Morgunblaðið - 11.04.1999, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 11.04.1999, Blaðsíða 56
* 56 SUNNUDAGUR 11. APRÍL 1999 MORGUNBLAÐIÐ GRACE TÍSKUVERSLUN Kvenfataverslun í Aðalstræti 9 Nýjar vörur frá Grace collection Mikiö lirval af drögtum, bolum op buxum Opið virka daga 10-18, laugardaga 10-14 - Sími 552-2100 What nature divides, the spirit ur)ites m/ndbandi J3.04.99. I.dduídli llólagarði Solvulkitíölu .\rn;ii'h;ikk;i Clrímsh.v Ein töfrum prýdd nótt.. Eitt ótrúlegt kraftaverk. FÓLK í FRÉTTUM Geggjuð bresk gamanmynd Rokkarar af lífi og sál Breska gamanmyndin Enn geggjaðir eða Still Crazy er frumsýnd í Stjörnubíói um helgina. Rósa Erlingsdóttir sá myndina á kvikmynda- hátíðinni í Berlín og talaði við Brian Gibson leikstjóra og Amöndu Marmot framleiðanda. WISBECH árið 1977. Úti- hátíð rokksins í Bretlandi. Strange Fruit er dæmi- gerð bresk rokkhljómsveit. Sætir svalir strákar á sviðinu sem eiga í fullu fangi með að einbeita sér í al- gleymi efturlyfjavímunnar. Feitir sveittir rótarar hreyta ónotum í hvom annann, kærustur stjarn- anna bíða baksvið, áhangendur bandsins eru að tryllast þegar skyndilega gengur á með eldingum og ein þeirra hittir söngvarann . Tuttugu árum seinna. Hljóm- sveitarmeðlimir Strange Fruit eru löngu famir sinn í hverja áttina. Flestir hafa komið sér ágætlega fyrir. En lífið er bjástur. Trommu- leikarinn flutti aldrei úr foreldra- húsum, er drykkfeldur og ofsóttur af skattayfirvöldum. Textahöfund- urinn og aðalgítarleikarinn á að baki geðsjúkrahúsvist. Hljóm- borðsleikarinn Tony (Stephen Rea) fyllir á smokka- og sælgætissjálf- sala og hefur aldrei eignast neitt verðmætara en tönn úr Jimi Hendrix sem hann ber um hálsinn. Söngvarinn Ray virðist lifa góðu lífi. Hann hóf sólóferil en hefur ekki enn verið uppgvötaður. Hann á að baki eina áfengismeðferð en er augljóslega taugasjúklingur sem honum og konu hans Astrid (Hel- enu Bergstrom) tekst ágætlega að fela með lífsmunaði ríka fólksins. Hann lifir i fortíðinni, klæðist odd- mjóum skóm, níðþröngum buxum og þungum rokkarajökkum. „Hann er í rauninni algjört hrak en þrífst á óskiljanlegri orku úr eigin egóisma," segir Gibson og bætir við að leikarinn Bill Nighy hefði margsinnis efast um val sitt á ævi- starfi á meðan á tökunum stóð; hann hefði getað orðið fullkomin rokkstjama. Dag einn stendur Tony á mott- unni hjá kvenkyns rótara hljóm- sveitarinnar Karen (Juliet Au- brey). Hann er hættur að fylla á sjálfsala, er heimilislaus og vill að hljómsveitin komi saman að nýju. Karen er í góðu starfi, er fráskilin og þarf að sjá fyrir dóttur sinni Clare (Rachel Stirling) sem er á unglingsaldri. En Tony er búin að þaulhugsa málið og koma saman áætlun; Hann vill að hljómsveitin leiki á Wisbech 1998. Bresk gamansemi Enn geggjaðir er fyrst og fremst bresk gamanmynd með öllu til- heyrandi; sú besta síðan Með fullri reisn pi-ýddi hvíta tjaldið. Á mjög trúverðugan og fyndinn hátt lýsir myndin, lífi hvers og eins, sam- fundum félaganna eftir tuttugu ár og þeim erfiðleikum er af hljótast. Flest þeirra hafa ekki hist síðan á gullskeiði rokksins, síðan eiturlyf og brennivín, erjur og brostnar ástir megnuðu að slíta þau í sund- ur. Munu þau gera sömu mistökin aftur eða tekst þeim að koma hljómsveitinni saman fyrir rokkhá- tíðina í Wisbech? Myndin er undir leikstjórn Brian Gibson sem leikstýrði Whats Love Got To Do With It og The Juror. Dick Clements og Ian La Frenais skrifuðu handritið en þeir komu einnig að gerð myndarinnar The Commitments sem er íslenskum tónlistar- og kvikmyndaunnendum vel kunn. Aðalhlutverkin eru í höndum þekktra breskra leikara eins og Stephen Rea, Billy Connolly, Jimmy Nail, Timothy Spall, Bill Nighy, Juliet Aubrey, Rachel Stirling og Bruce