Morgunblaðið - 11.04.1999, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 11.04.1999, Blaðsíða 48
4^8 SUNNUDAGUR 11. APRÍL 1999 MORGUNBLAÐIÐ Hundalíf .. 06 þerrAMK ~ VE£>oe.úri.mD FY/a? PAGINN /' /V?S"v BREF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík • Sími 569 1100 • Símbréf 569 1329 Hefur þú lifað áður? Frá Atla Hraunfjörð: ORÐATILTÆKIÐ „ætli ég hafi ekki verið þetta og hitt í fyrra lífi,“ oft sagt með hálfkæringi og án meiningar að mestu, er sprottið af ranghugmyndum og er skaðlegt framþróun lífs og siðmenningar, til framtlðar litið. Einstaklingur sem hefur kynnt sér kenningar um end- urburð og lesið vel, kemst að því að allt tal um endurburð stangast á að mörgu leyti. Vegna áberandi áhrifa endurburðarkenningarinnar á landsmenn, langar mig að telja fram nokkur atriði sem vert er að hafa í huga. Kenningarnar eru allt að sjö. Ef þetta er náttúrulögmál ætti ein kenning að vera rétt. í skoðanakönnun á meðal þeirra sem segjast vera einhver annar í fyrra lífi, (úrtakið var sex þúsund manns) sögust allt að tvöhundruð manns vera ein og sama persónan endurborin, fyrir utan þær sem fengu frá einni og upp í á annað hundrað tilnefningar. Aberandi var að flestir nefndu frægt og eða áber- andi fólk sem íyrralífshýsil. Fáir nefndu óþekktan mann eða einstak- ling sem hafði misgjörðir á samvisk- unni. Ef þetta er náttúrulögmál ætti aðeins einn einstakiingur að nefna sig í hverju tilviki og fleiri óþekkta. I þeim tilvikum þar sem einstak- lingur er dáleiddur aftur fyrir fæð- ingu eða á einhvern annan hátt iesið í hans fyrra líf, þar sem áður lifandi einstaklingur kemur fram, þá ætti við margendurteknar tilraunir að koma fram sami einstaklingur og nefndi sig í fyrstu tilraun, ef þetta er náttúrulögmál. í þeim tilfellum þar sem einstak- lingar koma á staði þar sem þeir hafa ekki áður komið, en finna til þess að þeir eigi þaðan minningar og telja sig vera í hópi íbúa staðar- ins, eða eiga einhvem annan þátt í sögu staðarins, geta þeir ekki, ef þetta er náttúrulögmál, verið end- urbomir aðilar atburðanna, þegar í ljós kemur að þessi fyrralífsvera er ennþá lifandi hér á jörð. Við endur- teknar tilraunir komi fleiri einstak- lingar fram í dagsljósið. Þar fyrir utan getur þetta ekki staðist á nokkurn hátt, t.d. líffræði- lega, tilgangslega né tölfræðilega. Ef við lítum svo á að um lokað kerfi sé að ræða, eins og endurburðar- kenningin lítur út, skapast tóma- rúm í þróun lífsins, þar sem allir hýslar sálarinnar eru ekki með í til- verunni. Þeir eru allir háðir einni sál, nema fyrsti hýsillinn. Hann er hinn eini sanni maður. Það er hægt að vitna í margskon- ar rit eftir marga túlkendur hinna ýmsu trúarrita, þar sem allir boða hinn eina sanna fróðleik. Það verður ekki gert hér en látið eftir öðram að kanna sannleiksgildið. Hin samfé- lagslega hætta sem stafar af þessari ranghugmynd er sú fullyrðing, að aðstæður manna í lífinu mótist af vali hans við fæðingu og jafnvel refsingu ef svo ber við, t.d. ef ein- staklingurinn á undir högg að sækja í lífsbaráttunni. Mottóið er að hafa sem minnstar áhyggjur af líðan samborgarans, þar sem allt hans líf er fyrirfram mótað og afskipti eru óæskileg. Allir þeir sem lenda í hörmungum, náttúmhamfömm, styrjaldarátökum og eða eru bækl- aðir á ýmsan hátt em búnir að velja sér þetta ástand og dauðaaðstæður sínar. Vandamálið er, að aumingja fólkið sem er að biðja um aðstoð í neyð sinni, veit þetta ekki. Vilt þú taka undir þessa vitleysu? ATLI HRAUNFJÖRÐ, Marargmnd 5, Garðabæ. List í Hallgrímskirkju Frá Helgu R. Ingibjargardóttur: RITSNILLINGUR að nafni Hall- dór Bjöm Runólfsson er á ferð hér í Mbl. 17. þ.m., til að fjalla um, - skv. fyrirsögn - Málverk Kristjáns Davíðssonar, sem em til sýnis í Hallgrímskirkju, forkirkjunni, til 15. apríl nk. Sýningin er ekki í and- dyri kirkjunnar, eins og segir í greininni, heldur í forkirkjunni, sem er næst kirkjuskipinu. Anddyrið er litla rýmið við útidymar, milli lyftu og tumstiga. Þannig er þetta til- greint á teikningum arkitektsins. Nú, þetta er þó ekki aðaltilefni þessa pistils, heldur hitt að þessi um 50 dálksentimetra list-dómur fjallar nær ekkert um málverkin, heldur um umgjörðina, þ.e. þjóðarhelgi- dóminn á Skólavörðuhæð. Sá „dýrðaróður" er vissulega skraut- legur og því greinilegt að vel hefur legið á höfundinum við ritsmíðina. Sýnishom: - Hvarvetna komum við list upp á veggi, jafnvel í guðshúsum... - þótt ég hafi víða farið hef ég aldrei rekist á verr staðsett guðshús - Reykjavík... verðm- því miður enn molbúalegri í skjóli ldrkjunnar. - Hvað Guðjón Samúelsson var að hugsa þegar hann reiknaði út hlut- föll ferlíkisins. - fegurstu kirkjuhús 20. aldarinnar era verk þeirra sem ekki létu trúna flækjast alltof mikið fyrir sér - undarlegasta prjál og hrófatildur - kirkjulega eymdarprjál - Kirkjulist þarf ekki að vera trúar- leg enda er slíkt aukaatriði Og lokaorðin: - hreinsa guðshúsin af allri smekk- leysunni. Er þetta ekki meiriháttar um- fjöllun, um málaralist? Væri ekki athugandi fyrir Listvinafélag Hall- grímskirkju að gera þennan snilling að heiðursfélaga? Annar snillingur, alvörusnilling- ur, sagði í ræðu á útifundi sumarið 1944 á núverandi svæði framan við kirkjuna, er hann andmælti haturs- mönnum fyrirhugaðrar Hallgríms- kirkju: „Þetta ljóta holt á eftir að verða einn fegursti staður þeirra, er mannshöndin hefur skapað.“ Hann reyndist sannspár. Andmælendur eru löngu þagnaðir, nema þessi nýja, hjáróma rödd, því nú vildu all- ir Lilju kveðið hafa. HELGA R. INGIBJARGARDÓTTIR, Espigerði 2, Reykjavík. Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.