Morgunblaðið - 11.04.1999, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 11.04.1999, Blaðsíða 32
32 SUNNUDAGUR 11. APRÍL 1999 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI FRAMKVÆMDASTJÓRI RITSTJÓRAR SAMNINGUR sá, sem Hjartavernd er að gera við Öldrunarstofnun Bandaríkj- anna og skýrt var frá í Morg- unblaðinu í gær er merkilegur fyrir margra hluta sakir en ekki sízt af tveimur ástæðum. Hann er mikil viðurkenning við það rannsóknarstarf, sem unnið hefur verið á vegum Hjartaverndar í rúma þrjá áratugi. Augljóst er að þeir menn, sem þar hafa verið í for- svari, hafa lagt gi-unn að þessu starfi af einstakri framsýni. Samningurinn er jafnframt enn ein vísbending um, að rannsóknir á sviði heilsufars og erfðafræði eru að verða mikilvæg atvinnugrein, sem allt bendir til að geti enn eflzt. Samkvæmt því, sem fram kom í samtali Morgunblaðsins í gær við þá Gunnar Sigurðs- son, formann Hjartaverndar, Nikulás Þ. Sigfússon, fráfar- andi yfirlækni samtakanna, sem leitt hefur rannsóknar- starf þeirra í aldarfjórðung og Vilmund Guðnason, verðandi yfirlækni, hefur Öldrunar- stofnun Bandaríkjanna leitað að samstarfsaðila um fram- kvæmd viðamestu rannsóknar í heiminum á heilbrigði aldr- aðra. Eftir að hafa kannað lík- lega samstarfsaðila víða um lönd er það niðurstaða þessar- ar bandarísku stofnunar, að Hjartavernd sé sá samstarfs- Árvakur hf., Reykjavík. Hallgrímur B. Geirsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. aðili, sem hún helzt kjósi. Samningurinn mun skapa ís- lenzkum læknum og vísinda- mönnum sem starfa í öðrum löndum tækifæri til að flytjast heim til Islands og vinna að rannsóknum hér. I samtali við Morgunblaðið í gær sagði Vil- mundur Guðnason: „Við höfum þegar haft samband við fjölda íslenzkra lækna og vísinda- manna, sem starfa erlendis, og boðið þeim til starfa við rann- sóknirnar. Þeir hafa margir tekið því fagnandi, því hér skapast spennandi tækifæri fyrir ýmsa sérfræðinga, sem hafa ekki getað sinnt fræði- grein sinni hér á landi. Við þurfum að ráða tugi starfs- manna til viðbótar við þann hóp, sem starfar núna hjá Hjartavernd og mér finnst sér- staklega ánægjulegt ef við ná- um að laða fólk heim frá út- löndum.“ Þessi samningur er augljós- lega mikil viðurkenning fyrir íslenzka lækna og vísinda- menn. Hann er staðfesting á því, að þeir eru í fremstu röð vísindamanna í heiminum. Það er ástæða til að óska forráða- mönnum Hjartaverndar til hamingju með þennan merki- lega áfanga í þeirra starfi. Hér á íslandi er augljóslega að opnast ný veröld vísinda og rannsókna, sem á eftir að hafa mikil áhrif. NYJUNGAR í SJÁVAR- ÚTVEGI ITT af því, sem alltaf hef- ur einkennt íslenzkan sjávarútveg er það hversu opin þessi atvinnugrein hefur verið fyrir nýjungum og hversu reiðubúnir djarfir frumkvöðlar innan hennar hafa verið til þess að taka áhættu. Það er nú að koma í ljós í sambandi við túnfiskveiðar, að sjávarútveg- urinn hefur ekki misst þennan frumkraft. Einstaka aðilar í sjávarút- vegi hafa verið að prófa sig áfram með túnfiskveiðar með misjöfnum árangri eins og gengur en nú eru þessar til- raunir komnar á það stig, að tvö fyrirtæki hyggja á smíði sérstakra túnfiskveiðiskipa. Þessi framfarasókn er fagn- aðarefni. Reynslan sýnir, að fyrstu skref af þessu tagi geta oft orðið upphafið að miklum breytingum í sjávarútvegi okk- ar. Á undanförnum mánuðum og misserum hefur áhugi á kolmunnaveiðum stóraukizt, sem áreiðanlega á eftir að verða mikil búbót á næstu