Morgunblaðið - 11.04.1999, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 11.04.1999, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR SUNNUDAGUR 11. APRÍL 1999 43 ég mínar innilegustu samúðar- kveðjur. Einar Br. Elsku Bubba. Eg sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífs þíns nótt. Þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þótt svíði nú sorg mitt hjarta, þásælteraðvitaafþví þú laus ert úr veikindum þínum, þín veröld er björt á ný. (Þ-S.) Ösp. í amstri nútímans og þeim hraða sem honum fylgir gleymir maður stundum þeirri staðreynd að ekkert líf er án dauða og eng- inn dauði án lífs. Það er engin gleði án sorgar og þannig mætti lengi halda áfram. Hún Guðbjörg skal í mínum huga hafa þann heið- ur að vera hálfgerður uppalandi margra okkar félaganna úr Skála- gerðinu. Við erum allir í dag að komast eða þegar komnir á fimm- tugsaldurinn. Skálagerði 5, heima hjá Smára og Villa, var nefnilega samkomustaðurinn okkar. Þar voru margar ákvarðanir teknar, þar voru mörg stefnumótin og þar hittu sumir okkar lífsförunautana sína. Þetta voru ekki bara lokaðir fundir okkar félaganna, nei, held- ur betur ekki. Guðbjörg tók þótt í þessu öllu með okkur og var ráð- gefandi í oft annars bamslegum ákvarðanatökum. Oftar en ekki kom hún með tillögur sem svo sannarlega voru teknar alvarlega og voru mótandi á framtíð okkar. Þetta sér maður í dag mörgum ár- um eftir að þú fluttir úr Skála- gerðinu, Guðbjörg. Mér finnst við hæfi að minnast þín með nokkrum orðum vegna þess hlutskiptis sem þú fékkst á þeim árum þegar við drengimir þurftum á leiðsögn að halda. Auð- vitað hefur tekist misvel til, en þannig er nú einu sinni lífið. Við fengum svo sannarlega veganesti til að vinna úr, við gerðum það mis- vel og vomm misheppnir í lífinu eins og gengur og gerist. Um leið og ég votta ykkur, Smári og Villi, mína dýpstu sam- úð vegna fráfalls móður ykkar vil ég bera fram þakklæti fyrir þær ánægjustundir sem við áttum saman félagarnir úr Skálagerð- inu. Sigurþór Charles Guðmundsson. Á morgun, 12. apríl, kveðjum við föðursystur okkar, Guðbjörgu Maríu, á fæðingardegi hennar. Margt var henni gefið sem við minnumst í dag en henni var naumt skammtað af góðri heilsu og glímdi alla ævi við líkamlega vanheilsu en hennar andlega at- gervi hjálpaði henni að sigrast á þeiri'i byrði sem veikur líkami leggur á fólk. Hvíldin var henni kærkomin þannig að við kveðjum með sorg en gleðjumst við góðar minningar. Þökkum henni allt sem hún var okkur og ekki síður þá elsku sem hún sýndi föður okkar á erfiðum tíma. Fjölskyldu hennar allri sendum við innilegar samúð- arkveðjur. Við viljum að lokum gera orð Amar Arnarsonar að hennar: Nú er ég aldin að árum. Um sig meinin grafa. Senn er sólarlag. Svíður í gömlum sárum. Samt er gaman að hafa lifað svo langan dag. Er syrtir af nótt, til sængur er mál að ganga, - sæt mun hvíldin eftir vegferð stranga, - þá vildi ég, móðir mín, að mildin þín svæfði mig svefninum langa. Guðný Þorbjörg, Pétur Hafsteinn, Magnea Björk, Sóley Rut og Benný Sif og fjölskyldur. SIGURBORG GUÐMUNDSDÓTTIR + Sigurborg Guð- mundsdóttir fæddist á