Morgunblaðið - 11.04.1999, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 11.04.1999, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 11. APRÍL 1999 19 ________LISTIR_____ Rokkað í Evjum Morgunblaðið/Sigurgeir GABRÍELA Fridriksdóttir við eitt verka sinna. MYJVDLIST Myndlistarvor ís- landsbanka í Vest- niannaeyjuin SKÚLPTÚR/INNSETNING GABRÍELA FRIÐRIKSDÓTTIR Sýnt í gamla áhaldahúsinu. Opið kl. 14 til 18 um helgar. Sýningin stend- ur til 11. apríl. í VESTMANNAEYJUM er komið vor þótt enn sé vetur á Is- landi og þar blómstrar listin á myndlistarvori sem Islands- banki og Benedikt Gestsson, blaðamaður á Fréttum, standa að. Nú sýnir þar Gabríela Frið- riksdóttir sem á rétt rúmu ári sem liðið er frá því hún hélt sína fyrstu einkasýningu hefur vakið meiri athygli en dæmi eru um meðal íslenskra myndlistar- manna; að minnsta kosti þarf að leita langt til að fínna dæmi um slíkt. En Gabríela á líka alla at- hygli skilið. A sýningunni í Eyjum sannar Gabríela aftur að það er vel þess virði að fylgjast með listsköpun hennar og jafnvel má segja að hún sé smátt og smátt að ryðja nýjar leiðir í íslenskri myndlist. Að þessu sinni ber sýningin yfír- skriftina „Are You Ready to Rock 11“ (Are You Ready to Rock I var í Slúnkaríki á dögun- um) og hún samanstendur af fimm einingum sem saman mynda eina virka innsetningu. Sem íyrr nýtir Gabríela málað tré, lakkað með glanslit eins og leikfóng í barnaherbergi, og hún notar ofíð nælonband til að festa saman verkin - einmitt band af því tagi sem líka tilheyrir bama- herbergjum og -heimilum. En sem fyrr er líka myrkur þráður í sakleysislegri framsetningu verkanna. Undir sakleysislegu yfirborðinu leynast flóknar og áleitnar mótsagnir. Fjórar af fimm einingum á sýningunni eru næstum eins. Það eru vinklar úr tréflötum þar sem ein rís upp næstum mannhæðar- há en önnur liggur með gólfinu. Upprétta platan er svartmáluð að framan en hornið þar sem plöturnar mætast er hvítt og á plötunni sem liggur með gólfinu er trékollur sem áhorfandinn getur tyllt sér á. A svörtu hliðina á þremur af þessum stykkjum hefur Gabríela málað lítinn hvít- an draug í teiknimyndastfl. Fimmta stykkið, sem um leið er miðpunktur verksins, er hærra og umfangsmeira, og er þar að auki hávaðasamara því frá því hljómar raftónverk sem Gabríela hefur samið. I’etta stykki hefur marga arma eins og kolkrabbi og tónlistin sem frá því berst er stundum seiðandi eða lokkandi, en stundum hröð, ögrandi og ágeng. Kolkrabbinn, ef svo má kalla þessa veru, er miðjan sem táknheimur sýningarinnar snýst um. En hver er þá táknheimur- inn? Sem fyrr í verkum Gabríelu er hann engan veginn einhlítur. Sýningin sem virðist við fyrstu sýn næstum barnalega einföld getur breyst í martröð eða fal- legan draum, allt eftir upplagi og stemmningu áhorfandans. Petta er einmitt sýning þar sem áhorfendur verða virkir þátttak- endur. Öll fimm stykkin á sýn- ingunni eru á hjólum og áhorf- endur geta umbreytt verkinu eftir því sem þeim þykir þurfa. Spjöldin fjögur geta staðið um- hverfis kolki-abbann eins og dökkir áhangendur djöfulóðs prédikara. Ef áhorfendum sýn- ist svo geta þeir ýtt kolki-abban- um út í horn og snúið björtu hliðunum saman, sest svo á koll- ana og spjallað. Þá geta þeir líka setið á kollunum og ýtt sér með fótunum eins og sumir gera á skrifborðsstólum r og þannig dansað hringi kringum kol- krabbann í takt við tónlistina. Táknheimur verksins er það sem felst í þátttöku okkar sjálfra, líkt og táknveröld alls umhverfis okkar opinberast hann aðeins ef við sjálf erum til- búin að virkja hann og horfast þannig í augu við okkur sjálf. Því spyr Gabríela okkur eins og eitt- hvert ónefnt sviðsskáld gerði ein- hvern tímann við upphaf vagg- og-veltu aldarinnar: „Are you ready to rock?