ár- um. VIKINGA- SKIP OG NETIÐ AÐ er skemmtileg samlík- ing hjá bandarísku for- setafrúnni, Hilary Clinton, að líkja víkingaskipunum við Net- ið. Á blaðamannafundi í Wash- ington komst forsetafrúin svo að orði, að víkingaskipin hefðu verið Net ársins 1000. Það er auðvitað mikill sann- leikur í þessum orðum. Nú um þessi aldamót er Netið að verða helzti samskiptamiðill fólks, milli landa, innan fyrir- tækja og milli einstaklinga. Upplýsingar flytjast á milli landa um Netið. Upplýsingar iluttust á milli landa fyrir 1000 árum með víkingaskipunum. HJARTAVERND OG ÖLDRUNARSTOFNUN BANDARÍKJANNA ÞAÐ MÁ vera •rétt hjá Her- manni Pálssyni að hin harmsögulegu örlög Svínfellinga á 13. öld séu einhver fyrir- mynd Hrafnkötlu. En mörgum mun þó veitast erfitt að kyngja því að virðulegur byskup standi í skáldsagnagerð um nána venzlamenn og dulbúið efnið í lykil- róman. Byskupar nú á dögum hafa a.m.k. ekki lagt slíkt í vana sinn. Mér finnst það ekki heldur koma til greina í þessu tilfelli en tel því meiri líkur á að sú tilgáta Her- manns sé rétt, að Brandur hafi skrifað Hrafnkötlu; ekki vegna skáldlegra samanburðarfræða við samtíðina, heldur vegna saman- burðar á málfari Hrafnkels sögu og þýðingu Brands á Alexanders sögu, en þó einkum vegna þess til- gangs höfundar að sýna fram á að vígaferli og illmennska eigi rætur í heiðindómi - og þá undanskilið að slíkt sé ekki samboðið kristnum mönnum 13. aldar. Með þeim hætti fjalli sagan um samtíð sína; hún sé dulbúin, siðbætandi áminning í skáldsöguformi. Slíkt er í senn al- gengt og eðlilegt. Harmleikur þeirra Svínfellinga er afgreiddur í Sturlunga-safninUj bæði í Svínfell- inga sögu og Islendinga sögu Sturlu Þórðarsonar - og þurfti ekki skáldsögu til. Því verður þó •ekki í móti mælt að Hermann Pálsson rökræðir til- gátur sínar um dul- búna samtímavið- burði í Hrafnkötlu af mikilli innlifun og leikni og eykur alin við áhuga okkar á verkinu. Satt bezt að segja veitti ekki af, þótt á því hafi verið klifað að Hrafnkatla eigi sér engan líka í sagnagerð okkar. Kenningar Her- manns um að þar glitti í harmsögu Svínfellinga á 13. öld eru frumlegar og bornar fram af miklu meiri sannfæringarkrafti en t.a.m. hug- myndir hans um að Staða-Árni Þorláksson hafi samið Njálu, en þær voru heldur brösulegar svo að ekki sé meira sagt. Ein vísbending- in var sú að í Njáls sögu segir, að Flosi hafi komið heim til Svínafells en þó er oftar sagt austur til Svína- fells eða einungis til Svínafells. Þangað áttu þeir Svínfellingar og Árni byskup ættir að rekja. I Sturlungu er sagt að Þorgils skarði hafi riðið heim í Reykjaholt sem merkir ekkert annað en þar hafi hann tekið við bui eftir að hann kom út hingað til Islands og bjó því í Reykholti einsog Flosi átti heima á Svínafelli. Á sama hátt er sagt í Sturlungu að Kolbeinn hafi setið heima á Flugumýri án þess það hafi merkt annað en hann hafi ver- ið þar um kyrrt. Höfundur þessara orða átti hvorki heima í Reykholti né Flugumýri. I Hrafnkötlu koma fyrir •nöfn Sturlusona og hefur þótt kynleg tilviljun. En þessi nöfn þurfa ekki að merkja neitt í sjálfu sér, heldur falla þau ágætlega að samtíð Sturlungualdar og stinga á engan hátt í stúf við nafnvenjur hennar. En það vantar ekki skrýtin nöfn og sérkennileg í ritsafn Sturlu Þórðarsonar né Hákonar sögu hans og eru þó sum viðurnefnin furðu- legust. Þó að Mörður, Hámundar- son og Sölmundarson komi fyrir í Þórðar sögu kakala og persónurnar taldar upp á sömu opnunni, er eng- in