Arngerð- areyri við Isafjarð- ardjúp 13. mars 1901. Hún lést 2. apríl síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Ágústína Þor- leifsdóttir og Guð- mundur Hafliðason, bóndi í Bakkaseli í Langadal í ísaijarð- arsýslu. Sigurðborg ólst upp hjá föður sínum og konu hans, Guðrúnu Sigurðar- dóttur, ásamt eldri systkinum, Sigurborg var jarðsungin frá sem voru fjögur: Guðjón, Helga, Fossvogskirkju í kyrrþey að ósk Valgerður og Sigurður. Fóstur- hinnar látnu föstudaginn 9. apríl. bróðir þeirra er Sal- var Þorbergsson. Frá fjóríán ára aldri sá Sigurborg fyrir sér sjálf, í vist- um, kaupavinnu og fiskvinnu, ems og títt var á þessum ámm. Lengst vann hún við Landspítalann, í tæp 40 ár. Lengsta bú- seta hennar í Reykja- vík var á Njálsgötu 33b. Síðustu ellefu árin dvaldist hún á Hrafnistu í Hafnar- firði. Einn sá allra fegursti dagur, sem almættið hefir gefið okkur í vetur, var föstudagurinn 2. apríl. Það er að vísu ekki venjulegur föstudagur, því að frelsari vor og leiðtogi hafði sagt sín síðustu orð á krossinum. Þennan yndislega fagi'a morgun kvaddi há- öldruð kona þetta jarðlíf, 98 ára, í rúminu sínu á Hrafnistu í Hafnarfirði klukkan rúmlega sjö að morgni. Hún Sigurborg Guðmundsdóttir var ævin- lega kölluð Bogga frænka af okkar fjölskyldum öllum. Þó er alveg óhætt að segja að hún Bogga var engin venjuleg frænka heldur eins konar amma. Hún hefur séð fimm ættliði vaxa og þroskast allt í heilbrigðu lífi. Við vildum nefna hana ættmóður stórrar fjölskyldu þótt ekki hafi hún eignast börain sjálf. Þau eru líka orð- in æði mörg bæði böm og fullorðnir sem hún hefir gefið sokka og vett- linga, við vissum að hún var að prjóna sokka tveim dögum fyrir and- látið. Þessi stóra fjölskylda eru börn og afkomendur hjónanna Ólafs G. Sigurðssonar hreppstjóra frá Flat- eyri og Valgerðar Guðmundsdóttur, systur Sigurborgar. Þegar svona gömul yndisleg kona, sem öllum vildi vel, er fallin frá, þá vitum við að hún átti hlut í sálum óteljandi skyld- menna og sá hlutur vai’ gagnkvæmur hjá skyldfólkinu. Með Boggu er gengin alveg ein- stök kona. Hún var sterkur persónu- leiki. Hafði ákveðnar skoðanir á hlut- unum og lét þær í ljós, sama hver í hlut átti. Hún var afskaplega létt upp á fótinn, grönn og spengileg. Lífið var henni ekki alltaf auðvelt viðureignai’, en ævinlega var hún til staðar og tilbúin að hjálpa öðrum. Aldi-ei heyrðum við hana hallmæla nokkrum manni og hún vildi heldur ekki hlusta á neikvætt umtal um aðra. Hún reyndi alltaf að finna skýringu á hegðun fólks til þess að skilja betur viðbrögð þess og sjá eitt- hvað jákvætt í fari þess. Hún var alltaf svo jákvæð sjálf. Hún Bogga lagði sig mjög fram um að láta öðr- um líða vel, ekki síst sínum nánustu. Okkur langar að minnast hér á fósturmóður Boggu, Guðrúnu Sig- urðardóttur, sem hefir verið miklum mannkostum búin, með stórt hjarta og átti þennan eiginleika umft’am marga aðra að kunna og geta fyrir- gefið, kannski við þröngar aðstæður. Móðir Boggu, Ágústína, var vistráð- in og lifði við frekar þröngan kost. Þá kemur enn á ný mannkærleikur og góðvild Guði-únar konu Guð- mundar Hafliðasonar þegar hún sækir litlu stúlkuna