Morgunblaðið - 11.04.1999, Síða 41

Morgunblaðið - 11.04.1999, Síða 41
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 11. APRÍL 1999 41 _ 1 1 1 Nonni var góður faðir og eigin- maður og þau elskuðu hann. Jón Sveinbjöm, sem er elstur, átti að fermast 11. apríl. Hann horfði á eftir fóður sínum, blessaður drengurinn. Guð gefí honum styrk í sorg sinni. Stefán Atli, 11 ára gamall, elsku drengurinn okkar, og svo litli engill- inn, hann Marteinn Helgi, tveggja ára. Elsku Dísa, Jónsi, Stebbi og Mar- teinn Helgi, Guð gefí okkur styrk í þessari miklu sorg og hjálpi okkur að græða þau sár sem eru í hjörtum okkar. Minning Nonna mun alltaf lýsa bjart í hjörtum okkar. Megi Guð veita ættingjum, vinum og kunningjum styrk í sorginni. Leifur Guðjónsson, Helga Kristjánsdóttir. Hvað er meira gefandi fyrir ung hjón, sem unna íslenskri náttúru, en að kynna dásemdir hennar fyrir ungum börnum sínum? En skjótt skipast veður í lofti. Bjartur og fag- ur dagur verður dökkur eins og hendi sé veifað, þótt ekki dragi ský fyrir sólu. Jón Stefánsson, Nonni, systurson- ur minn, hafði farið ásamt fjölskyldu sinni til dvalar í sumarbústað tengdafólks síns norður í Kaldbaks- vík á Ströndum. A sólbjörtum og fógrum laugardegi fer Nonni með elsta son sinn norður í Ingólfsfjörð til að sýna honum staðinn þar sem forfeður hans höfðu búið og vafa- laust til að kynna hann fyrir óra- víddum óbyggðanna. En íslensk náttúra er dularfull og óútreiknan- leg, og minnir á sig á margbreytileg- an hátt þegar síst varir. Nonni var næstelstur fjögurra barna systur minnar, og var rétt um þriggja ára þegar við hjónin vorum í tilhugalífínu. Oftar en ekki voru Nonni og Anna Björg systir hans með mér þegar við hjónaleysin fórum út að keyra um helgar og er með sanni hægt að segja að Nonni og systir hans hafi verið fyrstu ættingj- amir sem ég kynnti verðandi eigin- konu minni. I fari Nonna hrifumst við af kraftinum sem í honum bjó. Hann var rétt farinn að tala þegar hann vissi hvert hlutverk karlmanna í lífínu var, en það var, eins og hann sagði stutt og laggott, „mennur vinna“. Þessari lífsskoðun, sem mót- aðist á ungaaldri, var hann jafnan trúr. Hugur hans stefndi fljótlega á vélar. í fyrstu voru það leikfóngin síðan hjólin, mótorhjólin og að lokum bflamir og þá ekki síst stóru bflamir. Allt lék þetta í höndunum á honum. Nonni varð þeirrar gæfu aðnjót- andi að eiga foreldra sem líta á börnin sín sem félaga. Foreldramir, Sigríður systir mín og Stefán, hafa ferðast vítt um byggðir sem óbyggð- ir, og tekið með sér bömin og síðar barnabörnin. I þeim ferðum lærði Nonni strax sem barn að meta ís- lenska náttúm. Ósjaldan lýsti hann þeim ferðum og leiðum, sem hann hafði farið og vora lýsingarnar svo lifandi og svo skýrt upp dregnar, að það var eins og maður væri á staðn- um. Hann lét þess alltaf getið og furðaði sig á, ef einhverjir af ferða- félögum hans, eða fólk sem hann hitti á ferðum sínum, hafði sýnt af sér vítavert gáleysi. Nonni var lánsamur þegar hann kynntist Dísu og enn lánsamari þeg- ar hún giftist honum. Þau hjónin eignuðust