“ Ertu til í tuskið? Jón Proppé Kalevala handa letingjum BÓKIN Kalevala fór lata (útg. Schildts, Helsingfors) er nýkomin út. Höfundurinn er Anders Larsson. Hann er rithöfund- ur, leikari og leik- ritahöfundur, fædd- ur í Svíþjóð 1952 en býr í Helsingfors. Bókin er í sjö köfl- um í Ijóðum, um 90 síður. I ár eru 150 ár síðan Kalevala, þjóðkvæði Finna kom út. Fyrsta út- gáfan kom 1835, aukin útgáfa 1849, með 50 söngvum (22.795 ljóðlínur). Elias Lönnroth (1802-1884) var læknir, málvísindamaður og síðar prófessor í finnskri tungu. Hann ferðaðist um og safnaði þjóðkvæðun- um og ýmsu öðru efni til útgáfu. Kalevala hefur áður komið út í sænskum þýðingum, en nú er vænt- anleg ný þýðing þeirra feðganna Lars Huldéns og Mats Huldéns. Þýðingin hefur verið mjög lofuð fyr- irfram af þeim sem lesið hafa hana, enda Lars Huldén eitt af kunnari skáldum Finna nú. Hugmynd Anders Larssons með túlkun sinni á Kalevala er að koma einhverju af kvæðinu til skila til þeirra sem eru of latir til að leggjast í lestur viðamikilla bóka. Kalevala kom út í íslenskri þýðingu Karls ísfelds á sjötta áratugnum. kenni 2000 LAUSNIN: MENNTUN DAGSKRÁ STEFNUÞINGS MENNTAR Hótel Sögu, 12. apríl 1999, kl. 9.00-13.00 9.00 Opnun Stefnuþings og kosning fundarstjóra - Ingi Bogi Bogason, stjórnarfulltrúi VSÍ, formaður stjórnar. 9.05 MENNT kynnt - Ólafur Jón Arnbjörnsson, stjórnarfulltrúi Sambands iðnmenntaskóla. 9.20 Símenntun á íslandi - Jón Torfi Jónasson, prófessorvið Háskóla íslands. 9.40 Tiilaga að ramma um starfsemi MENNTAR 1999-2000 - Garðar Viihjálmsson, stjórnarfulltrúi ASÍ. 10.30 Kaffi. 10.50 Staða og framtíö grunn- og símenntunarmála fyrir atvinnulífiö - Björn Bjarnason, menntamálaráðherra. 11.10 Umræður um stöðu og framtíð grunn- og símenntunarmála fyrir atvinnulífið á íslandi - Fulltrúar þingflokkanna. - Stjórnandi; Jón Ásgeir Sigurðsson, útvarpsmaður hjá RÚV. 12.00 Fundi slitið. Hádegisverður. MENNT - samstarfsvettvangur atvinnulífs og skóla, var stofnað 27. nóvember 1998 til að vera vettvangur fyrir þríhliða samvinnu aðila vinnumarkaðarins og skóla um menntamál. MENNT þjónar fyrirtækjum, félögum, skólum og öðrum fræðslustofnunum. MENNT eflir samstarf um yfirfærslu þekkingar milli áhuga- og fagaðila og stuðlar að þátttöku atvinnulífs og skóla í samstarfi á sviði mennt- unar, bæði hérlendu og erlendu. Félagsaðilar aö MENNT eru nú um 60 talsins, þar á meðal ASÍ, VSÍ, Samband iðnmenntaskóla, Samstarfsnefnd háskólastigs- ins og Samstarfsnefnd um menntun í iðnaöi. Stefnuþing MENNTAR er opið öllum áhugaaðilum um menntunar- og fræðslu- mál á Islandi. Þátttökugjald er 2.000 kr. fyrir félagsaðila og 4.000 kr. fyrir aðra. Hægt er að fá upplýsingar um MENNT á skrifstofu MENNTAR á Laugavegi 51, 101 Reykjavík, sfmi 511 2660, bréfsími 511 2661, netfang mennt@mennt.is. NÝ ÁÆTLUN 1999 & 2000 með völdum ferðum um víða veröld hefur hlotið svo frábærar móttökur að margar ferðir eru uppseldar, aðrar að seljast upp: Listaferð tiC ‘Vínar ocj tPrag 6.júm upps. SiðL Listatöfrar Ítaííu 7. ágúst uppsetd, Siðíisti íKnattreisa 2000 - upppöntuð, vinsamCega staðfestið SumarCeyfi í flusturCömCum 29. ágúst, 12. sept. - einsta/jt tceíqfærí að breyta um stíí oggceði -fá sceti. „ ‘Ferðferðanna* í ftusturCöndum 17. oCt. - okfar vandaðasta ferð undir stjóm IngóCfs, óviðjafnanCeg uppCifun og reynsCa, sér/gör framCengd tiC 15. apríC-fá sceti. AUSTURLÖND - lúxustífá einstökum kjörum: Næsta brottför 9. maí - tækifæris- verð - 2 vikur Malasía/Thailand SUMARSÆLA - íAusturlöndum á Spánarveröi: 30. maí og 6. júní 2 v. - Sértilboð, nýtt glæsihótel, FORTUNE næst við nýju verslanamiðstöðina með 200 verslunum - Bangkok ADRÍAHÖLLIN, nýtt 5* lúxushótel við einkaströnd - Pattaya. PARADÍS í KARÍBA- HAFI - DOMINÍKANA Nýja MELIA hótelið í Juan Dolio fær frábær meðmæli farþega okkar um páskana. Við getum nú LÆKKAÐ ótrúlegt verð fyrir lúxusherbergi með svölum og öllu inniföldu í brottförum: 16. apríl 4 sæti 30. apríl 6 sæti 7. maí laus sæti 21. maí fá sæti 4. juni 6 sæti FERÐASKRIFSTOFAN PRlMAr heimsklubbur GOLFS Austurstræti 17, 4. hæð, 101 Reykjavik, sími S62 0400, fax S62 6564, netfang: prima@ heimsklubbur.is, heimasíða: hppt://www.heimsklubbur.is Pantaðu nunal Þú fínnur ekki hliðstæðu við þessi kjör!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.