þriggja mánaða til móður sinnar svo hún geti fengið gott uppeldi hjá föður sínum, stjúpu og hálfsystkinum í Bakkaseli. Bogga náði góðum þroska undii’ verndar- væng Guðrúnar, sem hún nefndi æv- inlega mömmu sína. Hún fór snemma að sjá fyrir sér sjálf eða um 14 ára aldur, þá var það fiskvinna og önnur störf, sem til féllu. Bogga stundaði nám í Húsmæðra- skóla Isafjarðar. Hún var eftirsóttur vinnukraftur og talin til fyrirmyndar í öllu húshaldi. Hún flyst til Reykja- víkur og er þá vistráðin hjá biskupn- um Jóni Helgasyni. Lengsti sam- felldi vinnustaður Boggu var Land- spítalinn og þvottahús Landspítalans eða frá árinu 1937 til 1977. Þá lét hún af störfum 76 ára gömul. Lengsta búseta hennar hér í Reykja- vík var á Njálsgötu 33b. Þar bjuggu þær systurnar þrjár, Helga, Val- gerður og Bogga, síðan Bogga ein nokkuð lengi eftii- að hinar féllu frá. Næsta heimilisfang hennar og síð- asta þessa heims er Hrafnista í Hafnai-firði en þar var hún síðastlið- in 11 ár. Þai- leið henni afar vel og var mjög þakklát góðri aðhlynningu starfsfólksins þar. Við þökkum þér alla þá umhyggju og ástúð sem þú hefur sýnt oklúir og fjölskyldum okkai’ í gegnum árin. Guð blessi þig, Bogga frænka. Hafðu þökk fyrir allt og allt. Ásdís og higimundur. Elsku Bogga frænka, okkur lang- ar til að þakka þér fyrir þær dýr- mætu stundir sem við áttum hjá þér, allan fróðleikinn um liðinn tíma sem okkur fannst svo gaman að spyrja þig um, alla Boggusokkana sem eiga efth’ að halda hita á litlum og stórum táslum. Vísumar sem þú kenndir okkur, grínið og hláturinn sem alltaf var stutt í, því þú hafðir alveg óborg- anlega kímnigáfu. Það er margt sem kemur upp í hugann núna þegar við kveðjum þig, góðmennska þín, frændrækni, hrein- skilni, hjálpsemi og óbilandi jákvæði. Við kveðjum þig með orðum Valdi- mars Briem: Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stóð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. Arnar Freyr Ingimundarson, Valrún Valgeirsdóttir, Ingi- björg Eva, Maríanna Elín og Elísabet Amarsdætur. Svo lengi sem ég man eftir mér hefur hún Bogga frænka verið hluti af lífi mínu. Hún var móðursystir mín en í raun miklu meira en venju- leg frænka. Ekki var það bara ég ein, sem naut þess að eiga hana að, við vorum sex systurbörn hennar sem hún hlúði að eins og henni var auðið og henni einni lagið. Þegai’ allt breyttist hér á landi upp úr 1940 og unga fólkið flykktist til Reykjavíkur til náms eða starfa fylgdum við systkinin með eitt af öðra. Þá var erfitt eða varla gerlegt að fá húsnæði, en við áttum hana Boggu frænku að. Ein stofa og að- staða til eldunar var allt sem hún hafði, en undii’ hennar verndarvæng voram við þar til úr rættist fyrir okk- ur. Þetta vora tímar mikilla umbrota í atvinnuháttum okkar íslendinga og margt mátti breytast. Það er með ólíkindum hvað fólk þurfti að búa við mikið harðræði og hafði lélegan að- búnað á uppvaxtarárum Sigurborgar hvort sem var til sjávar eða sveita. Hún varð 98 ára, en varð aldrei gömul, fylgdist með öllum sínum nánustu til síðasta dags. Öll börn hændust að henni, ekki síst börn okkai- systkina og bamabörn. Þessi fátæklegu