þrjá myndarsyni. Sá elsti, Jón Sveinbjörn, á að fermast nú í vor. Þeim, sem þekkja Dísu, kemur ekki á óvart að fermingunni verður ekki frestað heldur verður skipulag- inu breytt. Nonni og Dísa keyptu sér hús á Kjalarnesi, Tinda 1, sem þau lagfærðu af miklum dugnaði og myndarskap. Þar kom Nonni sér upp vinnuaðstöðu til vélaviðgerða. Eitt sinn er við hjónin litum við hjá þeim þegar við voram á ferð um þjóðveginn, þá lýsti hann fyrir okk- ur kostum þess að búa á Tindum. Kostirnir vora að hann var úti í nátt- úranni, engin hús hinum megn við götuna, stutt í Esjuna og óbyggð svæði allt um kring. Að fara út á veröndina eða út af verkstæðinu og líta til fjalla, eða skjótast á Esjuna í hádeginu, hressti og endurnærði. Nonni var ekki borgarbarn. Elsku Dísa, drengirnir þínir era ekki einir, þeir eiga þig, og að eiga þig er ekki h'tið. Þú varst lánið hans Nonna og þú ert lánið þeirra. Það er aðdáunarvert að finna þann mikla styrk og samheldni sem ríkir hjá öll- um aðstandendum. Þig eigið svo góða að. Megi minningin um góðan dreng lifa. Guðmundur, Þórunn og fjölskylda. Þegar við Snorri byi'juðum bú- skap okkar fékk ég fyrst að kynnast Jóni. Hann kom heim með Snorra aðeins kenndur, brosandi og stríðnin uppmáluð, ég var ekki hrifm af þess- um komumanni og hreint út sagt þoldi hann ekki fyrst um sinn, en smám saman gaf hann mér færi á því að kynnast sínum rétta manni og það var allt annar maður en sá sem kom fyrst inn hjá mér, þar var hann Nonni Stefáns eins og ég og fleiri kölluðum hann. Nonni var sá sérstakasti maður sem ég hef fengið að kynnast. Hann hafði mjög ákveðnar skoðanir á líf- inu og tilverunni og skipti hann engu máli þótt öðram fyndist eitt- hvað annað, hann stóð á sínu og fór sínar leiðir. Ferðamennskan eða öllu heldur ævintýraþráin átti hug hans allan að mér fannst og efast ég ekki um að hann á eftir að finna og kanna nýjar slóðir, þarna hinum megin og taka okkur með þegar okkar kall kemur. Þessa tvo síðustu mánuði sem Nonni var meðal okkar gaf hann mikið af sjálfum sér tfl mín og Snorra. Við áttum oft löng og góð samtöl um ýmis málefni sem ég ætla ekki að tíunda hér en mig langar að þakka honum fyrir að hafa fengið að kynnast hans rétta manni sem hafði stórt hjarta og var alltaf svo jákvæð- ur og brosandi við lífinu og tflver- unni. Kæri vinur, ég kveð þig þá þótt það sé ekki auðvelt og þakka þér fyrir tilvist þína en minningin um þig á eftir að hlýja okkur öllum um ókomna framtíð. Elsku Herdís, Jón Sveinbjörn, Stefán Atli, Marteinn Helgi og aðrir aðstandendur, megi guð gefa ykkur styrk í ykkar miklu sorg. Laufey Magnúsdóttir. Þegar ég fékk þá frétt að félagi minn hefði lent í snjóflóði og verið væri að leita að honum, hugsaði ég með mér: „Það er ekkert sem grand- ar honum Jóni.