Morgunblaðið - 11.04.1999, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 11.04.1999, Blaðsíða 6
6 SUNNUDAGUR 11. APRÍL 1999 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Viðbrögð í Þýzkalandi við stríðsaðgerðum Atlantshafsbandalagsins í Júgóslavíu Ný þolraun fyrir „rauð- græna“ stjórn- arsamstarfið W''\ ^' BAKSVIÐ Með árásum NATO á Júgóslavíu tekur her þýzka Sambandslýðveldisins í fyrsta sinn beinan þátt í hernaði í 50 ára sögu þess. Þjóðverjar virðast almennt hafa brugðizt við þessum atburðum með jafnaðargeði, sem að sögn Auðuns Arnórssonar vekur athygli, ekki sízt í ljósi sterkrar hefðar friðarhreyfíngarinnar í landinu og þeirrar staðreyndar, að fulltrúar hennar eru nú meðal „stríðsherranna“. GREININGUR innan þýzku stjómarflokkanna, Jafnaðarmannaflokksins (SPD) og græningja, um loftárásir Atlantshafsbandalagsins á Júgóslavíu og þátttöku Þjóðverja í þeim, hefur farið vaxandi allt frá því árásirnar hófust iyrir hálfum mán- uði. Fer ekki hjá því að innanflokks- gagnrýnin í báðum stjórnarflokkum er enn ein þolraunin sem þetta stjómarsamstarf lendir í á því tæpa hálfa ári sem liðið er frá því það hófst. í eldlínunni eru utanríkisráð- herrann Josehka Fischer, sem er einn leiðtogi græningja, vamarmála- ráðherrann Rudolf Scharping, sem um skeið var formaður SPD, og kanzlarinn Gerhard Schröder. Innan raða Græningjaflokksins, sem er sprottinn upp úr hreyfingu róttækra umhverfísvemdar- og frið- arsinna í Vestur-Þýzkalandi, hafa óá- nægjuraddir gerzt æ háværari. Gagn- rýnin úr þeirri áttinni hefur ekki sízt beinzt gegn utanríkisráðherranum Joschka Fischer. Fischer hefur vísað þessari gagmýni á bug. Hann beri mikla virðingu fyrir skoðunum þeirra sem hafni allri valdbeitingu, en vegna grimmdarstefnu Slobodans Milos- evics Júgóslavíuforseta hafi NATO ekki átt neins annars úrkosti en að grípa til hemaðaraðgerða. Sem dæmi má nefna að í mót- mælaskyni við þátttöku þýzka hers- ins í aðgerðum NATO hófu í vikunni nokkrir tugir róttæklinga mótmæla- setu á tröppum höfuðstöðva græn- ingja í Bonn. í yfii’lýsingu frá mót- mælendunum sagði: „Velkomin í klúbb stríðsæsingamanna“. Og Antje Radcke, einn talsmanna flokks- stjórnar græningja, gagnrýndi að vopnahléstilboði Júgóslavíustjórnar skyldi hafa verið vísað á bug. Hún „harmaði, að þetta tækifæri skyldi ekki hafa verið gi’ipið til að reyna einu sinni enn að snúa aftur að samningaborðinu“. Gagnrýniradda hefur einnig orðið vart í röðum jafnaðarmanna, og virð- ast þær hafa færzt í aukana í aðdrag- anda aukaflokksþings sem boðað hefur verið næstkomandi mánudag, þar sem ræða á stöðuna í Kosovo- deilunni. Flokksdeild SPD í Bremen hefur nú þegar, íyrst allra flokks- deilda í landinu, samþykkt yfirlýs- ingu þar sem þess er krafizt að loft- árásum NATO verði tafarlaust hætt. I yfirlýsingunni er ríkisstjómin hvött til að beita sér af alvöru fyrir því að aftur verði teknai- upp frið- samlegar samningaumleitanii- til lausnar deilunni. Vai’narmálaráðhen-ann, Rudolf Scharping, sem var kanzlaraefni SPD 1994, vildi að sögn Siiddeutsche Zeitung lítið gera úr innanflokks- gagnrýni á stefnu og ákvarðanir stjórnai’innar. Þar væri aðeins um stöku óánægjuraddir að ræða. I helztu bandalagsríkjum