orð era bara hálf- sögð saga en hjartans þakklæti er efst í huga fyrir samfylgdina, miklu fátækari værum við ef hennar hefði ekki notið við. Öll munum við sakna hennar. Eg þakka tryggum vinum hennar hugulsemi þeirra og starfsfólki á Hrafnistu í Hafnarfirði, sem annað- ist hana, fyrir alla hjálp. Veri hún falin því almætti, sem hún trúði fastlega á, og öll vitum við að hún hefur átt góða heimkomu. Elín Ólafsdóttir. Elsku Bogga frænka, þá er þinni löngu og merkilegu lífsgöngu lokið og ekki lengur hægt að koma til þín í malt og appelsín og þiggja nammi úr skálinni góðu, eins og Ingu Dís varð á orði við tíðindin. Margar góðar minningar streyma ft-am og ylja okkur um hjartarætur. Góðsemi þinni og gjafmildi vora eng- in takmörk sett. Það voru þínar ær og kýr að gefa gjafir og vel naustu þín á Laugaveginum hér áður í búðarrölti, hugsandi um okkur öll og hvað þú gætii’ nú keypt til að gleðja okkur. Langt hefurðu ábyggilega farið með kaupið þitt úr þvottahúsinu í allar jóla-og afmælisgjafimar til systur- bama þinna, bama þeirra og bama- bama. Það var yndislega afslappandi að líta inn til þín, fyi-st á Njálsgötuna og svo suður á Hrafnistu. Þú varst hafsjór af fróðleik um öll skyldmenni okkar, hvað hver var að starfa, hverj- h’ vora erlendis og hverjir að koma heim, hvort fjölgunar var von í ætt- inni og fleira það sem til tíðinda telst. Sama var hvar borið var niður, Bogga vissi það markverðasta og gat miðlað til okkar hinna enda var minni hennar ábyggilegra og öruggara en mitt þótt 60 ár skildu okkur að. Mikla ánægju og mikinn fi’óðleik hafði ég af því að heyra þig segja frá uppvexti þínum fyrir vestan og lífs- hlaupi eftir að suður var komið. Þú varst sannkölluð afrekskona og hefðir iyrh’ löngu átt að vera búin að fá öll þau heiðursmerki íslensk sem hengd era á fólk fyrir miklu smæm verk. Eflaust bíða þau þín á himnum þar sem þú munt taka vel til hendinni, ef ég þekki þig rétt, og ekki mun veita af léttleika þínum, náungakærleik og dugnaði eins dapurt og ástandið er víða í heiminum um þessar mundir. Oft gátum við frænkur spjallað á léttu nótunum um alla kostina sem fylgdu því að vera sjálfstæð og óháð kona, kostina við það að geta tekið eigin ákvarðanir, sagt og fram- kvæmt það sem hugurinn stóð til. Umfram allt varstu þó boðberi þess, Bogga mín, að maður er manns gam- an. Hætt er við að tengslin dofni við ættmennin þegar þín nýtur ekki lengur við og ekki lengur hægt að spyrja þig tíðinda af fólkinu okkar. Við systkinadæturnar munum þó reyna, eftir fremsta megni, að við- halda ættartengslunum á „frænku- kvöldum“ okkar og halda merkjum þínum hátt á loft. Inga Dís er fjarri heimalandinu og langaði heim til að fylgja þér síðasta spölinn, en því varð ekki við komið. Hún sendir þér sínar allra bestu kveðjur og þakkar þér fyrir allai’ góðu stundirnar. Henni þykir svo of- urvænt um þig, eins og okkur öllum, þú varst hennar langamma. Kveðja Nú er hún Bogga frænka farin, hún frænka sem var svo góð. Hrímkaldur stendur eftir arinn, er átti svo heita glóð. Hún Bogga var íslensk aiþýðukona, erfiðu störfin vann. I gengi annarra óska og vona, ómælda gleði