Morgunblaðið - 11.04.1999, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 11.04.1999, Blaðsíða 18
18 SUNNUDAGUR 11. APRÍL 1999 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Að leggja allt í sölurnar til að vinna KVIKMYNDIR II á s k «1 a b í ó A CIVIL ACTION irk'k Leiksljórn og handrit: Steven Zailli- an, eftir bók Jonathans Harr. Aðal- hlutverk: John Travolta, Robert Du- vall, Kathleen Quinlan, John Lith- gow, William H. Macy, James Gand- olfini, Tony Shalhoub, Zeljko Ivanek og Stephen Fry. Touchstone 1998. SLYSAROTTUR eru bandarísk- ir lögfræðingar kallaðir sem elta uppi fórnarlömb slysa og afhenda nafnspjöldin sín. Þeir meta mannslíf í peningum; mest er hægt að græða á fertugum hvítum karlmanni, vel menntuðum sem er hrifinn úr miðj- um starfsframa vegna fötlunar eftir slys. Dáið barn gefur minnst í aðra hönd. Samt æxlast málin þannig fyrir lögfræðinginn Schliehtmann og félaga hans að nokkur dáin böm verða að „gullnámu" fyrir þá, eins og j)eir orða það. I bænum Woburn í Nýja- Englandi er hærri veikinda- og dán- artala en gengur og gerist, og hafa átta börn dáið úr hvítblæði. For- eldrarnir vilja komast að af hverju það stafar og ráða til sín lögfræð- inginn og slysarottuna Jan Schlicht- mann, sem John Travolta leikur. Hann kemst að því að drykkjarvatn bæjarins er illa mengað og að þar eiga stóríyrirtæki hlut að máli sem hann þarf að leggja fram kærur gegn. Það þýðir mögulegar pen- ingafúlgur, og þar með er áhuginn vakinn. Þessi átakanlega saga er sönn, og er myndin áhugaverð að því leytinu, auk þess að hafa sitt að segja um umhverfismál. Kvikmyndin gerist lítið í réttarsalnum sjálfum, heldur meira „á bakvið tjöldin", þar sem fram fara þær samningarviðræður sem lögfræðingarnir hafa sín á milli, heiðarlegar og óheiðarlegar. Þar er sýndur kjami bandaríska réttarkerfísins, eða eins og lögfræð- ingurinn Facher, sem Robert Du- vall leikur af snilld, segir: „Það borgar sig ekki að leita sannleikans í réttarsalnum.“ Þetta gengur bara út á hver er klókari að ná sínu fram með illu eða góðu, þar liggur eini metnaðurinn. I þessu máli eru tvenns konar lögfræðingar; sá hrokafulli Harvard-lærði og hinn sem menntaður er í ómerkari skóla og þarf að hafa sjálfsbjargarvið- leitnina í lagi og sjálfstraustið til að ná eitthvað. Þetta er fersk og áhugaverð sýn inn í lögfræðinga- heim Bandaríkjanna sem við höfum öll ósjaldan séð á hvíta tjaldinu. Handritið er mjög vel skrifað framan af, en svo þynnist það út og leysist að lokum upp í ekkert. Myndin hefði getað orðið býsna lé- leg ef ekki væri fyrir fína mynda- töku, góða leikstjóm og auðvitað einvala leikaralið í hvívetna. Robert Duvall fer þar fremstur í flokki sem hrokafulli lögfræðingurinn Facher, sem hefði orðið ógleymanlegur í sterkari mynd. John Lithgow, James Gandolfini og William H. Macy klikka auðvitað ekki, og þótt John Travolta sé ágætur hefði hann mátt eiga meira afgerandi leik. Það er ekki alltaf nóg að vera bara John Travolta. Nýstárleg mynd á vissan hátt og áhugaverð, en ekki alltaf nógu sterk. Hildur Loftsdóttir / / Sigurður Arni fulltrúi Islands SIGURÐUR Árni Sigurðsson myndlistarmaður hefur sam- kvæmt tilnefningu myndlistar- nefndar menntamálaráðuneyt- isins verið valinn til að vera fulltrúi Islands á tvíæringnum í Feneyjum, la Bienneale di Venezia, sem verður opnaður 13.júnínk. Sigurður Árni Sigurðsson er fæddur árið 1963. Hann lauk prófi frá Myndlista- og handíða- skóla Islands árið 1987 og frá Ecole Nationale d’Art de Cergy-Pointoise í Frakklandi 1990. Árin 1990-1991 var hann við nám í Institut des hautes Etudes en Arts Plastiques í París. Sigurður Árni hefur haldið fjölda einkasýn- inga síðastliðin tíu ár, bæði hér á landi og er- lendis; í Frakklandi, Þýskalandi, Sviss, Japan og á Italíu. Sýningin í Feneyjum mun saman- standa af nýjum málverkum og „módelum“ sem sýnd verða bæði inni í Alvar Aalto-skálan- um sem íslendingar hafa á leigu og fyrir utan skálann. „Sigurður Árni hefur í verkum sínum leitast við að víkka út möguleika og takmörk málverksins og í því skyni m.a. gert rýmið milli forgrunns og bak- grunns að sínu helsta til- raunasvæði. Þannig hef- ur honum tekist að skapa sérstæðan heim Ijóðrænu og óraunveruleika í verk- um sínum sem byggist á afar persónulegu myndmáli og vísar oft í sjálfan sig og sögu mál- verksins,“ segir í frétt frá Listasafni íslands. Sigurður Árni Sigurðsson Shakespeare í niitímanum Breski leikarinn og leikstjórínn Nigel Watson mun halda fyrirlestur í Odda á mánudagskvöld í