokkinn á hólm þegar við spyrjum alla landsmenn: teljið þið þörf á að taka ærlega til hendinni gegn spillingu og óráðsíu í íslensku samfélagi? Og síðast en ekki síst: Samfylkingin skorar á formann stærsta kvenfélags landsins að átta sig á því að konur eiga að vera fullir þátttakendur í þessu samfé- lagi.“ Forseti Lettlands til Islands eftir viku FORSETI Lettlands, Guntis Ulm- anis, ásamt nærri 20 manna fylgd- arliði, verður í opinberri heimsókn á íslandi dagana 18. til 21. apríl næst- komandi. Forsetinn mun eiga við- ræður við Ólaf Ragnar Grímsson, forseta íslands, og Davíð Oddsson forsætisráðherra. Þá munu utanrík- isráðherrar land- anna einnig ræð- ast við. Dagski-áin hefst Ulmanis að morgni mánu- dags 19. apríl með viðræðum forsetanna í Bókhlöðunni að Bessastöðum. Síðdegis heimsæk- ir forseti Lettlands Alþingi og for- setafrúin, Aina Ulmane, heimsækir Listasafn íslands. Daginn eftir verður m.a. farin skoðunarferð um Reykjavík, ekið til Grindavíkur og farið í Bláa lónið og orkuverið í Svartsengi. Á miðvikudeginum verður at- hafnasvæði Eimskips í Sundahöfn skoðað, Byko í Kópavogi heimsótt og Hallgrímskirkja skoðuð. Heim- sókninni lýkur á hádegi og heldur forseti Lettlands áleiðis til Banda- ríkjanna síðdegis. íslensk börn með meiri réttindi heima en í skóla ►Fram hefur farið könnun í yfir 20 löndum á því hvernig börn meta réttindi sín eins og þau birt- ast í Alþjóðasamningi SÞ um rétt- indi barna. /10 Frumkvæði og dugnað- ur vegur þyngra en fáguð framkoma ► Rætt við Sverri Hauk Gunn- laugsson sem snúið hefur heim frá sendiráðinu í París til að taka við ráðuneytisstjórastarfinu í utanrík- isráðuneytinu. /20 Þetta hefur verið mjög skemmtilegt ►Gísli Jónsson, fyrrverandi menntaskólakennari á Akureyri, hefur haldið úti 1000 pistlum um íslenskt mál í Morgunblaðinu. /26 Frelsi serbneskra stjórnvalda til kúgunar ►Mikil andstaða er við þjóðernis- hyggju Milosevics forseta meðal almennings í Serbíu en við ríkj- andi aðstæður á fólk erfitt upp- dráttar. /12 B ►l-24 Indland - heilög kýr á krossgötum ►Indland er heillandi heimur, engu líkur í fjölbreytileika sínum og andstæðum. /1&8-U Blómelskur hafnar- starfsmaður ►Rætt við Guðjón Pálsson en samtals störfuðu Páll Ásmunds- son, faðir hans, og bróðir hans Kristinn 160 ár við Reykjavíkur- höfn. /4 Pólitíkin á ísafirði oft afar beisk ►Kristín Jónsdóttir, Vestfmðing- ur, sem barst suður og austur heiðar til Hveragerðis fyrir hart- nær hálfri öld, segir írá. /6 C FERÐALÖG ► l-4 Zafira frá Opel ►BíU hins fjölbreytta og hag- kvæma innanrýmis. /2 Eatvinna/ RAÐ/SMÁ ► l-24 Samstarfsvettvangur atvinnulífs og skóla ► Stefnuþing um starfstengda menntun. /1 FASTIR ÞÆTTIR Fréttir l/2/4/84)ak Brids 50 Leiðari 32 Stjörnuspá 50 Helgispjall 32 Skák 50 Reykjavíkurbréf 32 Fólk í fréttum 54 Skoðun 36 Utv/sjónv. 52,62 Minningar 38 Dagbók/veóur 63 Myndasögur 48 Mannl.str. 18b Bréf til blaðsins 48 Dægurtónl. 22b ídag 50 INNLENDAR FRÉTTIR: 2-4-8-BAK ERLENDAR FRÉTTIR: 1&6 Stdru sveitarfélögin á Austurlandi Samstarf um nýsköpun og menntamál Hornafirði. Morgunblaðid. BÆJARRÁÐ þriggja stærstu sveit- arfélaga á Austurlandi, Austur- Héraðs, Fjarðabyggðar og Homa- fjarðar, kom saman á Höfn á fóstu- daginn á sameiginlegum fundi þar sem gengið var formlega frá sam- komulagi sveitarfélaganna um sam- starf í nýsköpun og menntun á Austurlandi. Jafnframt mættu á fundinn frá Háskóla Islands Páll Skúlason háskólarektor og Rögn- valdur Ólafsson. Samstarf sveitarfélaganna felur í sér ákveðna verkaskiptingu þeirra á milli með Þróunarstofu Austurlands á Austur-Héraði, Fjárfestingarfé- Iagi Austurlands í Fjarðabyggð og Austurlandssetur Háskóla Islands á Hornafirði. Vonast bæjarráðsmenn til þess að samkomulag sveitarfé- laganna hafi hagsmuni alls fjórð- ungsins að leiðarljósi og að sveitar- félögin snúi bökum saman í eflingu menntunar og atvinnulífs, í stað þess að bítast um sömu bitana. Bæjarráðsmenn voru einhuga um þetta samstarf og gera greinilega miklar væntingar til þessarar sam- eiginlegu uppbyggingar. Samkomu- lagið felur í sér að fyrirhuguð Há- skólastofa Austurlands verður byggð upp á Homafirði. Páll Skúla- son háskólarektor taldi samkomu- lag sveitarfélaganna þriggja mjög athyglisvert og þess virði fyrir önn- ur sveitarfélög að skoða það nánar. Hann lýsti yfir fullum vilja Háskól- ans til að taka þátt í þessu verkefni og sagðist reiðubúinn til viðræðna nú þegar um stofnun Háskólastof- unnar á Höfn og bæjarráðin þrjú fógnuðu í ályktun sinni hugmyndum um stofnun Austurlandsseturs Há- skóla íslands á Hornafirði. Nýheimar á Homafirði Gert er ráð fyrir að Háskólastof- an verði staðsett í svokölluðum Ný- heimum, sem áætlað er að hýsi nýj- an framhaldsskóla, héraðsbókasafn sem upplýsingamiðstöð, aðstöðu fyrir fyrirtæki í nýsköpun og síðan Háskólastofu. Undirbúningur Ný- heima er á lokastigi og vonast menn til að hægt verði að hefja uppbygg- ingu þeirra á þessu ári. SKILAFRESTUR í sam- keppninni Nýsköpun ‘99 - keppni í gerð viðskiptaáætl- ana rennur út á mánudaginn, 12. apríl næstkomandi. Ef þátttakendur hyggjast senda inn viðskiptaáætlun sína með pósti þarf póststimpill að vera á þeim degi og verður þá tek- in gild þótt hún berist til stjórnenda samkeppninnar einhverju síðar. Mikill áhugi hefur verið fyrir þessari samkeppni, en að henni standa KPMG-end- urskoðun hf., Viðskiptahá- skólinn í Reykjavík, Nýsköp- unarsjóður og Morgunblaðið. ecco QonBurlirdni MEÐ Morgunblaðinu í dag er dreift auglýsingablaði frá ECCO „Gangur lífsins“.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.