“ En raunin varð því miður önnur og staðreyndin er sú að þessi vinur minn er allur, og eftir sitja minningar um frábæaran dreng. Jón Stefánsson var náungi sem ekki var auðvelt að átta sig á, alla- vega tók það mig langan tíma að kynnast honum en hann varð á þeim átján áram sem ég átti því láni að fagna að þekkja hann einn sá besti vinur sem ég get hugsað mér og stöðugt fram á sinn síðasta dag að koma mér á óvart með uppátækjum sínum og aðgerðum. Það sem einkenndi Nonna eins og hann var kallaður var hversu hátt honum lá rómur, hvað lá yfírleitt vel á honum, léttur á sér og stríðinn. Einvernn veginn finnst mér að þær stundir sem ekki lá vel á honum, hafí hann haft út af fyrir sig og ekki borið þær á borð fyrir aðra. Nonni var einfari og hleypti mönnum ekki svo glatt nálægt sér, hvorki í vinskap, viðskiptum né öðr- um málum. Harkan og þrjóskan var sú hlið á Nonna sem flestir sem kynntust honum urðu fljótlega varir við og líkaði mönnum misvel, því Nonni gafst aldrei upp. Vélsleðaferðir vora hans ær og kýr síðustu árin og var ótrúlega gaman að fylgjast með honum í ferð- um. Yfirleitt fór hann fremstur og ef eitthvað var að veðri eða upp komu vandamál með sleðana eða búnaðinn var hann í essinu sínu, því dugnað- urinn og bjartsýnin í honum höfðu yfirleitt þau áhrif á ferðafélagana að allt væri í fínu lagi og ekkert að ótt- ast hvorki guð né menn. Sérstaklega þykir okkur hjónum vænt um að hafa átt pínulítinn þátt í því að hann og Herdís náðu saman á sínum tíma og hófu samband sitt, því samband þeirra og síðar hjóna- band bar ríkulegan ávöxt. Fyrst kom Jón Sveinbjörn, þá Stefán Atli, og svo þriðji drengurinn Marteinn Helgi. Nonni var mikill fjölskyldu- karl í sér og passaði vel að aldrei skorti neitt tfl neins á sínu heimili og hélt uppi þeim aga sem þurfti og bera drengirnir þeiiTa þess merki með sinni prúðmennsku og kurteisi. Ekki get ég lokið þessari grein öðravísi en að minna alla þá sem þekktu lífsskoðun Nonna á að hún var ætíð sú að hafa gaman af lífinu og njóta þess. Við félagarnir voram oft búnir að ræða um dauðann og hugsanlegt líf eftir hann og alltaf sagði Nonni: „Maður deyr þegar maður deyr og ekkert meira með það.“ Herdísi og drengjunum ásamt að- standendum votta ég mína dýpstu samúð og minni ykkur á að hugsa um hvernig Nonni tók á lífinu og er ég viss um að þær hugsanir koma til með að hjálpa okkur öllum til að takast á við daglegt amstur í náinni framtíð. Megirðu hvfla í friði, kæri vinur. Snorri Gíslason. Óbyggðimar kalla og égverðaðgegnaþeim, ég veit ekki hvort eða hvemig eða hvenær ég kemst heim. (Magnús Eiríksson.) Þesar fáu línur era mér ofarlega í huga þegar ég hugsa um hann Nonna vin minn sem fórst í snjóflóði við Trékyllisvík. Leiðir okkar Nonna lágu saman fyrir um þremur áram og þá í fjallaferð á vélsleðum. Frá þeirri stundu mynduðust sterk vina- bönd milli okkar og í framhaldi af þessum kynnum unnum við saman í hartnær tvö ár. Þær voru ófáar stundirnar sem við ræddum saman um allt milli himins og jarðar, en fjallamennskan var þó alltaf efst á baugi hverju sinni. Eg á eftir að sakna þess að fá símhringingu frá Nonna þar sem hann segir: „Jæja, eram við ekki farnir, sástu veður- spána í kvöldíréttunum?" Nonna verður sárt saknað í fé- lagahópnum og án efa eigum við fé- lagarnir eftir að minnast hans oft á komandi áram með söknuð í huga. Þegar Nonni var með í