fann. Andann náði ekki að buga, að augum þó bæri ský. Af tærri birtu í hennar huga, var heiðríkt fyrir því. Slíka frænku var unun að eiga, ótahn minningafjöld. Ættingjum hennar ylja mega, þá ytra er veröld köld. Pó sértu flutt til hulinna heima, hátt sú fuilvissa rís. Með söknuð í huga þér seint munu gleyma Svandís og Inga Dís. (Kristján Árnason) Elsku Bogga frænka, við þökkum þér hjartanlega fyrir allar góðu stundirnar, gjafirnar, aBa sokkana, 4 umhyggjuna og áhugann sem þú sýndir lífi okkai’ og starfi. Svandís. Þegar komið er að kveðjustund og horft um öxl streyma minningarnar fram. Við systur minnumst strætó- ferða til Reykjavíkur með mömmu og heimsókna á Njálsgötuna. Að sumar- lagi sýndi hún Bogga okkur blómin sín sem hún ræktaði af alúð og um- hyggju. Stundum vora líka kettir á tröppunum sem vissu að þeir fengju 'í' eitthvað í svanginn. Þegar inn var komið brást ekki að bomar vora fram veitingar sem allir kunnu að meta. Við minnumst líka jólanna í Stekkjarkinn þar sem Bogga var alltaf hjá okkur á aðfangadag. Hún hjálpaði okkur að skreyta allt húsið hátt og lágt. Hún hafði mjög gaman af fallegum litum og skrauti. Meðan við vorum litlar tók hún okkur í fangið, söng og fór með vísur og seinna fyrir börnin okkar. Alltaf var Bogga með eitthvað í veskinu sínu til að gleðja smáfólkið. Allar eiga þessar minningar það sameiginlegt að vera hlýjar og bjart- ar eins og alltaf hafi verið sólskin. Við þökkum Boggu frænku kær- lega samfylgdina og geymum allar góðu minningamar. Sigríður og Ólöf Júnsdætur. SIGRÍÐUR STEINUNN JÓHANNESDÓTTIR + Sigríður Stein- unn Jóhannes- dóttir fæddist í Arn- ardal í Vestur- Isa- ljarðarsýslu 3. janú- ar 1916. Hún lést á Fjórðungssjúkra- húsinu á Akureyri 19. mars síðastlið- inn og fór útför hennar fram frá Akureyrarkirlyu 26. mars. Með þessum fáu orð- um langai’ mig að minn- ast fóðursystur minnar Steinu frænku. Steina frænka var okkur systram mjög framandi frænka, sem bjó úti á landi. Ég kynntist henni fyrst þegar hún var í kennaraskólan- um. Þá bjó hún hjá Ólöfu frænku sem við systur höfðum mjög miklar mætur á. Og alltaf var gaman þegar hún kom í heimsókn á Ásabrautina og sagði okkur margt frá sínum hög- um. Mörgum árum síðar fluttist ég til Akureyrar og kynntist Steinu frænku enn betur. Hún tók mér opn- um örmum alveg eins og pabbi sagði að hún myndi gera, umvafði mig og fræddi um ýmsa hluti. Steina var eins og pabbi heitinn, alltaf var hægt að spyrja haná um ættingja og annað okkar skyldfólk langt aftur í ættir. Steina frænka var nokkuð listræn, var mikið fyrii’ hannyrðir og hún hafði gaman af því að sýna mér þær þegar ég kom í heim- sókn til hennar. Þá ræddi hún hvað hún ætlaði að gera næst, fletti blöðum og sýndi mér hvað hún var að rissa upp og búa til. Síðast þegar ég heimsótti hana á sjúkrahúsið sagðist hún vera búin að útbúa mynd, sem hún ætlaði að gera þegar hún kæmist til heilsu og færi heim. Vertu bless, elsku frænka, og þakka þér fyrir allt. Systkinum hennar og öðrum að- standendum sendi ég samúðarkveðj- ur frá mér og fjölskyldunni. ( Guðfinna frænka.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.