Robin- son. Rjómi bresks tónlistarlífs kem- ur að gerð tónlistar myndarinnar sem gerir söguna ógleymanlega fyrir fólk sem þekkir rokksögu Breta. Handritshöfundarnir Clements og La Frenais lögðu ástríðufulla vinnu í myndina. Þeir eru báðir á sama aldri og strák- arnir í Strange Fruits og segja hana jafnvel vera framhald af sveitinni The Commitments Aftur til sögunnar. Tony fær Karen í lið með sér. Þau leggja af stað í leit að fyrrum félögum sín- um. Enginn þeirra er sérstaklega ánægður eða hamingjusamur með líf sitt og þess vegna auðveldara að vekja hrifningu þeirra en ella. Þau minnast hljómsveitarinnar og tækifæranna sem gengu þeim úr greipum tuttugu árum áður og áhorfendum verður ljóst að taug- amar rokka enn í takt við drauma um frægð og frama Strange Fruits. Þrátt fyrir að vinsælasti meðlim- ur hljómsveitarinnar Brian (Bruce Robinsson) finnist ekki er ákveðið að leggja í hann. Þau fá hæfíleika- ríkann ungan gítarleikara í hans stað sem laðar unglingsstúlkur á tónleika. Að hætti atvinnumanna er haldið í tónleikaferð um Eng- land og Holland eftir aðeins örfáar æfíngar. Hljómsveitin kemur fram á sveitabúllum og félagsheimilum þar sem þeim er tekið misvel. Áhorfendum er vel skemmt af íróníu mótsagnanna því enn haga hljómsveitarmeðlimir sér eins og þeir séu staddir efst á himnafest- ingunni. Þeir eiga þó í erfiðleikum með að halda út heila tónleika og eru oftar en ekki púaðir niður af ungum áhangendum rokksins sem hlæja sig máttlausa af gamlingjun- um á sviðinu. Andrúmsloftið er lævi blandið vegna gremju og reiði strákanna í garðs hvers annars út af löngu liðnum atburðum. En þeg- ar stóra stundin nálgast virðist allt falla í ljúfa löð. Þau verða öll af vilja gerð að bæta ímynd hljóm- sveitarinnar, sem fyrir tuttugu ár- um var lifandi goðsögn. Þau vilja bæta fyrir ónýtt tækifæri, brostnar vonir og ástir fyrri tíma áður en að það er um seinan. Rokkarar aldrei gamlir Brian Gibson segir að í heimi rokks og róls verði fólk ekki gamalt. Sú kynslóð sem taldi sig hafa fundið upp rokkið er orðin miðaldra og þrátt fyrir það ákveða strákamir í Strange Fruits að snúa aftur. Enn geggjaðir fjallar, að hans sögn, á gamansaman hátt um þá áskorun sem fylgir þeirri ákvörðun fyrir hvem og einn að koma saman aftur. Hann segir að myndin fjalli um miðaldra stráka sem átti sig á því að það er aldrei of seint að láta æskudraumana rætast, - að minnsta kosti ekki í heimi rokksins. „Ég held að Enn geggjaðirsé trú- verðug saga,“ segir hann. Þrátt fyrir alla kaldhæðnina vonar Gibson að áhorfendur finni fyrir sársauka og óöryggi persónanna, fyrir ótta þeirra við að gera sig að athlægi. „Ég á margt sameiginlegt með þess- um persónum. Ég ólst upp á tímum rokksins og vUdi leggja mitt af mörkum að segja sögu sem þessa.“ Framleiðandinn Amanda Mar- mont segir myndina vera áhrifa- mikla að mörgu leyti. „Kúnstin við að gera góða gamanmynd er að segja frá sorgarhliðum lífsins á kaldhæðnislegan hátt. í Enn geggjaðir má finna ótta rokkar- anna við aldurinn og útkoman er sú að ef maður fær annað tækifæri á maður að grípa það.“ Gibson segist vera mjög ánægð- ur með leikarana; segir þá í sam- einigu hafa verið eins og litrófið í regnboganum. Eru það orð að sönnu því leikararnir sem við þekkjum úr breskum myndum og þáttaröðum eru eins og skapaðir fyrir hlutverk rokkaranna. Myndin hefur nú þegar fengið góða dóma í Bretlandi og víðar í Evrópu og fékk tilnefningu til tveggja Golden Globe verðlauna. í Þýskalandi mynduðu afturbatarokkarar og mótorhjóla- gengi biðraðir fyrir utan plötubúðir þegar tónlistin úr myndinni kom á markað. Tónlistin er frábær og á eflaust eftir að græta margan rokk- arann á næstu vikum í Stjömubíói.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.