ástæða til að ætla að eitthvert samhengi sé milli þeirra og Njálu- persóna en sýnir einungis að slíkar nafngiftir voru þekktar í umhverfi höfundar. Sögurnar verða að fá að lifa eigin lífi án tengsla við önnur rit og umhverfi af minnsta tilefni. Oll rit fjalla fremur um höfunda sína en persónur. Þannig gæti ég ímyndað mér að Gamla testamentið sé haldbetri lýsing á höfundum þessara rita en Drottni allsheijar sem á þó að vera aðalpersónan í frásögnum þeirra. Og bezt gæti ég trúað að Hrafnkels saga sé betri lýsing á Brandi Jónssyni en þeim persónum sem við sögu koma, svo að ekki sé nú talað um harmleik ættar hans og umhverfis. HELGI spjall SUNNUDAGUR 11. APRÍL 1999 33., REYKJAVIKURBRÉF Laugardagur 10. apríl ÞEGAR gengið verður til alþingiskosninga eftir fjórar vikur, sem vænt- anlega verða hinar síð- ustu á þessari öld er Ijóst, að mörg þeirra vandamála, sem við höf- um átt við að stríða á undanförnum áratugum hafa verið leyst, að svo miklu leyti, sem hægt er að tala um endanlega lausn á málum. Oðaverðbólgan er horfin og við hefur tekið stöðugleiki í verðlagsmálum, sem að óbreyttu mun verða enn um skeið. Atvinnuleysið er nán- ast horfið og fremur er hægt að tala um skort á.vinnuafli. Grundvallarágreiningur um utanríkismál, sem skipti þjóðinni í tvo andstæða hópa, er ekki lengur til staðar. Okkur hefur tekizt að laga okkur að lífs- háttum annarra þjóða á þann veg, að Is- lendingar eiga kost á flestu því sama í lífs- gæðum og nálægar þjóðir. Það er liðin tíð, að ákveðnar vörur sé einungis hægt að kaupa, ef fólk fer til útlanda. Vöruframboð er að langmestu leyti hið sama og annars staðar og einu leifarnar af innflutningstak- mörkunum snúa að landbúnaðinum. Hið sama á við um margvíslega þjón- ustu. Fólk á nú kost á svipuðum lánum tO kaupa á fasteignum og bifreiðum og lengi hafa tíðkazt í öðrum löndum. Almenningur á nú um áþekka kosti að velja í almennum sparnaði og lífeyrissparnaði og lengi hefur verið á boðstólum í öðrum löndum. Nú eru ekki lengur takmarkanir á flutningi fjár- magns á milli íslands og annaiTa landa. ís- lenzk íyrirtæki skipta ekki síður við er- lenda banka en íslenzka. Það færist í vöxt, að einstakiingar eigi í fjármálaviðskiptum við erlend fjármálafyrirtæki bæði vegna hlutabréfakaupa og annaiTa viðskipta. Islenzk fyrirtæki, sem með örfáum und- antekningum höfðu ekki með höndum neina starfsemi í öðrum löndum stunda nú at- vinnurekstur í flestum heimsálfum. Einum og hálfum ái'atug eftii' að Ragnar Kjartans- son, þáverandi stjómarfonnaður Hafskips hf. hvatti tO íslenzkrar útrásar á þessum vettvangi á landsfundi Sjálfstæðisflokksins er hún í fullum gangi um allan heim. fslend- ingar eru jafn hæfir tO starfa erlendis sem hérlendis. íslendingar eru jafti vel menntað- ir og menntafólk í öðrum löndum enda hafa ungir íslendingar í vaxandi mæli sótt nám í beztu háskóla um víða veröld. Fagmennska einkennir rekstur ís- lenzkra atvinnufyrirtækja í stórauknum mæli. Raunar einkennir fagmennska ís- lenzkt þjóðfélag, hvert sem litið er, hvort sem er í atvinnulífi, menningarlífi, vísind- um eða annars staðar. í augum nýrrar kynslóðar er þetta allt sjálfsagt. Frá sjónarhóli þeirra, sem hafa fylgzt með þróun og uppbyggingu lýðveld- isins í hálfa öld er þetta bylting, sem þeir hinir sömu héldu jafnvel, að mundi aldrei verða. Góðærið, sem ríkt hefur í landinu síðustu árin er áreiðanlega eitt það mesta, sem við höfum búið við á öldinni með sama hætti og kreppan í byrjun þessa