Morgunblaðið - 11.04.1999, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 11.04.1999, Qupperneq 20
20 SUNNUDAGUR 11. APRÍL 1999 MORGUNBLAÐIÐ SVERRIR Haukur Gunnlaugsson er nú kominn heim frá París til að verða ráðuneytisstjóri í utanríkisráðuneytinu. Frumkvæði og dugnaður vegur þyngra en fáguð framkoma Utanríkisráðuneytið hefur heyra er hún ræddi við Sverri fengið nýjan ráðuneytisstjóra. Hauk Gunnlaugsson síðustu Sumir segja hann ofvirkan. daga hans á sendiherrastól í Sjálfur segir hann að frum- París, áður en hann hélt til ------------------ 7------------------ kvæði skipti öllu máli, eins og Islands til að taka við stöðu Sigrún Davíðsdóttir fékk að ráðuneytisstjórans._ VIÐ ERUM fáir starfs- menn með ótrúlega breidd í verkefnum og verðum því að vera nokkuð góðir í að skipuleggja hvern dag fyrir sig,“ segir hann, um leið og hann sinnir nokkrum símaerindum, áður en hann gefur sér tíma til að setjast niður á skrifstofu sendiherra íslands í Parfs til að ræða starf sitt og aðstæður í utanríkisþjónustunni almennt. Sverrir Haukur Gunn- laugsson hefur verið sendiherra Is- lands í Frakklandi síðan 1994, en er nú að taka við starfí ráðuneytis- stjóra í utanríkisráðuneytinu. Undir sendiráðið í Frakklandi heyra einnig Spánn, Portúgal, Andorra og Italía, auk OECD, UNESCO og FAO. Hann var jafnframt fastafulltrúi hjá Evrópuráðinu þar til fyrir tveimur árum að sérstök fastanefnd var stofnuð í Strassborg. Það er þetta umfangsmikla svið, sem Sverrir Haukur hefur í huga, þegar hann nefnir að góð skipulagning skipti máli. Og svo hikar hann ekki við að halda því fram að norræn samvinna spari íslensku utanríkisþjónustunni tugi milljóna árlega, því í gegnum hana hljóti þeir margvíslegar upp- lýsingar. Þegar hann leiðbeinir ungum starfsmönnum rifjar hann gjarnan upp að þegar hann starfaði við sendiráðið í París 1971-1974 hitti hann í móttöku miðaldra mann með tagl. í ljós kom að hann var ritstjóri tímarits UNESCO, sem kemur út í þremur milljónum eintaka á sextán tungumálum. Þegar Sverrir Haukur spurði ritstjórann af hverju Islandi hefði aldrei verið sinnt í tímaritinu, sagði hann að um það hefði aldrei verið beðið og ekki væri annað en að koma með efni. I því dreif Sverrir Haukur og ritstjórinn gaf heftið út. Því var dreift um allan heim og það síðan notað sem landkynningarbæk- lingur í utanríkisþjónustunni í mörg ár, enda til á öllum helstu höfuð- tungum og kostnaður var nánast enginn. Þessa sögu segir hann til að leggja áherslu á að frumkvæði skipti mestu máli í fari starfsmanna utan- ríkisþjónustunnar, en hann veit líka að sumum þykir hann nánast ofvirk- ur. Það er engin diplómatísk logn- molia í kringum Sverri Hauk og al- vörusvipurinn á andliti hans ekki meiri en svo að stutt er í bros og spaugilegar athugasemdir. Sverrir Haukur fæddist reyndar inn í utanríkisþjónustuna, því faðir hans starfaði í dönsku utanríkis- þjónustunni í Kaupmannahöfn og þar fæddist hann 1942. Eftir laga- próf lá leiðin í utanríkisþjónustuna, þar sem hann hefur starfað í rúm 28 ár, lengst af í frönskumælandi lönd- um, verið sendiherra íslands hjá EFTA í Genf og hjá NATO í Brus- sel, auk þess sem hann hefur verið skrifstofustjóri almennu skrifstof- unnar, varnarmálaskrifstofu og við- skiptaskrifstofu utanríkisráðuneyt- isins. I Bandaríkjunum var hann sendifulltrúi við sendiráðið í Was- hington í tæp sex ár. Sem dæmi um umsvifin undanfar- in ár má nefna að 1997 stóð sendi- ráðið fyrir 200 manna viðskiptaráð- stefnu í Barcelona í samvinnu við Verslunarráð fslands og fleiri aðila, þeirri stærstu sem haldin hefur ver- ið erlendis. Hún þótti takast mjög vel og þar mættu Davíð Oddsson forsætisráðherra og katalónski starfsbróðir hans Pujol. Þremur vik- um síðar var svo haldinn kvöldverð- arfundur í París með Halldóri As- grímssyni utanríkisráðherra, þar sem 150 manns mættu til að hlýða á ráðherrann og kynnast íslensku við- skiptalífi. Stóra átakið á síðasta ári voru af- skipti sendiráðsins af þátttöku ís- lands í Expo 98 í Lissabon en Út- flutningsráð íslands skipulagði og sá um sýningarskála íslands, sem fékk margar viðurkenningar. Sú reynsla kemur Sverri Hauki