Þýzkalands Laugavegi 18 • Sfmi 515 2500 • Síðumúla 7 • Simi 510 2500 Itt Mál og menning Saga listarinnar eftir E.H. Gombrich er vinsælasta listasaga allra tíma og hefur verið þýdd á um 30 tungumál. „Þarf helstað veratil á hverju heimili." Morgunblaðið Reuters RUDOLF Scharping vamarmálaráðherra, Gerhard Schröder kanzlari og Joschka Fischer utanríkisráðherra sitja fyrir svömm á blaðamannafundi um Kosovo-átökin í kanzlarahöllinni í Bonn. Þremenningarair, sem all- ir eiga pólitískar rætur í friðarhreyfingu „68-kynslóðarinnar“ í V-Þýzkalandi, bera nú hitann og þungann af hinni daglegu ákvarðanatöku á bak við stríðsrekstur NATO í Júgóslavíu, að því er Þýzkaland varðar. innan NATO hefur rinnulag Scharp- ings hlotið lof. Einkum hafa Banda- ríkjamenn kunnað að meta hvernig hann hefur fram að þessu kunnað lagið á að kveða niður innanflokks- gagnrýni og þannig hjálpað til við að tryggja samstöðu stærstu NATO- ríkjanna í afstöðunni til framgöng- unnar í Júgóslavíu. Stjórnarandstaðan sýnir sam- stöðu með stjóminni Stjórnarandstöðuflokkarnir, kristilegir demókratar (CDU) og frjálsir demókratar (FDP), hafa lýst fullum stuðningi við ákvarðanir stjórnarinnar í Kosovo-málinu. Að sögn Die Welt gera forystumenn stjórnarandstöðunnar sér grein fyr- ir, að stríðstímar eru ekki hennar tími. Wolfgang Scháble, formaður CDU, Michael Glos, þingflokksfor- maður CSU, bæversks systurflokks CDU, Wolfgang Gerhardt, fomaður FDP, og Volker Rúhe, fyrrverandi varnarmálaráðherra og varaformað- ur CDU, segjast standa við bakið á ríkisstjóminni. Eina stjómmálaaflið í Þýzkalandi sem strax fordæmdi aðgerðir NATO og heldur uppi harðri gagnrýni á þær er PDS, flokkur íyrrverandi komm- únista Austur-Þýzkalands. „PDS þykist vera samsafnshreyfing friðar- sinna,“ skrifar Die Weit, og reynir að setja sig í spor græningjans í utanrík- isráðherrastólnum. „Vinstrimenn kalla hann „stríðsæsingamann". (...) Það er greinilegt, að [undir þessum kringumstæðum] fellur honum ekki létt að votta friðarsinnunum í röðum græningja virðingu sína opinberlega. (...) Það er því ekki að undra, að Fischer vísar vopnahléstilboði Milos- evics á bug með tilfinningaþrungnum undirtóni. Tilboðið sé „innihalds- laust“, svo lengi sem enn sé haldið áfi-am að myrða og reka fólk á flótta í Kosovo." „Við lærum stríð“ skrifa leiðarahöfundar Forystugreinar þýzkra fjölmiðla hafa frá því árásir NATO hófust ein- kennzt af vangaveltum um hvers vegna almenningur og ekki sízt vinstrisinnaðir menntamenn - sem hafa löngum gert tilkall til þess að vera „samvizka þjóðarinnar" og hafa í gegnum tíðina ekki hikað við að segja stjómvöldum til syndanna ef eitthvert stríðsbrölt hefur verið á dagskrá - hafa haft hljótt um sig og virðast taka atburðarásinni af meira jafnaðargeði en búast hefði mátt við. „Þegjandi heyr Þýzkaland stríð,“ skrifar leiðarahöfundm’ vikublaðsins Die Zeit og í dagblaðinu Die Welt stendur: „Það er stríð. Og það er hljótt í Þýzkalandi. Hvar eru áhyggjufullu prófessoramir okkar, rithöfundarnir? Virki hins æðri sið- ferðisboðskapar em tóm.