áratugar var ein hin versta á öldinni. Þær andstæður, sem við höfum kynnzt á þessum áratug endur- spegla þjóðfélag okkar býsna vel. Þegar horft er til þessa þarf engan að undra, þótt kosningamál séu ekki á hverju strái. Álþingiskosningar á íslandi eru að verða svipaðar kosningum í nálægum lönd- um, sem hafa verið svolítið á undan okkur í þeiiTÍ þróun, sem hér hefur verið fjallað um. Átakamálin eru færri. Þess vegna þarf engan að undra, þótt stjómarandstöðu- flokkar eigi erfitt með að finna höggstað á ríkisstjórnarflokkunum í kosningabarátt- unni. Á þessum áratug hefur tekizt að leysa svo mörg mál með farsælum hætti, að það er einfaldlega ekki um jafn mörg deilumál að ræða og áður. ÞAÐ SEM AF ER kosningabaráttunni eru það fyrst og fremst tvö málefni, sem hafa staðið upp úr í almennum umræðum. Það eru sjávar- Sjávarút- vegsmálin útvegsmálin og málefni aldraðra og ör- yrkja. Umræður um hálendismálin, stór- virkjanir og stóriðju hafa ekki orðið jafn miklar og margir bjuggust við fyrst og fremst vegna þess, að í kosningabaráttunni hefur ekki verið lögð sú áherzla á virkjana- framkvæmdir norðan Vatnajökuls og stór- iðju á Austurlandi sem gera mátti ráð fyr- ir. Umræður um sjávarútvegsmálin hafa beinzt í annan farveg en ætla mátti fyrir einu ári að yrði raunin. Ástæðan er fyrst og fremst sú, sem Steingrímur J. Sigíusson benti á í sjónvarpsumræðum fyrir nokkr- um dögum, að nú eru allir stjórnmálaflokk- ar sammála um að gera þurfi breytingar á fiskveiðistjórnarkerfinu. Sumir andstæð- ingar Sjálfstæðisflokks og Framsóknar- flokks halda því fram, að lítið sé að marka yfirlýsingar Davíðs Oddssonar og Halldórs Ásgrímssonar um þetta efni á undanförn- um mánuðum. Þær yfirlýsingar og sú ákvörðun þeirra að samþykkja þingsálykt- unartillögu Alþýðubandalagsins um skipun sérstakrar auðlindanefndar hafi einungis verið aðferð af þeirra hálfu til þess að skapa ró um málið fram yfir kosningar. Að kosningum loknum muni þeir snúa við blaðinu og fylgja óbreyttri stefnu á nýjan leik. Það er algerlega ástæðulaust að gera mönnum upp slík óheilindi. Yfirlýsingar formanna Sjálfstæðisflokks og Framsókn- arflokks um vilja til breytinga eru svo af- dráttarlausar að ganga má út frá því sem vísu, að við þær verði staðið og að breyt- ingar verði gerðar á fiskveiðistjórnarkerf- inu á næstu misserum. Þær yfirlýsingar endurspegla líka sterkan vilja innan þing- flokka beggja þessara flokka til hins sama, að ekki sé talað um afstöðu almennra flokksmanna. Samfylkingin, sem samkvæmt skoðana- könnunum er orðin næst stærsti stjórn- málaflokkur þjóðarinnar, hefur lagt fram ákveðnar tillögur um, hvernig standa skuli að breytingum á fiskveiðistjórnai'kerfinu. Hver sem afstaða manna er til þeirra til- lagna er þar með ljóst, að þrír stærstu stjómmálaflokkarnir eru sammála um það gi'undvallaratriði að breytinga er þörf. Þess vegna eru full rök til þess að ganga út frá því sem gefnu, að breytingar verði, þótt eftir sé að finna þá lausn, sem viðun- andi sátt getur tekizt um. Þessi afstaða stærstu stjómmálaflokkanna er auðvitað alger forsenda þess, að hægt sé að ganga skipulega til þess verks. Á meðan djúp- stæður ágreiningur var um það, hvort yfir- leitt væri nauðsynlegt að gera nokkrar breytingar á kerfinu var ekki við því að bú- ast, að mikill árangur mundi nást í því að finna málamiðlun. Nú hefur hins vegar öll- um hindrunum verið rutt úr vegi fyrir því, að leit að þeirri lausn fari skipulega fram. Þetta breytir hins