Morgunblaðið - 11.04.1999, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 11.04.1999, Blaðsíða 8
8 SUNNUDAGUR 11. APRÍL 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR _ Blótti í góðæri í fyrsta lagi Fátt kom meira á óvart á málþingi Háskóla íslands um búsetu á íslandi en upplýsingar Stefáns Ólafssonar, forstöðumanns Félagsvísindastofnunar, um að íslendingar hafi í stórum stíl fliitt til útlanda í góðærinu. LANDIÐ færi í auðn ef við hefðum ekki hr. Poul Pedersen til að fylla í skörðin. d < i w Hana-nú með dagskrá í Salnum Láttu ekki segja þér hver þú ert Amanudag klukkan 16.00 verður í Sal Tón- listarhúss Kópavogs dag- skráin Smellur ... lífið er bland í poka, sem Hana- nú hópurinn hefur veg og vanda af. Hana-nú hópur- inn skilgreinist vera hóp- ur aldraðra í Kópavogi, þótt allir megi taka þátt í starfi hans, að sögn Ás- dísar Skúladóttur. „Eitt af markmiðum hópsins er að brúa allt kynslóðabil." Asdís er að eigin sögn „rótari“ hópsins og tengiliður. Hún er leik- stjóri sýningarinnar Smells ... lífið er bland í poka. Hvemig sýning er þetta? „Þetta er gráglettin kómedía um efri árin með þungri undiröldu. Þetta er spreh með al- varlegu ívafi. Hana-nú fagna ári aldraðra fremur á léttum nótum, enda líta þeir á efri árin fyrst og fremst sem spennandi og ögrandi lífsskeið og bregða í sýningunni fyrir sig betri fætinum, syngja, dansa, leika og lesa af Ust. HUn Gunnarsdóttir aðstoðar við útUt sýningarinnar, ritgyðjur Hug- leiks störfuðu í hópvinnu með Hana-nú fólki við að skrifa verkið og það er enginn annar en Magn- ús Randmp sem þenur nikkuna á sviðinu. Að lokinni sýningu verða pallborðsumræður. Olafur Olafs- son fyrrum landiæknir er vernd- ari sýningarinnar og mun hann ásamt Sigurði Geirdal bæjar- stjóra Kópavogs, Aðalsteini Sig- fússyni félagsmálastjóra Kópa- vogs, Ingibjörgu Pálmadóttur heilbrigðisráðherra og fleirum taka þátt í pallborðsumræðunum undir stjóm Sigurbjargar Björg- vinsdóttur forstöðumanns Gjá- bakka og Gullsmára. - Hvers vegna er Hana-nú hóp- urínn að standa fyrir svona dag- skrú? - Okkur finnst oft, ekki síst núna á ári aldraðra, líta helst út íyrir að það að eldast og elUn sem slík sé ekkert nema vandamál. Stundum virðist manni eins og aldraðir, þessi 15% þjóðarinnar, sé einn stór vandamálapakki. Það gleymist í þessari umræðu að stór hluti þess fólks sem komið er á efri ár lifir góðu og gjöfulu Ufi, bæði fyrir sjálft sig og aðra. Auðvitað vitum við að vandamál eldra fólks em oft mikU, en yngra fólk á líka oft við ekki minni vandamál að stríða. Það er ekki gefið hvenær fólk lifir sín bestu ár. Lífið er „bland í poka“. Eitt versta vandamál sem eldra fólk á íslandi á við að stríða er að af- staða samfélagsins til þess að eldast, hún er aUtof neikvæð - slík afstaða skyggir á Ufsgleðina, ég segi stundum, ____________ „Láttu ekki segja þér hver þú ert“. Mörgum verður orðfall við spuminguna: „Hverjir eru kostir þess að eld- ast?“ Hvers vegna verður fólki orðfall? Vita menn ekki að efri árin ná yfir allt að 30 ára tímabil, sem er stór hluti ævi- skeiðsins? - Hvað gera Hana-nú félagar fleira til þess að hregða lit á til- veru eldra fólks í Kópavogi? „Hana-nú er aðeins lítill angi af því starfi sem félagsmálastofn- un Kópavogs býður eldri borgur- um upp á í Gjábakka og GuU- smára. Starfandi er einnig öflugt Félag eldri borgara. Við í Hana- Ásdís Skúladóttir ►Ásdís Skúladóttir er fædd á Eskifirði 30.6.1943. Hún varð stúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 1964 og lauk kennaraskólaprófi árið eftir. Leiklistarskólaprófi lauk Ásdís 1967. Árið 1977 lauk hún BA- prófi í stjómmálafræði frá Há- skóla íslands. Ásdís hefur lengst af starfað sem „lausakona“ á vinnumarkaði, hún hefur kennt t.d. í Melaskóia, Kvennaskóla, hefur unnið að skipulagi öldrun- armála í Skagafirði, Skagafjarð- arsýslu og Neskaupstað, svo og hjá Rauða krossi íslands og í Kópavogi. Einnig hefur hún leikið fjölda hlutverka á leik- sviði hjá Leikfélagi Reykjavík- ur, svo og leikstýrt heima og er- lendis. Þá em ótalin ýmis störf hennar hjá Ríkisútvarpinu um árabil. Maður Ásdísar er Sig- urðar Karlsson leikari. Ásdís á tvö börn og tvö stjúpbörn, bamabörnin em tvö. Sýnir í hnotskurn viðhorf félaga í Hana-nú nú era hins vegar afskaplega lausbeisluð og stundum það að gera hið óvænta. En þótt við sé- um óformleg í starfi höfum við kosið að vera formlegri í tali; við eram með gönguklúbb og heims- klúbb (fórum m.a. til Færeyja og erum á leið til Póllands), bók- menntaklúbb og síðan er undir- búningsnefnd að vinna að stofn- un „grínaraklúbbs" Hana-nú, en stofnfundur var haldinn í síðustu viku, en ekki tókst að stofna klúbbinn af því að mikill ágrein- ingur og fjaðrafok varð útaf nafni hans. Hins vegar ber þess að geta að hlegið var stanslaust á fundinum, sem stóð hátt á þriðja tíma. Við stundum líka menning- arlíf af mikilli hörku, við höfum þá skoðun að menning sé fyrir alla. Við förum í leikhús, á hljóm- leika, í gallerí og á listsýningar. Við höfum farið í heimsókn á staði sem hin íslenska þjóð á í sameign en almenningur hefur _________ ekki góðan aðgang að, t.d. Hæstarétt, Rannsóknastofu Há- skólans, Alþingi. Nú síðast fór harður _________ kjarni Hana-nú og heimsótti Hið ís- lenska reðrasafn. Dagskráin í Salnum sem frumsýnd verður á morgun sýnir í hnotskum viðhorf og afstöðu félaga í Hana-nú klúbbnum. En innan um og sam- an við eram við í dagskránni að spyrja alvarlegra spuminga sem varða tilvist og tilveru okkar Is- lendinga þegar við eldumst. Það má ekki gleyma því að lífið er þrátt fyrir allt „bland í poka“ og við ráðum miklu um innihaldið sjálf.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.