“ Bent er á, að með hina „rauð- grænu“ stjóm við stjómvölinn hafi málsvörn friðarhyggju og her- mennskuafneitunar færzt yfir til PDS, arftaka austur-þýzku komm- únistanna, sem talar aðeins fyrir hönd lítils minnihluta landsmanna. Mönnum á borð við Joschka Fischer, sem á sínar pólitísku rætur í friðar- hreyfingu „68-kynslóðarinnar“ í Vestur-Þýzkalandi, finnst mönnum sem áður stóðu með hlaðnar byssur við Berlínarmúrinn og ræktuðu hernaðaranda af kappi í uppeldi austur-þýzkrar æsku, ekki fara vel að setja sig í siðferðilegt dómarasæti yfir aðgerðum NATO, sem gripið var til í nafni mannréttinda og mannúðar gegn glæpsamlegu athæfi gerræðis- legrar einræðisstjórnar. Leiðarahöfundur Zeit segir þetta mjög athyglisvert með tilliti til hálfr- ar aldar hefðar valdbeitingarlausrar utanríkisstefnu Sambandslýðveldis- ins og ekki síður með þá útbreiddu friðarhyggju sem flestir álitu hafa skotið föstum rótum í hinu þýzka lýðræðisþjóðfélagi nútímans, sem ávallt er sér meðvitandi um skugga hinnar nazísku fortíðar. Lærdómar þýzkra vinstri- og menntamanna Spurt er hvort þetta sé merki um að Þýzkaland sé loks að verða „eðli- legt“ fullvalda ríki, í jákvæðum skilningi þess orðs. Þegar Persaflóastríðið stóð yflr árið 1991 tóku Þjóðverjar engan þátt í hern- aðaraðgerðum bandamanna, þótt ríkisstjórnin „skrifaði ávísanir" fyr- ir allnokkrum hluta kostnaðarins af þeim. En jafnvel þótt þýzk hernað- arþátttaka hefði verið engin, vett- vangur átakanna lá langt frá Evr- ópu, aðgerðirnar voru framkvæmd- ar með fullu umboði öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna og stjórnvöld í Kreml hefðu ekki talið sér troðið um tær með nándar nærri eins af- gerandi hætti og tilfellið er í Jú- góslavíu, ætlaði t.d. meðal þýzkra háskólanáma og vinstrisinnaðra menntamanna almennt allt af göfl- unum að ganga í mótmælaaðgerðum gegn hemaðinum gegn Irak. Frið- arhreyftngin tók af öll tvímæli um að hún væri afl sem ráðamenn yrðu að taka með í reikninginn. Nú, átta árum síðar, þegar flokkur friðar- sinna er í stjórn, víkur öðru við. Hvað veldur? Bent er á að í milli- tíðinni hafa geisað skelfileg borgara- stríð innan iandamæra gömlu Jú- góslavíu, sem ekki tókst að stöðva fyrr en NATO hóf bein afskipti. I seinasta lagi eftir fjöldamorð Bosníu- Serba á múslímum í Srebrenica í Bosníu hafi þýzkir vinstrimenn reynt að gera það upp við sig, hver sé hin rétta sögulega ályktun af yfirgangi og þjóðannorði nazistanna: ,Aldrei aftm’ stríð!“ eða: ,Aldrei aftur þjóðarmorð í Evrópu". Mannskæð- ir skýstrók- ar í Ohio AÐ minnsta kosti sex manns létu lifið í miðríkjum Bandarfkjanna þegar skýstrókar gengu þar yfir á fimmtudag og föstudag. Rúm- lega 30 manns slösuðust og hund- mð húsa eyðilögðust eða skemmdust í óveðrinu. 68 íbúðarhús skemmdust í þorpinu Montgomery, nálægt Cincinatti í Ohio, og um þriðjung- ur þeirra var talinn ónýtur. Tjón- ið í þorpinu nam 14 milljónum dala, andvirði milljarðs króna. Vindhraðinn var áætlaður um 320 km á klukkustund. Um 400 hús í þremur sýslum Ohio skemmdust eða eyðilögðust og 40.000 hús og fyrirtæki vom enn án rafmagns á svæðinu á föstu- dagskvöld. Bob Taft, ríkisstjóri Ohio, lýsti sýslurnar þrjár ham- farasvæði. Óveðrið olli fjómm dauðsföllum í Ohio og tveimur í Illinois. fbúi Montgomery virðir hér fyr- ir sér rústir heimilis síns.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.