vegar engu um það, að sjávarútvegsmálin verða augljóslega eitt stærsta mál þessarar kosningabar- áttu. En tónninn í þeim umræðum verður allt annar en gera mátti ráð fyrir snemma á síðasta ári. I stað harðvítugra átaka hljóta umræðurnar í kosningabaráttunni að einkennast af viðleitni frambjóðenda til þess að átta sig á því um hvað samstaða getur tekizt. Vel má vera, að einhverjir í hópi and- stæðinga hins óbreytta fiskveiðistjórnar- kerfis hanni það, að geta ekki lengur barið á ríkisstjórnarflokkunum fyrir það, að þeir séu ekki til viðtals um nokkrar breytingar. En þeir hinir sömu hljóta að gera sér grein fyrir því, að baráttan fyrir breytingum hef- ur að sjálfsögðu átt verulegan þátt í þeim viðhorfsbreytingum, sem orðið hafa innan stærstu stjórnmálaflokkanna. Það á ekki bara við um núverandi stjórnarflokka held- ur líka Samfylkinguna vegna þess, að Al- þýðubandalagið hafði lítinn áhuga á breyt- ingum þar til fyrir nokkrum misserum. Það næst enginn árangur með því að menn búi alltaf um sig í sömu skotgröfun- um. í viðamikilli bók um Nelson Mandela eftir Martin Meredith, brezkan rithöfund og blaðamann, er stórmerkileg lýsing á þeim tortryggni, sem mætti Mandela með- Morgunblaðið/Snorri Snorrason al nýrra kynslóða í Afríska þjóðarráðinu, þegar hann kom úr fangelsi eftir 27 ára dvöl og tók upp viðræður við hvíta minni- hlutann um breytingar á stjómskipan landsins. Mandela var torti-yggður, því var haldið fram, að hann væri orðinn linur í baráttunni og væri að semja af sér við hvíta minnihlutann. Veruleikinn var hins vegar sá, að Mandela gerði sér grein fyrir þeh-ri höfuðnauðsyn að skapa öryggistfl- finningu í brjósti hvítra manna í Suður-Af- ríku um framtíðina. í því skyni gekk hann svo langt að menn stóðu agndofa. Ekki sízt þegar hann bauð til sín í forsetahöllina þeim saksóknara hvítra manna, sem þrem- ur áratugum áður hafði fengið hann dæmd- an í lífstíðarfangelsi en raunar krafizt dauðadóms yfir honum. Þótt ekki sé saman jafnandi hinum hrikalegu átökum í Suður-Afríku og deil- um um fiskveiðistjórnarkerfið hér á landi á það við hér, að engum árangri verður náð ef menn sitja alltaf í sömu skotgröfunum og þora ekki að hreyfa sig. Það á líka við, að breytingar á kvótakerfinu, sem útgerð- armenn trúa ekki á, leiða ekki til farsæld- ar. Útgerðarmenn eiga hins vegar svo mik- illa hagsmuna að gæta að sátt verði um kerfið til frambúðar, að það er ekkert vit í öðru fyrir þá sjálfa en að ganga af heilum hug til þess verks að finna viðunandi lausn. Þeir í báðum hópum, sem sætta sig ekki við neitt nema ná öllu sínu fram, munu hins vegar engum árangri skila. Frá sjónarhóli stjórnmálamanna, sem hafa staðið vörð um þetta kerfi og eru til- búnir til að gera á því breytingar að feng- inni reynslu er hins vegar ljóst, að það er óviðunandi lyrir þá, að þær deilur, sem nú hafa staðið í áratug haldi áfram. Það er þeirra verkefni ekki sízt að tryggja frið og sátt meðal íbúa þessa lands og það eru þeiiTa hagsmunir að niðurstaða fáist. í augum þeirra stjórnmálamanna, sem stað- ið hafa í eldinum vegna málsins, manna á borð við Davíð Oddsson, Halldór Ásgi'íms- son og Þorstein Pálsson, gæti það verið há- punktur á þeiiTa stjórnmálaferli að leiða svo djúpstætt deflumál til lykta. Þegar á allt þetta er litið er ástæða til bjartsýni um lyktir þess. Málefni aldraðra og öryrkja ÞAÐ FER EKKERT á milli mála, að hitt aðalumræðuefni kosningabaráttunnar eru málefni aldraðra og öryi'kja. Sjálfsagt hefur