Morgunblaðið - 11.04.1999, Side 64

Morgunblaðið - 11.04.1999, Side 64
 www.varda.is 4 Alvöru þjónusta fyrir aIvöru fólk Landsbankin n MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN1,103 REYKJAVIK, SÍMIB691100, SÍMBRÉF6691181 PÓSTHÓLF 3040, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI1 SUNNUDAGUR 11. APRÍL 1999 VERÐ í LAUSASÖLU 150 KR. MEÐ VSK Kafað í Sundhöllinni SPORTKAFARAFÉLAG fslands , heldur árlega köfunardaga fé- ' lagsins í Sundhöll Reykjavíkur um helgina. Af þvítilefni var fé- lögum í íþróttaféiaginu Ösp boð- ið að prófa að kafa með tilheyr- andi búnaði. Þjálfaðir sportkaf- arar leiðbeindu þeim og virtust flestir hafa gaman af þessari nýju reynslu. Sportkafarafélagið tók á móti áhugasömum gestum allan gærdaginn í SundhöIIinni og kynnir íþróttina einnig í dag. Mótmæla álagningu ** fasteigna- skatts ÞÓRARINN V. Þórarinsson, fram- kvæmdastjóri VSÍ, hefur sent Páli Péturssyni félagsmálaráðherra bréf þar sem Vinnuveitendasambandið mótmælir mismunandi forsendum við álagningu fasteignaskatts á landsbyggðinni og höfuðborgar- svæðinu. Er efast um að þær stand- CJfcst jafnræðisreglu stjórnarskrárinn- ar. Fram kemur í bréfí VSÍ að skatt- ur á fasteignir á höfuðborgarsvæð- inu er reiknaður út frá fasteigna- mati sem ætlað er að endurspegla markaðsverð. Á landsbyggðinni er álagningin miðuð við það fasteigna- mat sem fengist ef fasteignin væri á höfuðborgarsvæðinu. í þessu sam- bandi er byggt á tæplega tíu ára gamalli lagaheimild. VSÍ hafnar því algerlega, sem haldið hefur verið fram, að fast- eignaskatturinn sé í raun og veru þjónustugjald, enda hafi sveitarfé- lögin ekki sýnt fram á kostnað við þá þjónustu, eins og þeim er skylt q^aamkvæmt úrskurði umboðsmanns Alþingis í sambærilegum málum. í bréfinu er einnig bent á að fast- eignum á landsbyggðinni sé mis- munað eftir atvinnugreinum. Þannig sé verðmæti sumarbústaða og úti- húsa í sveitum ekki reiknað upp til höfuðborgarverðs við álagningu fasteignaskatts. VSÍ telur að þessi mismunun standist heldur ekki jafn- ræðisreglu stjómarskrárinnar. Morgunblaðið/Birgitta Tölvufyrirtækið Landsteinar gerir 70 milljóna samning við Sonofon í Danmörku Stór samningur við Adidas í 28 löndum í bígerð FYRIRTÆKIÐ Landsteinar DK í Árósum undirritar í næstu viku samning við annað stærsta síma- fyrirtæki Danmerkur, Sonofon, um uppsetningu á tölvukerfi. Samningurinn hljóðar upp á milli 70 og 80 milljónir króna að sögn Jóns Garðars Ögmundssonar, framkvæmdastjóra Landsteina í Danmörku, en þar starfa um tutt- ugu manns. Þá hafa Landsteinar International í undirbúningi samn- ing við Adidas AG sem nær yfir 28 lönd og hljóðar upp á hundruð milljóna króna. Landsteinar DK munu taka yfir allt tölvukeríl Sonofon hvað varðar bókhald, lager', verslunarrekstur, heildsölu og þjónustu, eða allt ann- að en reikningagerð. Þetta felur m.a. í sér samtengingu fyrir milli 200 og 300 notendur sem eru á víð og dreif um landið. „Samningurinn mun, auk starfs okkar fyrir Tele Danmark, örugg- lega hjálpa okkur að ná tengslum við önnur símafyrirtæki í heimin- um;“ segir Jón Garðar. Áætluð velta fyrirtækisins í Dan- mörku er milli 250 og 300 milljónir íslenskra króna en Landsteinar International starfa um þessar mundir á fimm stöðum í heiminum, á Islandi, i Danmörku, Þýskalandi, Jersey og á tveimur stöðum á Englandi. Þá er í undirbúningi samningur við þýska íþróttavörufyrirtækið Adidas AG um tölvuvæðingu versl- ana þess. Landsteinar náðu samn- ingum í fyrra við Adidas um hug- búnaðarráðgjöf og sérfræðivinnu við aðlögun hugbúnaðarkerfis fyrir- tækisins. „Samningurinn gerir ráð fyrir að við tölvuvæðum allar verslanir Adi- das í alls 28 löndum. Einnig er vöruhúsa- og dreifingarkerfi innan þessarar áætlunar. Ég get ekki gef- ið upp nákvæmar tölur í krónum og aurum, enda skiptist samningurinn í nokkra aðskilda hluta, en við erum að ræða um samtals hundruð millj- óna króna,“ segir hann. Tívolí og Rema 2000 Jón Garðar segir að þessu til við- bótar annist Landsteinar nú