til góða á næstunni, þar sem utanríkisráðu- neytið mun ásamt öðrum ráðuneyt- um, Útflutningsráði, Ferðamálaráði og Verslunarráði íslands undh-búa þátttöku íslands á næsta ári í Expo 2000, heimssýningunni í Hannover. Síðustu sex mánuði áður en hann hvarf heim var Sverrir Haukur ald- ursforseti í hópi sendiherra við OECD, sem er í eina skiptið sem það hefur komið í hlut íslendinga. Meðal lokaverka í París var að hafa umsjón með kaupum á nýjum sendi- herrabústað og frágangi hans. Dag- inn áður en Sverrir Haukur var tek- inn tali á skrifstofunni í París var bústaðurinn vígður með stórri mót- töku fyrir aðila, er átt hafa sam- skipti við sendiráðið. Þar þurfti ekki að taka marga tali til að heyra að menn mátu mikils áhuga og drift sendiherrans fráfarandi. Kunnu að meta að hann hefur verið boðinn og búinn að sækja fundi og mæta við hátíðleg tækifæri hjá fyrirtækjum og öðrum, er sinna tengslum íslands og Frakklands og annarra umdæm- islanda. Aukin umsvif íslendinga í Frakk- landi má reyndar sjá svart á hvítu. Um 1970 fóru innan við 0,5 prósent af íslenskum útflutningi til Frakk- lands, en nú eru þetta 7-9 prósent og alls fara 18 prósent af heildarút- flutningi Islendinga til þeirra landa, er heyra undir sendiráðið í París. Eitt af því síðasta sem Sveriir Haukui- gerði í Paris var að undir- búa leigu á næstu hæð fyrir ofan sendiráðsskrifstofuna, svo hýsa mætti þessi auknu umsvif. Hraði og stækkandi utanríkís- þjónusta 28 ár eru langur tími og óþarfi að spyrja hvort utanríkisþjónustan hafi ekki breyst á þessum tíma, en hins vegar má spyrja hvernig hún hafi breyst. „Stærsta breytingin er stóraukinn starfsmannafjöldi og hraðinn. Núna starfa um 150 manns í íslensku ut- anríkisþjónustunni, sem eru tvöfalt fleiri heldur en þegar ég byrjaði 1970. Þátttaka Islands í störfum er tengjast alþjóðastofnunum hefur stóraukist, bæði fjöldi starfsmanna og verkefnin. Það eru aðeins tíu ár síðan starfsmenn í Brussel voru alls fimm. Nú eru þeir 24, að meðtöldum sérfræðingum annarra ráðuneyta, sem þar starfa við verkefni er snúa að Evrópusambandinu. Átján starfa í sendiráðinu gagnvart ESB og sex í fastanefnd íslands hjá NATO. Þetta sýnir til dæmis hve umsvifin hafa aukist í Brussel. EES-samningurinn hefur haft í för með sér aukna þörf á sérfræð- ingum innan og utan utanríkisþjón- ustunnar. I upphafi vorum við flestii’ „generalistar“. Það hefur hægt og sígandi breyst, er orðið erfiðara að halda mönnum á breiðum grund- velli. Sérhæfing er vísast það sem koma skal í auknum mæli, þó það verði áfram þörf á „generalistum". Önnur meginbreytingin er hve hraðinn í öllum afgreiðslum hefur aukist. Þegar ég var fyrst í París 1971-1973 var hér eitt telextæki og hitt telextækið, sem til var í íslensku utanríkisþjónustunni var gagnvart fastanefnd Nato. Annars voru skeyti send á milli með hefðbundnum hætti og síminn sjaldan notaður til að hringja til útlanda. Nú eru símbréfstæki alls staðar og svo tölvutæknin og tölvupóstur og allt er þetta snar þáttur í hröðum samskiptum. Það er í vaxandi mæli farið að tölvutaka öll skjöl, sem koma inn í ráðuneytið. Það eykur mjög undirbúningsvinnuna, en eftir- leikurinn er margfalt léttari. Áður var fyrirspurn kannski send með pósti, sem tók viku að komast á áfangastað og svo leið önnur vika áður en svar barst. Nú eru fyrir- spurnir stundum afgreiddar á sömu klukkustundinni og þær berast. Gamla afstaðan um að leysa ætti úr öllum fyrirspurnum er enn ríkjandi, en mannaflinn hefur ekki aukist að sama skapi. Hraðinn endurspeglar hraðann og stressið úti í þjóðfélag- inu. Það er búist við að leyst sé úr öllu á stundinni. Hraðinn stjórnar miklu í kringum okkur, kannski of miklu.“ Hlutverk utanríkisþjónustunnar nú sem fyrr: Hagsmunagæsla íslands erlendis Aðstæður í utanríkisþjónustunni og utan hennar hafa breyst, en hvert er þá hlutverk hennar? „Hlutverk utanríkisþjónustunnar er fyrst og fremst að gæta hags- muna Islendinga á erlendum vett- vangi, hvort sem er á sviði stjórn- mála, menningar eða viðskipta og svo að aðstoða Islendinga erlendis. Grunnverkefni utanríkisþjónustunn-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.