það komið mörgum á óvart, hversu djúpstæð óánægja virðist vera í þessum þjóðfélagshópum. Þó eru misvísandi upp- lýsingar um það, hversu mikil hún er. í ný- legri skoðanakönnun Félagsvísindastofn- unar fyrir Morgunblaðið kom í ljós, að þótt Sjálfstæðisflokkurinn eigi mikið fylgi á landsvísu er hann einna verst settur á með- al sextíu ára og eldri. Þetta kom mörgum á óvart og virtist örugg vísbending um megna óánægju í þessum aldurshópi. Á hinn bóginn sagði Ingibjörg Pálma- dóttir, heilbrigðisráðherra, fyrir skömmu frá nýrri könnun, sem virtist benda til þess, að verulegur meirihluti eldri borg- ara væri sáttur við sinn hlut. Fyrir u.þ.b. tveimur áratugum bárust ítrekaðar fregn- ir inn á ritstjórnarskrifstofur Morgun- blaðsins um bágan hag aldraðra. Þær urðu til þess, að hópur blaðamanna tók að sér það verkefni að tala við töluvert stór- an hóp aldraðra til þess að reyna að draga staðreyndir málsins fram í dagsljósið. Viðtöl við fjölmargra eldri borgara, sem birtust í blaðinu, bentu til þess að fréttir um erfíð kjör þeirra væru orðum auknar. Við nánari skoðun kom hins vegar tvennt í ljós: annars vegar vildi þetta eldra fólk ekki bera vandamál sín á torg og hins veg- ar einkenndist afstaða þess af mikilli nægjusemi. Það gerði litlar kröfur til lífs- gæða. Sjálfsagt er skýringin á óánægju eldri aldurshópa og öryrkja að einhverju leyti sú, að þegar mikið góðæri ríkir eins og nú, ná þessir þjóðfélagshópar aldrei jafn mikl- um lífskjarabata og aðrir. Ástæðan er þessi: lífeyrir af ýmsu tagi tekur mið af verðlagsþróun á einn eða annan veg en þeir mælikvarðar taka ekki með í reikning- inn launaskrið og tekjuauka af öðrum ástæðum, sem koma í hlut þeirra, sem eru í fullu starfi. Þessi munur verður auðvitað aldrei jafn- aður enda verður hann ekki jafnaður á milli einstakra stétta, sem eru í fullu starfi. Það er t.d. alkunna, að tölvunarfræðingar eru svo eftirsóttir, að þeir geta nánast skammtað sér laun en hið sama á ekki við um íslenzkufræðinga, svo að dæmi sé nefnt. Það segir töluverða sögu um þann póli- tíska styrk, sem hinir eldri þjóðfélagshóp- ar og öryrkjar búa yfir, að þeim hefur tek- izt að koma hagsmunamálum sínum svo mjög á oddinn í kosningabaráttunni. Það er líka vísbending um, að þeir muni láta að sér kveða í auknum mæli á næstu árum. Vel má vera, að æskudýrkunin, sem lengi hefur auðkennt þjóðfélög á Vesturlöndum eigi eftir að víkja fyrir aukinni virðingu fyrii' þeim sem eldri eru eins og lengi hefur verið rótgróinn þáttur í þjóðfélögunum í Asíu og Afríku. En hvað sem því líður er ljóst, að stjórn- málaflokkarnir geta ekki horft fram hjá óá- nægju þessara hópa. Morgunblaðið hefur lengi lýst þeirri skoðun, að þá fjármuni sem koma úr almannasjóðum eigi að nota í þágu hinna verst settu og laga kerfið að því. Þess vegna hefur blaðið stutt tekju- tengingu, sem hefur notið einstaki'a óvin- sælda á seinni árum. Það er þó íyrst og fremst vegna þess, að hún var ekki fram- kvæmd á réttan hátt í upphafi. Það var far- ið alltof langt niður í tekjustiganum. Þessi og önnur málefni aldraðra þarf að ræða í kosningabaráttunni og nota þær umræður til þess að byggja á umbætur í framtíðinni. „í augrim þeirra stjórnmálamanna, sem staðið hafa í eldinum vegna málsins, manna á borð við Davíð Oddsson, Halldór Asgrímsson og Þorstein Pálsson, gæti það verið há- punktur á þeirra stjórnmálaferli að leiða svo djúp- stætt deilumái til lykta.“ M.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.