tölvu- kerfi tveggja af tíu stærstu fyrir- tækjum í Danmörku, þ.e. dönsku brautarstöðvanna og Tele Dan- mark. Fyrr á þessu ári gerði fyrir- tækið samning við Tívolí í Kaup- mannahöfn um uppsetningu, sölu og aðlögun á heildarverslunarkerfi fyrirtækisins og svipaða sögu má segja um verslanir Rema 2000. Meðal eigenda að Landsteinum Intemational, sem eiga helmings- hlut í hugbúnaðarfyrirtækinu Na- vís-Landsteinum á Islandi, má nefna Islenska hugbúnaðarsjóðinn, sem á 23% og fimm einstaklinga, þá Guðbjart Pál Guðbjartsson, Aðal- stein Valdimarsson, Friðrik Oskarsson, Magnús Sigurðsson og Sigurð Smára Gylfason, en þeir starfa jafnframt hjá fyrirtækinu. Golfáverkar ekki algengir verið hættulegir Börn á Islandi lítið frædd um mannrettindi * en geta SÍÐUSTU tvö árin hafa 25 manns slasast við golfiðkun á fs- landi samkvæmt athugun Bryiy- ólfs Mogensen, yfirlæknis á bækl- unarlækningadeild Sjúkrahúss Reykjavíkur, sem hann kynnti á þingi Skurðlæknafélags Islands í fyrradag. Hann sagði golfáverka ekki algenga en að þeir gætu verið hættulegir. Sex höfðu feng- ið kúlu í sig og fjórir urðu fyrir , __ þöggi frá kylfu,-—' I samtali við Morgunblaðið segist Brynjólfur Mogensen hafa fengið áhuga á að kanna þessi slys m.a. vegna eigin golfiðkun- ar. Hann telur golfiðkendur hér- lendis vera kringum 12 þúsund og segir algengt víða erlendis að hlutfall þeirra af íhúafjölda sé 10 Vil 20%. Milli 5 og 6% áhugagolf- manna verða fyrir slysum en tal- an er mun lægri meðal atvinnu- manna, langt innan við 1%. Slys- in verða ýmist við æfingar eða í leik. Orsakir golfáverka segir Brynjólfur margvíslegar. Ofþjálf- un er ein þeirra og segir hann menn gera skyssur þegar þeir hafa kannski spilað golf í sex til tíu stundir sama daginn og slík spilamennska gæti lika kallað fram álagseinkenni. Hann segir kæruleysi og litla virðingu fyrir golfsiðum vera eina orsök og segir hann hluta alvarlegu áverkanna verða vegna þeirra atriða, menn geti hlotið áverka ef þeir hita ekki upp áður en haldið er af stað og stundum geti aðstæður á golfvelli, bleyta og þess háttar, valdið hrasi og togn- un. Eins og áður segir urðu 25 fyr- ir golfáverkum hérlendis, 18 karlar og sjö konur. Sex fengu golfkúlu í sig, einn í handlegg og fimm í höfuðið og hlaut einn þeirra áverka á augnumgjörð. Fjórir fengu kylfu í sig og tveir meiddust við að slá of fast í jörð- ina. Tólf sneru sig, duttu eða togn- uðu, m.a. einn sem var að klöngr- ast yfir girðingú þegar hann hafði slegið ónákvæmt og einn klemmdi sig á eigin golfkerru. Bryiyólfur sagði það niðurstöðu sína að tiltölulega fáir kæmu með golfáverka á slysa- og bráðamóttöku Sjúkrahúss Reykjavíkur og að líkast til mætti fækka þessum áverkum ef menn hefðu í heiðri golfreglur og golfsiði við æfingar og í leik. ÍSLENSK böm njóta lítillar og til- viljunarkenndrar fræðslu um mann- réttindi sín þrátt fyrir að gott kennsluefni sé til, segja þær Ágústa Gunnarsdóttir og Maia Sigurðar- dóttir, sem áttu frumkvæði að því að alþjóðleg könnun um réttindi barna var framkvæmd hér á landi. I könnuninni, sem er á vegum Al- þjóðlega skólasálfræðingafélagsins, kom í ljós að íslensk börn telja mik- ilvægustu réttindi sín vera þau að fá fæði, klæði og húsaskjól, fá að vera með fólki sem þykir vænt um þau og fá skjóta hjálp þegar eitthvað hræði- legt gerist. Börnin telja sig njóta meiri réttinda á heimili sínu en í skólanum. Niðurstöður könnunarinnar vom svipaðar hér á landi og í öðram þátt- tökulöndum, sem voru tuttugu tals- ins, en íslensku börnin lögðu þó meiri áherslu en önnur börn á vin- áttuna, „að hafa tækifæri til að eiga góðan vin sem er annt um þig“, eins og það var orðað í könnuninni. Á hinn bóginn lögðu þau minni áherslu á það að fá læknishjálp í veikindum heldur en börn í flestum öðram löndum. Þær Ágústa og Maia telja að hugsanlega geri gott aðgengi að heilbrigðisþjónustu hér á landi það að verkum að þau velti minna fyrir sér mikilvægi hennar en ella. ■ íslensk/10-11

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.