ferð vora ekki til vandamál og ef þau komu upp var hann fyrstur til að mæta á svæðið til að leysa þau. Allt sem við- kom viðgerðum og vélum lék í hönd- um hans. Hvíl þú í friði, elsku vinur. Elsku Dísa og synir, megi guð vera með ykkur og styrkja ykkur í sorginni. Að lokum vfl ég votta öll- um aðstandendum mína dýpstu samúð. Kristinn Már Emilsson. r Blómabúð írt ^ skom l v/ Fossvacjski^kjwcjarð j V Símii 554 0500 LEGSTEINAR t Marmari íslensk framleiðsla Granít Vönduð vinna, gott verð Bláerýti Sendum myndalista Gabbró MOSAIK Líparít Hamarshöfði 4, 112 Reykjavík sími 5871960, fax 5871986 + Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma, MARÍA ANNA MAGNÚSDÓTTIR, frá Ólafsfirði, áður til heimilis í Lönguhlíð 25, sem lést á Hrafnistu, Hafnarfirði, mánudaginn 5. apríl sl., verður jarðsungin frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 14. apríl kl. 13.30. Kristín Hartmannsdóttir, Guðbrandur Sæmundsson, Halldóra Hartmannsdóttir, Ásta Hartmannsdóttir, Bragi Jónsson, Guðrún Hartmannsdóttir, Ásgeir Jónsson, Adda Hartmannsdóttir, Halldór Ólafsson, Erna Hartmannsdóttir, Anton Þórjónsson, Ásdís Hartmanns, barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn. t Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir, afi og langafi, SIGURÐUR H. GUÐMUNDSSON flugvirki, sem lést sunnudaginn 4. apríl, verður jarð- sunginn frá Bústaðakirkju þriðjudaginn 13. april. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir, en þeim, sem vildu minnast hans, er bent á líkn- arfélög. Elísabet María Víglundsdóttir, Ásdís Sigurðardóttir, Gisli Geir Jónsson, Víglundur Sigurðsson, Margrét Rósa Sigurðardóttir, Þórhildur Sigurðardóttir, Ólafur Viðar Birgisson, Guðmundur Sigurðsson, Kolbrún S. Jóhannesdóttir, Guðrún Sigurðardóttir, Guðmundur Þorkelsson, Sigurður Sigurðsson, Eyrún Guðnadóttir, Halldór Sigurðsson, barnabörn og barnabarnabörn. + Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, EYÞÓR KR. JÓNSSON, Grænukinn 10, Hafnarfirði, verður jarðsunginn frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði, þriðjudaginn 13. apríl kl. 13.30. Jóhann Eyþórsson, Vaidís Þorkelsdóttir, Kristín Þ. Eyþórsdóttir, Gfsli Þorláksson, barnabörn og barnabarnabarn. + Innilegar þakkir sendum við öllum þeim sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, GUÐLAUGAR SÆMUNDSDÓTTUR, áður til heimilis á Kársnesbraut 127. Oddný Erla Sadowinski, Waldimar Sadowinski, Rut Ollý Sigurbjörnsdóttir, Eiríkur Jónsson, barnabörn og barnabamabörn. + Þökkum innilega samúðarkveðjur og hlýhug við andlát og útför ástkærs eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, fósturföður, afa og langafa, HJÖRLEIFS GUÐMUNDSSONAR, Boðahlein 3, Garðabæ. Sigrfður Kristjánsdóttir, Rögnvaldur Hjörleifsson, Erla Ingvarsdóttir, Guðmundur Hjörleifsson, Guðbjörg Hjörleifsdóttir, Páll Bragason, Álfhildur Hjörleifsdóttir, Sverrir Hjörleifsson, Svanhildur Guðlaugsdóttir, Sigurbjörg Magnúsdóttir, Kristján Þorgeirsson, Dóra Þorkelsdóttir, Jón Kristjánsson, Bára Guðbjartsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.