boði Fé- lags íslenskra háskólakvenna. Yfírskrift fyrirlestrar- ins er Shakespeare í nútímanum og í stuttu spjalli við Hávar Sigurjónsson sagði Nigel að hann hygðist leggja útaf kvikmyndinni vinsælu Shakespeare in —— y Love sem nýverið hlaut þreföld Oskarsverðlaun. NIGEL Watson er ekki með öllu ókunnug- ur íslensku leikhúslífi þar sem hann var bú- settur hér um nokkuira ára skeið, 1975-’77 og ‘79-’82. Hann er Walesbúi að uppruna, búsettur í Cardiff og starfar þar sem leik- ari, leikstjóri og kennari í leikhúsfræðum. Hann var einn af stofnendum velska Jeik- hússins Theatre Taliesin Wales sem starf- rækt var við góðan orðstír 1983-93 og hlaut m.a. viðurkenningu Unesco. Hann hefur leikið í fjölmörgum uppfærslum á Shakespeareleikritum, m.a. titilhlutverkin í Ríkharði II, Ríkharði III, Hamlet og Lé konungi. Verk Shakespeares hafa á undanförnum ái-um verið vinsæl af Hollywood til kvik- myndunar. Nefna má myndir Kenneth Branaghs á Hinrik V og Sem yður þókn- ast, einnig mynd Mel Gibsons á Hamlet. Nýjasta afurðin, Shakespeare in Love, er reyndar ekki kvikmyndun á leikriti heldur er þar lagt útaf leikritinu Rómeó og Júlíu og sköpuð sannfærandi umgjörð frá tíma Shakespeares, síðasta áratug 16. aldarinn- ar, Elísabetartímanum svokallaða. Nigel Watson er hafsjór af fróðleik um Elísabet- artímann og segist nokkuð ánægður með hvernig til hefur tekist í kvikmyndinni hvað þetta varðar. „Það er svo annað mál hvort umgjörðin er nákvæmlega rétt þótt hún sé sannfærandi. Einn stærsti kostur myndarinnar er hversu skýr mynd er dregin upp af aðstæðum leikhússins á Elísabetartímanum. Leikhúsin voru undir stöðugri hótun um að vera lokað, samfé- lagið óttaðist leikhúsið og setti það út fyrir borgarmörkin við hliðina á vændishúsun- um og dýraatspyttunum. Leikflokkarnir urðu sífellt að gæta þess að vera í náðinni hjá aðalsmönnum og hirðinni, því þaðan „SHAKESPEARE sameinaði alþýðulist og æðri list á þann hátt að það hlýtur að höfða til nútímans,“ segir leikstjórinn Nigel Watson. kom stuðningurinn og styrkirnir. Höfund- ur eins og Shakespeare skrifaði nákvæm- lega það sem hann taldi að fólkið vildi helst sjá og hann skrifaði einnig fyrir leikflokk- inn sinn; hann hafði ákveðna leikara í huga þegar hann skrifaði hlutverkin. Þetta kem- ur allt fram í myndinni en um leið er fólgin í henni íronísk tilvísun í okkar eigin sam- tíma, t.d. Hollywood, þar sem leikhúseig- andinn Henshaw (leikinn af Geoffrey Rush) líkist dæmigerðum Hollywoodfram- leiðanda í dag. Ef Shakespeare væri meðal okkar í dag er ég sannfærður um að hann myndi skrifa fyrir sjónvarp og kvikmyndir því hann var ekki bara snjallasta skáld samtímans heldur var hann sá sem hagn- aðist mest á leikritun sinni og dró sig í helgan stein rétt rúmlega fimmtugur, orð- inn sterkefnaður." Nigel segist endalaust brjóta heilann um hvernig ungir drengir hafi getað túlkað stærstu kvenhlutverkin í leikritum Shakespeares. Konur máttu ekki leika á opinberum leiksviðum í Bretlandi fyrr en eftir 1660 og á dögum Shakespeares voru ungir drengir á aldrinum 11-14 ára notaðir í kvenhlutverkin. „Mér er ómögulegt að sjá fyrir mér 12 ára dreng túlka hlutverk Cleópötru eða Lafði Makbeð, hádramatísk hlutverk sem skrifuð eru af miklum þroska og djúpu innsæi. Öðru máli gegnir kannski um kvenhlutverk í gamanleikritunum. Kvikmyndin Shakespeare in Love fer á vissan hátt í kringum þetta vandamál og sýnir ekki hvernig þetta hefur verið. Samt finnst mér þessi mynd vera mun betur heppnuð en þær myndir sem gerðar hafa verið eftir leikritum Shakespeares á und- anförnum tíu árum eða svo.“ Nigel segir það jákvætt að mynd á borð við Shakespeare in Love hafi áhrif í þá átt að vekja áhuga fólks á leikritunum og sam- tíma Shakespeares. „Vonandi verður þetta til þess að leikhúsið The Globe í London, sem bandaríski leikarinn Sam Wanamaker átti stærstan þátt í að reis af gnmni þótt honum entist ekki aldur til að sjá það full- klárað, fær meiri aðsókn en verið hefur. Myndin ætti einnig að draga Shakespeare af stalli þjóðartáknsins og opna augu fólks fyrir því að hann var fyrst og fremst leik- húsmaður sem nýtti hæfileika sína til hins ýtrasta í þeim tilgangi að laða áhorfendur í leikhúsið til sín. Hann sameinaði alþýðulist og æðri list á þann hátt að það hlýtur að höfða til nútímans þegar öll slík mörk eru að hverfa,“ segir leikstjórinn og leikarinn Nigel Watson. Fyrirlestur hans um Shakespeare í nútímanum hefst kl. 20 í stofu 101 í Odda.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.